Sunnudagur 22.10.2017 - 12:19 - FB ummæli ()

Þjóðarspegillinn við Hringbraut?

Eitt alvarlegasta dæmi þöggunar í íslenskum stjórnmálum og stjórnsýslu varðar staðarval á nýju þjóðarsjúkrahúsi við Hringbraut og sem var rætt um á opnum fundi samtaka um betri spítala á betri stað (SBSBS) sl. fimmtudag í Norrænahúsinu sem tekinn var upp. Um stjórnsýslu sem ekki hefur svarað málefnalegri gagnrýni  á endurmati, jafnvel þótt grunnforsendurnar séu brostnar. Um vel upplýsta og ábyrga ákvörðun á dýrustu og flóknustu ríkisframkvæmd Íslandsögunnar og sem stefna nú í að verða jafnvel mestu skipulagsmistök aldarinnar.

Í pallborðsumræðum tóku þátt fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Vinstri Grænna, Samfylkingar, Pírata, Miðflokksins og Framsóknarflokksins. Framsögu höfðu fulltrúar Nýs Landspítala (Hringbrautarverkefnisins) og SBSBS. Í stuttu máli kom skýrt fram að Miðflokkur, Framsókn, Píratar og Flokkur fólksins vilja þegar í stað nýtt endurmat á áframhaldandi framkvæmdum við Hringbraut og farið verði í að finna framtíðarþjóðarsjúkrahúsinu  betri (besta) stað.

Mikið  vatn hefur runnið til sjávar síðan upphafleg ákvörðun var tekin upp úr aldarmótunum síðustu. Miðbærinn hefur gjörbreyst. Umferðarþunginn hefur aldrei verið meiri og umferðarmannvirkin sem voru meginforsendur jafnvel í síðustu staðarvalsákvörðun árið 2008, vantar algjörlega.

Reykjavíkurflugvöllur sem var önnur meginforsendu staðarvalsins var kippt út 2012. Skorið hefur einnig verið af upphaflegri nýbyggingalóð Landspítalans neðan Hringbrautar og almennar byggingaframkvæmdir þar þegar hafnar. Framkvæmdir sem hafa þá lokað hringnum kringum þröngu Landspítalalóðina og svokölluð neyðarbraut lokað. Síðustu opnu aðflugsleiðinni fyrir sjúkraþyrlur framtíðar að fyrirhuguðum þyrlupalli á 5 hæð nýja spítalans.

Sérhagsmunir Reykjavíkurborgar og tryggðarbönd stjórnmálaflokkanna hafa fengið að ráðið ferðinni sl. ár, í stað almannahagsmuna og almennrar skynsemi. Fleiri og fleiri stjórnmálamenn hafa þó séð í hvaða mistök stefndi og að miðbærinn væri þegar sprunginn. Eins hafa verið færð rök fyrir að nýr staður þurfi alls ekki að seinka framkvæmdum, nema ef vera skildi á fyrsta áfanga um 1-2 ár, meðferðarkjarna og rannsóknarhúsi. Eins upplýsingar um að álíka stór sjúkrahús og heildarframkvæmdir á Hringbraut hljóða upp á, með enduruppgerð eldri húsa, kosti miklu minna á besta stað og mörg dæmi er um á hinum Norðurlöndunum (Danmörku og Noregi). Sem reist eru á opnum og góðum svæðum með tilliti til aðgengis og þjónustu.

Endurteknar skoðanakannanir meðal þjóðarinnar og starfsmanna sýna mikinn stuðning við endurskoðun á verkefninu öllu. Þjóðarhagur hefur þar að auki aldrei verið meiri og ólíku saman að jafna og þegar ákvarðanir voru teknar með síðustu staðarvalsskýrslunni (leyndu skýrslunni svokölluðu), kreppulausninni 2008. Engu breytir þótt vel á 4 milljarðar króna hafa farið í undirbúningsvinnu sl. áratug. Fé sem er jafn glatað og ef heildarframkvæmdir upp á 100 milljarða króna er þegar sokkinn framtíðarkostnaður. Trú Hringbrautarsinna eru auk þess ekki meiri á verkefninu nú en svo, að flestir telja að þegar þurfi að fara að huga að næsta staðarvali. Eins nýtist undirbúningur Hringbrautarverefnisnins vel fyrir framtíðarþjóðarsjúkrahúsið okkar á betri stað og sjúkrahótelið nýja á Hringbraut getur komi að góðum notum sem legudeildarpláss og sárlega vantar!!

Spýta þarf þegar í lófana með endurskoðun framkvæmda og nýju staðarvali fyrir betri spítala áður en sjálfar aðalframkvæmdir hefjast á Hringbrautinni. Eins hraðari fjármögnun á nýju verkefni og sem gæti klárast á næstu 8-10 árum eins og hjá nágrannaþjóðunum með álíka verkefni. Huga þarf hins vegar strax að bráðlausnum næstu árin og sem kalla mest á í dag. Frekari aukningu í leguplássum fyrir aldraða og að bæta mönnunarvandann, sérstaklega meðal hjúkrunarfræðinga og daglega eru í fréttum. Eitt af stærstu kosningamálunum nú árið 2017.

 

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

Mánudagur 9.10.2017 - 11:25 - FB ummæli ()

Helsjúka heilbrigðiskerfið sem þaggað er stöðugt niður – okkar er nú valið

Byggingaframkvæmdir (2015-2020) við Nýja háskólasjúrkahúsið í Álaborg, Norður-Jótlandi sem verður 140.000 fm2 og kosta mun um 85 milljarða íslenskra króna, fullbúið 2020.

Fyrir rúmlega tveimur árum skrifaði ég pistil hér á Eyjunni í tilefni baráttu SBSBS (Samtaka um betri spítala á besta stað) á þjóðhátíðardeginum 17. júní 2015 og sem er líka afmælisdagur sonar míns sem er í sérfræðingslæknisnámi erlendis. Ég hafði m.a. áhyggjur af hans starfsumhverfi á Íslandi í framtíðinni. Þöggun, sérstaklega hjá RÚV á nauðsynlegri uppbyggingu heilsugæslunnar í landinu, bráðaþjónustu við aldraða, ásamt ásamt byggingaáformum nýs kreppuspítala á Hringbraut var þarna þegar komið til umræðu, en sem átti eftir að versna mikið. Útgangspunktur á greininni var að stundum eru kerfin helsjúk og þjóðin sjálf þarf þá að vera læknirinn.

„Byggingaráformin á Nýjum Landspítala við Hringbraut eru helsjúk. Minnir á geimveru sem er að reyna að endurfæðast út úr sjálfum sér á Hringbrautinni til að geta orðið eilíf. Það ætti flestum ólæknismenntuðum að vera nokkuð ljóst og sem kynna sér málið. Þjóðin (læknirinn) þarf að vitja sjúklingsins strax og sem er að því er virðist veruleikafyrtur (tekur ekki tiltali). Afkvæmið hans er þegar komið á vergang, en sem þarf á öruggum stað að halda sem fyrst, Nýjan Landspítala á betri stað. Hlúum að sjúklinginum nú með bráðaaðgerðum, fjölgun leguplássa og bættum mannauð í heilbrigðiskerfinu. Skoðum strax mögulega framtíðarbúsetu fyrir afkvæmið svo það verði ekki vargfuglunum að bráð.“ Síðan hafa verið tvær kosningar til Alþingis og ekkert hefur breyst!

Pistlarinir um þetta efni eru óteljandi bæði fyrir og eftir. Síðar átti eftir að koma enn betur í ljós að fréttastofu RÚV var bannað að fjalla um gagnrýni á framkvæmdir við Nýja Landspítalann. Jafnvel sem varðar þætti um þjóðaröryggi eins og örugga aðkomu sjúkraflugs á Reykjavíkurflugvöll í framtíðinni og til lendinga sjúkraþyrla á nýja spítalanum á Hringbraut. Eins var án ástæðu hætt við að sýna Kastljósþátt sem búið var að gera með viðtölum við undirritaðann, klínískan dósent við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Guðmund Löve, framkvæmdastjóra SÍBS um mikilvægi forvarna í heilslugæslu, einkum til langtímasparnaðar fyrir þjóðfélagðaið allt og minni lyfjanotkunar í flestum lyfjaflokkum þar sem við erum, ef ekki heimsmeistarar, þá a.m.k. norðurlandameistarar. RÚV hefur aldrei svarað fyrir sig nema með einu bréfi til undirritaðs frá ritstjóra Kastljóss í desember 2015, þar sem hann áréttaði skoðun stofnunarinnar að ekki eigi að rugga bátnum hvað byggingaáform Nýs Landspítla varðar!!

Strax fyrir 3-4 dýrmætum árum voru sömu rök notuð og notuð eru í dag. Að ekki mætti hreyfa við byggingaáformunum að því þau væru svo langt komin og hefðu kostað svo mikið (þetta heyrðum við síðast hjá starfandi forsætisráðherra í gærkvöldi). Samt eru framkvæmdir ekki hafnar, ef undan er skilið framkvæmdir við eitt sjúkrahótel á lóðinni. Allir sjá líka hvað sérhagsmunaaðilarnir eru margir í þessu máli. Verktakafyrirtæki og arkitektar hafa verið feimnir að tjá sig nokkuð, enda miklir hagsmunir í húfi hjá þeim. Stærstir er sjálf Reykjavíkurborg, enda spítalinn stærsti vinnustaður landsins og mikið kappsmál hjá borginni að hafa hann innan borgarmarkanna og helst sem næst gamla 101 miðbænum. Samt klipið af upphaflegu landsvæði spítalans eftir geðþótta til að græða meira á byggingalandi umhverfis, m.a. til hótelrekstrar. Síðast 2012, þegar lóðinn var skorin niður neðan nýju Hringbrautarinnar við Vatnsmýrina, við NA enda neyðarbrautarinnar svokölluðu og sem þegar er byrjað að byggja á (Valslóðinni). Þrátt fyrir að ein megin forsenda upphaflegs staðarvals hafi verið einmitt nálægðin við Reykjavíkurflugvöll!! Svipað er upp á tengingnum er varðar nú aðgangshindranir að spítalanum þar sem nauðsynleg ný umferðarmannvirki sem einnig var meginforsenda upphaflegs staðarvals á Hringbraut, voru aflögð hjá Reykjavíkurborg!

Sérhagsmunatengslin eru reyndar þvers og kruss og hafa alltaf verið frá því fyrir aldarmót og flestir stjórnmálaleiðtogar lagt eið sinn við gjörninginn og pressað á þá sem eftir komu. Eingu máli hefur skipt rök aðila sem gagnrýnt hafa byggingaáformin sl. ár í öllu veigamestu atriðum og er varðar líka góða stjórnsýslu, þjóðaröryggi og umhverfisskipulag. Vinstri menn og Samfyllkingarfólk fer þar fremst í flokki, svo furðurlegt sem það kann að virðast, og sem telja sér ekkert mannlegt óviðkomandi. Píratarinir virðast of saklausir til að taka afstöðu og margir Sjálfstæðsmenn of stoltir. Við sáum það reyndar vel í sjónvarspkappræðunum í gærkvöldi hvað stjórnmálaleiðtogarnar vissu í raun lítið um heilbrigðiskerfið og hvað umræðan var yfirborðskennd.

Sennilega skiptir þó mestu máli skattfé almennings sem útlit er fyrir að verði illa varið með 100 milljarða króan framkvæmd við illan leik á Hringbraut, á þröngri og illa skipulagðri lóðinni. Þar sem tæpur helmingur byggingamangns heildarframkvæmda er allsherjar uppgerð eða enduruppbygging gamalla og jafnvel ónýtra húsa (u.þ.b 60.000 fm2). Hugmyndir um heilsgræðandi umhverfi spítala er einnig látið fjúka og þess í stað stílað inn á þröngar og lokaðar vistarverur  í nýjum Meðferðarkjarna auk rannsóknabyggingu (Áfanga 1, sem tilbúinn á að vera 2023 (uþb 80.000 fm2) fyrir áætlaðar í dag um 50 milljarða króna. Kostnaður sem á eftir sennilega að tvöfaldast miðað við svipaða reynslu annarra við álíkar aðstæður eins og nú í Stokkhólmi. Svo ekki sé talað um öll óþægindin, hávaðan, mengunina, umferðateppurnar við spítalann á byggingatíma næstu 15 árin. Fjölgun sjúkrarúma á einum stað eru heldur ekki í kortunum miðað við sem við höfum í dag og upphaflega var hugmyndin með einu stóru háskóasjúkrahúsi og fyrirséð að reka verði LSH í Fossvogi áfram.

Samt vilja flestir stjórnmálaflokkar í dag nú rétt fyrir kosningar 2017 bara stinga hausnum í sandinn og láta framkvæmdir halda ótrauðir áfram, án endurskoðunar!!! Þrátt fyrir líka fyrirséða sviðsmynd sem jafnvel stjórnendur spítalans hafa nefnt, að framkvæmdirnar verði aldrei nema til bráðabirgða, segjum 20-30 ár, og svo verði að byrja að finna nýjum þjóðarspítala betri og nýjan stað (og sem gæti þá verið vandfundnari en á þeim svæðum sem við höfum þó þegar yfir að ráða í dag). Miðlægt og gott fyrir allt höfuðborgarsvæði sem tryggir góða og örugga aðkomu, bæði fyrir sjúklinga, sjúkraflutninga og starfsfólk.

Rúsínan í pylsuendanum og SBSBS hafa margsinnis bent á, er að með sama fjarmagni og nú er áætlað að klára klúðrið á Hringbraut við illan leik, má byggja á besta stað mikið fullkomnari þjóðarspítla sem endast mun til miklu lengri framtíðar, á mikið ódýrari og hagkvæmari máta og á styttri tíma en áætlað er ljúka öllum framkvæmdum á Hringbraut. Yfir þá allt að 100 milljarða króna sparnað fyrir þjóðfélagið allt til lengri tíma litið, svo ekki sé talað um meira heilsuöryggi fyrir sjúklinga í græðandi umhverfi og öruggara og aðgengilegra starfsumhverfi fyrir heilbrigðisstarfsfólk.  Mörg dæmi er um álíka slík verkefni á Norðurlöndunum nú, álíka stór háskólasjúkrahús sem reist eru á besta stað á 7-8 árum með undirbúningstíma, fyrir u.þ.b. 80-90 milljarða íslenskra króna, fullbúinn. Þar má t.d. nefna Álaborgar-háskólasjúkrahúsið Norður Jótlandi, Hilleröd-háskólasjúkrahúsið Norður-Sjálandi í Danmörku (2013-2020) og Kalnes-háskólasjúkrahusið í Noregi.

Auðvitað ættum við úr því sem komið er, eftir allt klúðrið og þöggunina, að geta kosið um heildarendurskoðun á framkvæmdum á Nýjum Landspítla við Hringbraut og hugsanlga mikið skynsamlegri ákvarðanir á stærstu og dýrustu ríkisframkvæmd sögunnar. Í stað þess að láta þröngsýni sérhagsmunahópa ráða áfram ferðinni. Og ef Danir og Norðmenn geta þetta svona auðveldlega, af hverju ekki við á mestu hagsældartímum Íslandsögunnar? Eða viljum við eins og bara áður safna upp í nýja IceSave skuld fyrir komandi kynslóð?

 

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

Laugardagur 23.9.2017 - 16:55 - FB ummæli ()

Ósvaraða ráðherrabréfið frá 2009 og ein mesta heilbrigðisógn samtímans

Úr nýútkominni skýrslu Landlæknisembættisins, Sýklalyfjanotkun og sýklalyfjaónæmi 2016

 

Í tilefni nýútkominnar skýrslu Landlæknisembættisins um sýklalyfjanotkun og sýklalyfjaónæmi manna og dýra, 2016 og tilmæli alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) nú í vikunni vegna einnar mestu heilbrigðisógnar samtímans að þeirra mati, sýklalyfjaónæmi helstu sýkingarvalda mannsins tengt óhóflegri sýklalyfjanotkun, vil ég endurbirta að hluta og annars vísa í ráðherrabréf mitt sem ég skrifaði þáverandi heilbrigðisráðherra, Ögmundi Jónassyni með afriti til heilbrigðisnefndar alþingis árið 2009, en sem var aldrei svarað. Ekki svo að skilja að endilega þurfi að svara öllum bréfum og kannski síður sem send eru bara með tölvupósti. Þó frekar þar sem erindið og ósk um svar við bréfi mínu var ítrekað við næstu tvo ráðherra heilbrigðismála sem á eftir komu, og gott ef ekki við þann þriðja líka. Bréfinu hefur sem sagt aldrei verið svarað og sem sýr einmitt að slæmri stöðu lyfjamálanna í dag!

Og hvert var svo megin innihald bréfsins. Jú, afrakstur og niðurstöður gæðaþróunarverkefnis heilsugæslunnar 1992-2002 varðandi lyfjaávísanir lækna og þá sérstaklega á sýklalyf, afleiðingar í þróun sýklalyfjaónæmis helstu sýkingarvalda barna og eins sýkinga sem leiddu til endurtekinna sýkinga, eyrnabólgu og lungnabólgu meðal þeirra. Eins mögulega hárrar tíðni hljóðhimnurörísetninga meðal barna (milli 30-40%).

Í bréfinu sagði meðal annars:

„Læknar skrifa oft út á lyf í takt við (af sömu tilefnum) hvað kollegarnir gera til að vera ekki “öðruvísi” og til að skapa sér ekki óvinsældir. Það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt að læknar komi sér upp vinnuferlum, stundum allt að því ómeðvitað til að samlagast straumum í heilbrigðiskerfinu og eftir kröfum almennings hverju sinni. Í nýlegri mastersritgerð Péturs Péturssonar heilsugæslulæknis á Akureyri er gerð góð grein fyrir af hverju læknar skrifa upp á lyf (sýklalyf) án þess að fyrir liggi beinar læknisfræðilegar ástæður (non-pharmalogical prescriptions). Álag og tímaleysi bæði læknis og sjúklings kemur þar inn sem áhrifaþáttur auk launakjara lækna t.d. á vöktum sem þurfa að vinna hratt til að halda uppi ásættanlegum launum. Ekki má heldur gleyma áhrifum lyfjafyrirtækja sem reyna eins og þau frekast geta að hafa áhrif á lækna, mismikið eftir sérgreinum.“

Í bréfinu er líka bent á líkleg tengsl slakrar uppbyggingar í heilbrigðiskerfinu og ómarkvissrar ávísun lækna á lyf í hinum ýmsum lyfjaflokkum og þótt erfitt sé oft að sanna bein orsakasambönd við heilbrigðisógn eins og þar sem sýklalyfin og þróun sýklalyfjaónæmis sýkingarvaldanna sjálfra, eiga í hlut. Þannig eins og módel og þar sem bent var á mikilvægi þess að afgreiða ekki heilsuvanda (veikindi) barna á vöktum nær eingöngu, heldur í dagvinnutíma heilsugæslunnar þar sem tækifæri væri á eftirfylgd og nákvæmari ráðleggingum sömu aðila, en ekki undir tímapressu hjá ókunnugum lækni út í bæ. Nýjustu alþjóða klínískar leiðbeiningar um loftvegasýkingar manna ganga einmitt út á þetta og sem hin Norðurlöndin hafa tekið sér til fyrirmyndar.

„Svipaðar rannsóknir má gera sem tengjast ýmsum öðrum lyfjaflokkum t.d geð- og svefnlyfjum sem byggist þá á réttri notkun lyfjanna, fyrirbyggjandi aðgerðum og öðrum úrræðum en lyfjaávísunum. Í raun ætti að líta á öll álíka verkefni innan heilbrigðiskerfisins sem sprota- eða frumkvöðlaverkefni til að bæta hag og heilsu þjóðar sem eru ekki síður mikilvæg ýmsum öðrum stórum verkefnum í líftæknivísindum sem hlúð hefur verið að og litið upp til hér á landi hingað til. Heilsugæslan gegnir þannig ekkert síður mikilvægu hlutverki en aðrar sjúkrastofnanir í að lækna og viðhalda heilsu auk þess sem hún á að vera leiðandi í forvörnum og fræðslu.“

Á Íslandi hefur samt allt setið við það sama. Stundum talað á hátíðisdögum hvað mætti betur gera. Stöðugur niðurskurður samt í reynd á starfsemi, jafnvel í bullandi góðæri og þar heilsugæslan á landinu öll fær, ásamt öllu fjármagni til forvarna, aðeins innan við 4% af heildarfjármagni ríkisins til heilbrigðisþjónustu. Reynt að spara frekar með öflugri vaktþjónustu í stað uppbyggingar heilsteyptrar heilsugæslu. Einmitt af þessum orsökum er skýrsla landlæknis svo frábær. Hún mælir í raun „óðaverðbólguna“ í heilbrigðiskerfinu sjálfu, þvert á stefnumarkmið alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Önnur nýleg skýrsla Landlæknis um oflækningar segir svipaða sögu. Einhversstaðar í stjórnsýslunni ætti nú að blikka rauð ljós og jafnvel heyrast sírenuvæl. Hefði ekki mátt svara bréfinu góða og reyna sameiginlega með grasrótinni að leysa úr vandanum. Lífið snýst enda ekki bara um opinberar góðar hagtölur, en sem því miður margir stjórnmálamennirnir halda.

http://blog.pressan.is/vilhjalmurari/2009/11/16/osvarad-radherrabref-og-lyfjamalin/

 http://www.laeknabladid.is/tolublod/2016/02/nr/5746 

http://blog.pressan.is/vilhjalmurari/2016/02/04/verdum-ad-gera-betur-vardandi-syklalyfjaavisanir/

 

 

 

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

Miðvikudagur 13.9.2017 - 22:31 - FB ummæli ()

Vatnsmýrar-heimaskítsmát

Samgöngustofa samþykkti varanlega lokun neyðarbrautarinnar 27.6.2017 (rauða brautin) og þar sem byggingaframkvæmdir eru þegar hafnar við NA endann (á gömu Valslóðinni). Hvernig getur Ríkisstjórn Íslands, framkvæmdaráð LSH og Reykjavíkurborg skipulagt Nýtt Þjóðarsjúkrahús til framtíðar sem tryggir ekki einu sinni öruggt aðgengi neyðarflutinga úr lofti (með öruggu aðflugi fyrir þyrlur á spítalann og sjúkraflugi til nærliggjandi flugvallar)?

Eftir að leyfi fékkst hjá flugmálayfirvöldum og hönnun þyrlupalls var lokið 2011, var ákveðið (2012) að loka neyðarbrautinni og byggja upp á Valslóðinni. Forsendu fyrir áframhaldandi nálægð við Reykjavíkurflugvöll var jafnframt kippt út úr skipulagi fyrir Nýjan Landspítala sama ár af kröfu Reykjavíkurborgar og sem upphaflega var ein meginforsenda fyrir staðarvali á Hringbraut upp úr aldarmótunum síðustu.

Í nýrri skýrslu samgöngumálaráðherra um framtíð Reykjavíkurflugvallar sem kom út í vikunni segir meðal annars: „Ef loka á Reykja­víkurflugvelli árið 2024 þarf að gera ráðstafanir varðandi aðflug þyrla að Landspítalanum sérstaklega varðandi skipulag og notkun lands í Vatnsmýrinni.“

Skipulag Vatnsmýrarinnar hjá Reykjavíkurborg (2010-2030) og staðsetning þyrlupalls á Nýjum Landspítala við Hringbraut (gamla neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar horfin).

Ekkert nýtt áhættumat hefur hins vegar enn farið fram eftir árið 2012 vegna breyttra aðstæðna í Vatnsmýrinni þegar í dag og sjúkraþyrluflugið. Lokun neyðarbrautar og um leið aðal-aðflugsbrautar fyrir þyrlur að Nýjum Landspítala og byggingaframkvæmdir á Valslóðinni sem lokar síðustu aðkomuleiðinni næst spítalanum. Flestar þjóðir reyna hins vegar að tryggja 2-3 opnar aðflugsbrautir í hönnun nýrra þjóðarspítala eins og t.d. í Árósum í Danmörku.

Þyrlusjúkraflug eru þegar í ár hátt í 200 á ári, en upphaflegar áætlanir um not á þyrlupallinum við Nýjan Landspítalann voru aðeins áætlaðar milli 4-10 og aðeins í brýnni neyð! Áætlað mat fyrir þörf á þyrlusjúkraflugi er hins vegar áætlað milli 300-600 flug af landinu öllu ef vel á að vera og þar sem hver mínúta getur skipt máli að koma sjúklingi á bráðsjúkrahús. Eins er um 700 venjuleg sjúkraflug og tíminn skiptir oft líka miklu máli, ekki síst í tíma aksturs til og frá flugvöllum.

Léttar sjúkraþyrlur sem nú eru mikið í umræðunni til slíkrar þarfar ásamt þyrlum LHG og bent er á á í nýrri skýrslu fagráðs um sjúkraflutninga með þyrlum, hafa ekki leyfi flugmálayfirvalda til að lenda á þyrlupallinum á þaki Nýja Landspítalans við Hringbraut. Aðeins öflugar 2-3 mótora þyrlur sem geta haldið sér á lofti ef einn mótor bilar og vegna slæmra aðstæðna og ekkert opið svæði á jörðu niðri til nauðarlendinga. „Miðað er við að þyrlur sem noti pall séu í afkastagetu 1, þ.e. þyrla sem hefur þá afkastagetu að ef markhreyfill verður óvirkur þá geti hún lent á flugtaksstöðvunarsvæðinu eða haldið fluginu örugglega áfram til viðeigandi lendingarstaðar eftir því hvenær hreyfillinn verður óvirkur!“ En auðvitað geta allar þyrlur bilað alvarlega, ekki síst í slæmum veðrum. Pallurinn auk þess aðeins á 5 hæð við hlið sjálfs meðferðarkjarna spítalans. Lendingar munu auk þess valda mikilli truflun rétt við hliðina á kjarnastarfseminni vegna hávaða og mengunar.

Borgarstjóri Reykjavíkur var þess vegna beinlínis kjánalegur og í raun heimaskítsmát í Kastljósþætti vikunnar og þegar hann ræddi m.a um fyrirhuguð óleyfileg not léttari þyrla að þyrlupalli Nýs Landspítalans í framtíðinni. Um svipað leyti og núverandi áætlanir gera ráð fyrir að meðferðarkjarni NLSH verður kominn í gagnið og byggingaframkvæmdir hefjast að fullu í Vatnsmýrinni eins og hann óskar og Reykjavíkurflugvöllur farinn. En auðvitað gæti líka Nýr Landspítali verið á mikið betri stað, allra hluta vegna og við öll unnið taflið.

Draumsýn SPITAL-hósins á Hringbraut og þar sem framkvæmdir eiga að hefjast á næsta ári.

 

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

Þriðjudagur 29.8.2017 - 11:48 - FB ummæli ()

Nýja þjóðarbyrgið okkar!

Kommúnistar og einræðisherrann Enver Hoxha stjórnaði Albaníu með járnhnefa frá 1944-1985. Fólkið svalt, beitt miklu harðræði og heilaþvegið í lokin með kaldastríðsáróðri. Ritskoðun var algjör og í raun aðeins ríkisfjölmiðlar leyfðir sem þóknuðust stjórnvöldum. Þegar Hoxha féll frá var „skilgreind þjóðarsorg“ þótt þjóðin hafi ekki enn borið þessu tímabili bætur, nú 26 árum síðar og enn eitt hið fátækasta í Evrópu. Eitt af því sem Hoxha lagði mesta áherslu á var að byggja mörg neðanjarðarbyrgi í haginn fyrir kommúnista í „væntanlegu kjarnorkustríði“. Í Tírana sjálfri eru tvö borgar-neðanajarðarbyrgi sem hýsa átti fleiri hundruð manna hvort, sem og alla stjórnsýslu í marga mánuði og sem byggð voru á árunum 1974-1985. Lítil borgarsamfélög neðanjarðar með þröngum og löngum milligöngum milli rýma sem þjóna áttu líka fjölskyldum, með skólastofum, leikhúsi og sjúkrahúsi. Verkefnið varð eitt það dýrasta af öllum opinberum framkvæmdum í sögu þjóðarinnar. Í vikunni heimsótti ég annað neðanjarðarbyrgið rétt í útjaðri Tírana, á Bunk’art I sýningunni nánar tiltekið.

Ég komst ekki hjá því að hugsa heim. Um heilaþvottinn og fjölmiðlabannið varðandi byggingu Nýs Landspítala sl. ár. Dýrustu ríkisframkvæmd sögunnar en sem mörgum finnst misráðin m.t.t. hagkvæmni, staðsetningar og þrengsla og þar sem stjórnvöld hafa haldið sig við sömu upphaflegu forsendurnar frá því í lok síðustu aldar þrátt fyrir gjörbreyttar forsendur. Tók meðfylgjandi mynd af sjálfum mér á sýningunni af þessu tilefni og þótt auðvitað sé engan veginn saman að jafna ástandinu og harðræðinu í Albaníu þá daga og hér heima á Íslandi nú. En samt. Meðal annars hvað varðar þöggun ríkisfjölmiðla á hugsanlega mjög óhagkvæmum byggingaráformum og staðsetningu nýja þjóðarspítalans í gamla miðbænum. Hálfgerðu þjóðarbyrgi í nútímalegum skilningi sem leysa mætti á mikið hagkvæmari og ódýrari máta á góðum stað, í opnu og fallegu umhverfi.

https://www.theguardian.com/…/albania-tirana-bunkers

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag

Laugardagur 26.8.2017 - 12:05 - FB ummæli ()

Allur pakkinn í Albaníu

Á göngu milli Thethi og Valbona þjóðgarðanna.

 

Nú í lok ágúst fórum við hjónin í gönguferð á albönsku alpana með Íslenskum fjallaleiðsögumönnum. Um einstaka upplifun var að ræða, bæði er varðar göngur í stórbrotnu umhverfi með frábærri leiðsögn og kynningu á lífsstíl, sögu og menningu albönsku þjóðarinnar. Þótt aðeins hafi verið um 10 daga ferð að ræða, náðum við að ferðast víða um norðurhluta Albaníu frá Tírana, með viðkomu í Kosovo. Keyrðum mikið á miklu verri fjallvegum en við eigum að venjast í eldgömlum rútum. Gengum um 90 km og á fjögur fjöll og fjallaskörð á aðeins 6 dögum, oft í töluverðum hita og sól, með heildarhækkun samtals hátt í 7000 metra.

Ferðasagan í frábærum hópi íslenskra ferðafélaga og albanskra leiðsögumanna verður skráð í áföngum. Upplifunin er enda enn í þúsundum brotum og kristöllum. Nú er ég alsæll að vera komin heim með allar minningarnar. Við sem hópur stóðum þétt saman gegn allskonar áskorunum og sem komu sífellt á óvart. Ofþornun á göngu þar sem vatnið gat verið vanfundið og svæsin hópsýking af magapest, var sennilega það sem reyndi mest á þolrifin. Langar voru hinsvegar göngurnar í óbyggðum fjallanna og þar sem hættur gátu falist við hvert fótmál ef óvarlega var farið. Eingin met samt slegin, en vináttu-ávingurinn þeim mun meiri. Áminningar um leið hvað heilsan skiptir okkur alltaf miklu máli. Allt til að fá að geta fengið að njóta lífsins til hins ýtrasta og ævintýra í fjöllum á framandi slóðum. Í landi sem er nú eitt hið fátækasta í Evrópu af veraldlegum gæðum og þar til fyrir þremur áratugum eitt það einangraðasta í heiminum vegna harðstjórnar. Sannarlega þó ekki af allri mannkynssögunni að dæma og sem endurtekur sig í sífellu eftir duttlungum og valdagræðgi okkar mannanna á mismunandi stöðum.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · Lífstíll · Menning og listir · útivist

Fimmtudagur 17.8.2017 - 19:43 - FB ummæli ()

Grýtti vegurinn upp í Efstaleitið

Hlutverk ríkisútvarpsins ætti að vera öllum augljóst. Hvernig má það þá vera að RÚV vinni beinlínis kerfisbundið gegn megin hagsmunum þjóðarinnar og sem snýr að eftirliti með stjórn heilbrigðismála. Allir vita í hvaða kreppu þau hafa verið sl. áratugi og mikilvægi þess að fjármunum ríkisins sé sem best varið. Meðal annars til skapa sem mest réttlæti og jöfnun meðal þegnanna. Á tímum þegar flestir stjórnmálamennirnir og jafnvel Alþingi telja að hámarki sé náð í fjárútlátum til heilbrigðismálanna sem hlutfall af ríkistekjum og aukin einkavæðingin sé ein lausnin. Svipað sögu má sennilega segja um öll velferðarmálin.

RÚV hefur sl. ár neitað að miðla upplýsingum um hugsanlega skynsamlegri nýtingu fjármagns til heilbrigðiskerfisins og forgangsröðunar. Ákalli fjöldasamtaka eins og SBSBS sem hafa engra sérstakra eiginhagsmuna að gæta, hafa verið hundsuð og að þau þóknist ekki stjórnvöldum sem hafa ákveðið annað. Rökum hefur m.a. vart verið svarað þrátt fyrir mögulega hundruð milljarða króna hagræðingu í nýjum þjóðarspítala á miklu betri stað en ákveðið hefur verið. Sama á við um uppbyggingu í þjónustu heilsugæslunnar og minnkuðu álagi á bráðaþjónustur. Eins sem snýr jafnvel að bráðaflutningum bráðveikra og slasaðra í framtíðinni. Um betra skipulag lyfjamála og skynsamlegri notkun lyfja þegar jafnvel lífsnauðsynleg ódýrustu lyfin eru ekki til mánuðum saman í landinu. Allt sem skrifað hefur verið um en ekki virðist mega ræða opinberlega í kjölinn. Þjónustuna við langveika, aldraða og geðsjúka þekkja síðan allir. Mál sem reyndar fréttastofa RÚV tekur stundum upp eins og til að toppa tindana í fjölmiðlaumræðunni og sanna sig, en án þess að ganga sjált á fjöllin. Ásakar síðan göngufólkið sjálft, heilbrigðisstarfsmenn, þegar mistök verða. Í langvarandi raunniðurskurði og manneklu og leita mætti vel skýringa á í grasrótinni sjálfri fyrir fjölmiðli allra landsmanna!

Fréttastíll fréttamiðils sem þrífst mest á æsifréttum dagsins, getur vart talist mjög marktækur upplýsinga-og ríkisfjölmiðill. Ekkert frekar þótt hann fylli fréttatímana sína af erlendum innfluttum fréttum. Alvarlegast er samt meðvitaða ákvörunin um þöggun og sem snýr að bestu framtíðarlausn okkar allra.

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 5.8.2017 - 18:31 - FB ummæli ()

Myndir frá Steingrímsfirði á Ströndum

Nokkrar myndir frá sl. vikum mínum á Ströndum (Hólmavík og nágrenni). Njótið helgarinnar kæru lesendur og vondandi verður helgin stórslysalaus (smellið á myndirnar til að fá fulla skjástærð)

 

 

Kópanes við Hólmavík.

Hólmavík og Háafell í Djúpi.

Skeljavík við Hólmavík.

Kleifar, Drangsnes og Grímsey.

 

 

Hólmavík, gamli bærinn og smábátahöfnin.

Túnahverfið á Hólmavík.

Steingrímsfjörður

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · útivist

Föstudagur 4.8.2017 - 13:55 - FB ummæli ()

Á móti rauðu ljósi, en bara um verslunarmannahelgina?

Er stundum í lagi að keyra yfir gatnamót á móti rauðu ljósi? Jafnvel auka umferðarhraðann til að greiða fyrir umferð á þjóðvegunum, bara þessa einu helgi?
Ferjan Akranes hefur leyfi Samgöngustofu til tilraunafarþegasiglingar í 6 mánuði sem er skilyrt milli hafna Reykjavíkur og Akranes.

Af því það er þjóðhátíð nú í Eyjum að þá grípur samgöngumálaráðherra fram fyrir hendur forstjóra Samgöngustofu sem áréttað hefur skýrt að leyfið gildir ekki fyrir farþegasiglingar til Eyja og þar sem innsiglingin getur verið mjög varasöm, sem og hún getur verið einnig í Landeyjum. A.m.k. gjörólík því sem aðstæður eru í Reykjavíkurhöfn og á Akranesi, auk þess sem Akranesferjan er tvíbitna og því væntanlega með ólíka eiginleika í slæmum sjó.

Er stundum ástæða að gefa eftir með lög og reglur eina helgi og leyfa eins og nú fyrirvaralaust nýja tilraunafarþegaflutninga með á annað hundrað farþega (mest ungmenni) á nýjum og varasömum slóðum, bara að því að er þjóðhátíð í Eyjum og slá um leið rækilega á hendur eftirlitsaðilans sem vinnur sitt verk af kostgætni og sem hafði úttalað sig um áhættumatið?

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag · útivist

Laugardagur 29.7.2017 - 16:45 - FB ummæli ()

Kreppta hjálparhöndin þegar mest á reynir!

Fyrir helgi lenti amerísk skúta með 3 mönnum innanborðs í miklum sjávarháska. Fékk á sig brotsjó, snerist og hvolfdi svo mastur brotnaði og skútan fylltist af vatni. Skipsverjar höfðu löngu áður náð að senda út neyðarkall. Leitarflugvél LHG var í útleigu erlendis. Reiða þurfti sig því á hjálp flugmálastofnunar og flugvélar Isavia til leitarinnar. Tókst þeim giftusamlega að miða út skútuna frá neyðarsendingum. Skútan var rúmlega 200 sjómílur SV af landinu og of langt í burtu til að þyrlur LHG gætu náð til hennar. Hún var síðan við að sökkva, stjórnlaus og rafmagnslaus þegar skipsverjum á hafrannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni sem statt var 40 sjómílum frá slysstað tókst að bjarga áhöfninni um 7 tímum eftir slysið og áhöfnin komin í björgunarbáta.

Hér fyrir ofan er mynd af einni af 17 glænýjum AW101 þyrlum norsku strandgæslunnar sem þeir eru nú að fá afhendar, eina af annarri og sem ætlaðar eru m.a. til erfiðari sjúkraflutninga, sérútbúnar fyrir flug norðurslóðum með fullkomnum nauðsynlegum tækjabúnaði til leitar og björgunar. Þær eru með umtalsvert meiri flughraða 277km/klst og hafa flugþol í allt að 7 klst. og þannig langdrægni til flugs allt að 350 sjómílur á haf út og fullkominn afísingabúnað. Tvær slíkar höfðu Íslendingar pantað með Norðmönnum fyrir kreppuna 2008, en hættu síðan við árið 2012 og sem Norðmenn tóku þá pöntunina yfir. Norðmenn reka yfir 20 bækistöðvar fyrir þyrlurnar víðsvegar um allt landið, auk reksturs léttari sjúkraþyrla fyrir styttri flutninga innanlands. Auk þess auðvitað þyrlur sem lögregla og her hefur yfir að ráða.

Hvað ætlum við Íslendingar að trassa lengi nauðsynlega innviðauppbyggingu gagnvart mikilvægustu öryggisþáttum landsins. Heyrst hefur að LHG fái fljótlega þrjár nýlegri þyrlur í stað þeirra þriggja sem nú eru í langtímaleigu. Eingin fjölgun á þyrlukosti þannig hugsuð og hin fullkomna leitarflugvél þeirra, TF-Sif ennþá í útleigu erlendis vegna fjárhagsstöðu og almennra fjárhagsskuldbindinga LHG. Heilbrigðisþjónustan úti á landi hefur nánast verið hin sama sl. áratugi og margir flugvellir lokaðir vegna viðhaldsleysis og því ónothæfir til sjúkraflugs. Fjölgun erlendra ferðamanna teljast í milljónum og þannig  margfaldast sl. ár um land allt sem og umferðarþunginn.

Betur fór en á horfðist um tíma með björgunina í vikunni og eiga þeir sem að henni stóðu hrós skilið. Sennilega hefði hún samt tekið helmingi styttri tíma og verið öruggari á allan hátt ef við hefðum yfir að ráða svipuðum þyrlum og Norðmenn. Er ekki kominn tími til að stjórnvöld láti af kreppustefnu sinni í innviðauppbyggingunni og nýr raunveruleiki blasir við. Gott efnahagsástand en miklu meira álag og óvissa með alla neyðarþjónustu.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is