Færslur fyrir flokkinn ‘Íþróttir’

Fimmtudagur 15.03 2018 - 23:08

Þróttmiklir á Ströndum

Skíðaganga Strandamanna um síðustu helgi Lífsgæði er afstætt hugtak. Heilsa og atvinnutækifæri skipa þar a.m.k. stóran sess. Í mesta þéttbýlinu er vissulega mikið meira um atvinnutækifæri og menntunarmöguleika. Ókostirnir eru hins vegar stressið, mengunin og jafnvel félagsleg einangrun í öllu fjölmenninu. Lækna- og heilbrigðisvísindin leita nú allra ráða að fá almenning til að stunda heilbrigðari […]

Fimmtudagur 16.02 2017 - 10:18

Þöggun á þjóðaröryggi við hönnun Nýs Landspítala?

Nýtt mat æpir fyrir öruggara aðgengi sjúkra og slasaðra í framtíðinni að fyrirhuguðum Nýjum Landspítala við Hringbraut og sem tengist í dag m.a. 1000 sjúkraflugum á ári, þar af um 300 með þyrlum LHG og sem langflest eru til þjóðarspítalans okkar í Reykjavík (LSH). Alger óvissa er nú um rekstur Reykjavíkurflugvallar og sem var megin […]

Fimmtudagur 01.09 2016 - 17:52

Sveppir og mygla, hinn nýi óvinur

Athyglisverð grein birtist nýlega í the guardian um víðfengi sveppasýkinga í nútíma samfélagi sem sífellt verður alvarlegra. Ekki nóg með að tíðni sýkinga hefur stóraukist, einkum húðsveppasýkinga, heldur einnig hættulegra ífarandi sýkinga sem áður voru einkum bundnar ónæmisbilun viðkomandi (t.d. alnæmi, HIV) og ónæmisbælandi lyfjameðferðum í tengslum við alvarlega sjúkdómum eins og krabbamein. Eins fjallar greinin um […]

Þriðjudagur 17.05 2016 - 15:56

Á annað þúsund misalvarleg reiðhjólaslys á ári

Á þessum tíma árs byrja reiðhjólaslysin að streyma inn á Bráðamóttöku LSH. Greinileg aukning hefur orðið á tíðni þessara slysa milli ára og þar sem fullorðnir eiga ekkert síður í hlut en börnin. Fólk sem hjólar þá gjarnan í vinnuna eða er að keppa við sjálft sig eða aðra á göngu/hjólastígum borgarinnar. Eins eftir slys […]

Laugardagur 16.04 2016 - 14:29

Frá Stórubólu til Zika – ágrip blóðvatnslækinga og bólusetninga á Íslandi

    Fátt er sameiginlegt með þessum sóttum nema að þær eru báðar alvarlegar veirusýkingar hjá mönnum. Sú fyrri með hárri dánartíðni og dæmigerðum útvortis bólum og sárum, en sú síðari með flóknari smitsjúkdómsmynd og fósturskaða. Stórabólan tilheyrir fortíðinni og sem er nánast búið að útrýma, þökk sé tilkomu bóluefnis fyrir meira en tveimur öldum, […]

Föstudagur 19.02 2016 - 13:22

Kolsvört á höndunum og kolsvört í framan- Umhverfisvæn Reykjavíkurborg!

  Ofannefnd orð eru höfð eftir Frey Hermannssyni, faðir drengs sem æfir fótbolta á gervigrasvelli borgarinnar vegna dekkjakurlsins og fram kom í í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi. Foreldrar hafa nú stofnað samtök fyrir baráttu sinni, „Nýjan völl án tafar. Öll dekkjakurl til grafar„. REACH reglugerðin sem vitnað var í í fréttinni, hefur það meginmarkmið að vernda heilsu manna og […]

Fimmtudagur 15.10 2015 - 15:52

Tattoomenningin – allt fyrir ímyndina, en ekki heilsuna

Gríðarleg aukning hefur orðið í að ungt fólk fái sér húðflúr hér á landi eins og annars staðar í hinum vestræna heimi og sem nálgast að fjórði hver fullorðinn einstaklingur sé með húðfúr ef marka má erlendar kannanir. Ætla má að tíðnin sé allt að 80% meðal ungs fólks auk þess sem húðflúrin ná yfir […]

Fimmtudagur 24.09 2015 - 12:07

Ekki er kyn þótt kjaraldið leki….

Í tilefni frétta dagsins um endurteknar lokanir í Landeyjarhöfn og umræðu um misheppnaðar ríkisframkvæmdir, er gott að rifja upp 5 ára gamlan pistil á Eyjunni um þann atburð sem valdið hefur mér og mörgum öðrum miklum heilabrotum síðan. Í gamla daga kunnu menn að lýsa því sem fyrir augu bar í þessum efnum og þegar framkvæmdir […]

Fimmtudagur 30.07 2015 - 12:41

Brotnar línur í umferðarörygginu

Nú er verslunarmannahelgin framundan, ein mesta ferðamannahelgi ársins. Þegar oft skín í hárfína hvíta línu milli lífs og dauða ef óvarlega er farið. Framúrakstur er hættulegasti hluti í akstri úti á vegunum, á oft þröngum íslenskum þjóðvegum og aðstæður ekki góðar. Stundum fram úr þungaflutningabílum, jafnvel með jafnlangan aftanívagn, í brekkum og beygjum. Þar sem […]

Laugardagur 30.05 2015 - 17:44

Rauðu augun, ofnæmið og umferðaöryggið

Þegar þú mætir rauðeygðum sljóum ökumanni í umferðinni, þarf hann ekki endilega að vera ílla sofinn, ölvaður eða undir áhrifum örvandi efna. Þreyta, slæving og pirringur sem er samfara gróðurofnæmi, eru vanmetin vandamál í þjóðfélaginu og sem valda skertu öryggi á vinnustöðum og í umferðinni, vinnutapi og umtalsvert skertum lífsgæðum þeirra sem í hlut eiga. Áhugaverð […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is