Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Föstudagur 07.03 2014 - 17:36

Flóttinn mikli

Augljóst er að viðbrögð fólks við gerræðistillögu utanríksráðherrans um að slíta samningaviðræðum við Evrópusambandið kom forystumönnum ríkisstjórnarinnar í opna skjöldu. Þeir eru því á harða hlaupum undan eigin orðum og gjörðum.  Forystumenn ríkisstjórnarinnar eiga í erfiðleikum með að muna hverju þeir lofuðu. Þeir fiska upp orð eins og ómöguleiki og framfylgjanlegt til að segja að […]

Föstudagur 28.02 2014 - 19:38

Er bannað að skipta um skoðun ?

Er ekki allt í lagi að skipta um skoðun ? Jú, auðvitað er bæði sjálfsagt og eðlilegt að gera það.  Ef þú ert að vasast í stjórnmálum þá skiptir hins vegar svolitlu máli hvernig og hvenær þú gerir það. Það skiptir líka máli, þó það þyki kannski svolítið skrítið, um hvaða skoðun þú skiptir. Það […]

Þriðjudagur 31.12 2013 - 09:06

Gerðist ekkert hér ?

Í umræðum um stjórnmál þessa dagana virðist stundum eins og að verkefnin sem glímt var við á síðasta kjörtímabili hafi verið ósköp venjuleg. Í sölum Alþingis má gjarnan heyra þreytuandvarp þegar rifjað er upp að haustið  2008 rambaði íslenska ríkið á barmi gjaldþrots. Sú var hins vegar staðreyndin og verkefni síðustu ríkisstjórnar var að moka […]

Föstudagur 23.08 2013 - 15:31

Árnastofnun á leiðinni heim.

Málefni Árnastofnunar munu eftir allt saman ekki heyra undir forsætisráðuneytið. Það mun hafa orðið niðurstaða af fundi forstöðumanns stofnunarinnar og forsætisráðherra. Málefni stofnunarinnar standa samt enn hjarta forsætisráðherra nær. Gárungar segja að ætlunin hafi verið að flytja einungis ,,vörslustofnanir”  (lesendur fyrirgefa vonandi þetta orðskrípi)  frá menntamálaráðuneyti til forsætisráðuneytis með forsetaúrskurðinum, sem gefinn var út um […]

Mánudagur 19.08 2013 - 21:43

Ríkisstjórn á fullu

Sumir segja að ríkisstjórnin hafi ekki gert neitt síðan hún tók við.   Ég get nú ekki verið sammála því. Það er mikil óþolinmæði að ætlast til að árangur eða afleiðingar þess sem ákveðið er skili sér strax. Það á til dæmis við um ánægjulega ákvörðun um að styrkja ungu afrekskonuna Anitu. Styrkurinn auðveldar henni undirbúning […]

Fimmtudagur 11.07 2013 - 19:13

Um forsetann og veiðileyfagjaldið.

Ekki kom ákvörðun forsetans um veiðigjöldin á óvart. Forsetinn er ekkert ólíkindatól, hann er sjálfum sér samkvæmur um að gera það sem honum sýnist þegar honum sýnist. Blaðamannafundur forsetans kom hins vegar nokkuð á óvart. Hingað til hefur mér fundist forsetinn gæta þess að tala ekki niður til fólksins í landinu, þó hann hafi á […]

Föstudagur 10.05 2013 - 23:06

Tveggjamannatal !

Formenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks halda áfram spjalli sínu. Í dag ræddu þeir skuldamálin. Mér heyrðist helst á aðstoðarmanni annars þeirra að sérstaklega hafi þeir ætlað að ræða skuldir ríkissjóðs en líka skuldir heimilanna. Formennirnir hafa nú setið að skrafi í tæpa viku og eftir því sem best verður skilið eru þeir að safna gögnum. – […]

Föstudagur 03.05 2013 - 20:46

Ekki fréttir um stjórnmál.

Sannarlega er ég sammála þeim í Bjartri framtíð og öðrum sem hafa lagt áherslu á að nauðsynlegt er að breyta umræðuhefðinni í stjórnmálum. Það er nú samt örugglega hægara sagt en gert – rétt eins og flest annað sem horfir til bóta. Ég orða þetta þannig vegna þess að þetta er verkefni sem stjórnmálamennirnir ráða ekki […]

Föstudagur 26.04 2013 - 01:02

Feimni við valdið – mistök sem ekki verða endurtekin.

Í október síðastliðinn, nánar tiltekið þann tuttugasta var þjóðaratkvæðagreiðsla.  Helmingur þjóðarinnar mætti og 73 % sögðust vilja nýja stjórnarskrá byggða á tillögum stjórnlagaráðsins. Stjórnmálaflokkarnir sem nú skora hæst í skoðanakönnunum virða vilja fólksins  að vetturgi. Þeir þykjast betur til þess fallnir að semja stjórnarskrá en fólkið í landinu. Það er óþarfi að endurskrifa eða endurbæta […]

Þriðjudagur 23.04 2013 - 17:53

Rústabjörgun eða flórmokstur ?

Ef vel væri á stjórnmálaumræða fyrst og fremst að snúast um framtíðina.  Ég skal vera fyrst til að viðurkenna að ég fell iðulega í þá gryfju þessa dagana að fjalla um fortíðina. Stundum er nefnilega engu líkara en fólk hafi gleymt hvernig ástandið var fyrir fjórum árum þegar nýr þingmeirihluti varð til á Alþingi og […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is