Færslur fyrir apríl, 2009

Laugardagur 25.04 2009 - 11:41

Tvö áhugamál, stjórnkerfi og Evrópumál

Það er kosið í dag. Tvö málefni eru mér hjartfólgnust: stjórnkerfismál og Evrópumál. Eftir hrunið í haust varð mikil umræða í landinu um ábyrgð stjórnmálamanna, lýðræði og stjórnskipulagið í landinu.  Tillaga var gerð um breytingu á kosningalöggjöfinni sem miðuðu að því að kjósandinn gæti haft meiri áhrif á röð frambjóðenda á listum stjórnmálaflokkanna. Tillaga var […]

Þriðjudagur 21.04 2009 - 16:32

Evrópusambandið – um það verður kosið.

Það verður kosið um Evrópumálin á laugardaginn, í mínum huga er enginn vafi á því. Þegar efnahagsaðstæður eru skoðaðar kemur eftirfarandi í ljós. Gjaldmiðillinn er ónýtur Bankana skortir fjármagn Fyrirtækin þurfa rekstrarlán Ríkissjóður er stórskuldugur Heimilin eru stórskuldug Atvinnuleysi eykst Ég segi eins og srákurinn sagði við Búkollu ,,Hvað eigum við nú til bragðs að […]

Mánudagur 20.04 2009 - 12:20

Evrópusambandið – þriðja vers.

Sumt skil ég ekki. Eitt af því sem ég hef aldrei skilið er þegar fólk segist vera á móti Evrópusambandinu.  Efnt var til samstarfsins eftir lok seinni heimsstyrjaldinnar. Stórhugar í Evrópu fengu þá hugmynd að tryggja mætti frið í álfunni með náinni efnahagslegri samvinnnu þjóðanna.  Þetta er merkilegasta pólitíska tilraun á okkar tímum. Sex ríki […]

Sunnudagur 19.04 2009 - 19:05

Evrópusambandið – annað vers.

Í fréttum af aðalfundi Seðlabankans kom m.a. fram að enn þyrfti að herða eftirlit með gjaldeyrisviðskiptum. Líklegast verður þetta þó ekki mjög umfangsmikið verkefni vegna þess að gjaldeyrisviðkipti eru í sögulegu lágmarki. Það er ekkert skrítið vegna þess að hér á landi eru gjaldeyrishöft. Það er afrakstur stöðugrar efnahagsstjórnar Sjálfstæðisflokksins í átján ár. Undirstaða velferðarkerfisins […]

Laugardagur 18.04 2009 - 22:25

Evrópusambandið – fyrsta vers.

Sumir segja að það sé trúaratriði okkar í Samfylkingunni að ganga í Evrópusambandið.  Þetta er rangt – alla vega hvað mig varðar. Ég komst að málefnalegri niðurstöðu fyrir mörgum árum síðan. Sú niðurstaða hefur ekkert með trú eða yfirnáttúrulega hluti að gera. Niðurstaðan er sú að við eigum að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Hvað […]

Föstudagur 17.04 2009 - 19:58

Mikil vonbrigði.

Ég hlýt að lýsa yfir miklum vonbrigðum með afdirf frumvarpsins um breytingar á stjórnarskránni. Ég ætla ekki að blanda mér inn í þær umræður og rök sem fram hafa verið færð á báða bóga í þinginu. Ég lýsi einfaldlega yfir miklum vonbrigðum með málalyktir. Við sem teljum að endurskoða eða jafnvel endurskrifa þurfi stjórnarskránna verðum nú einfaldlega að bíða þar til […]

Miðvikudagur 01.04 2009 - 16:07

Persónukjör út af borðinu ?

Því miður virðist sem ekkert verði af persónukjöri í kosningunum í vor. Það er síður en svo að allir séu sammála nefndaráliti yfirlögfræðings þingsins. Margir eru þeirrar skoðunar að öll umgjörð þessa máls sé stjórnmálamönnunum lík, eins og sagt er. Tillagan hafi einungis verið lögð fram til að slá ryki í augu fólks. Ég ætla nú ekki að vera […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is