Færslur fyrir mars, 2009

Föstudagur 20.03 2009 - 16:11

Hvað skiptir máli ?

Kosningabaráttan er hafinn, það fer ekki á milli mála. Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju fólk eyðir svona miklu púðri í andstæðinginn í kosningabaráttu. Hvað er vænlegast til árangurs í kosningunum fyrir okkur í Samfylkingunni ? Að segja að nýja Framsókn sé ekkert betri en gamla Framsókn? Að segja að Sjálfstæðisflokknum sé […]

Mánudagur 16.03 2009 - 11:21

Að loknu prófkjöri

Við komumst lítið áfram í lífinu án stuðnings annarra og kannski líka svolítið fyrir eigin þrjósku.  Nú er búið prófkjörið, ég fekk sólid kosningu í sjötta sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík. Ég er kampkát yfir úrslitunum, og þakka auðvitað öllum þeim sem kusu mig, stuðingsmönnunum sem hvöttu mig áfram og ekki síst klappsveitinni, barnabörnunum, sem […]

Laugardagur 14.03 2009 - 13:12

Stundum verð ég orðlaus

Stundum verð ég orðlaus – ekki oft – en stundum.  Og nú á lokaspretti tilraunar til að komast á lista Samfylkingarinnar í þingkosningum í vor gerðist þetta tvisvar sinnum á einum sólarhring.    Fyrst þegar ég heyrði af þingnefndinni sem á að fjalla um breytingar á stjórnarskránni. Sjö karlar og ein kona, hún nafna mín […]

Föstudagur 13.03 2009 - 13:40

Könnun um þjóðfund

  Áherslan sem ég legg á breytta stjórnskipan hefur vonandi ekki farið fram hjá þeim hafa lesið skrif mín undanfarið. Ég er þeirrar skoðunar að nauðsynlegt sé að boða til þjóðfundar eins fljótt og auðið er. Af könnun sem gerð var fyrir mig á Plusinn.is kemur í ljós að fleiri eru þessarar skoðunar.   Um […]

Fimmtudagur 12.03 2009 - 10:45

Ekkert vígi er óvinnandi

Úrslit kosninganna í VR eru meiriháttar söguleg. Til hamingju Kristinn Örn og félagar. Í þessu stærsta verkalýðsfélagi landsins hafði verið búið til svo flókið kosningakerfi að það þótti nánast ómögulegt nema fyrir þá sem fyrir voru að ná kosningu og einungis útvaldir komust inn í innsta hring. Segja má að með VR kosningunni sé fyrsta […]

Miðvikudagur 11.03 2009 - 14:52

Nýtt hugarfar

Það er ógnvekjandi að einungis 13 % þjóðarinnar treysti Alþingi. Þannig var sagt frá þessu í fréttunum, ég vona sannarlega að svarhlutfallið hafi verið lágt og margir hafi ekki svarað eða verið óákveðnir. Þessi ósk mín er ekki vegna þess að ég vilji bera blak af þinginu og störfum þess – þar á bæ má […]

Mánudagur 09.03 2009 - 21:05

Hvernig á að velja þjóðfundarfulltrúa. ?

Prófkjörið er hafið hjá okkur i Samfylkingunni í Reykjavík. Félgar mínir í framboðinu hafa margir hverjir sett fram nýjar óskir um sæti. Ég held mig við að biðja um stuðning í eitt af efstu fjórum sætunum. Í prófkjörsbaráttunni legg ég aðaláherslu á nauðsyn þess að haldinn verði þjóðfundur. Með tillögunni að breytingu á stjórnarskránni sem […]

Laugardagur 07.03 2009 - 17:32

Það þarf að breyta stjórnarháttum.

Það kemur sannarlega ekki til af góðu að boðað er til kosninga á miðju kjörtímabili. Öll vitum við af hverju það er. Efnahagskerfið hrundi og uppi stöndum við svo gott sem gjaldþrota þjóð sem býr við gjaldeyrishömlur eins og fyrir þrjátíu árum síðan. Fjármálakerfið klikkaði og stjórnvöld voru steinsofandi á verðinum. Samkrull og samtrygging valdamanna […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is