Þriðjudagur 31.01.2012 - 10:30 - Lokað fyrir ummæli

Biskups tungur

Ætla ég nú að fara að blanda mér í umræður um biskupskjör? Trúlaus maður, utan þjóðkirkju og ætti því ekkert að koma við hvern kirkjan velur sem biskup…

Nú fyrir það fyrsta, nei, ég ætla reyndar ekki að blanda mér í það hver verður biskup. Ég áskil mér svo sem allan rétt til að fjalla um ummæli sem falla í kosningabaráttunni.

En í sjálfu sér… á meðan laun biskups koma úr mínum vasa sem og annarra skattborgara, þá hefði ég auðvitað fullan rétt til að skipta mér af, ef mér sýndist svo.

Kannski ætti ég að vona að kirkjan velji sér forystu sem heldur áfram að fæla fólk úr kirkjunni, beitir óvönduðum meðulum og umgengst sannleikann af lítilsvirðingu. Það myndi hugsanlega flýta fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju.

Á hinn bóginn þekki ég fullt af góðu fólki innan kirkjunnar og ég vona, þeirra vegna, að vel takist til í vali á biskup. Þetta fólk á það skilið. Þá er einhver einfeldningur í mér sem vonar að heiðarlegur og sanngjarn biskup geti tekið upp vitrænar umræður milli trúar- og lífsskoðunarhópa. Ég er nefnilega sannfærður um að það má finna trúar- og lífsskoðunarmálum farveg sem allir geta sætt sig við.

En til þess að svo verði mætti næsti biskup gæta tungu sinnar betur.

Flokkar: Dægurmál
Efnisorð:

«
»

Ummæli (5)

 • Guðjón Eyjólfsson

  Við eigum það sameiginlegt að vera ekki í þjóðkirkjunni, en ég er sammála þér um að það skiptir okkur líka máli hver verður biskup- ég vona svo sannarleg að honum takist betur upp en sá sem nú gegnir því embætti vegna þess að þjóðkirkjan getur þegar vel tekst til gengt jákvæðu hlutverki í íslensku samfélagi.
  En ég er mjög svartsýn á að vitræn samræða milli trúar og lífskoðunarhópa sé möguleg – sú umræða er í mjög vondu fari og minnir oft meira á riflidi svarinn óvina en vitræna umræðu – auðvita má við báða sakast.
  Ég get hins vegar ekki séð að það sé önnur leið til að hafa vantúarmenn góða en að vera sammála þeim í einu og öllu.
  Þegar annar eða báðir deiluaðilar ganga útfrá þeirri forsendu að hinn eigi sér ekki tilverurétt eru engar forsendur fyrir vitrænni umræðu. Ef menn vilja vitræna umræðu verður hún að vera á jafnréttis grundvelli þar sem viðmælendur eru tilbúnir til þess að hlusta á andstæðingin og taka mark á honum og sýna honum lágmarks virðingu.
  Þetta viðhorf er í grundvallar atriðum í andstöðu við Dawkinsísk viðhorf sem byggja á þeirri forsendu að allar trúarskoðanir séu fyrilitlega og hlægilega í eðli sínu og það sé engin ástæða til þess að sýna skoðum trúað fólk hverja sem þær eru meina virðingu. Trúarskoðanir ná samkvæmt þessari hugsun aldrei því stigi að vera merikilegri en trú á jólasveina og einhyrninga.

  • Ég held, Guðjón, að það sé ekki erfitt að gera betur, Vantrú var til að mynda stofnuð eftir að núverandi biskup fór ekki svo fögrum orðum um trúleysi – hefði kannski gerst hvort sem var.

   Ég veit ekki hvernig þú færð út að ekki sé hægt að hafa vantrúarmenn (með litlu „v“) góða nema að vera sammála þeim í einu og öllu. Það hefur mér vitanlega enginn farið fram á það. Og það sem meira er, það er mjög auðvelt að búa þannig um hnútana að allir séu þokkalega sáttir.

   Ég fer ekki dult með að mér ómögulegt að skilja hvernig fólk getur verið trúað, jafnvel benda til ekkert sérstaklega mikils hæfileika til rökhugsunar (veit ekki hvernig ég get orðað kurteislega en hreinskilnislega) – en það þýðir ekki að ég geti ekki borið virðingu fyrir því að aðrir hafi aðrar skoðanir.. þó ég gefi lítið fyrir skoðanirnar sjálfar.

 • Myndir þú segja, að það skipti þig máli hver er páfi í Róm eða Ayatollah í Íran?

  Ef já, þá skiptir líka máli að þú tjáir þig.

  • Páfinn eða Ayatollah skipta mig litlu máli, kannski má færa rök fyrir að eitthvað gangi, biskup skiptir eitthvað meira máli. En væri ekki jákvætt að fá biskup sem er viðræðubetri?

 • Guðjón Eyjólfsson

  Sæll Valgarður –
  Við getum þá loksins verið sammála um eitthvað- það er að fólk eigi virðingu skilið þó við séum ekki sammála skoðunum þess.

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is