Færslur fyrir janúar, 2012

Þriðjudagur 31.01 2012 - 10:30

Biskups tungur

Ætla ég nú að fara að blanda mér í umræður um biskupskjör? Trúlaus maður, utan þjóðkirkju og ætti því ekkert að koma við hvern kirkjan velur sem biskup… Nú fyrir það fyrsta, nei, ég ætla reyndar ekki að blanda mér í það hver verður biskup. Ég áskil mér svo sem allan rétt til að fjalla […]

Fimmtudagur 26.01 2012 - 13:00

OK lén

Ég velti fyrir mér hvort ekki væri ráð að taka lénaflokkinn „.ok“ frá. Þarna er ég að hugsa um lén fyrir síður sem hafa staðfestar upplýsingar. Ekki ósvipað „.xxx“ lénaflokkurinn sem er ætlaður fyrir klámsíður og auðvelda að útiloka þær síður. Á sama hátt væri ekki verra að hafa einfalda leið til að finna staðreyndir. […]

Miðvikudagur 25.01 2012 - 22:33

Hleranir

Ég veit að þetta flokkast væntanlega undir „óvinsælar skoðanir“… en það verður að hafa það. Ég gef eiginlega frekar lítið fyrir kvartanir þeirra sem verið er að rannsaka þó símtöl þeirra hafi verið hleruð við rannsókn mála. Það liggur einhvern veginn í loftinu í umræðunni að verið sé að brjóta einhver réttindi og að þetta […]

Miðvikudagur 25.01 2012 - 17:23

Að leggja sig niður

Ég verð að fá að lýsa aftur aðdáun minni á stúdentapólitíkurstjórnmálaaflinu Skrökvu.. Ekki nóg með að þeir settu sér að að breyta stúdentapólitíkinni úr hefðbundnu flokkakerfi og hætta venjulegri meirihluta- minnihluta uppsetningu. Og tækist þetta þá ætlaði félagið að leggja sjálft sig niður. Og þetta hefur tekist. Og það sem meira er… síðasta föstudag var […]

Sunnudagur 22.01 2012 - 17:08

Windows 7 símar

Eftir að við fluttum tölvupóstþjóninn til okkar var ekki lengur sjálfgefið að tengja BlackBerry símann við tölvupóst, dagatal, tengiliði, verkþætti og minnisatriði. Ég samþykkti að prófa Windows 7 síma í fyrra en það var í stuttu máli ónothæft. Þó ekki væri annað en að ekki var boðið upp á íslenska stafi og ekki var hægt […]

Þriðjudagur 17.01 2012 - 23:11

Skemmtilegt rugl frá páfagarði

Ég var að horfa á einhvern kjaftaþátt í sjónvarpinu þar sem haft var eftir páfa að samkynhneigð myndi leiða til endaloka mannkynsins. Rökin fylgdu nú ekki með, en væntanlega hefur hugsunin verið eitthvað á þeim nótum að ef samkynhneigð „breiðist út“ og verður að lokum alls ráðandi þá verður lítið um barneignir. Ætli enginn hafi […]

Sunnudagur 15.01 2012 - 15:22

Rökleysur um trúarlegt uppeldi í skólum

Ég verð að fá að mæla með mjög góðri grein Eyju Margrétar Brynjarsdóttur „Á að veita börnum trúaruppeldi?“, sbr. https://heimspeki.hi.is/?page_id=271. Greinin er svar við grein Salvarar Nordal „Um trúaruppeldi og kennslu í kristnum fræðum“ þar sem Salvör leitast við að færa rök fyrir að „trúaruppeldi“ sé réttlætanlegt í skólum. Ég verð að játa að mér […]

Föstudagur 13.01 2012 - 10:50

Trúboð, trúleysi, tónlist, þögn

Það er frekar þreytandi fyrir okkur trúlausa að fá stöðugt að heyra að við stundum einhvers konar trúboð einfaldlega þegar við biðjum að fá að vera í friði fyrir trúboði trúarhreyfinga. Mín vegna má fólk vera trúað á hvað sem því sýnist svo framarlega sem trúin verður ekki tilefni eða uppspretta óhæfuverka. En það er ekki […]

Fimmtudagur 12.01 2012 - 00:50

Þvælusía

Ætli ég gæti orðið moldríkur ef ég finn aðferð til að sía út vefsíður með innantómu kjaftæði og þvælu? Nei, mér datt þetta svona í hug eftir að sjá skemmtilega framsetningu http://sci-ence.org/red-flags2/. Þetta er örugglega ekki einfalt, það þyrfi að minnsta kosti að síu burt síður með fullyrðingum: að eitthvað byggi á svo og svo mörg […]

Mánudagur 09.01 2012 - 15:48

Ein spurning, frú dómari

Kona var í síðustu viku dæmd til að greiða fólki háar skaðabætur vegna ummæla á vefsíðu DV. Þessi lenska að dæma háar skaðabætur fyrir ummæli meðan ofbeldi virðist líðast er sérstakur kapítuli út af fyrir sig, sem ég tek betur fyrir á næstu vikum. En það sem slær mig mest við umræddan dóm er að […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is