Miðvikudagur 10.08.2011 - 16:22 - Lokað fyrir ummæli

Nýtt Fræbbblalag

Við Fræbbblar ákváðum að gefa út eitt lag af nýrri plötu áður en lengra er haldið. Nýja platan heitir (væntanlega) „Putttinn“ og við ætlum að sleppa örfáum lögum lausum í vefsölu á tónlist.is og GogoYoko og (vonandi mikla) útvarpsspilun áður en sjálf platan kemur út. Þeim verður, að nafninu til, safnað saman á litla plötu sem heitir (að sjálfsögðu) „Litli putttinn“.

Fyrsta lagið kemur út í dag og heitir „Í hnotskurn“. Ég get ekki sagt að lagið sé dæmigert fyrir plötuna, nema kannski að því leytinu til að vonandi er ekkert dæmigert fyrir þessa plötu.

Þetta er á Tónlist.is og á GogoYoko– þarna er hægt að heyra búta.

Við lögðum upp með að gera einfalda plötu. Ef hún virkar svona, kannski, hugsanlega, mögulega eins og vel heppnuð upptaka af æfingu í bílskúr, eða eitthvað í þá áttina, þá erum við á réttri leið. Hún er reyndar tekin upp í stúdíói og gengið frá öllu þannig að við erum sátt. En við reynum sem sagt að forðast að „sótthreinsa“ lögin og drepa allt „líf“. Og það verða engir gestir, hvorki í söng eða hljóðfæraleik.

Annars má fræðast nánar á heimasíðunni okkar.

Flokkar: Tónlist
Efnisorð: ,

«
»

Ummæli (7)

 • Hvar getur maður heyrt Í hnotskurn?!

 • Gagarýnir

  Ég vildi bara að væri útvarpsstöð sem spilaði það amk. einu sinni.
  Þetta er sorgarsaga. Ég ólst upp við gufuna og menningarleg dagskrá lét mér líða eins og ég væri 100 ára. Þetta skilst varla ungu fólki 2011. Kaninn og skrítnar erlendar útvarpstöðvar voru hinn valkosturinn. Það mætti skrifa bók um þetta allt.
  Að vinna í ryki og skít og hlusta á menninguna, symfóníur í þessum eða hinum dúr.
  Svo kom Rás 2 og gömlu hipparnir fundu sig þar. Hundleiðinleg gæðatónist eins og Prefab Sproud og Tired Straits, eða hvað þeir hétu.
  Ég hef gefist upp og hlusta bara á biblíustöðvar með perlu eins og þessa:
  http://www.youtube.com/watch?v=-EEPvXlTUnU

  • „What Do I Get?“ var einmitt á dagskránni hjá okkur í „mamma var rússi“ og hefur verið rifjað upp á pönk hátíðunum síðustu ár.. en hvar finnurðu svona „biblíustöðvar“??

 • Gagarýnir

  YouTube er alveg frábært fyrirbæri til að finna það sem er ekki á gogojogo eða öðrum sölustöðum.

  Ég var alltaf að leita að lagi sem hljómaði í kolli mínum:
  http://www.youtube.com/watch?v=KTPE2pNtKWQ

  Hér er líka fín stöð sem spilar fágætt efni:
  http://www.radiosatan666.com/

  Lagið er gott en setjið hausinn á Stalín á þennan yndislega mann og þið náið merkingunni.
  http://www.youtube.com/watch?v=ff1PYaP8FxQ

 • Gagarýnir

  Ég sendi ekki fólki óþverra.
  Þetta http://www.radiosatan666 eru kanadamenn og ekki láta urlið fæla ykkur.
  Það er reyndar hægt að selja sálu sína djöflinum þarna, á netinu með Visa eða Mastercard.
  En þarna er tónlist sem ég vissi ekki að væri til.

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is