Færslur fyrir ágúst, 2011

Sunnudagur 28.08 2011 - 17:32

Stærðfræðikennsla og fréttamat

Er ekki kominn tími til að endurskoða stærðfræðikennslu í skólum? Það er ekki hægt annað en að velta þessu fyrir sér í kjölfar umræðunnar um útreikning lána. Og rænu- eða getuleysi fjölmiðla við að skoða fréttir áður en þær fara í loftið. Það hafa verið ítrekaðar fréttir síðustu daga sem byggðu á útreikningi lána sem […]

Miðvikudagur 24.08 2011 - 10:56

Uppgjör lána

Ég lofaði nú sjálfum mér fyrir löngu að blanda mér ekki í umræðurnar um uppreikning lána, húsnæðislána sem annarra. En ruglið sem hefur heltekið alla umræðu síðustu daga varð til að ég skipti um skoðun. Nánar um það hér í lokin hvers vegna málflutningur Hagsmunasamtaka heimilanna stenst enga skoðun. Ég er ekki að gera lítið […]

Mánudagur 22.08 2011 - 14:49

Biblían sem töfratommustokkur

Biblían er svo sem fróðlegt safn af sögum og forvitnilegt að skyggnast í hugarheim fólks á fyrri öldum þegar þekking var lítil og ímyndunaraflið kannski frekar takmarkað. En hún hefur litlar gagnlegar viðmiðanir þegar kemur að siðferði. Jafnvel þeir heittrúðu og jafnvel bókstafstrúarfólkið velur og hafnar eftir hentugleika. Og sá hentugleiki er auðvitað það sem […]

Laugardagur 20.08 2011 - 10:31

Flóðhestur í fuglabaði

Menningarnótt Reykjavíkurborgar er stórskemmtilegt fyrirbæri. Og fyrstu árin var hún alveg sérstaklega vel heppnuð. Litlir og spennandi viðburðir í hverju horni og hægt að rölta inn á eitthvað skemmtilegt út um allan bæ. En síðustu ár hafa „stórtónleikar“ verið að taka meira og meira til sín um kvöldið og hafa nánast gleypt seinni hluta hátíðarinnar. […]

Föstudagur 19.08 2011 - 10:16

Punk eða ekki punk og alls ekki þungarokk

Ég var að senda stutta fréttatilkynningu um hljómleika okkar Fræbbbla – með Halla Reynis og Ojba Rasta – á „Við Tjörnina“ á Menningarnótt… sem er auðvitað í frásögur færandi í sjálfu sér, en önnur „frásaga“. Málið er að ég veit aldrei hvaða stimpil ég á að nota á tónlist okkar Fræbbbla. Við byrjuðum sem „punk“ […]

Þriðjudagur 16.08 2011 - 21:17

Menningarnótt

Eitt af því sem mér finnst skemmtilegast við Menningarnóttina er þessi óteljandi fjöldi atburða út um allan bæ. Það er nánast sama hvar maður stingur inn nefinu, á flestum stöðum er eitthvað forvitnilegt í boði, oftast stórskemmtilegt og í það minnsta óvenjulegt. Árum saman spiluðum við Fræbbblar í portinu á bak við veitingastaðinn „Við Tjörnina“ […]

Sunnudagur 14.08 2011 - 22:31

Létt Facebook

Ég tók nokkurra vikna ágætt frí frá Facebook… enda var þetta orðinn nokkuð mikill tímaþjófur. Facebook er fínt til að fylgjast aðeins með, sérstaklega vinum og félögum sem maður hittir allt of sjaldan. Og atburða dagbókin er fín og hjálpleg. En ég þoli ekki „tjattið“, pósturinn er skelfilegur, ég veit ekki hvað þetta „poke“ er, […]

Miðvikudagur 10.08 2011 - 16:22

Nýtt Fræbbblalag

Við Fræbbblar ákváðum að gefa út eitt lag af nýrri plötu áður en lengra er haldið. Nýja platan heitir (væntanlega) „Putttinn“ og við ætlum að sleppa örfáum lögum lausum í vefsölu á tónlist.is og GogoYoko og (vonandi mikla) útvarpsspilun áður en sjálf platan kemur út. Þeim verður, að nafninu til, safnað saman á litla plötu […]

Miðvikudagur 10.08 2011 - 13:52

Að nýta sér eymdina á Englandi

Það er óneitanlega sorglegt að horfa upp á atburði eins og óeirðirnar í Englandi notaðar í áróðursskyni. Það er skelfilegt að sjá þessa tækifærismennsku, þegar sölumenn grípa hörmulega atburði og reyna að nýta þá sér til framdráttar. Tilefnið þessarar færslu eru skrif á þeim nótum að allt sé þetta því að kenna að ekki megi […]

Miðvikudagur 10.08 2011 - 00:24

London brennur

„London’s burning with boredom now“ sungu The Clash 1977… og hljómar einhvern veginn stöðugt í hausnum þessa dagana. Þetta byrjaði sem friðsamleg mótmæli gegn, að því er virðist, hrikalegum mistökum lögreglu – fréttir eru ekki nægilega skýrar til að ég fullyrði meira. En nú virðist tilgangslaust, stefnulaust og hugsunarlaust ofbeldi, skemmdarverk og þjófnaðir beinast gegn […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is