Færslur fyrir janúar, 2018

Laugardagur 20.01 2018 - 13:43

Sýnisbók íslenskra ljóða 1918 til 2018

Hvatt er til umræðu um, hvort gefa skal út sýnisbók íslenskra ljóða 1918 til 2018 vegna þess að íslenskt fullveldi byggist á lifandi tungumáli og skilningi á mikilvægi sjálfstæðs tungumáls, en dýrmætustu perlur íslenskrar tungu eru ljóð og aldrei hefur íslensk ljóðagerð staðið sterkar en síðustu 100 ár, ár fullveldisins.

Föstudagur 12.01 2018 - 18:01

„Það sem dvelur í þögninni” – áhrifamikil bók um konur

Ein bók frá liðnu hausti hefur sérstöðu fyrir margra hluta sakir, bók Ástu Kristrúnar Ragnarsdóttur sem hún nefnir „Það sem dvelur í þögninni“ og fjallar um konur en á erindi til allra.

Miðvikudagur 10.01 2018 - 18:25

Opinber tungumál heims

Mismunandi er hve mörg opinber tungumál eru í hverju sjálfstæðu ríki heims.  Samkvæmt skrá Sameinuðu þjóðanna eru aðildarríki þeirra nú 193 talsins.  Ísland var um tveggja áratuga skeið fámennasta ríki innan vébanda Sameinuðu þjóðanna.  Nú eru 20 ríki fámennari.  Eins og lesendur þekkja, eru íbúar á Íslandi um 340 þúsund en aðeins eitt opinbert tungumál.  […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is