Færslur fyrir mars, 2009

Miðvikudagur 25.03 2009 - 18:04

Milljón á mann

Ég velti fyrir mér hvaða viðtökur sú hugmynd gæti fengið að lofa því að allir Íslendingar fái senda milljón krónur í beinhörðum peningum ef tiltekinn flokkur kæmist til valda? Vissulega yrðu fáir til að slá hendinni á móti slíku, en sem betur fer er líklegt að flestir átti sig á að slíkar töfralausnir eru skammgóður […]

Mánudagur 16.03 2009 - 00:01

Góð niðurstaða í prófkjöri

Þá er prófkjörið í Reykjavík loks búið. Eftir mikla og skemmtilega kosningabaráttu er niðurstaðan ljós. Ég náði 9. sæti og Erla Ósk í því 8. Við tvö lentum í sætunum beint fyrir neðan sitjandi þingmenn flokksins. 29 gáfu kost á sér í prófkjörinu og því er ég býsna  stoltur yfir að hafa náð níunda sætinu. Ég […]

Miðvikudagur 11.03 2009 - 15:18

Lygasögu líkt

Ef einhver hefði árið 1994 reynt að telja mér trú um að meðal stærstu fyrirtækja Íslands fimmtán árum síðar yrðu tölvuleikjarisi og nýsköpunarfyrirtæki sem framleiðir gerviútlimi fyrir alþjóðamarkað, þá hefði ég líklegast tekið þeim upplýsingum með miklum fyrirvara. Ef einhver hefði sagt mér að skipulagðar hópferðir yrðu farnar frá gjörvallri Evrópu til að skoða slóðir […]

Þriðjudagur 10.03 2009 - 13:38

Fyrirgefðu, ég skil ekki

Hin svokölluðu matsfyrirtæki í fjármálageiranum hafa á undanförnum árum komist á allra vitorð. Þetta eru enda mjög valdamiklar stofnanir. Þau orð, umsagnir og einkunnir sem fyrirtækin Standard & Poor´s, Fitch og Moody´s hafa látið frá sér fara hefur verið tekið sem stóradómi á markaði – nánast guðspjalli. Það er hins vegar ljóst að þegar efnahagshrun […]

Laugardagur 07.03 2009 - 15:30

Ríkið „skapar“ störf

Atvinnuleysi hefur aukist hratt á Íslandi undanfarna mánuði og krafan um að ríkið grípi til aðgerða verður því sífellt háværari. Í gær birtust fréttir þess efnis að ríkisstjórnin hefði samþykkt tillögur sem ætlað er að skapa 4000 ársverk á næstu misserum. Í sem stystu máli merkir þetta að ríkið hefur ákveðið hvar verðmætasköpun 4000 einstaklinga […]

Föstudagur 06.03 2009 - 15:17

Kennum fjármálalæsi

Efnahagslægðin sem nú gengur yfir heiminn á sér enga eina skýra orsök. Hún á sér bæði djúpar og flóknar rætur í óteljandi samverkandi þáttum sem kvíslast víða. Nánast engin leið er að henda reiður á atburðarásinni. Til að flækja málin enn frekar stíga síðan fram óteljandi sérfræðingar sem hver og einn reynir að skýra hrunið […]

Fimmtudagur 05.03 2009 - 16:46

Skurðarhnífurinn og fallöxin

Þensla og samdráttur ríkisumsvifa hafa tilhneigingu til að fylgja sveiflum á almennum markaði í trássi við það sem æskilegast væri. Í góðæri auka fyrirtæki við hagnað sinn, ný fyrirtæki verða til og störfum á vinnumarkaði fjölgar. Þegar svoleiðis árar ætti hið opinbera síst af öllu að stækka við sig og keppa við einkaaðila um mannauðinn […]

Miðvikudagur 04.03 2009 - 17:11

Jaðarsamfélag öfga og ofbeldis

Tómstundir Íslendinga hafa nokkuð komist í hámæli í þessari viku. Pókerspilarar fögnuðu þegar ákæruvaldið gaf skýrt til kynna að svokallaður mótapóker stangast ekki á við íslensk lög. Áhugamenn um hnefaleika urðu hins vegar fyrir áfalli þegar í ljós kom að ungur afreksmaður í greininni hafði gerst sekur um fólskulega árás á skólafélaga sinn í Sandgerði. […]

Þriðjudagur 03.03 2009 - 18:29

Ekki tími fyrir látalæti

Venjulega snýst stjórnmálabarátta um að frambjóðendur reyna að draga sem greinilegastar línur milli sín og annarra. Þetta verður til þess að átakalínur geta myndast um smávægileg mál ef það er einungis í þeim sem ósætti er að finna. Önnur aðferð stjórnmálamanna er afbaka stefnu annarra til þess að láta líta út fyrir að ósætti sé […]

Mánudagur 02.03 2009 - 11:16

Þá fyrst yrði allt vitlaust

Umræður innan Sjálfstæðisflokksins á vegum endurreisnarnefndarinnar eru líklega opinskárri og hreinskiptnari heldur en margir áttu von á. Sérstaklega held ég að fólki utan Sjálfstæðisflokksins komi á óvart hversu harða gagnrýni þar er að finna á forystu flokksins og margt af því sem flokkurinn ber á ábyrgð á. Þeirri mynd er gjarnan haldið að fólki að […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is