Færslur fyrir febrúar, 2009

Föstudagur 27.02 2009 - 15:29

Skál fyrir frelsinu

Árvissa skemmtun ber að þann fyrsta mars á ári hverju þegar afmæli bjórsins er fagnað. Fjöldinn allur af fólki safnast fyrir á öldurhúsum um land allt og fær sér einn kaldan af tilefni dagsins. Enn fleiri skemmta sér síðan konunglega við að rifja upp þær umræður sem áttu sér stað í þinginu áður en sala […]

Miðvikudagur 25.02 2009 - 22:00

Ísland til sölu?

Ýmsar hugmyndir hafa vaknað eftir hrun bankanna um hvernig unnt sé að endurheimta traust alþjóðlegra fjárfesta á Íslandi. Þetta er auðvitað mikið verkefni enda er ljóst að erlendar bankastofnanir hafa tapað mjög miklu á hruni bankanna. Lausn Íslendinga fólst í því að klippa algjörlega á þessar skuldir og veita erlendu kröfuhöfunum rétt til þess að […]

Þriðjudagur 24.02 2009 - 18:48

Hringekjur í bönkunum

Eitt af því erfiðasta sem fólk gerir er að horfast í augu við eigin mistök, sérstaklega mistök sem valda öðrum tjóni. Margir eru í þeim sporum nú að standa andspænis því að margt sem þeir trúðu staðfastlega hafi verið byggt á sandi. Eigendur fyrirtækja telja sig eflaust marga vera illa svikna af ráðleggingum bankanna um […]

Sunnudagur 22.02 2009 - 14:58

Fullkomið gagnsæi í Hugmyndaráðuneytinu

Hjálmar Gíslason, frumkvöðull hjá Datamarket, flutti vægast sagt áhugaverðan fyrirlestur hjá Hugmyndaráðuneytinu í gær. Í raun var þetta töluverð uppljómun því honum tókst að setja fram á einstaklega skýran hátt hugmyndir sínar um fullkomið gagnsæi í viðskiptum og stjórnsýslu. Eins og ég fjallaði um í síðasta bloggi er gagnsæi einmitt ein grundvallarforsenda þess að markaðsskipulagið […]

Föstudagur 20.02 2009 - 10:24

Frjálshyggja og feluleikir

Rökin fyrir yfirburðum frjáls markaðar eru kennd í hagfræði og þeir eru fáir hagfræðingarnir sem efast um að almennt séð þá sé frjáls markaður heppilegasta þjóðskipulagið til þess að skapa efnahagsleg verðmæti. Frjálshyggjumönnum finnst hins vegar frelsið vera réttindi í sjálfu sér og myndu styðja frjálst þjóðskipulag jafnvel þótt hægt væri að sýna fram á […]

Fimmtudagur 19.02 2009 - 10:58

Erfiðir tímar og atvinnuþref

Ljóðlínurnar úr Maístjörnunni eftir Halldór Laxness, sem ég vísa til að ofan, hafa líkega ekki haft beina skírskotun til minnar kynslóðar áður. Fólk á mínu reki (ég er 32 ára) hefur hingað til lifað við kjöraðstæður þar sem nær allir hafa getað fengið góða vinnu sem í senn hefur séð fólki farborða og fólk hefur […]

Miðvikudagur 18.02 2009 - 16:59

Prófkjörsblogg

Það er auðvitað engin tilviljun að ég opni þetta blogg nú skömmu fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Rúm vika er síðan ég tilkynnti að ég ætla mér að taka þátt í því og mun óska eftir 4. sæti í prófkjörinu. Það þýðir í raun að ég óska eftir að vera í öðru sæti á öðrum […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is