Færslur fyrir október, 2011

Mánudagur 31.10 2011 - 12:20

Tjaldbúi fjarlægður – MYNDBAND

Ég kom við á á Occupy Reykjavík á Austurvelli í gærkvöldi, eða Þingi fólksins, eins og sumir orða það.  Þar var ágæt stemning þrátt fyrir viðvaranir lögreglu. Á síðu viðburðarins á Facebook mátti svo lesa færslu frá einum fundarmanna í gærkvöldi:  Var á fyrsta fundi þingi fólksins á Austurvelli áðan. Frábær stemning og aðallega ungt […]

Sunnudagur 30.10 2011 - 14:07

Andfélagsleg ríkisstjórn?

Í viðtali við Egil Helgason sem sýnt var í Silfri Egilis í dag sagði Paul Krugman að verðtryggingin væri „anti-social“ eða ,,andfélagsleg“ og að við þyrftum að losa okkur við hana. Ef þetta er rétt hlýtur sú ríkisstjórn sem viðheldur verðtryggingunni að vera ,,andfélagsleg“ að sama skapi. Og hafa þeir flokkar sem hana mynda þó […]

Sunnudagur 30.10 2011 - 12:30

Óvönduð lög

Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Félags ághugamanna um réttmætt skuldauppgjör, skrifar á Facebook í dag: Sá ágæti lögfræðingur Ása Ólafsdóttir, fyrrum aðstoðarmaður Rögnu Árnadóttur, sem var dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, birtir grein í Úlfljóti, um lögmæti endurútreikninga greiddra gjalddaga ólögmætra gengistryggðra lána. Niðurstaða Ásu er sú að ekkert í samningalögum eða öðrum réttarreglum hefði heimilað […]

Föstudagur 28.10 2011 - 21:03

Framsal aflaheimilda 1991 – 2011

Á síðasta þingi var lagt fram frumvarp til laga um stjórn fiskveiða af þingmönnum Hreyfingarinnar. Markmið frumvarpsins er að færa úthlutun á aflaheimildum úr sameiginlegum fiskveiðiauðlindum þjóðarinnar til þess horfs sem hún var í áður en framsal aflaheimilda kom til árið 1991.   Til stendur að leggja málið fram aftur á því þingi sem sett var […]

Föstudagur 28.10 2011 - 15:16

Neyðarlög og séra-neyðarlög

Haustið 2010 lögðu þingmenn Hreyfingarinnar fram tillögu á Alþingi um setningu neyðarlaga til varnar almannahag. Í tillögunni var gert ráð fyrir að tekið yrði á leiðréttingu lána og afnámi verðtryggingar. Einnig að ekki væri hægt að viðhalda kröfum á gjaldþrota fólk út fyrir gröf og dauða.  (Rétt er að halda til haga að sá hluti […]

Föstudagur 28.10 2011 - 14:36

Erfiðleikakynslóðin

Daginn eftir að efnahagsstefna Samfylkingarinnar var jörðuð á Hörpuráðstefnunni, eins og Lilja Mósesdóttir komst að orði á Facebook í dag, birtir Hagstofan niðurstöður úr Lífskjararannsókn sinni fyrir árið 2011. Samvæmt rannsókninni á rúmlega helmingur allra heimila erfitt með að ná endum saman og almennt séð fer fjárhagsstaða heimilanna heldur versnandi milli áranna 2010 og 2011. […]

Föstudagur 28.10 2011 - 13:02

Ekki bæði haldið og sleppt

Egill Helgason veltir fyrir sér hvort hafi gefist verr: ríkisreknir bankar eða einkareknir. Að mínu viti felst bullið í áframhaldandi einkavæðingu gróðans og ríkisvæðingu tapsins. Ef ekki væri fyrir pólitískar yfirlýsingar um fulla innstæðutryggingu væri íslenska fjármálakerfið órekstrarhæft. Þess vegna ætti annað hvort að þjóðnýta bankana eða draga yfirlýsinguna um innstæðutrygginguna til baka. Það verður […]

Föstudagur 28.10 2011 - 09:20

Fer visir.is með rangt mál?

Í frétt sem birt var í gær á vef Vísis segir: Krugman segir að skuldir séu vandamál á Íslandi. Einkum hjá heimilum og fyrirtækjum. Það sé erfitt að leysa málin öðruvísi en að borga þær til baka. Andrea Jóhanna Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, skrifar af þessu tilefni í athugasemd á Facebook: Það er rangt með […]

Fimmtudagur 27.10 2011 - 21:31

Ísland á batavegi? MYNDBAND

Ég var fyrir utan Hörpuna í dag.  Tók meðal annars myndir og talaði við fólk.  Hér er viðtal við Lilju Mósesdóttur, Andreu J. Ólafsdóttur, Margréti Tryggvadóttur, Salvöru Gissurardóttur, Marinó G, Njálsson og Jón Þórisson að ráðstefnu lokinni:

Fimmtudagur 27.10 2011 - 15:19

Opinberar skuldbindingar 343% af VLF

Mig langar til að birta eftirfarandi töflu sem fylgir með bréfi þingmanna Hreyfingarinnar til Paul Krugman, Joseph Stiglitz, Willem Buiter, Martin Wolf og Nemat Shafik sem þátt taka í ráðstefnunni í Hörpu í dag;  Ísland á batavegi: Lærdómar og verkefni framundan. Eins og sjá má eru skuldbindingar og ábyrgðir hins opinbera samtals um 5.300 milljarðar eða 343% af vergri landsframleiðslu.  Fjárhæðir eru í […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is