Miðvikudagur 16.05.2018 - 12:22 - 1 ummæli

EFTIRBREYTNI MEÐFERÐAR OG BETRUNAR

Á landsþingi Miðflokksins sem fór fram helgina 21.-22. apríl í Hörpu samþykkti flokkurinn meðal annars ályktun um málefni fanga, en í ályktun flokksins um þessi mál segir:
„Stytta skal biðtíma fanga eftir afplánun. Auka þarf úrræði eins og samfélagsþjónustu og rafrænt eftirlit til að auka möguleika fangelsisstofnana til að styðja fanga til betrunar. Leggja þarf aukna áherslu á eftirfylgni við fanga og fjölskyldur þeirra, fyrir, á meðan og eftir að afplánun er lokið.
Dómarar skulu ákvarða um reynslulausn, ekki fangelsismálastofnum.“

Miðflokkurinn í Reykjavík ætlar að koma á fót virkniúrræði fyrir einstaklinga sem eru að koma inn í samfélagið á nýjan leik að lokinni meðferð eða betrunarvist. Þetta er á stefnuskrá flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar þann 26. maí. Miðflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur á stefnuskrá sinni og sem kosningamál aðstæður þeirra sem ljúka betrunarvist eða meðferð.
Málefni þessi eru oft á tíðum falin og stimplað sem vandamál. Við teljum mikilvægt að huga að betrun til batnaðar og jákvæðri uppbyggingu, að samfélagið veiti hjálparhönd til þeirra sem sýna betrun og bæta sig með meðferð og uppbyggingu. Til þess að það sé hægt þarf fyrst að opna á þá staðreynd að hver manneskja þarf að fá tækifæri á ný. Í umræðunni gleymist þáttur aðstandenda og fjölskyldur einstaklinganna. Virkur stuðningur og markviss uppbygging og eftirfylgni er mikilvægt skref til bata.

Miðflokkurinn í Reykjavík ætlar að hefja þessa vinnu strax eftir kosningar, en til þess þurfum við stuðning þegar kosið eru nú þann 26. maí.

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson
3. sæti Miðflokksins í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík

Flokkar: Óflokkað

»

Ummæli (1)

  • Baldur Gunnarsson

    Þetta er gott mál og þarft. Ég treysti Miðflokknum og fulltrúum hans fyrir því.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og sex? Svar:

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is