Þriðjudagur 18.10.2016 - 19:16 - FB ummæli ()

Í bakgarðinum heima

Vill fólk búa hér í Reykjavík?   – já
– vill það búa í miðbæ Reykjavík? – já

Getur fólk búið hér í Reykjavík? – einhverjir já, ekki allir.
– getur ungt fólk búið í miðbæ Reykjavíkur? – nei, sárafáir.

Það að vilja gera eitthvað er ekki það sama og raunverulega að gera eitthvað.  Unga fólkið í borginni hefur því miður ekki launin eða eigið féið til þess.  Meirihlutinn í borgarstjórn verður að skilja að þetta er vandamálið.  Stúdentaíbúðir er nú verið að byggja, en þegar að námi lýkur þá hefur það ekki efni á að búa í miðbænum, því húsnæði er of dýrt.  Fermetraverðið í miðbænum hefur aldrei verið hærra.  Í dag eru 23 2ja herbergja íbúðir í póstnúmeri 101 skráðar á vefinn fasteignir.is og er verðið á þeim frá 29,9 milljónir upp í 76,5 milljónir.  Til að standast greiðslumat fyrir íbúðum á þessu verði dugast sjaldan laun nýútskrifaðs eða ungs fólks.

Þannig að unga fólkið fær ekki tækifæri til að búa í borginni, nema það endi í bakgarðinum heima hjá pabba og mömmu…..sem að öllu líkindum eru löngu flutt úr miðbænum hvort eð er eða íbúðin komin í Airbnb leigu.

Þetta er því miður staðreyndin í dag.

Flokkar: Bloggar · Óflokkað · Stjórnmál og samfélag · Viðskipti og fjármál
Efnisorð: , , , , , , , , , , , , ,

Þriðjudagur 27.9.2016 - 11:48 - FB ummæli ()

Meirihlutinn vill ekki að sín eigin hagsmunaskráning sé skoðuð

Verkfælni meirihluta Samfylkingar, Bjartar Framtíðar, Vinstri grænna og Pírata í borginni er staðreynd.  Þessi meirihluti er líka sérstaklega ákvarðanatökufælinn eins og stofnun fjölda verkhópa og starfshópa er til vitnis um.  Þeim leiðist  óskaplega að afgreiða tillögur frá okkur í minnihlutanum.  Þeir hafa hvorki kjark né þor til að hafna þeim né samþykkja.  Því velkjast tillögurnar í kerfinu í veikri von um að við í minnihlutanum gleymum þeim hreinlega.

Nú eru liðnir rúmlega 3 mánuðir frá því að óskað var eftir því að samskonar úttekt yrði gerð á öllum borgarfulltrúm eins og gerð var á hagsmunaskráningu minni í borgarstjórn, þannig að skoðað yrði hvort að skráning þeirra á hagsmunaskrá væri rétt, hvort þeir hefðu skráð fjárhagslega tengd félög sér á innherjaskrá, hvort þeir hefðu brotið gegn hæfisreglum sveitastjórnarlaga, hafi brotið siðareglur og fl.

En ekkert bólar á því að ákvörðun sé tekin, hvorki er tillagan samþykkt né henni hafnað.  Ljóst er að jafnræði og gegnsæi á bara við suma en ekki aðra.  Þeir vilja eðli málsins alls ekki láta skoða hagsmunaskráningu sína, enda er ljóst og til eru gögn um það að borgarfulltrúar, Samfylkingarinnar og Bjartar Framtíðar hafa látið sér þetta í léttu rúmi ligga.  En þeim spurningum er enn ósvarðað hvort að fulltrúarnir þessir og aðrir hafi gert brotlegir er þeir skráðu ekki sömu félög á innherjaskrá.  En það er erfitt að kasta steinum úr glerhúsi.  Meirihlutinn hefur gleymt að Framsókn og flugvallarvinir fögnuðu úttekt sem innri endurskoðandi gerði á fjármálum undirritaðrar, hæfi og fl.  En þeir eru ekki eins brattir þegar kemur að leggja mat á þeirra eigið ágæti.

Enginn annar borgarfulltrúi, sveitastjórnarfulltrúi eða alþingismaður, en greinarhöfundur, hefur farið í gegnum jafn ítarlega skoðun hlutlauss aðila, sem innri endurskoðanda  Reykjavíkurborgar  er, á málefnum sínum.

http://reykjavik.is/en/skrifstofaogsvid/innri-endurskodun

Fréttatíminn er eini fjölmiðilinn sem hefur snert á málinu, aðrir hafa þagað þunnu hljóði.
http://www.frettatiminn.is/breyttu-hagsmunaskraningu-eftir-panamaskjolin/

Flokkar: Bloggar · Stjórnmál og samfélag · Viðskipti og fjármál
Efnisorð: , , , , , , , , , , , , , , , , ,

Fimmtudagur 8.9.2016 - 09:53 - FB ummæli ()

Á að framkvæma álagspróf á OR áður en arður er greiddur út?

Viðsnúningur hefur orðið á reksti Orkuveitu Reykjavíkur.  Það er jákvætt.  Reykjavíkurborg lánaði rúmlega 12 milljarða til OR sem hluta af „planinu“.  Það lán ber eins og eðlilegt er vexti.  

Hvort á Orkuveitan að lækka gjöld sín til heimilanna eða að greiða út arð til eiganda og þar með til Reykjavíkurborgar?  Svar við þessari spurningu felur í sér afstöðu til þess hvort að við treystum Reykjavíkurborg til að fara með peningana okkar borgarbúa og ráðstafa þeim í þau verkefni sem meirihluti Samfylkingarinnar, Bjartrar Framtíðar, Vinstri grænana og Píratatelur, telja mikilvæg, eða hvort að við viljum að íbúar borgarinnar sjálfir, greiðendur orkugjalda fái fleiri krónur á mánuði til að nota sjálfir.  

Framsókn og flugvallarvinir eiga ekki fulltrúa í stjórn Orkuveitunnar.

Við teljum það ábyrga rekstrarstefnu að álagspróf verði framkvæmt á Orkuveitunni áður en nokkrar ákvarðanir eru teknar um arðgreiðslu til hluthafa eða lækkunar á gjaldskrám.

Álagsprófið skal framkvæmt með tilliti til hvernig OR stenst áföll m.a. í formi gengissveiflna íslensku krónunnar, sveiflna í álverði, virðisrýrnun á eignum og vaxtabreytinga.

Ef ákveðið verður að greiða út arð, eða lækka gjaldskrár án þess að álagspróf fari fram þá verður það að teljast mjög varhugavert í ljósi rekstrarsögu Orkuveitunnar og hversu viðkvæmur rekstur hennar er fyrir gengisbreytingu, vaxtabreytingum og álverði.  

Flokkar: Óflokkað

Fimmtudagur 25.8.2016 - 12:18 - FB ummæli ()

Er þitt barn tilbúið í rafræn samræmd próf?

Framsókn og flugvallarvinir hafa lagt fram tillögu um að borgarráð samþykki að senda eftirfarandi áskorun til Menntamálastofnunar:

“Borgarráð krefst þess að grunnskólanemendur verði ekki látnir þreyta samræmd próf með rafrænum hætti skólaárið 2016-2017.”

Ástæðan er fyrst og fremst sú að jafnræðis er ekki gætt á meðal nemenda grunnskólanna þar sem gríðarlegur munur er á milli sveitafélaga og jafnvel skóla innan sveitarfélaganna í tölvuvæðingu og kennslu í tölvufærni og þjálfun í fingrasetningu. Mikil fjárhagsleg hagræðing á skóla- og frístundasviði á síðustu árum hefur meðal annars komið hart niður á því svigrúmi sem skólastjórnendur hafa haft til að fjárfesta nægjanlega í tölvum, uppfærslum og kennslu á þessu sviði. Börnin verða að njóta vafans og forsenda fyrir því að samræmd könnunarpróf verði framkvæmd rafrænt er sú að jafnræðis sé gætt og að allir skólar hafi sambærilegan aðgang að tölvum, ritþjálfun, neti og kennslu í þeim tölvuþáttum sem aðalnámskrá gerir ráð fyrir.

Væri ekki rétt að gefa Reykjavíkurborg og öðrum sveitafélögum og grunnskólum sem í þeim starfa tækifæri til að setja aukið fjármagn í skólakerfið svo að tæknimál verði þannig að börn sitji við sama borð, skólastjórnendur geta þá brugðist við því þennan vetur sem nú er framundan að taka á því og lagfæra sem þar til að nemendur þeirra verði sem best í stakk búin að taka rafræn próf.  Samþykkt var í febrúar 2016 að prófin yrðu rafræn þegar löngu var búin að afgreiða fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 og því gat Reykjavíkurborg t.d. ekki brugðist við með því að auka vægi þessarra þátta í kennslu.

 

 

 

 

Flokkar: Bloggar · Dægurmál · Lífstíll · Óflokkað · Spaugilegt · Stjórnmál og samfélag · Tölvur og tækni · Vinir og fjölskylda
Efnisorð: , , , , , , , , , , , ,

Fimmtudagur 11.8.2016 - 12:41 - FB ummæli ()

Formaður innkauparáðs ekki skráður á hagsmunaskrá

Í borgarráði í dag barst svar frá fjármálaskrifstofu borgarinnar um hverjir teljist til fruminnherja.

Ljóst er að nokkrir aðilar gegna pólitískt skipuðum stöðum á vegum Reykjavíkurborgar sem ekki hafa talið að þeir eigi að gera ráð fyrir hagsmunaskráningu sinni eða skrá sig sem innherja sem skv. lögum á að gera. Það vekur óneitanlega athygli að formaður innkauparáðs, Kjartan Valgarðsson (xs) er hvergi skráður á hagsmunaskrá né sem innherji, né heldur Magnea Guðmundsdóttir sem situr með honum í ráðinu en ráðið tekur ákvarðanir í tilteknum innkaupamálum sbr. innkaupareglur Reykjavíkurborgar, mótar innkaupareglur og hefur eftirlit með að innkaupareglum sé fylgt. http://reykjavik.is/radognefndir/innkauparad.  Er slíkt eðlilegt og gegnsætt í stjórnsýslu meirihluta borgarinnar sem þykist ætíð ganga fram með góðu fordæmi.

Framsókn og flugvallarvinum lögðu því fram tillögu í borgarráði í dag þess efnis að þeir aðilar sem gegna formennsku, varaformenn og aðrir fulltrúar sem sitja í ráðum og nefndum Reykjavíkurborgar og eru EKKI kjörnir fulltrúar séu líka skráðir sem fruminnherjar hjá borginni.http://www.fme.is/eftirlitsstarfsemi/utgefendur-verdbrefa/fruminnherjar/issuer/5302697609

Í framhaldi af þeirri tillögu er ljóst að við munum einnig óska eftir því að þeir geri grein fyrir fjárhagslegum hagsmunum sínum. Enda er með öllu óeðlilegt að hægt sé að skipa pólitíska fulltrúa í nefnd, en þeir séu undanþegnir kröfum um gegnsæi þegar kemur að hagsmunaskráningu þar sem þeir eru EKKI kjörnir fullrúar. En hér sést hverjir það eru sem eru skráðir hagsmunaskráningu hjá Reykjavíkurborg: http://reykjavik.is/borgarfulltruar-0

Þá hafa áheyrnafulltrúar ekki tekið það sérstaklega til sín að skrá hagsmuni sína, né heldur sem fruminnherja en þeir hafa allan sama rétt að aðgengi að gögnum og trúnaðarupplýsingar eins og aðrir fullrúar nefnda og ráða sem þeir sitja í. Í ráðum og nefndum borgarinnar eru lagðir fram, kynntir og gerðir fjárhagsrammar, fjárhagsáætlanir og uppgjör sem öll snerta viðkvæmar fjárhagslegar upplýsingar um rekstur borgarinnar og verkefni hennar.

Er leynd sumra betri en leynd annarra?

Flokkar: Bloggar · Stjórnmál og samfélag · Viðskipti og fjármál
Efnisorð: , , , , , , , , ,

Þriðjudagur 19.5.2015 - 23:09 - FB ummæli ()

Hver laug?

Kristín Soffía Jónsdóttir borgarfulltrúi Samfylkingar og varaformaður Strætó bs. sagði í ræðustól í borgarstjórn þann 20. janúar síðastliðinn þegar málefni ferðaþjónustu fatlaðra voru til umræðu:

Öllum sem sagt var upp í þjónustuveri ferðaþjónustunnar var boðið starf hjá Strætó og það er ekki rétt sem kom fram í fjölmiðlum að ekki hafi verið í boði að taka hálft starf. Ég hef fengið það staðfest að það var í boði”

En nú liggur fyrir að sú staðfesting var ekki rétt.  Í skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar segir orðrétt á bls. 42
“Starfsfólk þjónustuversins spurði hvort ekki væri hægt að flytja þau til í starfi en því var neitað. Eftirá fengu þau þá skýringu að Strætó hefði orðið að segja þeim upp svo starfsfólk annarra þjónustuvera hefði sömu möguleika á að sækja um vinnu. Einnig spurðu þau ítrekað hvort þau ættu möguleika á hlutastarfi eftir breytingar og því var neitað, þrátt fyrir að viðkomandi stjórnanda væri fullkunnugt um að þau gætu ekki, fötlunar sinnar vegna, sinnt fullu starfi.”

Spurningin sem situr eftir er hver laug að varaformanni stjórnar Strætó bs um að þeim fötluðum einstaklingum sem hafði verið sagt upp, hefði verið boðin áframhaldandi vinna og í lægra starfshlutfalli en 100%?

Flokkar: Bloggar · Óflokkað · Stjórnmál og samfélag
Efnisorð: , , , , , ,

Þriðjudagur 19.5.2015 - 10:56 - FB ummæli ()

Áfellisdómur yfir verkum kjörinna fulltrúa.

Í skýrslu innri endurskoðunar borgarinnar um ferðaþjónustu fatlaðra sem birt var í gær segir skýrt að kjörnir fulltrúar hafi ekki staðið vaktina með spurningum á vettvangi fagráða um framgang verkefnisins. Jafnframt segir að eftirlit velferðarráða og velferðarsviða sveitarfélaganna á innleiðingartímanum hafi brugðist að mati endurskoðunarinnar. Frétt RÚV

Þetta er áfellisdómur yfir verkum kjörinna fulltrúa.

Núverandi meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur, fulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata eru örugglega algerlega ósammála þessari staðhæfingu minni.  Þeir telja það einfaldlega ekki sína ábyrgð að hafa afskipti af einstaka verkefnum Strætó bs. Sú afstaða þeirra kom bersýnilega fram í bókun sem þeir gerðu í borgarráði þegar þeir sögðust ekki sjá hvernig afskipti af ráðningarsamningi (í þessu tilviki fyrrverandi framkvæmdastjóra) geti verið hluti af verkefnum borgarráðs og að málið sé alfarið í höndum Strætó bs. 28. liður í fundargerð borgarráðs

Þannig lítur meirihlutinn á þetta, fríar sig ábyrgð og telur að verkefni fagráðanna, þar með talið borgarráðs, (sem er í raun framkvæmdastjórn sveitafélagsins) ,sé ekki að hlutast til um eða hafa afskipti af einstökum verkefnum stjórnar Strætó bs.  Alls ekki spyrja spurninga, alls ekki óþægilegra spurninga, ekki koma með tillögur. Ekki benda á mig.

Framsókn og flugvallarvinir líta einfaldlega svo á, að það séu engin málefni undanþegin afskiptum borgarráðs. Því geta kjörnir fulltrúar einfaldlega beint tilmælum til stjórna byggðasamlaga og dótturfélaga um “ad hoc málefni” er varða stjórnsýslu og stjórnun, enda ber borgarráð skv. 35. gr. sveitastjórnarlaga, ábyrgð á stjórnsýslu sveitarfélagsins í rúmum skilningi þess hugtaks.  Þessi afstaða okkar kom skýrt fram í bókun í borgarráði í haust. 28. liður í bókun borgarráðs

Í ljósi alls þessa er rétt að benda á að enn er óafgreidd tillaga Framsóknar og flugvallarvina í borgararráði frá 12. febrúar 2015 um að Reykjavíkurborg skipti út sínum stjórnarmanni og varamanni hans úr byggðasamlaginu.  37. liður fundargerðar borgarráðs

Svona er stjórnsýslan í Reykjavíkurborg í dag.

 

 

Flokkar: Óflokkað

Fimmtudagur 4.12.2014 - 20:49 - FB ummæli ()

Lóðaskortur í Reykjavíkurborg

Þann 9. október, fyrir tveimur mánuðum síðan, lögðu Framsókn og flugvallarvinir fram eftirfarandi fyrirspurn í borgarráði:

“Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

Upplýsinga er óskað um hvaða lóðir eru í eigu Reykjavíkurborgar vestan Elliðaáa, sem eru byggingarhæfar nú, eða á næstu 6 mánuðum, sem ekki hefur verið ráðstafað til byggingaraðila.”, sbr. fundargerð 9. okt. 2014

Þessarri fyrirspurn hefur ekki ennþá verið svarað, en samt hefur nú verið samþykkt í borgarráði viljayfirlýsingar á milli a) borgarinnar og Búseta, (fundargerð 4. des 2014.) b)borgarinnar og Félagsstofunar stúdenta og borgarinnar og c) Byggingarfélagsnámsmanna fundargerð 27. nóv 2014. um úthlutun á ákveðnum lóðum í eigu borgarinnar til þessarra aðila.

Gagnrýnt hefur verið að jafnræðis sé ekki gætt í “velviljuðum” lóðarúthlutunum til eins húsnæðissamvinnufélags umfram önnur, sbr. bókanir Framsóknar og flugallarvina við afgreiðslu viljayfirlýsinganna þann 4. desember 2014.

Ef fleiri húsnæðissamvinnufélög fara þess á leit við borgina, að fá vilyrði fyrir lóðum, hvaða lóðir verða þeim þá boðnar? Miðað við þögnina sem ríkir vegna þessarar fyrirspurnar hlýtur staðan að vera sú að borgin á engar lóðir á þessu svæði til úthlutunar.

Er þetta réttláta samfélagið sem við viljum byggja upp, þegar einu félagi er hyglt á kostnað annarra?

Flokkar: Bloggar · Stjórnmál og samfélag
Efnisorð: , , , , , , , , , , , , , , ,

Föstudagur 28.11.2014 - 14:37 - FB ummæli ()

Brestir í meirihlutasamstarfinu?

Það hefur óneitanlega vakið athygli mína að borgarfulltrúar meirihlutans hafa ávallt kosið eftir línunni og hvergi hefur mátt sjá nokkra misbresti í atkvæðagreiðslunum.  Foringjanum hefur verið hlýtt í hvívetna.  Nú brást foringjanum hins vegar að halda hjörð sinni saman, því þau undur og stórmerki gerðust í umhverfis- og skipulagsráði á miðvikudaginn sl, sbr. þessa fundargerð: Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 26. nóvember 2014, að fulltrúi Vinstri grænna neitaði að dansa með og greiddi einn atkvæði gegn tillögu Korputorgs ehf. um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Blikastaðaveg 2-8 um byggingarreit fyrir sjálfsafgreiðslu eldsneytisstöðvar á lóðinni.

Það var greinilega nauðsynlegt að meirihlutinn tæki bæði Pírata og Vinstri græna með sér um borð.

 

Flokkar: Bloggar · Stjórnmál og samfélag · Viðskipti og fjármál
Efnisorð: , , , , , , , ,

Mánudagur 10.11.2014 - 22:10 - FB ummæli ()

Stjórn Strætó bs.

Í 5. gr. stofnsamnings um Strætó bs.(byggðasamlag) sem undirritaður var og samþykktur þann 7. maí 2001, kemur fram að formaður stjórnar skuli vera fulltrúi fjölmennasta sveitafélagsins. Það er engum blöðum um það að flétta að Reykjavík er fjölmennasta sveitafélagið sem að samningnum stendur.

Kristín Soffía Jónsdóttir úr Samfylkingunni f.h. Reykjavíkur, á samkvæmt ofanrituðu að vera formaður stjórnar Strætó bs, en í tilkynningu til fyrirtækjaskrár Ríkisskattstjóra dagsettri 9. júlí 2014 kemur fram að Bryndís Haraldsdóttir úr Mosfellsbæ, Sjálfstæðisflokki, sé formaður stjórnar.
Slíkt er andstætt lögum félagsins.

Er þetta samkomulag Samfylkingar og Sjálfstæðismanna í sveitastjórnum á höfuðborgarsvæðinu?

Hvernig fær þetta staðist?

Ekki er óeðlilegt að spurt sé hvort að öll stjórn byggðasamlagsins Strætó sé í molum, ef þeim tekst ekki einu sinni að skipa stjórnina lögum samkvæmt.

Uppfært:
http://ssh.is/images/stories/Byggdasamlog/Eigendastefna%20Strætó_til%20undirritunar.pdf

1.  Ekki hefur verið breytt samþykktum byggðasamlagsins, þrátt fyrir að eigendastefna hafi verið sett fram árið 2013.

2.  Stjórn strætó bs. óskaði eftir því 5. júlí 2010 að sem fyrst yrði hugað að breytingum á stofnsamþykktum byggðasamlagsins á vettvangi SSH, þar sem tekið verði á verkaskiptingu og samstarfi sveitafélaga innan Strætó bs. til framtíðar.  Þeirri vinnu átti að ljúka innan árs, sbr. http://www.straeto.is/um-straeto/fundargerdir/nr/415

3.  Þann 20. janúar 2011 var lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna, frá 13. janúar 2011, þar sem borgarráð samþykkti að skipa að nýju þverpólitískan starfshóp borgarfulltrúa til að halda utan um stefnu og áherslur Reykjavíkurborgar í endurskoðun eigenda á eigendasamkomulaginu og stofnsamþykkt Strætó bs.
Var tillagan samþykkt en skipan í starfshópin frestað, sbr.

http://eldri.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-725?_ga=1.105963008.281546579.1415623255

4.  Árið 2013 er síðan sett fram eigendastefna Strætó bs., en þar eru engar breytingar gerðar á því hvernig formaður stjórnar skuli skipaður.

5.  Það sem kemur fram á heimasíðu straeto.is er einfaldlega rangt miðað við öll fyrirliggjandi gögn, sem hægt er að nálgast hjá fyrirtækjaskrár RSK og skv. fundargerðum Strætó bs., borgarráðs, borgarstjórnar og SSH.

 

Flokkar: Bloggar · Óflokkað · Stjórnmál og samfélag · Viðskipti og fjármál
Efnisorð: , , , , , , , , , , , ,

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is