Laugardagur 20.12.2014 - 03:47 - 3 ummæli

Læknar í gáma og svo út í skip

Enn hafa stjórnvöld ekki axlað ábyrgð sína gagnvart heilbrigðiskerfinu og samið við lækna þannig að von sé til þess að læknar fari aftur að koma til landsins og brottflutningur og uppsagnir núverandi lækna hérlendis gangi til baka.laeknagamar

Um leið og þessi farsi í boði stjórnvalda fer fram, birtast fréttir í fjölmiðlum af uppsetningu gáma sem hýsa eiga skrifstofur lækna á Landspítalanum vegna plássleysis þar.

Ég vinn á Bráðamóttökunni á Landspítalanum í Fossvogi.  Þar er algengt að sjá 6-12 sjúklinga á yfirlitslista deildarinnar sem eiga að leggjast inn en komast hvorki lönd né strönd inn á legudeildir spítalans.  Deildirnar eru pakkaðar og sértaklega er ástandið slæmt varðandi taugadeildina.  Aldrað fólk liggur heilu og hálfu dagana í rúmum Bráðamóttökunnar og kemst ekki til meðhöndlunar og hjúkrunar á viðeigandi sjúkradeild.  Þetta er alveg óháð verkfallsástandinu.  Þetta er bara „eðlilegt“ ástand á bestu sjúkrastofnun landsins.  Á meðan þetta fólk bíður og hver 8 klst. vaktin af fætur annarri líður, aukast líkur á því að þessir sjúklingar verði fyrir mistökum vegna þess að þeir eru einhvern veginn á milli skips og bryggju í kerfinu.  Vakthafandi læknar og hjúkrunarfræðingar þurfa sífellt að sjá nýja sjúklinga og geta misst yfirsýnina á alla þá „gömlu“ sem bíða eftir innlögn.  Landspítalinn er löngu sprunginn og það er svipað ástand á deildunum þar sem sjúklingar liggja á göngum eða á „lánsdeildum“.   Það er engin furða að ábyrgir læknar eins og fjórir meltingarfræðilæknar og Brynjar Viðarsson blóðmeinafræðingur segi upp.  Þetta er bara einn vandi af mörgum.

Þannig að fyrst að læknarnir eru um það bil að vera fluttir í gámana nýju á lóð Landspítalans þá liggur bara beint við að semja næst við Eimskip eða Samskip um að flytja þá út í upphituðu skrifstofugámnum. Það má áreiðanlega koma fyrir búslóðinni þar með.  Kannski væri betra að hafa það frystigáma og afþýða svo læknana á áfangastað. Tvímælalaust sparnaður og lauma mætti nokkrum lambakjötsskrokkum með.  Nýta ferðina vel.  gamaskip-laeknar

Kannski liggur þannig endanleg lausn stjórnvalda í því að gera lækna Landspítalans að næstu útflutningsvöru Íslands. Þeir eru hvort er meðhöndlaðir eins og dautt kjöt þannig að gámaflutningur þeirra til Norðurlandanna yrði það mannúðlegasta í stöðunni.  Ríkisstjórninni þykir jú almennt útflutningur sælli en innflutningur nema tollar komi til. Húsnæðisvandinn væri svo leystur í leiðinni því að hver þarf spítala ef að í honum starfa engir læknar?  Það má svo senda fársjúka forstjóra með Saga-class til innlagnar á einkasjúkrahúsum víða um lönd.  Verkamenn fái aðhlynningu í frystihúsum. Ekki vanda-málið – bara lausnir!

Flokkar: Heilsa · Stjórnmál og samfélag
Efnisorð: , , , , ,

Þriðjudagur 16.12.2014 - 12:16 - 9 ummæli

Fjölskylduhátíðin jólin eru ekki bara kristin

Af umburðarlyndi skrifa ég hér í fyrirsögn að kristnin eigi eitthvað í jólunum.  Já því að jólin voru ekki til í frumkristninni heldur urðu þau (ásamt hvíldardeginum á sunnudegi) gerð að kristinni hátíð þegar Konstantín keisari í Róm valtaði yfir sóldýrkendur rómaveldis og gerði kristni að ríkistrú. Sóldýrkendur héldu upp á fæðingu nýrrar sólar við sólstöður og því var það hentugt fyrir kristnina að yfirtaka þá hátíð fyrir fæðingu sonar Guðs og útrýma svo smám saman sóldýrkendunum.  Á ensku heita jólin Kristsmessa (Christmas) en hjá okkur á Norðurlöndunum jól og er það orð ekki einu sinni komið frá kristni heldur heiðnum sið.  Það hefur enginn einkarétt á því að halda hátíð í kringum sólstöður og því mega kristnir gera það líka þó að sögulega séð séu þeir langt frá því að vera þeir fyrstu til þess.  Þá verður maður líkast tl að fyrirgefa þeim óvitum meðal kristinna sem af fáfræði sinni leiðrétta annað fólk og segja jólin alfarið kristið fyrirbæri.  „Veistu ekki af hverju jólin eru haldin?“ segja þeir jafnan með nokkru þjósti við þá sem þeir halda að séu eitthvað afvegavilltir frá Jesú og hugsi ekki um hann á jólunum.  „Jú, þau eru haldin til að fagna fæðingu Jesú“ svara þeir sjálfir, og ef það er prestur er bætt við „…frelsara vors og leiðtoga í lífinu.“

Ég man þegar ég var krakki í Melaskóla vorum við öðru hvoru minnt á það af kennurum eða sakbitnum samnemendum að við mættum ekki gleyma því af hverju jólin væru haldin. Þau væru jú vegna fæðingar Jesú.  „Já auðvitað“ hugsaði maður (jafn heilaþveginn og hver annar) en samt sem áður vantaði talsverða merkingu í það og þetta „auðvitað“ hvarf jafn harðan úr huganum.  Þessi jólasaga sem hafði hrint út öllum öðrum jólasögum í aldanna rás var stórfurðuleg. Aðeins prestar í kirkjum og kennarar sem vildu sjá krúttleg börn leika heilög hjón í hlöðu og vitringa í arababúningum í skólasalnum voru með þessa kristnu jólasögu á heilanum. Manni þótti nóg um að það væri settur upp þessi „helgileikur“ ár hvert en litlu jólin voru hins vegar skemmtileg fyrir okkur börnin og samveran og söngurinn ógleymanlegur.  Pínlegum helgileiknum vildi maður helst gleyma nema fyrir það að þegar ég var látinn leika Jósef eitt árið fékk ég að sitja við hliðina á Maríu mey sem var leikin af sætri og skemmtilegri stelpu.  Hugurinn var ekki alveg við „son“ okkar Jesúbarnið, leikinn af plastdúkku þennan vandræðalega eftirmiðdag.  Enginn prestur var mættur og ekki heldur við litlu jólin, skólasetningu eða skólaslit.  Aldrei og aldrei þau tíu ár sem ég var í grunnskóla var farin hópferð með börnin í kirkju hverfisins (árin 1970-1980).

Mamma var í Þjóðkirkjunni en fór nær aldrei í kirkju og þannig var það hjá lang flestu því fólki sem við þekktum. Á jólunum heima fór ekki fram neitt sem var sérstaklega kristilegt utan þess að afi hlustaði á messuna í útvarpinu.  Ýmis kristin jólalög eins og „Heims um ból“ voru það helsta sem minnti á kristnina og gaf hlýlega tilfinningu óháð meyfæðingarboðskapnum. Jólatréð er ekki kristinn siður.  Gjafirnar eru ekki kristnar heldur.  Maturinn er ekki merktur með krossi.  Aftur á móti var nokkuð um það að prestar gæfu fólki samviskubit yfir allri neyslunni á jólunum.  Þeir héldu ósýnilegum písk á lofti úr guðdómlegu hásæti sínu og sviðsljósi sem þeir fengu á trúarhátíðum sínum með hjálp ljósvakamiðla.  Fólk muldraði stundum Faðir vorið og mundi eftir Jesú í nokkra daga og svo tók við raunverulegi heimurinn og þar voru orð um meyfæðingu, jólaföstu, fagnaðarerindi, blessun Guðs, upprisuna og eilíft lif einfaldlega langt í frá að hafa einhverja praktíska merkingu. Í raun voru jólin hjá minni menningarlega kristinni fjölskyldu og flestra annarra einfaldlega hátíð fjölskyldunnar og vina hennar.  Jólin eru furðulegur hrærigrautur og það þarf engan prest, guð eða jesúsögu til að halda jól.   Jólin eru þeirra sem vilja halda upp á þau hvernig sem svo það er gert.  Það eru fyrst og fremst samverustundirnar og það sem er gert til að gleðja og fegra sem glæðir jólin sjarma og jákvæðu gildi í dimma vetrartilveruna.

fjolskyldujol

Enginn á einkarétt á jólunum og kristnir söfnuður hafa ekki rétt á því að taka börn úr skólastarfi til að messa yfir þeim „jólasöguna“ eða „um það hvernig jólin urðu til“ eins og svo oft er sagt af fólki sem hefur ekki hlotið neina fræðilega fræðslu um raunverulegan uppruna sólstöðuhátíða mannkyns og hafa verið rændir í æsku af öðru en þeirri rörsýni sem „kristinfræðsla“ á Íslandi hefur fært því.  Skólar eru menntastofnanir og eiga ekki að hygla boðun og trúariðkun (já það er farið með Faðir vorið í kirkjuheimsóknunum) neinnar trúar eða lífsskoðunar sama þó að hér sé ákvæði um Þjóðkirkju í skjóli meirihlutavalds.  Mannréttindi ganga út á það að jafnt eigi yfir alla að ganga en ekki að meirihluti einhverra hópa fái að iðka venjur sínar á kostnað tíma annarra.

Með þessu óska ég ykkur gleðilegra jóla, sólstöðuhátíða eða hverra annarra hátíða sem þið haldið um þetta leyti.  Munum bara að halda hátíðirnar í friði og spekt og án átroðnings á öðrum.

 

—————–

Sjá einnig afar skýra grein Sigurðar Hólm Gunnarssonar „Skólinn og jólinn (sjö punktar)“ um sama mál.

Flokkar: jól · Lífsskoðanir · siðferði

Þriðjudagur 13.5.2014 - 13:25 - 11 ummæli

DNA úr munni mér til framtíðar

Ég skóf úr mér fullt af munnholsfrumum í DNA gjöf til ÍE og framfara í læknavísindum á sunnudaginn og póstsendi til þeirra í gær. Hjálparsveitarmaðurinn kom að sækja of snemma en var mér góð áminning. Ég digga þetta framtak og sá snefill af persónulegum upplýsingum sem ég læt í té ásamt þúsundum annarra til að gera megi öfluga rannsókn, finnst mér lítið gjald fyrir allan þann ávinning sem af þessu má hafa. Erfðasjúkdóma og krabbamein þarf að rannsaka með stórum rannsóknum til að öðlast nægilega tölfræðilegan styrk. Góð þáttaka getur gert þetta land að því besta til rannsóknar á þessum mikilvægu sjúkdómum.

Til gagnrýnenda sem horfa á ÍE með miklum fjármálalegum samsærisótta segi ég:

ÍE kann að hafa hrasað eitthvað á leið sinni en nú þegar er fyrirtækið búið að skapa mikil verðmæti í erfðarannsóknum og heldur áfram ótrautt að efla rannsóknargrunn sinn af óheyrðum metnaði hérlendis. Það ætti að þakka fyrir það en ekki lasta. Ég vona að eigendur DeCode/ÍE græði á þessu því að það þarf fjármuni í líftæknifyrirtæki. Auðvitað krefst það trausts að leyfa fyrirtæki að hafa aðgang að sjúkraskrá manns en traustið er það dýrmætasta sem við eigum og forsenda framfara á svo mörgum sviðum í þjóðfélaginu. Ef við ætlum að verða „þjóðfélag óttans“ líkt og vinir okkar í USA hafa orðið að ýmsu leyti þá molnar samstaðan til að gera góða hluti og hugrekkið hjaðnar. Ég vil ekki lifa í slíku aumingjaumhverfi. Tökum þátt og þorum að gefa aðeins af okkur til að þjóna heildinni og kynslóðum framtíðar!

 

Viðauki:

Yfirlýsing vísindamanna um Útkall í þágu vísinda í kjölfar yfirlýsingar
siðfræðinga og nokkurra annarra fræðimanna.
Síðastliðin sautján ár hafa vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) í
samstarfi við vísindamenn á Landspítala, í Læknadeild og innan fjölmargra
annarra stofnana hérlendis og erlendis náð ótrúlegum árangri í að varpa ljósi á
erfðafræði margra sjúkdóma. Vísindagreinar í bestu vísindaritum bera því
ótvírætt vitni. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að þetta samstarf
vísindamanna ÍE og annarra í íslensku vísindasamfélagi hefur gert það að
verkum að Ísland leiðir nú heiminn á flestum sviðum mannerfðafræði. Þessi
árangur byggist ekki síst á miklum stuðningi almennings við þessar rannsóknir,
ekki bara í orði heldur með beinni þátttöku. Slík þátttaka sýnir í verki hug
fólksins í landinu til þessara rannsókna. Áframhaldandi stuðningur og þátttaka
landsmanna er nauðsynleg til þess að við höldum forskoti á þessu mikilvæga
sviði lífvísinda.
Nú er verið að gera stórt átak í að auka þátttöku almennings í þessu einstaka
verkefni með einfaldari sýnatöku heldur en hingað til hefur verið gert. Nú er
tilgangurinn fyrst og fremst sá að afla samanburðarhóps í stað þess að beina
sjónum að fólki með ákveðna sjúkdóma. Eðli rannsóknanna og leyfi og samþykki
sem að baki þeim standa eru þó hin sömu og hafa legið að baki rannsóknum á
þessu sviði í 17 ár. Athugasemdir og gagnrýni siðfræðinga og nokkurra annara
fræðimanna við þetta átak vekur furðu og margt í athugasemdum þeirra stenst
ekki.
Um engar rannsóknir í íslensku samfélagi hefur verið meira rætt á síðustu
áratugum en erfðarannsóknir ÍE. Umræðan hefur verið efnismikil, og
sjónarmiðum allra aðila hafa verið gerð skil. Í þessu samhengi endurspeglar góð
þátttaka almennings upplýst traust á þessum vísindarannsóknum. En þátttaka
hvers og eins er engu að síður á persónulegum grunni. Hún byggist ekki á því
hvort tíu eða hundrað þúsund aðrir eru að gera upp hug sinn á sama tíma. Hver
einstaklingur tekur ákvörðun sem bæði á að vera upplýst og byggð á samþykki.
Það átak sem nú er í gangi hvetur til áframhaldandi stuðnings við þetta
vísindastarf sem skapað hefur mikla nýja þekkingu. Þessi þátttaka er ekki
sjálfgefin og hún er mikils virt af vísindamönnunum sem að þessu vinna. Þeir
vilja hvetja til áframhaldandi stuðnings og sýna þeim þakklæti sem hingað til
hafa sýnt stuðning í verki. Hvatning annarra í samfélaginu, svo sem listamanna
og stjórnmálamanna er einnig virðingarverð. Engin ástæða er til að tortryggja
slíkan stuðning. Þátttaka almennings í lýðræðislegum ákvörðunum, svo sem
kosningum, er hvött áfram gegnum auglýsingar, stuðning þekktra einstaklinga og
almenna umræðu. Sama gildir um þátttöku í menningar- og listaviðburðum. Að
eitthvað annað gildi um þátttöku í vísindastarfi er ekki rétt.
Gagnrýni siðfræðinga á hlut Landsbjargar í söfnun sýnanna er að okkar mati
einnig ómakleg. Alvanalegt er í vísindarannsóknum að þátttaka sé þökkuð, en
hún á þó ekki að skapa óeðlilegan þrýsting á þá sem annars myndu ekki vilja gefa
lífsýni. Við treystum almenningi til að geta tekið upplýsta ákvörðun um
þátttökuna.
Mikil þátttaka Íslendinga í vísindarannsóknum er byggð á áralangri umræðu um
tilgang og eðli slíkra rannsókna. Fólk er almennt upplýst og tekur eigin
ákvarðanir. Við viljum hvetja fólk til að halda áfram þessum mikla stuðningi við

framþróun í vísindum. Án hins almenna borgara verða þessar rannsóknir ekki
gerðar.

Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild HÍ
Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við Læknadeild HÍ og forstöðumaður
Miðstöðvar í Lýðheilsvísindum
Guðmundur Þorgeirsson, prófessor við Læknadeild HÍ, yfirlæknir á Landspítala
Davíð O. Arnar, Framkvæmdastjóri Lyflækningasviðs Landspítala og klínískur
prófessor við Læknadeild HÍ
Þórður Harðarson, prófessor emerítus, fyrrverandi yfirlæknir við Landspítala
Reynir Tómas Geirsson, prófessor emerítus, fyrrverandi yfirlæknir fyrrverandi
yfirlæknir við Landspítala
Árni Jón Geirsson, læknir og sérfræðingur við Landspítala
Arnór Víkingsson, læknir og sérfræðingur við Landspítala
Ásgeir Haraldsson, prófessor við Læknadeild HÍ, yfirlæknir á Landspítala
Ástráður B. Hreiðarsson, læknir og sérfræðingur við Landspítala og klínískur
prófessor við Læknadeild HÍ
Brynjar Viðarsson, læknir og sérfræðingur við Landspítala
Einar Stefán Björnsson, prófessor við Læknadeild HÍ, yfirlæknir á Landspítala
Eiríkur Steingrímsson, prófessor, Læknadeild HI
Erna Magnúsdóttir, rannsóknarsérfræðingur, Læknadeild HÍ
Evald Sæmundsen, sviðsstjóri rannsókna, Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og
klínískur dósent við Læknadeild HÍ
Friðbert Jónasson, prófessor við Læknadeild HÍ, yfirlæknir á Landspítala
Gerður Gröndal, læknir og sérfræðingur við Landspítala, klínískur dósent við
Læknadeild HÍ
Gísli H Sigurðsson, prófessor við Læknadeild HÍ, yfirlæknir á Landspítala
Ísleifur Ólafsson, yfirlæknir á Landspítala
Jón Hjaltalín Ólafsson, dósent við Læknadeild HÍ, læknir og sjálfstætt starfandi
sérfræðingur
Karl Andersen, prófessor við Læknadeild HÍ, yfirlæknir á Landspítala
Karl Örn Karlsson, lektor, Tannlæknadeild HÍ
Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Íslands, klínískur
prófessor við Læknadeild HÍ
Magnús Haraldsson, dósent við Læknadeild HÍ, læknir og sérfræðingur á
Landspítala
Már Kristjánsson, yfirlæknir á Landspítala og klínískur dósent við Læknadeild HÍ
Páll Torfi Önundarson, prófessor við Læknadeild HÍ, yfirlæknir á Landspítala Pálmi V. Jónsson, prófessor við Læknadeild HÍ, yfirlæknir á Landspítala
Ragnar Bjarnason, prófessor við Læknadeild HÍ, yfirlæknir á Landspítala
Runólfur Pálsson, dósent , Læknadeild HÍ, yfirlæknir við Landspítala
Steinn Jónsson, prófessor, Læknadeild HÍ, læknir og sérfræðingur á Landspítala
Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor við Læknadeild HÍ, læknir og sérfræðingur á
Landspítala
Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, lektor, hagfræðideild HÍ
Tryggvi Stefánsson, læknir og sérfræðingur á Landspítala.
Unnur Steina Björnsdóttir, dósent við Læknadeild HÍ, læknir og sjálfstætt starfandi
sérfræðingur
Þórarinn Guðjónsson, prófessor, Læknadeild HÍ
Þorvaldur Ingvarsson, dósent við Læknadeild HÍ og framkvæmdastjóri
vöruþróunar og rannsóknastarfs hjá Össuri hf

Flokkar: Heilsa · siðferði

Þriðjudagur 15.4.2014 - 14:42 - 8 ummæli

10 atriði gegn þjóðkirkjuskipan

Umræða um þjóðkirkjufyrirkomulagið hefur nú aftur komist í hámæli eftir að Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar sagði í viðtali í þættinum Mín skoðun um helgina að hann væri því fylgjandi.

Hann hefur verið gagnrýndur af mörgun (meðal annars Ungum jafnaðarmönnum) fyrir þetta viðhorf og því fólki þykir ekki sæmandi fyrir jafnaðarmann að vilja viðhalda kerfi sérréttinda fyrir eina kirkju í landinu.  Ég er því sammála.

Rifjum aðeins upp hvers vegna flest ríki hins þróaða heims kjósa að aðskilja rekstur trúar frá rekstri ríkis.

 1. Það samræmist ekki lýðræðishugmyndinni að ein trúarbrögð séu fyrirfram valin fyrir þjóð sem ríkisrekin trúarskoðun. Trúarhugmyndir (eða aðrar siðferðislegar lífsskoðanir) er ekki eitthvað sem hægt er að kjósa um og láta svo gilda sem hina ríkjandi skoðun sem aðrir verði að sætta sig við.  Sé það gert er um trúræðisríki að ræða (enska: theocracy).
 2. Það samræmist ekki hugmyndinni um dreyfingu valdsins.  Aðskilnaður ríkjandi trúarstofnunar frá þjóðkjörnu ríkisvaldi (fulltrúalýðræði) var nauðsynlegur til að tryggja sjálfstæði þess og hlutleysi gagnvart hagsmunahópum. Reynslan af valdapoti biskupa í mál ríkja var hræðileg í gegnum aldirnar.  Bandaríkin urðu fyrsta lýðræðisríkið til að hrinda þessu í framkvæmd við stofnun þeirra.
 3. Það samræmist ekki hugmyndinni um trúfrelsi án mismununar að hafa ein trúarbrögð á stalli forréttinda og áhrifavalda inn í ríkisstjórn lýðræðisríkja.  Hin Lúthersk-evangelíska kirkja á Íslandi nýtur mikilla forréttinda á sviði laga, félagslegrar aðstöðu og fjárstyrkja.
 4. Á svipaðan máta samræmist þjóðkirkjuskipan ekki hugtakinu um jafna meðferð (enska: equal treatment) allra borgara samfélaga af hálfi ríkisins án tillits til skoðana, uppruna, litarháttar eða annarra sérkenna.  Þetta hugtak ásamt því að mismuna ekki er lykilatriði í allri mannréttindabaráttu og er grunnurinn að baráttu fyrir jafnrétti kynjanna og jafnrétti óháð kynhneigð.  Þessi réttindi eru eðlislæg og breytast ekki þó að einhver meirihluti vilji losna við þau í krafti meirihlutavalds með kosningum eða valdbeitingu.
 5. Hugmyndin um „sekúlarisma“ (veraldarhyggju) stuðlar að friði. Trúarlegar eða veraldlegar lífsskoðanir tilheyra miklu frekar einkasviði mannlífsins en ríkisgeiranum því að þær eru afar fjölbreyttar og í frjálsu þjóðfélagi eru um þær stofnuð einkafélög.  Þannig fá allir að komast að sinni eigin niðurstöðu og iðka sitt í friði.  Hið sameiginlega í þessu öllu kemur svo fram í lögum hvers lands sem þarf að byggjast á eins konar siðfræðilegum þjóðarsáttmála, gerðum af þjóðkjörnum fulltrúum.  Lögin eru ekki eyrnarmerkt neinum (öðrum en þjóðinni) og þannig virkar sekúlarismi til að mynda og viðhalda þjóðarsátt.

Til viðbótar vil ég nefna fimm atriði sem mæla á móti þjóðkirkjufyrirkomulagi:

 1. Svokölluð „hógvær“ þjóðkirkja dregur ekki úr myndun bókstafstrúaðra sértrúarsöfnuða.  Það hefur sýnt sig síðasta áratuginn að Þjóðkirkjan hefur stutt við ýmsa bókstafstrúaða hópa hérlendis með þáttöku í ýmsum fjöldasamkomum þeirra og verið treg til að yfirgefa ýmsan úreltan bókstafinn í Biblíunni sjálf.  Í fjölmörgum ríkjum Evrópu þar sem aðskilnaður kirkju og ríkis er við lýði, hefur uppkoma bókstafstrúarhópa ekki verið vandamál umfram það sem gerist í ríkjum með þjóðkirkju.   Það er aftur sterk fylgni á milli góðs velferðarkerfis (samtrygging þegna) og lítillar fylgisspektar við bókstafstrú.  Fátækt og lágu menntunarstigi fylgir aftur há tíðni bókstafstrúar eins og sjá má víða í ríkjum Afríku og öðrum fátækum landshlutum heims.
 2. Íslenska þjóðin skuldar hinni lúthersk-evangelísku kirkju ekki einn eyri.  Um aldamótin 1900 brast tekjugrunnur þjóðkirkjupresta því að þjóðin flutti að mestu úr sveit í bæi á nokkrum áratugum.  Hin mikla jarðareign kirkjunnar varð á skömmum tíma harla verðlítil því að bændur skorti og prestar þurftu að fylgja fólkinu í bæina.  Þeir gátu ekki sjálfir orðið bændur til að sjá sér farborða.  Árið 1907 voru því kirkjujarðir (utan prestssetra með öllum sínum hlunnindum) „seldar“ ríkinu gegn því að það greiddi prestum laun. Árið 1997 voru svo jarðirnar „endurseldar“ með feitari samningi fyrir kirkjuna.  Framreiknað verðgildi allra jarða kirkjunnar (miðað við samantekt jarða frá 1984) er 11.1 milljarður króna*.  Árið 2012 fékk Þjóðkirkjan frá ríkinu rétt rúma 2 milljarða í launagreiðslur og rektrarfé utan sóknargjalda (1.6 milljarðar) þannig að séu allar aðrar hinar fjölmörgu „sposlur“ og styrkir frá ríki og sveitarfélögum gegnum tíðina látnar liggja milli hluta, tók það aðeins tæp 6 ár fyrir ríkið að greiða upp þessar jarðir.  Verðmæti þeirra er löngu upp greitt allar götur frá 1907 og margfalt það.  Hin evangelísk-lútherska kirkja er einfaldlega bara á ríkisspenanum.
 3. Þjóðkirkjan þjónar ekki öllum landsmönnum.  Í henni eru 75% landsmanna.  Öll þjóðin hefur frá 12. öld greitt fyrir eignir hennar og gerir enn.  Nýtast þær þeim 25% sem eru nú utan hennar?  Nei, hún bannar samkomur annarra trú- eða lífsskoðunarfélaga í kirkjum sínum (skv. „innri samþykkt“ frá 2011) t.d. þegar meðlimum þeirra (eða utan trúfélaga) vantar húsnæði fyrir útför ættingja sinna.  Hún þjónar ekki fólki annarrar trúar eða lífsskoðunar, enda er í sjálfu sér ekki eðlilegt að ætlast til þess nema fyrir þær sakir að þjóðkirkjan er borin uppi af skattfé allra landsmanna.
 4. Verði þjóðkirkjuskipanin lögð af þýðir það hvorki heimsendir fyrir safnaðarmeðlimi kirkjunnar né fjárhagslegan dauðdaga hennar.  Vissulega yrði hún að draga saman seglin og sýna fjárhagslega ráðdeild.  Með samkomulagi við ríkið um innheimtu félagsgjalda (t.d. hakað við í skattskrá) af félögum sem greiða eignaskatt má halda uppi mikilli starfsemi.  Trúhneigt fólk hlyti líka að leggja eitthvað í frjáls framlög. Kirkjan á miklar eignir og getur leigt út sali til að drýgja tekjur sínar.  Þetta gera Fríkirkjurnar í Reykjavík og Hafnarfirði, Óháði söfnuðurinn og Ásatrúarfélagið með góðum árangri sem dæmi má nefna.  Það væri líka ólíkt siðferðislegra réttara og færði meðlimum lúthersk-evangelísku kirkjunnar stolt að standa þannig á eigin fótum í stað þess að viðhalda kerfi sem neyðir hin 25% þjóðarinnar að greiða undir þá. Það verður áfram hægt að jarða safnaðarmeðlimi á afskekktari stöðum landsbyggðarinnar.  Það er ekki hægt að réttlæta þjóðkirkju út á „jarðarfararótta“ fólks í kirkju sem á aðstöðu út um allt land.
 5. Þjóðkirkja er ekki sem slík uppeldisleg nauðsyn eða „menningararfur“ sem hyrfi við það að vera ekki þjóðkirkja lengur.  Ef að eitthvað siðferðislega verðmætt og eftirsóknarvert er í boðskap hinnar evangelísk-lúthersku kirkju og mannauður hennar gildandi, þá hlýtur hún að eiga gott líf fyrir höndum án þess að vera í stöðu sérréttinda sem þjóðkirkja og bera þannig nafn sem hún getur ekki staðið við.  Virðing gagnvart lúthersk-evangelísk kristinni kirkju getur aðeins aukist við það að hún standi á eigin fótum og virði rétt annars fólks til að fá jafna meðhöndlun af ríkinu.  Þessi kirkja á sína sögu, góða og slæma, með þjóðinni hvort sem að hún heldur áfram að vera þurfalingur á allri þjóðinni eða ekki.  Hún uppsker hins vegar meiri virðingu til framtíðar með því að feta veg jafnræðis, mannréttinda, sekúlarisma og lýðræðis.

Aflagning þess miðaldafyrirkomulags sem þjóðkirkjuskipan er krefst aðkomu allrar þjóðarinnar gegnum breytingu á stjórnarskrá (og lögum) og kosningum þar að lútandi.   Í grundvallaratriðum er þetta frekar einfalt mál og byggir á ofangreindum hugmyndum um lýðræðislega skipan mála og þeirri staðreynd að þjóðin (ríkið) skuldar kirkjunni ekki neina fjármuni.

Framkvæmdin

Með því sem venjulega er kallað „aðskilnaður ríkis og kirkju“ þarf tvennt að koma til:

 1. Koma á jafnræði á meðferð/afskiptum/styrkjum ríkisins milli allra trúfélaga og lífsskoðunarfélaga.
 2. Ákveða stig afskipta/styrkja ríkisins af trúfélögum og lífsskoðunarfélögum.

Í raun þarf þjóðin að komast að samkomulagi um lið 2, það er hversu mikið á ríkið að koma að þessum málum?  Fara má t.d. „sænsku leiðina“ ef að þjóðin og félögin vilja viðhafa eitthvað kerfi „sóknargjalda“ þar sem fólk sem greiðir eignarskatt hakar við að greiða einnig í sitt félag.  Sóknargjaldið má ekki vera almennur skattur eins og það er í dag því að rétt þeirra sem vilja vera utan allra slíkra félaga verður að virða.

Það eru eflaust skiptar skoðanir á því hversu mikið ríkið eigi að koma að starfsemi þessara félaga og það þarf að ná lendingu þar sem tryggir jafnræði.

Svo er það einnig spurning hvaða kröfur þarf slíkt félag að uppfylla til að geta notið einhverrar fyrirgreiðslu/þjónustu frá ríkinu.  Þarf ekki að inna nánar eftir því að félagið brjóti ekki gegn almennu velsæmi og réttindum einstaklinga?

Mikið verk en þess virði

Það er alveg ljóst að það mun kosta talsverða vinnu að leiðrétta þann óskapnað sem þjóðkirkjufyrirkomulag er, en það má öllum vera ljóst að sú breyting beinist ekki að trú eða lífsskoðun fólks (ekki árás á kristnina), heldur leiðréttingu í þágu mannréttinda og jafnræðis allra í þjóðfélaginu.  Minnkaður (eða fjarlægður) kostnaður vegna þessa myndi koma öllu þjóðfélaginu til góða í formi aukins svigrúms í stuðningi við heilbrigðis- og menntakerfið.  Hin lúthersk-evangelíska kirkja yrði að lifa aðeins meira í áttina að boðskap „frelsara síns“ um hóglífi og lítil fjárráð; almenningi til heilla og sjálfri sér til meiri virðingar og „eksistientíalískrar“ ánægju.

 

 

 

—-

Jarðasamningarnir (1907 og 1997) þar sem kirkjan tvíseldi ríkinu jarðir (utan prestsetursjarða) ganga skammt upp í þau miklu verðmæti sem ríkið hefur greitt kirkjunni allar götur frá 1907.  Upplýsingar vantar um fjölda og verðmæti prestsetursjarða sem Þjóðkirkjan hefur haldið eftir en sé sú stærð látin liggja milli hluta er núvirði allra jarða Þjóðkirkjunnar (skv. uppreiknuðu verðmati frá 1984 upp á 1.07 milljarð þá, skv. bókinni “Kirkjueignir á Íslandi 1597-1984) upp á 11.1 milljarð króna (skv. verðbólgureikni sem byggir á vísitölu neysluverðs frá Hagstofu Íslands).   Sjá einnig samantekt Svavars Kjarrval.

 

Flokkar: Lífsskoðanir · siðferði · Stjórnmál og samfélag

Föstudagur 1.11.2013 - 12:33 - 19 ummæli

Heilsufrelsissvindlið – hvernig maður græðir á eymd annarra!

Uppskriftin að góðum kuklgróða: Finna sér eitthvað flott tæki (t.d. smásjá) og búa svo til eitthvað sæmilega sannfærandi tæknihljómandi greiningar- og meðferðarþvaður, skella því á netsíðu og auglýsa til sölu. Svo má ekki gleyma því að halda nokkur námskeið og þá er maður kominn með sterkan hring af fólki í kringum sig sem breiðir út heilsusvindlið ókeypis. Þetta er of auðvelt og of ábótasamt til að sleppa því (fyrir suma). Voila! Ég hef atvinnu, fæ áhangandahóp og verð mögulega ríkur!

Enn meiri snilld:  Kalla þetta svo allt „Heilsufrelsi“ og fá ríkistjórnina til að borga brúsann!

Flokkar: Heilsa

Sunnudagur 22.9.2013 - 14:00 - 3 ummæli

Forgangsröðun og val í þágu heilbrigðiskerfisins

Það bar hæst í fréttum í vikunni frá aðgerðum heilbrigðisráðherra vegna vanda heilbrigðiskerfisins að það ætti að lappa upp á Vífilstaðaspítala til að hafa þar aldraða hjúkrunarsjúklinga, um 50 talsins sem hafa nú legið lengi á bráðdeildum Lyflæknissviðs Landspítalans.  Nokkrum dögum fyrr boðaði heilbrigðisráðherra og forstjóri LSH, einhverjar bætur fyrir unglækna í formi skipulagsbreytinga. Viðbrögðin voru lítil því að tillögurnar bæta afar lítið kjör unglækna. Flótti þeirra og í vaxandi mæli sérfræðilækna frá spítalanum er ekki líklegur til að minnka við þetta. Læknaráð Landspítalans boðaði alla lækna á fund á föstudaginn og lýstu sumir yfir bjartari sýn á málin eftir aðgerðarplan ráðherra en mér sýnist á öllu að það hrökkvi skammt. Félagsfræðingar hvöttu til bættra skilgreininga á starfssviði allra starfsstétta spítalans.  Það er alveg ljóst að lengra verður vart farið í sparnaði því að við rekum starfseiningar Landspítalans helmingi ódýrar en gert er á háskólasjúkrahúsum í Svíþjóð samkvæmt nýlegri úttekt erlendra aðila. Nauðin rekur til hagræðingar sem er gott en á endanum er í raun bara verið að stórminnka gæði þjónustunnar og auka hættustig.

Samkvæmt tölum Hagstofunnar er fjöldi Íslendinga 70 og eldri um 28 þúsund manns en árið 2030 er áætlaður fjöldi (miðgildisspá) þessa hóps um 58 þúsund. Ákveðið hlutfall aldraðra þarf á hjúkrunarheimilum að halda. Vistunarvandinn mun því nærri tvöfaldast á næstu 17 árum.  Þetta er líka sá hópur sem mest þarf á þjónustu bráðamóttökunnar að halda.  Að opna Vífilstaði sem hjúkrunarheimili og setja í það nokkur hundruð milljónir er því bara tímabundin sóun á almannafé.  Húsið stenst ekki nútímakröfur um hjúkrunarheimili.  Innan árs verður komin upp sama staðan.  Þjóðin þarf langtímaáætlun til að mæta þeirri þörf sem aukinn mannfjöldi og breytt aldursdreyfing hefur í för með sér.

En hvers vegna er það þessi vistunarvandi sem ráðmenn gera að megin umfjöllunarefni sínu? Ekki vil ég gera lítið úr því vandamáli en það sem stendur upp úr núna er atgervisflótti lækna.  Það er farið að bera á alvarlegum skorti á sérfræðingum eins og t.d. krabbameinslæknum og fleiri í röðum þeirra (aðeins 6 eftir) íhuga að segja upp. Maður má vart til þess hugsa því að á fáum stöðum er það jafn viðkvæmt að skortur verði á sérfræðilæknum eins og þar sem fólk berst við krabbamein.  Heilsugæslan á í mönnunarvanda og víða er þjónustan brotin upp með því að læknar fara hluta úr hverjum mánuði til Norðurlandanna að vinna.  Tækjakostur er að úreltast og bila.  Kandidatar, unglæknar og læknar í sérnámi fara út og skila sér í of litlu mæli til baka.  Fréttir segja að aðeins 6 deildarlæknar sinni 25 stöðugildum og til að mæta mannfæðinni taka nú sérfræðingar bundnar vaktir til kl. 22:00 á lyflækningadeildinni.  það er dýarara en að greiða deildarlæknum 100 þúsund krónum hærri laun og manna stöðurnar. Röntgenlæknar eru að sligast undir miklu vinnuálagi.

Á bráðamóttöku í Fossvogi eru 12-14 sérfræðingar í vinnu en það þyrfti 22 til að vel sé.  Álagið verður stundum óþægilega mikið og í flókinni vinnu og mikilli ábyrgð á bráðveiku fólki er verið að bjóða hættunni heim.  Þannig er það það víðar en á bráðamóttökunni og læknar bíða ekki endilega eftir því að aðstæðurnar verði þeim ofviða heldur fara annað og við það verður vandi þeirra sem eftir eru enn meiri.  Þetta er vítahringur sem er orsakaður af pólitískri vanrækslu yfirvalda gagnvart heilbrigðismálum.  Jafnvel í góðærinu var mönnunin slæm og spítalinn skuldaði hundruði miljóna í dráttarvexti til birgja vegna fjárhagslegrar óráðsíu. Góðærið kom aldrei í heilbrigðisgeirann en starfsmannafélag Landspítalans sendi einmitt frá sér yfirlýsingu nýlega þar sem það kom fram (sjá hér).

Heilbrigðisyfirvöld þurfa að skilja að við eigum í samkeppni við nágrannalöndin um vinnuafl hámenntaðs heilbrigðisstarfsfólks og þegar launin eru ekki samkeppnisfær þurfa hinir þættirnir sem gera það þess virði að vera hér samt, að ganga upp eigum við að hafa einhvern séns í að halda fólki.  Þeir eru bara ekki að gera það.  Það er ljóst að stjórnmálamenn hafa litla þekkingu á heilbrigðismálum og hafa komist upp með það í áratugi.  Ekki bara litla þekkingu heldur afar takmarkaðan áhuga.

Alls kyns gæluverkefni og verndun hópa sem eru á ríkisspenanum fá forgang.  Ég nefni ríkiskirkjuna og landbúnaðinn sem dæmi um slíka hópa.  Í gær var fjallað um það að Ísland er 4 á lista þeirra þjóða í OECD (34 lönd) sem hafa hve hæst hlutfall styrkja til landbúnaðarins og hafa greinendur sagt að þetta sé ekki til bóta fyrir þjóðina og ekki heldur fyrir landbúnaðinn sjálfan. Ríkiskirkjan sem ber titilinn Þjóðkirkja hefur nú 76.2% þjóðarinnar innanborðs (Hagstofutölur) og ber launakostnað upp á 1.4 milljarða árlega.  Hún fær svo aðra 2.2 milljarða í sóknargjöld og styrki. Prestar hennar segja að þjóðin skuldi kirkjunni ævarandi fé til launagreiðslna vegna jarða sem ríkið fékk árið 1907 og aftur 1997 (já tvíselt).  Jarðir kirkjunnar voru metnar á um 1.3 milljarð árið 1984 og ríkið fékk aðeins þær jarðir sem ekki voru á prestsetur.  Það er löngu búið að greiða upp þessar jarðir með launagreiðslum og digru styrkjakerfi til handa kirkjunni.

Í raun er hugsjón Sjálfstæðismanna um nett velferðarkerfi og lítil ríkisafskipti góð en það þarf að hafa hugrekki og raunsæi til að framkvæma hana þannig að ekki skapist mótsögn orða og gerða. Hvernig má það vera að fólk sem vill frjálsan markað, óhefta samkeppni og ríkiskerfi sem sligar ekki fólk með sköttum, vill viðhalda óbreyttri skipan? Sjálfstætt fólk tekur ábyrgð á sinni atvinnustarfsemi og félagarekstri.  Ríkið á ekki að bera upp stórar atvinnugreinar sem byggja á vöruframleiðslu og hafa góðan markað.  Séu of margir framleiðendur (t.d. bændur) eiga þeir sem bera sig ekki að fá aðstoð við að skipta yfir í aðra hluti eins og bændagistingu.  Það þarf að beita meiri skynsemi og skilgreina betur hvað eigi að vera rekið eða styrkt af ríkinu og hvað ekki.  Við getum ekki leyft okkur að vera föst í fari miðalda.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Föstudagur 9.8.2013 - 13:12 - 13 ummæli

Kristin samstaða á kostnað mannréttinda

Það er ljóst að nú ætla einhver kristin trúfélög að meika það big time með því að fylla Laugardalshöllina af trúheitu fólki og fá son frægasta predikara Bandarrkjanna, hinn hommahrædda Franklin Graham til að sjá um fjörið.

franklin-graham

Bænin er megin atriðið sýnist mér á allri umgjörðinni ásamt því að fara í mikið kristniboðsátak hérlendis í kringum þetta.  Það á greinilega að æsa upp mikinn boðunarham og boða trúna allt í kringum sig.

 

Ég fór á síðu hátíðarinnar www.vonarhatid.is og sá þar ekki neina ábyrgðaraðila eða skipuleggjendur nefnda.  Merkilegt.

Hins vegar var hægt að verða sér út um bækling um það hvernig maður ætti að kristna fólk með svokallaðri “Andrésaraðferð”.  Þetta er ekki Andrés Önd heldur Andrés postuli sem vitnað er í .

Hér sést bæklingurinn:

Andresaradferdin

Hann beinir litla trúboðanum hugrakka að fara á “trúboðsakurinn” sem er það sem er honum næst; vinnustaðurinn, skólinn og heimilið.  Ég þakka fyrir að eiga ekki heimili með svona trúboða.  Ég yrði að fá mér eyrnatappa. Svo eiga þeir að troða sér í skólana en þar eiga börn rétt á því að vera í friði fyrir trúboðum eða pólitíkusum.  Í orðabók bókstafstrúarfólks eins og hvítasunnumanna þýðir orðið “trúfrelsi” frelsi til að boða trú hvar sem er og trúin á að vera þjóðfélagsviðmiðið líkt og í trúræðisríkjunum.  Hjá okkur hinum þýðir trúfrelsi að mega aðhyllast hvaða lífsskoðun sem er og fá frið fyrir boðun og áróðri í sameiginlegum stofnunum þjóðarinnar.  Hvítasunnumenn þjálfa nú börn til að boða trú í skólum.

Svo eiga þessir tindátar trúarinnar að “líta upp”  og biðja því að “Guð breytir fólki gegnum bæn.”  Kannski þeim sem biður en hér er átt við að breyta fólkinu sem beðið er fyrir.  ”Biddu á hverjum degi fyrir fólkinu á listanum þínum.”  Það á sem sagt að biðja fyrir trúlausu fólki sem trúboðarnir setja á lista í þennan bækling sem er sýndur hér til hægri.

Varðandi bæn fyrir einhverjum þá er gaman að rifja það upp að trúmenn í N-Ameríku stóðu fyrir stórri rannsókn á því hvort að fyrirbænir virkuðu til bættrar heilsu hjartasjúklinga á spítala fyrir um 8 árum síðan.  Þetta var ágætlega gerð rannsókn út frá aðferðafræði vísindanna.  Niðurstaðan var í stuttu máli sú að þeim sjúklingum sem beðið var fyrir hrakaði aðeins miðað við hina sem ekki var beðið fyrir en munurinn var ekki marktækur tölfræðilega og því háð tilviljun.  Þetta var sem kaldur þvottapoki í andlitið á þeim sem stóðu að rannsókninni, kristnu fólki.  Í kjölfarið kepptust trúarleiðtogar hér og þar við að afneita niðurstöðunum og gleyma þeim sem fyrst.

Það er því alveg ljóst að allar þessar bænir sem geta víst staðið klukkutímum saman skv. anda þessarar trúarhátíðar eru gagnslausar. En viti menn ef að þeir geta bent á einhverja sem “frelsast” þessa daga þá verður bænunum og Guði þakkað. Í þessum ranni er hugtakið “staðfestingar-bias” nefnilega ekki þekktur.

Nú svo á að líta “út á við” eftir að búið er að horfa upp til Guðs.  Það er jú betra að hafa forgangsröðina í lagi.  Það á að vingast við blessaða/bölvaða trúleysingjana (eða veika í trúnni) í þeim tilgangi að tala við þá um Jesú. Hversu sönn vinátta er það? Þetta hljómar meira eins og “ég skal vera vinur þinn en aðeins á mínum trúarlegu forsendum og sem hluti af trúboðsmarkmiðum mínum.  Þú ert mitt viðfangsefni.  Bros.”  Ísmeygilegt ekki satt?

Síðan á að líta fram á við og það felst í því að koma nýju vinunum í snöruna, þ.e. “Hátíð vonar með Franklin Graham” í tvo heila daga. Maður getur rétt ímyndað sér hópþrýstinginn sem myndast á slíkri samkomu.  Auðvelt að láta sig fljóta með fyrir þá sem hafa veikar varnnir gagnvart falshugmyndinni um æðri mátt og eru vinalausir og óöryggir fyrir.

Að endingu á að líta eftir.  ”Eftirfylgni”.  Þetta hljómar eins og “eftirfylgni sjúklinga” í heilbrigðiskerfinu.  Þeir sem láta glepjast verða umvafðir/hundeltir af yfir sig glöðum trúboðunum.  Svo á einnig að halda áfram að eyða tíma sínum í að biðja fyrir þeim sem “vildu ekki taka við orðinu”.

Það er ljóst að þessir kristnu söfnuðir sem að þessu standa ætla með hjálp Þjóðkirkjunnar (sem ég gruna að styðji þetta fjárhagslega) og Franklin Graham að skapa stórt hópefli í þeirri von að snúa fleiri Íslendingum til bókstafstrúar.  Já bókstafstrúar því að þessi tegund trúariðkunar á lítið skylt við hina “menningarlegu kristni” flestra kristinna Íslendinga.  Sú kristni byggir fyrst og fremst á eins konar vinarsambandi við prest sóknarinnar sem hefur afar hóflega nálgun í iðkun trúar sinnar með söfnuðnum.  Í þessari menningarlegu kristni er þögult samþykki þess að trúin spilar ekki stórt hlutverk í lífi þessa fólks en ákveðið kristið samfélag er þó til staðar.  Nú dugar það ekki þessum kristnu leiðtogum sem ætla að halda þessa bókstafstrúarhátíð í Laugardalshöllinni.  Það á að gera fleiri að helteknum kristsuppvakningum með dreymandi augu og tár í hvarmi, leiðtamir sem kjölturakkar.  Það á að hala inn peninga af þessu fólki því að fólk í trúartransi gefur af sér peninga líkt og enginn væri morgundagurinn.  Haaaaaa-le-lú-jahhh!

Hið kristna siðferði

Skítt með “nokkra” móðgaða homma og lesbíur.  ”Það skerpir sjálfsímyndina” er haft eftir Sr. Agnesi M. Sigurðardóttur biskupi þegar hún var spurð um hommaandúð Franklíns Gramham. Einnig áréttaði hún: „„Við getum umgengist fólk, hópa og einstaklinga, þótt við séum ekki sammála þeim um allt. Þá erum við frekar að vinna með það sem við eigum sameiginlegt en það sem sundrar.“ Ég trúi því vart að hún hafi sagt þetta.  Algerlega kjálkalamandi. Hún getur sem sagt hugsað sér að umbera það að hann væri aðal númerið á hátíðinni því að almennt séð væri fólk jú með misjafnar skoðanir og lítið við því að gera.  Gott og vel ef F. Graham væri gestur en málið er að hann er aðal númerið.  Hann er f***ing  FYRIRMYNDIN!  Er það í góðu lagi að sú persóna telji samkynhneigð eina mestu siðspillingu vestræns samfélags???  Það er alveg ljóst af þessu svari Agnesar og aðkomu Þjóðkirkjunnar yfirleitt að þessu vesæla og útúrbrenglaða trúar-PR-stunti bókstafstrúarfólks hérlendis að þær stöllur (Agnes og Þk) horfa alltaf fyrst til kristinnar samstöðu áður en önnur verðmæti eins og mannréttindi og mannvirðing eru tekin alvarlega.  Í þeim efnum eru minnihlutahópar eins og samkynhneigðir “eðlilegur” fórnarkostnaður á altari stórrar trúboðssamkomu.  Í augum þessara kirkna er tækifærið (F. Graham og stórhátíðin) of stórt til að fórna því á altari mannréttinda.

Þetta er bara enn eitt dæmið um það hvernig almættistrú og valdfíknar kirkjur slíkrar trúar hafa hagað sér í gegnum aldirnar.  Í trúareigingirni sinni og hlýðni við bókstafinn verður til sú blinda að trúin eigi að vera hið viðtekna í þjóðfélaginu og aðir geti beygt sig undir það, hvort sem að þeir/þær trúa eða ekki.  Eftir að ljóst var að Sr. Ólafur Skúlason fékk á sig flaum ásakana um kynferðislega áreitni var kirkjuleiðtogum Þjóðkirkjunnar fyrst og fremst annt um að sópa málinu undir teppið, frekar en að leita sannleikans í málinu og gera það upp.  Þjóðkirkjan nýtur 2 milljarða króna í laun og sjóðsstyrki frá ríkinu árlega, umfram það sem hún fær vegna sóknargjalda.  Þetta er borgað úr vasa allra tekjuskattsgreiðanda landsins, sama hverrar lífsskoðunar þeir eru.  Ásatrúarfélagið fór þess á leit við öll trúfélög landsins (ríflega 30 talsins) og Siðmennt að mótmæla þessu sameiginlega með yfirlýsingu í blöðum snemma á þessu ári.  Nokkur kristin trúfélög, þ.á.m. Fríkirkjan í Reykjavík fóru af stað með í þessa vinnu en bökkuðu síðan öll út úr því af ótta við að brjóta á kristilegri samstöðu.  Þannig var það líkt og hjá Agnesi núna að samstaða með kristnum trúarhreyfingum vegur hærra en samstaða með mannréttindum og jafnræði.  Kristið hópsiðferði í hnotskurn.

Flokkar: siðferði · Trúarbrögð

Miðvikudagur 15.5.2013 - 00:35 - 4 ummæli

Undur veraldar nægja mér

Siðmennt fékk á dögunum skráningu sem lögformlegt lífsskoðunarfélag.  Hvað er þýðir það?

Jú, það þýðir að jarðbundið raunhyggjufólk sem telur að siðferðið komi frá hugsun manna (og dýra) og tengslamyndun en ekki í formi boða frá guðlegri veru, fær að njóta sömu réttinda og trúfélög njóta almennt.

Bara almennt – ekki allra, því að Þjóðkirkjan er enn á sérstökum sérkjörum hjá hinu opinbera sem Jesú hinn eignalausi hefði geispað endanlega golunni yfir nema fyrir aðra upprisu t.d. þriðja í hvítasunnu.  (sjá sérkjörin á www.jafnraedi.is). Afsakið guðlastið en fyrir það gæti ég fengið fangelsisdóm samkvæmt íslenskum lögum.

Ég var að vekja athygli á þessu á Fésbókinni (hef opinn status) og hvatti fólk til að skrá sig í Siðmennt hjá Þjóðskrá. Ég beindi orðum mínum til þeirra sem eru trúlausir en fékk þá fljótlega skömm í hattinn með athugasemd frá konu sem ég þekki ekki neitt. Konan (Bergljót Líndal) sagði:

 „Aldrei skrái ég mig í félagsskap sem byggir á veraldegri lífssýn, það er ansi takmörkuð og þröng lifssýn“

Já „ansi takmörkuð og þröng lífssýn“!  Ég hlýt að fara mikils á mis hafi Bergljót rétt fyrir sér.  Ég hef lesið Biblíuna, sungið úr mér röddina í KFUM, lesið svolítið í Kóraninum, kynnt mér Hinduisma, dýr(ð)linga kaþólskunnar, Bahái trú og margt fleira en ekkert af því hefur orðið til þess að ég fengi það á tilfinninguna að það vantaði eitthvað mikilvægt í líf mitt.  Hins vegar átti ég hvorki konu né heimili með brosandi börnum árið 2005 og þá leið mér oft illa.  Það var tómatilfinning í mér. Ég var hins vegar svo heppinn að kynnast konu sem deildi með mér drauminum um barnafjölskyldu og við eigum nú tvo heilbrigða og hressa gutta, og hvort annað. Þeir ásamt uppkominni dóttur minni eru mínir dýrlingar.

Ástralski rithöfundurinn Lynne Kelly orðar þessa tilfinningu okkar húmanistanna svo fallega:

„Sumt trúfólk sakar efahyggjufólk um að hafa ekkert nema þungbúinn, kaldan og vísindalegan heim. Ég hef ekkert nema listir, tónlist, bókmenntir, leikhúsið, mikilfengleik náttúrinnar, stærðfræði, anda mannsins, kynlíf, himingeiminn, vináttu, söguna, vísindin, ímyndunaraflið, drauma, höf, fjöll, ást og undur fæðingarinnar.  Það dugir mér. – Lynne Kelly.“

Þessi orð hennar eru afar vinsæl í netheimum þessi misserin.  Þau hafa verið sett upp á fallega mynd af himingeimnum og landslagsmyndir í nokkrum útgáfum.  Hér er ein þeirra.

lynne-kelly-skeptic-guide-quote-1200w

Flokkar: Húmansmi · Lífsskoðanir · siðferði · Trúarbrögð

Miðvikudagur 10.4.2013 - 21:52 - 24 ummæli

Fokdýr sálgæsla inni en sálfræði úti

Nú á að lesa Sr. Sighvati Karlssyni pistilinn af vígslubiskupi og gefa honum þannig snarlega þá endurmenntun sem hann þarf til að tala við fólk í áfalli á Húsavík.  Sjá frétt á visir.is

Viðbrögð prestsins á Húsavík gagnvart Guðnýju Jónu sýna að þarna var ekki fagmaður á ferð heldur maður leiddur af 1700 ára gamalli bók og guðfræðilegri óskhyggju.  Í ævintýraheimi biblíunnar er voðalega sætt að fyrirgefa þeim sem brjóta á manni.  Jafnvel ganga svo langt að bjóða hinn vangann.

Í raunverulega heiminum er veruleikinn svolítið flóknari og mikilvægi þess að réttarkerfi taki á afbrotum auk þess sem fagleg hjálp við fólk sem lendir í áföllum krefst klínískrar þjálfunar og mikillar þekkingar á heilbrigðisvísindum og geðheilbrigðisfræðum.

Tveir 10 eininga bóklegir kúrsar presta frá HÍ í áfallahjálp eru betri en engir, en það er langt í frá að það geri þá að heilbrigðisstarfsmönnum.  Prestar eru fyrir trúað fólk sem vill leita trúarlegra lausna.  Það er ekki lausn á niðurskurði í heilbrigðiskerfinu að ráða presta til að vinna verk sálfræðinga, geðlækna, geðhjúkrunarfræðinga og geðiðjuþjálfa.

Ríkið getur ekki látið stjórnast af gömlum vana og heimtufrekju aldagamallar valdastéttar.  Prestar þjóna trúarlegri þörf og eru ekki alvöru fagfólk á sviði geðheilbrigðis.  Þeir eiga því að vera metnir út á trúarlegu hlutverki þeirra og þá þarf að spyrja sig; á ríkið að hafa fólk á launum til að sinna málum sem tilheyra einkasviði fólks, það er trú þess? Grunnlaun prests eru 500 þúsund á mánuði sem eru laun hálaunafólks.

Ríkið greiðir nú fyrir um 150 slíkar stöður og nemur sá kostnaður um 1.4 milljarðar á ári.  Þar að auki fær Þjóðkirkjan 600 milljónir á ári í aukasjóði til styrktar starfsemi hennar.  Hugsum okkur hversu mikið væri hægt að gera  í heilbrigðiskerfinu þó ekki væri nema fyrir helming þessa 2 milljarða á ári.  Hægt væri að ráða sálfræðinga á allar heilsugæslustöðvar landsins og niðurgreiða tannlæknakostnað fyrir börn.  Þjóðkirkjan á digra sjóði og 76.2% landsmanna eru í henni.  Fasteignir hennar eru gríðarlega miklar. Kristið fólk í Þjóðkirkjunni á að sjá sóma sinn í því að reka sína trú sjálft.  Samkvæmt útreikningum byggðum á tölum ríkisskattsstjóra og Þjóðkirkjunnar sjálfrar er hver tekjuskattsgreiðandi að greiða tæpar 25 þúsund krónur í skatt til trúfélaga og fara 93.6% þess í Þjóðkirkjuna.

Trú og fagleg klínísk vinna og ráðgjöf fara ekki saman.  Lítum á orð vígslubiskupsins á Hólum í því sambandi síðustu páska:

Upprisutruin

Úr páskapredikun Sólveigar Láru vígslubiskups á Hólum. Á upprisutrú erindi í faglega áfallahjálp?

 Sjá einnig færslu mína á Skoðun.is um þetta mál.

Flokkar: Lífsskoðanir · Stjórnmál og samfélag

Föstudagur 15.3.2013 - 13:51 - 9 ummæli

Páfablæti fjölmiðla og siðferðisábyrgð okkar

Ég er ekki alveg að digga þetta páfablæti fjölmiðlanna. Við er að taka páfadómi alveg jafn hommafóbískur kardináli, alveg jafn mikið á móti getnaðarvörnum þ.m.t. smokknum (eina vörn Afríku gegn AIDS) og alveg jafn mikil karlremba (kvenbiskupar ekki leyfðir) og hinn.

Þess utan er þetta moldríkt embætti, hlaðið gullskreytingum og það eru þeir fátækustu og verst menntuðu sem verða mest fyrir barðinu á fordómum þessarar afkárlegu stofnunar. Þó að kirkjan haldi úti hjálparstarfi er þetta eins og að rétta út aðra hendina en kýla í andlitið með hinni.pope

Páfinn og kardinálarnir líta nógu sakleysislega út.  Uppfullir af heilagleika og sannfæringu um að vera á himnum stýri hug og verkum þeirra til góðs. Er það nóg til að líta framhjá allri heimskunni sem fylgir þessu risavaxna batteríi? Má réttlæta fordóma og bábiljur í nafni trúar og stórrar stofnunar.  Bara ef nógu margir eru nógu ósjálfstæðir til að fylgja risaeðlunni er það hlutverk fjölmiðla að birta myndir af henni brosandi.  Skítt með þá sem risaeðlan treður undir fótum sér á guðdómlegri vegferð sinni.  Nú er brostími og fréttatímar sjónvarps jafnvel rofnir með nýrri frétt um fallega hvíta reykinn.  Jibbý! Ný risaeðla komin til að frelsa heiminn!

Svo fer að líða að því að fjölmiðlar sýni enn eina ferðina frá sjálfsskaðandi og brenglaðri hegðun þeirra kaþólsku Filipseyjinga sem láta krossfesta sig og berja sig til blóðs með svipum hverja páska. Þessari hegðun er einmitt viðhaldið með athyglinni sem henni er veitt. Þess utan er bara óþarfi að bjóða upp á þennan viðbjóð í sjónvarpi ár eftir ár. Það er margt skemmtilegra og mun athyglisverðara í gangi hverja páska í menningarlífi hér og erlendis.

Að minnsta kosti tvívegis hefur Stöð 2 sýnt þátt 60 minutes þar sem m.a. er fjallað um hið risavaxna bókasafn Vatikansins.  Í því eru nær allar bækur miðalda sem einhvers máttu sín og svo eldgömul biblíuhandrit.  Í þeim þætti er bókasafnið rómað fyrir hveru mikið og gott safn það er en alveg sleppt að nefna skuggahlið þeirrar sögu sem því fylgir.  Það var nefnilega þannig að upp úr miðri 16. öld lagði Kaþólska kirkjan bannfæringu sína á öll helstu framfararit okkar menningarheims og gerði allt hvað hún gat til að ofsækja höfunda þeirra og brenna bækurnar á báli í stórum stíl.  Haldinn var sérstakur listi hinna bannfærðu bóka*og þar í eru m.a. rit Kópernikusar og allra bóka sem reyndu að útskýra tilveruna og heiminn án þess að hafa Guð með í myndinni. Sjálf setti hún nokkur eintök á eigið safn til þess að fylgjast með. Það er því kaldhæðið að sú stofnun sem gerði allt hvað hún gat til að koma í veg fyrir útgáfu merkilegustu bóka hins vestræna heims, sé nú hampað af fjölmiðlafólki með áhorf um allan heim fyrir að vera verndari bóka.

Kaþólska kirkjan er meistari í hálfsannleikum og þagnargildum.  Hún er eins og hrægammur sem er tilbúin að þiggja æti í formi heiðurs sem hún hefur ekki unnið fyrir.  Sama er hægt að segja um Þjóðkirkjuna og Upplýsinguna.  Forkólfar hennar halda því fram að kristnin hafi lagt grunninn af þeim framförum sem komu þjóðum Vesturlanda úr örbirgð, fáfræði, grimmd og sjúkdómum, þegar það voru fræðimenn og baráttufólk á sviði siðfræði, mannréttinda, lýðræðis, kvenréttinda, afnáms þrælahalds og vinnuréttinda sem í ljósi upplýsingarstefnunnar áttu heiðurinn af þeim.

Bæði kaþólska og evengelísk-lútherska kirkjurnar voru á bremsunum gagnvart allri þessari mannréttindabaráttu því að hún þýddi að ítök kristninnar minnkuðu stórlega.  Kirkjan og prestar hennar gátu ekki lengur haft vald yfir fólki með syndaaflausnum, galdraásökunum, kirkjudómstólum, afskiptum af einkalífi, kennsluháttum og hugmyndum um starfsemi líkamans, hvernig lífið varð til og þróaðist á jörðinni.  Siðfræði tók við af syndafræðum, boðorðum og fáránlegri guðfræði sem endurspeglaði einvaldinn og alræðið („Þú skalt ekki aðra guði hafa“).  Raunvísindi tóku við af ævintýrasögum Gamla testamentisins.  Jesús boðaði kærleika en kærleiki kemur ekki frá honum sem slíkur því að hann er manninum eðlislægur.  Allir prímatar (við og frændur okkar) geta sýnt kærleika og þeir hafa verið uppi í um 65 milljónir ára. Það er vandasamt að vera siðferðislega ábyrg manneskja og þær örfáu leiðbeiningar sem liggja í Biblíunni eru löngu orðnar ófullnægjandi þannig að sú bók og kristnin með henni viku fyrir þekkingarkrafti Endurreisnarinnar og  Upplýsingarinnar á síðustu 500-600 árum.  Við þróumst og skiljum eftir gamlar skruddur á safni.  Það er kominn tími til að gera nákvæmlega það við Biblíuna og miða siðferði okkar og hegðun við það besta sem þekkingarheimur nútímans býður uppá.  Allt annað á skilið fulla gagnrýni og áskorun til ábyrgrar afstöðu.

Ef við höldum áfram að reyna að ala önn fyrir risaeðlum eigum við ekki skilið annað en að vera fótum troðin.

——————

*Dæmi um höfunda sem áttu bækur á lista hinna bannfærðu bóka:  Jean-Paul SartreSimone de BeauvoirVoltaireDenis DiderotVictor HugoJean-Jacques RousseauAndré GideImmanuel KantDavid HumeRené DescartesFrancis BaconJohn MiltonJohn LockeGalileo GalileiBlaise PascalHugo Grotius og SaintFaustina Kowalska.

Flokkar: Óflokkað

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is