Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Miðvikudagur 25.04 2018 - 09:19

Ætti verkafólk ekki frekar að fá bónusa?

Ofurlaun og bónusar til forstjóra og bankastjóra hafa verið áberandi á Vesturlöndum í seinni tíð. Á árunum fram að hruni tíðkuðust gríðarlegir bónusar í bönkunum og hjá hæstu stjórnendum í atvinnulífinu á Íslandi (og víðar). Þessir bónusar áttu sinn þátt í óhóflegri áhættutöku stjórnenda sem leiddu til ófarnaðar og hruns. Bónusar í bönkum hvetja stjórnendur […]

Laugardagur 21.04 2018 - 09:50

Fegrið flugvallarsvæðið

Flugvallarsvæði getur verið huggulegt og áhugavert í nálægð við borg. En það gildir ekki um Reykjavíkurflugvöll. Í merkri skýrslu um framtíð flugvallarsvæðisins frá árinu 2001 segir eftirfarandi: “Mörg mannvirki þar eru frá árum seinni heimsstyrjaldarinnar. Svæðið er illa skipulagt, illa frágengið og fjöldi bygginga, bragga og kofa innan þess er til mikillar óprýði í miðborginni” […]

Mánudagur 16.04 2018 - 11:24

Dóninn Trump trompar allt!

Það verður að segjast eins og er, að dóninn Trump hefur haft afar mikið skemmtigildi eftir að Bandaríkjamenn kusu hann sem forseta. Það var sterkur leikur! Ég vissi satt að segja ekki að bandarískir kjósendur hefðu svona mergjaða kímnigáfu. Maðurinn var jú vel þekktur í landinu svo kjósendur vissu vel hvað þeir voru að kjósa. […]

Föstudagur 23.03 2018 - 11:34

Skynsamlegt að ríkið eigi banka

Ríkið er nú aðaleigandi bæði Landsbanka og Íslandsbanka. Á síðustu 5 árum hafa eigendur þessara banka fengið um 207 milljarða í arðgreiðslur af þessum tveimur bönkum (sjá hér). Pælið í því!  Tvö hundruð og sjö þúsund milljónir. Þetta er andvirði þriggja nýrra Landsspítala. Arðgreiðslur bankanna til ríkisins eiga stóran þátt í því hversu vel ríkið stendur […]

Laugardagur 10.03 2018 - 10:24

Góðærið á fullu

Ég hef fjallað um það áður, að Íslendingum hefur gengið vel að komast út úr hruninu (sjá t.d. hér). Hrunið var eitt það stærsta í alþjóðlegu fjármálakreppunni sem hófst á árinu 2008 en afleiðingarnar urðu ekki þær verstu. Ég vinn nú að alþjóðlegu rannsóknarverkefni um það hvernig fjármálakreppan hafði áhrif á lífskjör 30 Evrópuþjóða, hvernig velferðarkerfin milduðu áhrif […]

Föstudagur 23.02 2018 - 15:43

Eyþór vildi ekki Áslaugu

Uppstilling á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík veitir ágæta innsýn í það sem er að gerast á bak við tjöldin í flokknum. Liðsmenn Guðlaugs Þórs virðast hafa náð lykilstöðu og hafið hreinsanir. Þeir vildu skipta öllum fyrri frambjóðendum út og handvelja nýja úr eigin röðum. Til að ná því fram hönnuðu þeir „leiðtogaprófkjör“ og sniðgengu hefðbundið […]

Föstudagur 16.02 2018 - 13:32

Smálán: Frelsi til að fjötra ungt fólk

Einkavæddu bankarnir lánuðu of mikið fram að hruni. Mest til fyrirtækja og braskara, en einnig nokkuð til heimila. Ofurskuldsetning banka og atvinnulífs leiddi svo til hrunsins árið 2008. Frelsi fjármálageirans var heilagt og þjóðin greiddi kostnaðinn af því, með hruninu. Eftir hrun komu svo smálánafyrirtæki til sögunnar og urðu sífellt umsvifameiri. Sérgrein smálánafyrirtækja er sú, […]

Miðvikudagur 31.01 2018 - 10:00

Salka Valka stígur fram

Það var skemmtilegt að sjá viðtal Egils Helgasonar í Silfrinu við hina ungu verkakonu sem býður sig fram til forystu í verkalýðsfélaginu Eflingu (sjá hér). Hún heitir Sólveig Anna Jónsdóttir og minnti mig á Sölku Völku í skáldsögu Halldórs Laxness. Þarna birtist allt í einu nýr aðili á leiksviði launþegahreyfingarinnar og virðist til alls vís. […]

Sunnudagur 28.01 2018 - 08:33

Sjálfstæðismenn gegn þjóðinni!

Sjálfstæðismenn fara offari gegn RÚV þessa dagana, eins og oft áður. Nú tala þingmenn þeirra opinskátt um að þrengja þurfi að RÚV og taka það af auglýsingamarkaði. Þeir vilja skilgreina hlutverk þess upp á nýtt og draga úr starfsemi þess – skerða tekjurnar (sjá hér og hér). Svo vilja þeir drekkja fjölmiðlum í auglýsingum á tóbaki […]

Fimmtudagur 11.01 2018 - 11:34

Lök eignastaða millistéttarinnar á Íslandi

Í bók okkar Arnaldar Sölva Kristjánssonar, Ójöfnuður á Íslandi, er mikil umfjöllun um tekju- og eignaþróun íslensku millistéttarinnar og annarra tekjuhópa, bæði til lengri og skemmri tíma. Þar kemur meðal annars fram að heldur hefur fjarað undan millistéttinni í seinni tíð, bæði í tekjum og eignum. Hrunið og kreppan sem fylgdi í kjölfarið fór verr með […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is