Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Fimmtudagur 11.01 2018 - 11:34

Lök eignastaða millistéttarinnar á Íslandi

Í bók okkar Arnaldar Sölva Kristjánssonar, Ójöfnuður á Íslandi, er mikil umfjöllun um tekju- og eignaþróun íslensku millistéttarinnar og annarra tekjuhópa, bæði til lengri og skemmri tíma. Þar kemur meðal annars fram að heldur hefur fjarað undan millistéttinni í seinni tíð, bæði í tekjum og eignum. Hrunið og kreppan sem fylgdi í kjölfarið fór verr með […]

Sunnudagur 10.12 2017 - 14:33

Samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ég ræddi við Egil Helgason í Silfrinu í dag um bókina Ójöfnuður á Íslandi, sem kom út nýlega og er eftir mig og Arnald Sölva Kristjánsson. Egill var með góðar spurningar þannig að samræðurnar veita ágæta innsýn í efni bókarinnar. Hér má sjá og heyra samræður okkar: http://www.ruv.is/sarpurinn/klippa/vidtal-1-stefan-olafsson Á heimasíðu bókarinnar má svo finna meira kynningarefni um bókina, […]

Miðvikudagur 29.11 2017 - 10:27

Ójöfnuður á Íslandi – kynning

Í gær kom þessi nýja bók úr prentun. Hún fjallar um mikilvæga þætti í íslenska samfélaginu. Á föstudaginn 1. desember verður hún kynnt í Norræna húsinu. Allir velkomnir! Smellið hér til að fá nánari upplýsingar um bókina.  

Miðvikudagur 22.11 2017 - 11:28

Kaupþingslánið: Hvers vegna var það veitt?

Hið fræga símtal Davíðs Oddssonar og Geirs Haarde veitir engin svör við því, hvers vegna þetta umdeilda lán var veitt. Raunar gerir símtalið það enn tortryggilegra, vegna þess að í símtalinu kemur fram að það hjálpi Kaupþingi einungis í 4-5 daga og að Davíð telji engar líkur á að það fáist endurgreitt (sjá hér). Veð […]

Mánudagur 13.11 2017 - 21:08

Veik staða Sjálfstæðismanna

Það verður fróðlegt að sjá hverjar verða niðurstöður samninga milli VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Ekki síst vegna þess að samningsstaða Sjálfstæðisflokksins er veik. Helsti möguleiki Sjálfstæðismanna á annarri stjórnarmyndun er með Framsókn, Miðflokki og Flokki fólksins. En Sigurður Ingi hefur þegar hafnað þeim kosti. Án Framsóknar getur ekki orðið af honum. Og raunar yrði það veikur kostur […]

Þriðjudagur 07.11 2017 - 09:23

Tríó-stjórn: Katrín í lykilstöðu

Nú er Framsókn búin að blása af fjögurra flokka mið-vinstri stjórn. Sjálfsagt telur forysta Framsóknar að hún hafa þar með greitt fyrir myndun þriggja flokka stjórnar D+B+V. Það er hugsanlegt – en ekki líklegt. Framsókn gæti allt eins hafa spilað sig út í horn. Ekki síst vegna þess að Sigurður Ingi tók líka illa í […]

Fimmtudagur 02.11 2017 - 22:08

Panama-prinsar í frí?

Ég er líklega orðinn of svartsýnn þegar íslensk stjórnmál eru annars vegar. Hafði enga trú á að það myndi ganga að mynda þá stjórn sem nú er unnið að, fjögurra flokka stjórn á miðju og vinstra megin. Þess vegna lagði ég til það sem ég hélt að gæti komið á dagskrá í desember eða janúar, […]

Sunnudagur 29.10 2017 - 13:57

Sáttastjórn?

Stærstu einstöku sigurvegarar kosninganna eru Sigmundur Davíð, Logi Einarsson og Inga Sæland – og flokkar þeirra. Miðflokkurinn bætir mestu við sig (10,9%), þá Samfylkingin (6,4%) og Flokkur fólksins (3,4%). VG bæta við sig 1% en allir aðrir tapa fylgi. VG nær mun minni árangri en kannanir gáfu von um. Mestu tapa Píratar (-5,3%) og svo […]

Fimmtudagur 26.10 2017 - 17:34

Sjálfstæðismenn snúa baki við séreignastefnu

Sú var tíðin að séreignastefna í húsnæðismálum var ein helsta skrautfjöðrin í stefnu Sjálfstæðisflokksins. Það var á eftirstríðsárunum og stóð til þess tíma er nýfrjálshyggjan varð allsráðandi í flokknum. Séreignastefna í húsnæðismálum höfðaði sérstaklega vel til millistéttarinnar í samfélaginu, sem var mjög vaxandi á þessum árum. Það skapaði Sjálfstæðisflokknum sterka stöðu og gerði flokknum kleift […]

Föstudagur 20.10 2017 - 17:34

Skattbyrði tekjuhópa frá 1992 til 2015

Menn hafa rætt nokkuð um skattbyrði undanfarið. Ekki er allt rétt sem sagt er um það mál. Hægri menn kenna vinstri flokkum um miklar hækkanir á skattbyrði almennings og segjast sjálfir standa fyrir skattalækkanir. Það er vægast sagt villandi, eins og sýnt verður hér að neðan. Vinstri menn segjast vilja auka útgjöld hins opinbera til […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is