Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Föstudagur 20.10 2017 - 17:34

Skattbyrði tekjuhópa frá 1992 til 2015

Menn hafa rætt nokkuð um skattbyrði undanfarið. Ekki er allt rétt sem sagt er um það mál. Hægri menn kenna vinstri flokkum um miklar hækkanir á skattbyrði almennings og segjast sjálfir standa fyrir skattalækkanir. Það er vægast sagt villandi, eins og sýnt verður hér að neðan. Vinstri menn segjast vilja auka útgjöld hins opinbera til […]

Sunnudagur 01.10 2017 - 10:52

Lífeyrismál – lofað og svikið á víxl

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er mjög viðkunnanlegur maður. En það er lítið byggjandi á loforðum sem hann gefur lífeyrisþegum. Ég minnist þessa ekki að nokkur íslenskur stjórnmálamaður hafi lofað eldri borgurum umtalsverðum kjarabótum og svikið þau loforð jafnhratt aftur. Fyrir kosningar 2013 sendi Bjarni bréf til allra eldri borgara og sagðist ætla að afnema tekjutengingar ellilífeyris […]

Þriðjudagur 29.08 2017 - 12:31

Allt rétt sem ég sagði um skatta

Í gær var birt ný skýrsla ASÍ, Skattbyrði launafólks 1998-2016. Þetta er mikilvæg skýrsla fyrir almenning, enda sýnir hún hvernig þróun skattkerfisins og velferðarbóta hefur verið óhagstæð lægri og milli tekjuhópum. Ég hef skrifað mikið um þessi mál á síðusta áratug (sjá t.d. hér og hér) og féll í mikla ónáð hjá Sjálfstæðismönnum og talsmönnum fyrirtækja […]

Sunnudagur 13.08 2017 - 16:20

Arður eykst – en vaxtabætur lækka og lækka

Á síðustu árum hafa fjármagnstekjur, einkum arðgreiðslur til eigenda fyrirtækja, aukist umtalsvert. Á sama tíma hafa vaxtabætur til húsnæðiskaupenda stórlækkað og þeim sem þær fá hefur stórfækkað. Sjá um þetta t.d. hér og hér. Vaxtabætur eru nú einungis um þriðjungur af því sem mest var árin 2010-2011.   Hverjir hagnast? Þetta er gott fyrir stóreignafólkið […]

Laugardagur 15.07 2017 - 11:45

Flott ný plata frá Bubba

Bubbi Mortens hefur nýlega sent frá sér plötuna Tungumál (sjá hér). Bubbi hefur í gegnum tíðina verið einstaklega skapandi og leitandi listamaður. Hann hefur siglt frá einum stíl til annars og iðulega slegið meistaratakta. Á þessari nýju plötu treður meistarinn enn einn nýja slóðann. Hann leitar áhrifa í latino tónlist Suður Ameríku og teygir sig á […]

Laugardagur 24.06 2017 - 11:11

Trump er vinsælli en ríkisstjórn Íslands

Dónald Trump, forseti Bandaríkjanna, er eitthvert mesta skoffín sem leitt hefur Bandaríkin frá upphafi. Jafnvel George W. Bush virðist góður í samanburði við Dónaldinn! Og er þá mikið sagt. Bandaríkjamenn hafa vaxandi áhyggjur af þessum forseta sínum og óánægja með frammistöðu hans hefur aukist jafnt og þétt á þeim rúmlega 150 dögum sem hann hefur […]

Laugardagur 10.06 2017 - 09:26

Fasteignagjöld: Helsta mál kosninga að ári?

Fasteignamat er nú mjög hækkandi á Höfuðborgarsvæðinu og víðar á landinu (sjá hér). Ástæða þess eru óvenjulegar aðstæður á fasteignamarkaðinum, sem er í miklu ójafnvægi. Við þessar aðstæður er algerlega óverjandi að sveitarfélög haldi sömu álagningarprósentu fasteignagjalda. Það leiðir til að öðru óbreyttu til stóraukinnar skattheimtu af fasteignum. Sveitarfélögin stórauka þá tekjur sínar á kostnað […]

Laugardagur 29.04 2017 - 13:31

Nýtt kerfi ellilífeyris – kostir og gallar

Um áramótin síðustu tóku gildi ný lög um ellilífeyri almannatrygginga (sjá hér). Markmið nýju laganna voru eftirfarandi: Að einfalda greiðsluflokka ellilífeyris (fækka lífeyrisflokkum úr fjórum í tvo – grunnlífeyri og heimilisuppbót). Einfalda reglur um frítekjumörk (fækka frítekjumörkum úr þremur í eitt og láta allar tegundir tekna vega eins gagnvart lífeyri almannatrygginga). Þetta endaði sem eitt […]

Þriðjudagur 25.04 2017 - 13:52

Viðskiptaráð vill hækka matarskatt heimilanna

Hagsmunasamtök atvinnurekenda og fjárfesta eru alltaf söm við sig. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að færa álagningu virðisaukaskatts á ferðaþjónustu til jafns við það sem tíðkast í öðrum atvinnugreinum. Það er bæði réttlátt og skynsamlegt – og löngu tímabært til að halda aftur af ofþenslu í ferðaþjónustunni. Meiningin var jú að ferðaþjónusta væri til tekjuöflunar fyrir þjóðina […]

Laugardagur 01.04 2017 - 11:01

Hverju var logið um Landsbankann?

Það hefur verið átakanlegt að fylgjast með fréttum af framkvæmd einkavæðingar Búnaðarbankans í vikunni. Forystumenn í íslensku atvinnu- og fjármálalífi eru endanlega staðnir af því að hafa logið blákallt að þjóðinni og stjórnvöldum – sjálfum sér til hagsbóta. Þó er ekki enn að fullu ljóst hverjir voru raunverulegir eigendur sumra leynifélaga í skattaskjólum sem að […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is