Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Þriðjudagur 25.04 2017 - 13:52

Viðskiptaráð vill hækka matarskatt heimilanna

Hagsmunasamtök atvinnurekenda og fjárfesta eru alltaf söm við sig. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að færa álagningu virðisaukaskatts á ferðaþjónustu til jafns við það sem tíðkast í öðrum atvinnugreinum. Það er bæði réttlátt og skynsamlegt – og löngu tímabært til að halda aftur af ofþenslu í ferðaþjónustunni. Meiningin var jú að ferðaþjónusta væri til tekjuöflunar fyrir þjóðina […]

Laugardagur 01.04 2017 - 11:01

Hverju var logið um Landsbankann?

Það hefur verið átakanlegt að fylgjast með fréttum af framkvæmd einkavæðingar Búnaðarbankans í vikunni. Forystumenn í íslensku atvinnu- og fjármálalífi eru endanlega staðnir af því að hafa logið blákallt að þjóðinni og stjórnvöldum – sjálfum sér til hagsbóta. Þó er ekki enn að fullu ljóst hverjir voru raunverulegir eigendur sumra leynifélaga í skattaskjólum sem að […]

Mánudagur 27.03 2017 - 11:05

Óhóflegt okur einkageirans

Það hefur lengi einkennt Ísland að verðlag á flestum nauðsynjavöru til heimilanna hefur verið mjög hátt, samanborið við önnur lönd. Helsta undantekningin frá því er verð á hita og rafmagni. Það sem einkageirinn annast er með allra dýrasta móti en það sem ríki og sveitarfélög annast, eins og rafmagn og hiti, er með ódýrasta móti. […]

Laugardagur 18.03 2017 - 16:21

Frumstæð læknisfræði Seðlabankans

Áhyggjuefni dagsins er ofþensla í efnahagslífinu, sem hefur hækkað gengi krónunnar. Útflutningsgreinar kvarta um versnandi afkomu vegna þessa. Hærra gengi er gott fyrir heimilin, því það eykur kaupmátt þeirra gagnvart innfluttum vörum og þjónustu. Hærra gengi þýðir hins vegar minni tekjur útflutningsgreina í krónum talið (þó erlendu tekjurnar séu þær sömu). Hver er helsta orsök […]

Mánudagur 06.03 2017 - 14:52

Ný bók um hrunið: Stjórnmálamenn stóðu sig vel

Í síðustu viku var kynnt ný bók um endurreisn fjármálakerfisins og eftirstöðvar hrunsins, eftir Ásgeir Jónsson og Hersir Sigurgeirsson. Bókin heitir The Icelandic Financial Crisis: A Study into the World’s Smallest Currency Area and its Recovery from Total Banking Collapse. Hún er gefin út af Palgrave Macmillan forlaginu. Höfundar eru báðir fræðimenn við Háskóla Íslands og […]

Föstudagur 24.02 2017 - 12:01

Háleitar hugsjónir um áfengi

Maður er djúpt snortinn yfir því hversu mikið er af hugsjónafólki á Alþingi um þessar mundir. Sérstaklega þegar kemur að álitamálum um sölu áfengis. Við búum við skipan sölumála áfengis sem sérfræðingar í lýðheilsu eru almennt sammála um að sé farsæll millivegur, er sameinar gott aðgengi að slíkri vöru og hóflegt viðnám gegn misnotkun þess. […]

Sunnudagur 19.02 2017 - 12:05

Stjórnvöld stóðu í lappirnar

Því má fagna að stjórnvöld stóðu í lappirnar í kjaradeilu útvegsmanna og sjómanna. Útvegsmenn og helstu þingmenn þeirra á Alþingi kröfðust þess að hluti af launakostnaði sjómanna yrði færður yfir á herðar almennra skattgreiðenda. Sú hugmynd er vægast sagt ævintýraleg í ljósi gríðarlegs hagnaðar útvegsmanna á síðustu 5 árum og mikillar eignamyndunar í fyrirtækjum þeirra. […]

Laugardagur 11.02 2017 - 12:49

Gammar ásælast eignir okkar

Viðskiptaráð var með ársfund sinn í vikunni. Þar steig á stokk forstjóri Gamma Capital fyrirtækisins og lagði til að ríkið seldi orkugeirann til einkafjárfesta (sjá hér). Nefndi hann ýmis léttvæg og bjánaleg rök fyrir því. Auðmenn á Íslandi hafa lengi ásælst Landsvirkjun og orkuveitur landsmanna. Þeir gætu nefnilega grætt ógeðslega mikið á þeim. Enda eru […]

Þriðjudagur 07.02 2017 - 11:51

Útvegsmenn eiga að greiða laun sjómanna

Nú eru uppi vaxandi kröfur um að ríkið grípi inn í kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna. Jafnvel er nefnt að taka megi upp sjómannaafsláttinn að nýju. Slíkar kröfur eru beinlínis um það, að almenningur taki að sér að greiða hluta launakostnaðar útvegsmanna. Það væri eins fáránlegt við núverandi aðstæður og nokkuð gæti orðið! Hagur sjávarútvegsfyrirtækjanna hefur […]

Sunnudagur 05.02 2017 - 11:37

Óþelló – flott leiksýning Vesturports!

Ég sá Óþelló í Þjóðleikhúsinu í vikunni. Fáar sýningar hafa fengið verri dóma en þessi sýning – ekki síst frá Jóni Viðari. Mér sýnist að gagnrýnin byggist mikið á þröngsýni. Uppsetning Vesturports er flott, nútímaleg og snjöll og skilar efni verksins vel. Hún er án efa frábrugðin hefðbundnum uppsetningum. En efni verksins á erindi nú […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is