Færslur fyrir október, 2017

Sunnudagur 29.10 2017 - 13:57

Sáttastjórn?

Stærstu einstöku sigurvegarar kosninganna eru Sigmundur Davíð, Logi Einarsson og Inga Sæland – og flokkar þeirra. Miðflokkurinn bætir mestu við sig (10,9%), þá Samfylkingin (6,4%) og Flokkur fólksins (3,4%). VG bæta við sig 1% en allir aðrir tapa fylgi. VG nær mun minni árangri en kannanir gáfu von um. Mestu tapa Píratar (-5,3%) og svo […]

Fimmtudagur 26.10 2017 - 17:34

Sjálfstæðismenn snúa baki við séreignastefnu

Sú var tíðin að séreignastefna í húsnæðismálum var ein helsta skrautfjöðrin í stefnu Sjálfstæðisflokksins. Það var á eftirstríðsárunum og stóð til þess tíma er nýfrjálshyggjan varð allsráðandi í flokknum. Séreignastefna í húsnæðismálum höfðaði sérstaklega vel til millistéttarinnar í samfélaginu, sem var mjög vaxandi á þessum árum. Það skapaði Sjálfstæðisflokknum sterka stöðu og gerði flokknum kleift […]

Föstudagur 20.10 2017 - 17:34

Skattbyrði tekjuhópa frá 1992 til 2015

Menn hafa rætt nokkuð um skattbyrði undanfarið. Ekki er allt rétt sem sagt er um það mál. Hægri menn kenna vinstri flokkum um miklar hækkanir á skattbyrði almennings og segjast sjálfir standa fyrir skattalækkanir. Það er vægast sagt villandi, eins og sýnt verður hér að neðan. Vinstri menn segjast vilja auka útgjöld hins opinbera til […]

Sunnudagur 01.10 2017 - 10:52

Lífeyrismál – lofað og svikið á víxl

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er mjög viðkunnanlegur maður. En það er lítið byggjandi á loforðum sem hann gefur lífeyrisþegum. Ég minnist þessa ekki að nokkur íslenskur stjórnmálamaður hafi lofað eldri borgurum umtalsverðum kjarabótum og svikið þau loforð jafnhratt aftur. Fyrir kosningar 2013 sendi Bjarni bréf til allra eldri borgara og sagðist ætla að afnema tekjutengingar ellilífeyris […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is