Laugardagur 15.07.2017 - 11:45 - FB ummæli ()

Flott ný plata frá Bubba

Bubbi Mortens hefur nýlega sent frá sér plötuna Tungumál (sjá hér).

Bubbi hefur í gegnum tíðina verið einstaklega skapandi og leitandi listamaður. Hann hefur siglt frá einum stíl til annars og iðulega slegið meistaratakta.

Á þessari nýju plötu treður meistarinn enn einn nýja slóðann.

Hann leitar áhrifa í latino tónlist Suður Ameríku og teygir sig á köflum í átt kúrekagítars í anda Duane Eddy.

Platan öll hefur mjög sterkan og skemmtilegan karakter – söngurinn, textarnir og gítarspilið, sem Bubbi annast allt sjálfur.

Í textunum eru ljúfar og líflegar hugvekjur í bland við ádeilur og músíkin er eyrnakonfekt.

Kanski er þetta besta plata Bubba til þessa – og er þá mikið sagt.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is