Færslur fyrir apríl, 2016

Laugardagur 30.04 2016 - 11:19

Arfleifð Davíðs: Forréttindi fyrir þá ríkustu

Það vakti athygli nýverið að Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, varði “skattasniðgöngu” og notkun skattaskjóla í Reykjavíkurbréfi. Einmitt þegar umræðan um Panama-skjölin stóð sem hæst. Davíð sagði meðal annars að ekkert væri rangt við “skattasniðgöngu”, þ.e. að nota sér glufur í löggjöf eða klækjabrögð til að koma tekjum undan skatti, meðal annars með […]

Miðvikudagur 27.04 2016 - 13:52

Mun Bjarni selja ríkiseignir til vina og ættingja?

Það sem tíðkaðist á Íslandi á áratugnum fram að hruni var yfirgengilegt og einstakt. Taumlausri græðgi var sleppt lausri og yfirstéttin fór offari í braski, siðleysi og lögbrotum, sem leiddu til hrunsins. Allt var það gert með stuðningi og vitneskju stjórnvalda, undir forystu Sjálfstæðisflokksins og viðskiptaarms Framsóknarflokksins. Opinber stuðningur við notkun erlendra skattaskjóla var hluti […]

Laugardagur 23.04 2016 - 18:46

Blóðsugur á þjóðarbúinu

Panama-skjölin auka þekkingu okkar á því sem gerðist á Íslandi á áratugnum fram að hruni. Við vissum auðvitað að tíðarandi og pólitík nýfrjálshyggjunnar sleppti öllu lausu í íslenska þjóðarbúinu. Græðginni héldu engin bönd. Brask varð að meginviðfangsefni atvinnulífs og fjármálageira. Fyrirtækjum og bönkum var drekkt í skuldum. Eignir voru losaðar út. Stjórnvöld stóðu hjá og […]

Föstudagur 15.04 2016 - 15:04

Skattsvikamálin: Stórmerk grein Gunnars Smára

Í Fréttatímanum í dag er stórmerk grein, eftir ritstjórann Gunnar Smára Egilsson, um það hvernig stjórnvöld á Íslandi studdu kerfisbundið við skattaundanskot efnafólks á liðnum áratugum (sjá hér). Þetta var sérstaklega afgerandi á áratugnum fram að hruni, þegar stjórnvöld lögðu lykkju á leið sína til að greiða fyrirtækjaeigendum og fjárfestum nýjar leiðir til að nota […]

Þriðjudagur 05.04 2016 - 16:53

Skattaskjól stuðla að lögbrotum og siðleysi

Menn segja að það sé ekki ólöglegt að nota skattaskjól, að eiga félög þar og vista í þeim eignir. Hins vegar er ólöglegt að svíkja undan skatti. Skattaskjól eru þó fyrst og fremst notuð til að fela eignir og komast undan skattgreiðslum í heimalandinu. Íslendingar sem nota skattaskjól gera það til þess að komast hjá því […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is