Færslur fyrir febrúar, 2016

Föstudagur 26.02 2016 - 15:05

Bankar: Öllum er misboðið – en breytist eitthvað?

Meðal helstu ástæða hruns bankanna haustið 2008 voru ófagleg vinnubrögð stjórnenda þess. Bankakerfið var síðan endurreist með framlagi skattgreiðenda og er nú að hluta í eigu ríkisins (skattgreiðenda). Hið endurreista bankakerfi hefur þó ekki beinlínis slegið í gegn! Hneykslunarefni hafa hlaðist upp. Hér eru nokkur dæmi… Borgunarmálið Símamálið Fleiri vafasamar eignasölur Bónusgreiðslur Miklar launahækkanir stjórnenda Alltof háir vextir […]

Sunnudagur 14.02 2016 - 11:19

Saga ASÍ: Mikið rit um lífskjör og framfarir

Fyrir nokkrum misserum kom út Saga Alþýðusambands Íslands eftir Sumarliða R. Ísleifsson. Verkið er mikið af vöxtum, í tveimur bindum sem eru hvort um sig um 400 blaðsíður. ASÍ hafði frumkvæði að því að ráðist var í þessa söguritum, en ASÍ fagnar hundrað ára afmæli á þessu ári. Verkið spannar tímabilið frá efri hluta 19. […]

Laugardagur 06.02 2016 - 12:56

Leiða vaxtabætur til hærra húsnæðisverðs?

Í umræðum um húsnæðismál er oft fullyrt að ekki þýði að hækka vaxtabætur eða húsaleigubætur því það leiði einfaldlega til verðhækkana á íbúðarhúsnæði, hvort sem er til kaupa eða leigu. Þetta hefur verið fullyrt í tengslum við fyrirhugaðar breytingar ríkisstjórnarinnar á skipan húsnæðismála, sem nú eru til meðferðar á Alþingi. Þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa fullyrt þetta, […]

Mánudagur 01.02 2016 - 14:46

Húsnæðismálin: Sjálfstæðismenn skila auðu

Það hefur ekki farið framhjá neinum að Sjálfstæðismenn hafa ítrekað reynt að leggja stein í götu þeirra umbóta í húsnæðismálum sem Eygló Harðardóttir hefur barist fyrir, í samvinnu við launþegahreyfinguna. Hér á árum áður voru Sjálfstæðismenn talsmenn séreignastefnu í húsnæðismálum og vildu greiða fyrir því að venjulegt fólk gæti eignast íbúðarhúsnæði, sérstaklega ef það álpaðist […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is