Færslur fyrir júlí, 2015

Þriðjudagur 28.07 2015 - 09:30

Magnað bull Guðlaugs Þórs

Í nýlegri grein á Eyjunni vísaði ég til tveggja talsmanna nýfrjálshyggju í Sjálfstæðisflokknum sem sjá nú mikil tækifæri til að veikja opinbera heilbrigðiskerfið og auka stórlega einkavæðingu á því sviði (sjá hér). Ég varaði við veikingu opinbera kerfisins og benti á slæma reynslu af bandaríska kerfinu, sem er að stórum hluta einkarekið, en jafnframt lang […]

Sunnudagur 26.07 2015 - 14:11

Sýn Jóns Baldvins á stjórnmálin

Fáir ef nokkrir hafa jafn skýra og rétta sýn á stjórnmálin á Íslandi og Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins sáluga. Jón Baldvin var í viðtali við Sigurjón M. Egilsson á Sprengisandi í morgun. Þar fór hann yfir meginlínurnar í stjórnmálunum til lengri tíma, orsakir og úrvinnslu hrunsins og horfurnar í Evrópu- og […]

Miðvikudagur 22.07 2015 - 12:05

Sjálfstæðismenn vilja veikja Landsspítalann

Það er auðvitað ekki ný frétt að frjálshyggjuhjörðin í Sjálfstæðisflokknum vilji rústa opinbera heilbrigðiskerfinu. Þetta hefur þó lengi verið ákveðið feimnismál í flokknum, enda vill allur þorri almennings hafa öflugt opinbert heilbrigðiskerfi sem byggir á samtryggingu og veitir hágæða þjónustu, óháð greiðslugetu þeirra sem hana þurfa. Samt hafa Sjálfstæðismenn verið að róa í átt til […]

Mánudagur 06.07 2015 - 14:15

Þjóðverjar greiddu ekki skuldir sínar

Við lok seinni heimsstyrjaldarinnar skulduðu Þjóðverjar öðrum þjóðum meira en 200% af landsframleiðslu. Landið var í rúst og þjóðin lifði hörmungar, vegna þeirra byrða sem þýsk stjórnvöld höfðu lagt á landsmenn og aðrar þjóðir Evrópu með stríðsbrölti sínu. Þá höfðu nágrannar og sigurvegarar styrjaldarinnar ærin tilefni til að saka Þjóðverja um „mistök“ og „stjórnleysi“ og […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is