Færslur fyrir október, 2013

Þriðjudagur 29.10 2013 - 11:58

Ayn Rand: Heimur ofurmenna og aumingja

Íslenskir frjálshyggjumenn eru farnir að þýða og gefa út bækur bandaríska rithöfundarins Ayn Rand í gríð og erg. Bækur hennar einkennast af rótækri trú á óheftan kapítalisma, afskiptaleysisstefnu og skefjalausa einstaklingshyggju. Ayn Rand upphefur atvinnurekendur, framtaksmenn og auðmenn en kallar flesta aðra ónytjunga, blóðsugur eða þjófa. Vinnandi alþýða telur varla með í heimi hennar. Auðmennirnir […]

Mánudagur 28.10 2013 - 10:17

Almenningur skýrir hrunið

Hulda Þórisdóttir lektor í stjórnmálafræði kynnti athyglisverða könnun á viðhorfum almennings til hrunsins, á ráðstefnu um félagsvísindi í HÍ á föstudag. Þegar almenningur er spurður um hverjum hrunið sé að kenna verður niðurstaðan sú sama og kom fram í sambærilegri könnun árið 2009. Þessa telur almenningur helstu orsakavalda hrunsins. Viðskiptabankarnir Fjármálaeftirlitið Seðlabankinn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Geirs […]

Laugardagur 26.10 2013 - 10:01

Auðræði – þjóðfélagstilraun samtímans

Á Vesturlöndum stendur nú yfir tilraun sem miðar að því að breyta samfélagsgerðinni í átt til aukins auðræðis (plutocracy). Þetta felur í sér að þeir allra ríkustu eru víða að taka til sín sífellt stærri hluta þjóðartekna á meðan hagur millistéttarinnar og lægri tekjuhópa stendur í stað eða versnar. Bandaríkin eru besta dæmið um framkvæmd […]

Föstudagur 25.10 2013 - 16:47

Flugvöllurinn – lausn fyrir alla

Ríkið, borgin og flugið hafa náð samkomulagi um lausn á flugvallarmálinu. Völlurinn fær að vera á sama stað til 2022, en á tímabilinu verði unnið að því að finna honum nýjan stað, helst á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er mikið fagnaðarefni. Með þessu er m.a. opnað á framkvæmd þeirrar tillögu sem ég hef verið talsmaður fyrir – […]

Miðvikudagur 23.10 2013 - 21:46

Forystu vantar – ekkert gerist

Allir eru sammála um alvarlega stöðu Landsspítalans. Allir. Kvöld eftir kvöld koma nýjar upplýsingar frá málsmetandi læknum um alvarlegt ástand tækja, ófullnægjandi húsakost og manneklu – og umfram allt afleitar horfur til framtíðar við óbreytt ástand. Í kvöld var greint frá hjartalækningadeildinni (hér). Enn einn dapurlegi vitnisburðurinn. Af hverju er ekki hlustað á læknana? Hvað […]

Þriðjudagur 22.10 2013 - 12:31

Kjarasamningar – þetta er verkefnið

Aðilar vinnumarkaðarins birtu fyrir helgi nýja skýrslu um kjaraþróun og ýmsar forsendur sem þeir hyggjast líta til í komandi kjarasamingum. Tvennt skiptir mestu máli fyrir komandi kjarasamninga, að mínu mati. Það er þetta: Auka þarf kaupmátt almennings til að örva hagkerfið, í anda Keynesískrar hagstjórnar (sjá ný skrif Ólafs Margeirssonar hagfræðings um það). Ná þarf […]

Sunnudagur 20.10 2013 - 10:49

Spilling í stjórnkerfinu – mikil eða lítil?

Gallup International gerði könnun á viðhorfum almennings í nærri 130 löndum á síðasta ári, þar sem spurt var: “Er spilling víðtæk í stjórnkerfi lands þíns, eða ekki?“ Niðurstöðurnar má sjá á myndinni hér að neðan (tvísmellið á myndina til að stækka hana). Ísland er í 42. sæti. Almenningur á Íslandi telur sem sagt í mun […]

Fimmtudagur 17.10 2013 - 15:55

Færri öryrkjar á Íslandi en í Skandinavíu

Alltaf annað slagið gýs upp umræða um mikla fjölgun örorkulífeyrisþega á Íslandi. Margir virðast trúa því að hér sé framfærslubyrði samfélagsins óvenju mikil vegna örorku og elli. Hér sé alltof auðvelt að komast á örorkulífeyri. Það er ekki rétt, ef borið er saman við hinar norrænu þjóðirnar. Á myndinni hér að neðan má sjá hve […]

Miðvikudagur 16.10 2013 - 11:29

Sjálfstæðiskona vegur að fátækum

Áslaug María Friðriksdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er í herferð gegn fátækum í Reykjavík. Hún gagnrýnir harðlega að borgin skuli hafa hækkað leyfilega upphæð fjárhagsaðstoðar við fólk í sérstökum fjárhagsþrengingum. Segir að upphæðin nálgist lægstu laun um of og að þetta dragi úr vilja fólks til að vinna sér til sjálfsbjargar. Reykjavíkurborg hækkaði fjárhagsaðstoðina sem hluta af […]

Sunnudagur 13.10 2013 - 09:36

Það sem AGS lærði um ríka fólkið á Íslandi

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn skekur nú heimsbyggðina með boðskap í nýrri skýrslu sinni um að rétt kunni að vera að skattleggja ríkasta fólkið og fyrirtæki meira til að vinna gegn halla á ríkisbúskap og ójöfnuði. Þetta eru helgispjöll í heimi hagfræðinnar, þar sem frjálshyggja og auðmannadekur hafa ráðið ríkjum. Boðskapur frjálshyggjumanna hefur frá um 1980 verið sá, að […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is