Fimmtudagur 17.05.2012 - 08:34 - 13 ummæli

Heimsmeistaraeinvígið í pólitík

Ekki er nóg með að heimsmeistaraeinvígið í skák sé hafið, heimsmeistaraeinvígið í pólitík er nýbyrjað. Mitt Romney sigraði í áskorendakeppninni og gat því skorað ríkjandi heimsmeistara, Barack Obama, á hólm.

Rétt eins og í skákeinvíginu er staðan jöfn, ef litið er á meðaltal skoðanakannana þá er vart marktækur munur á þeim, Obama er þó aðeins á undan (hér). En margt getur breyst áður en kosið verður, fimm mánuðir eru eilífðir í pólitík.

Ég held að Obama muni merja þetta, hann mun fá 1-2% fleiri atkvæði en Romney og  275 kjörmenn, auk ríkjanna sem Demókratar vinna nánast alltaf mun hann vinna nauman sigur í Ohio og New Hampshire. En tapa sumum af þeim ríkjum sem hann vann í síðustu kosningum, t.d. Virginíu og Flórída.

Af hverju tel ég Obama sigurstranglegri? Í fyrsta lagi hefur ríkjandi forseti ávallt forgjöf, hann stýrir hvítu mönnunum.

Í öðru lagi kann Obama að heyja kosningabaráttu, mér sýnist Romney enginn kosningabaráttumaður. Honum gekk einkennilega illa að glíma við Rick Santorum sem seint verður kallaður „spennandi frambjóðandi“.

Í þriðja lagi sýnir meðaltal skoðanakannana að mönnum líkar almennt betur við Obama en Romney (hér). Sá síðarnefndi er einfaldlega ósjarmerandi týpa, hefur stífni Gores og elítuyfirbragð Bush eldra.

Í fjórða lagi finnst kristilega íhaldinu Romney hálfgerður sósíalisti, ekki er ósennilegt að nokkur hluti tepokalýðsins sitji heima á kjördag. 

Í fimmta lagi er efnahagurinn ameríski heldur að skána, jafnt og þétt.

Í sjötta lagi sýna skoðanakannanir að O bama stendur betur í barátturíkjunum (e. battleground states), sá sem vinnur flest stærstu barátturíkin verður forseti.

En eins og áður segir þá eru fimm mánuðir í pólitík heil eilífð, hver veit nema  Romney takist að snúa taflinu við og verða krýndur heimsmeistari stjórnmálanna í janúar á því herrans ári  2013.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (13)

 • Obama er með ás uppí erminni sem getur tryggt honum sigur ef hann notar hann – ég er að tala um að fara í stríð. Þetta er ein af hættum lýðræðisins, þ.e. ófyrirleitinn valdhafi getur nýtt sér þráhyggju og heimsku þegnanna til að halda völdum, hvað sem það kostar í mannslífum og eyðileggingu. Í þessu tilfelli alls ekki þess virði, enda ekki mikill munur á þessum tveimur tiltölulega hófsömu miðjumönnum. Það verur spennandi að sjá hvað hann gerir.

 • Hannes Hólmsteinn Gissurarson

  Ég styð Mitt Romney, og ég tel, að hann yrði góður forseti.

 • Stefán Snævarr

  Takk, Hannes og Lesandi.

 • Bjarni Gunnlaugur

  „hann stýrir hvítu mönnunum.“
  Hm. allar samlíkingar hafa sín takmörk!
  Hélt að Obama ætti einmitt að hafa allnokkur ítök meðal þeirra svörtu, á meðan að Rebúblikanarnir hafa sögulega verið meira í því að stýra þeim hvítu. 😉

 • Pétur Örn Björnsson

  Þeir þjóna því miður sömu hagsmunum: auðræði stríðs-kapítalistanna

 • Pétur Örn Björnsson

  Mæli með lestri á þessari grein eftir Chomsky,
  ef menn vilja skynja og skilja ískyggilegan vandann, sem steðjar að.
  Áhugaverð eru tilvitnun Chomskys í Greenspan
  Hér skrifar sjálfur heimsmeistari vitsins um ískyggilega þróun síðustu áratuga:

  http://www.aljazeera.com/indepth/opinion/2012/05/201251114163762922.html

 • Pétur Örn Björnsson

  „So, for example, Fed Chairman Alan Greenspan, at the time when he was still „Saint Alan“ – hailed by the economics profession as one of the greatest economists of all time (this was before the crash for which he was substantially responsible) – was testifying to Congress in the Clinton years, and he explained the wonders of the great economy that he was supervising. He said a lot of its success was based substantially on what he called „growing worker insecurity“. If working people are insecure, if they’re part of the precariat, living precarious existences, they’re not going to make demands, they’re not going to try to get better wages, they won’t get improved benefits. We can kick ’em out, if we don’t need ’em. And that’s what’s called a „healthy“ economy, technically speaking. And he was highly praised for this, greatly admired.“

 • Pétur Örn Björnsson

  Draumastaða spilltra valdhafa, hvort heldur þeir kenna sig til vinstri eða hægri, asna eða apa eða hvað annað þeim dettur í hug, er að halda almenningi í ótta skuldafjötra og ánauðar.

  Kannski þú ræðir þetta við Sigurð bróður þinn Stefán minn, þar sem hann er aðalmaðurinn, þegar kemur að dæma tillögur til úrbóta fyrir heimili landsins í stökkbreyttum skuldafjötrum. Um grill og fleira nenni ég ekki að ræða. Er ekki á launum hjá há-mela-skólanum.

 • Stefán Snævarr

  Forvtinilegar tilvitnanri í Chomsky þarf að líta á greinina, þú verður eiga þessi mál hin við bróður minn, ég veit ekkert um hans gerðir.
  Bjarni, vissulega rétt að Replúblíkanar hafa oft peningaforgjöf en Obama hefur ekki þurft að kvarta yfir peningaleysi.

 • Pétur Örn Björnsson

  Stefán minn, þetta er nú einmitt vandamálið, að menn líta undan.
  Þú þekkir bróður þinn, ekki ég.
  Báðir þekkjum við þó orsök og afleiðingar þess vanda sem að steðjar.

 • Pétur Örn Björnsson

  Þetta snýst um siðfræði lífsins, hvorki meira né minna.
  Þeir sem líta undan og axla ekki ábyrgð sína gagnvart bróður sínum, í sértækri og víðtækri merkingu, þeir hundsa siðfræði lífsins.
  Takk annars fyrir marga frábæra pistla Stefán.

 • Kristján

  a) Ég styð Rick Perry, og ég tel, að hann yrði góður forseti

  b) Ég styð Newt Gingrich, og ég tel, að hann yrði góður forseti.

  c) Ég styð Rick Santorum, og ég tel, að hann yrði góður forseti.

  d) Ég styð Mitt Romney, og ég tel, að hann yrði góður forseti.

  e) Ég styð Ron Paul, og ég tel, að hann yrði góður forseti.

  Repúblíkaninn Hannes Hólmsteinn hefði líklega viljað Rick Perry eða Newt Gingrich, frekar en Romney, en krossaði þó við d- lið þegar úrslitin voru ráðin. Allt betra en Demókrati.

  Obama nær a.m.k. 300 kjörmönnum.

 • Stefán Snævarr

  Þú gleymir Söruh Palin, einn ráðgjafa McCains sagðist hafa uppgötvað sér til hrellings að Palin hélt að drottning Englands réði ríkjum þar.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og átta? Svar:

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is