Færslur fyrir júlí, 2011

Þriðjudagur 26.07 2011 - 16:57

22/7: Viðtal á RÚV

Rétt áðan hringdi síðdegisútvarpið í mig og bað mig segja frá viðbrögðum manna hér í Noregi við fjöldamorðunum. Ég nefndi m.a. að sálfræðingar hér teldu öll tormerki á að Breivik sé geðveikur, hann sé kannski helst psýkopati en þeir eru ekki taldir geðveikir. Ég ræddi einnig óbirta grein eftir þekktan sálfræðing sem mér barst eftir […]

Sunnudagur 24.07 2011 - 19:36

22/7: Hermihættan

Skrímslið Behring Breivik „lærði“ ýmislegt af öðrum fjöldamorðingjum og hryðjuverkamönnum. Hann stældi  bæði Oklahomasprengjumanninn, UNA-gaurinn, gaggófjöldamorðingana amerísku  og Al Quaida. Algent er að truflaðir einstaklingar stæli slík „afrek“, hættan er sú að einhver slíkur vilji feta í fótspor norska skrímslisins. Sá þarf ekki endilega að vera kristinn íhaldsmaður með múslimafóbíu eins og skrímslið, hann gæti […]

Laugardagur 23.07 2011 - 07:41

22/7: Morðin í Útey

Tugir ungmenna voru líflátin  með hrottalegum hætti á Útey í Noregi. „Afbrot“  þeirra: Að vilja jafnrétti allra manna, án tillits til kynferðis, tekna, litarháttar eða trúarbragða. Við Laugarskarð (Thermopyle) vörðust Spartverjar til síðasta manns. Í kvæði sínu Död Amazon notar sænska skáldið Hjalmar Gullberg  þá vörn sem tákn fyrir frelsisvörn vestrænna þjóða í baráttunni gegn nasismanum: „För […]

Laugardagur 23.07 2011 - 07:19

22/7: Rinnan hinn nýi

Eftir öllum sólarmerkjum að dæma hefur norska lögreglan handtekið manninn sem framdi fjöldamorð gærdagsins. Sá er Anders Behring Breivik, hægriöfgamaður og múslímafjandi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem norskir  hægriöfgamenn fremja ódæðisverk, fyrir þrjátíu árum stóðu norskir nýnasistar fyrir sprengjutilræðum og morðum. „Frum“-nasistarnir voru þó atgangsharðari við slíka iðju, frægur er Henry Rinnan, leiðtogi […]

Föstudagur 22.07 2011 - 17:42

22/7: Hinn nýi níundi apríl

Níundi apríl er hugtak í Noregi, þann dag árið 1940 réðust Þjóðverjar á Norðmenn. 22/7 er hinn nýi níundi apríl. Eftir þennan dag verður Noregur annað land.

Föstudagur 22.07 2011 - 15:21

Sprenging í Ósló

Sit eins og dæmdur fyrir framan sjónvarpið, horfi á viðurstyggð eyðileggingarinnar í miðborg Óslóar. Lögreglan telur einsýnt að um sprengju hafi verið að ræða. Ekki er þó ljóst hver beri ábyrgð á sprengjuárásinni, ekki heyrist bofs frá „the usual suspects“, þeim sem venjulega mikla sig af slíkum árásum. Alla vega er þetta svartasti dagur í […]

Sunnudagur 17.07 2011 - 19:58

Hver drap Ísl…ég meina Davey Moore?

Einn af frægustu mótmælasöngvum Bob Dylans heitir Who killed Davey Moore? Þar er lagt út af raunverulegum atburði, þeim þegar hnefaleikakappinn Davey Moore dó í hringnum. http://www.bobdylan.com/songs/who-killed-davey-moore Spurt er hver beri ábyrgð á dauða hans, dómarinn segir „ekki ég“, „manasérinn“, fjárhættuspilarinn og áhorfandinn segja slíkt hið sama. Andstæðingur hans telur sig líka alsaklausan, vilji Guðs […]

Sunnudagur 10.07 2011 - 10:39

Á Evrópa einkarétt á manndrápum?

Fátt er hallærislegra en sú sannfæring  sumra ESB-fénda að Evrópumenn eigi nánast einkarétt á stórstyrjöldum og fjöldamorðum. En þeir sem þekkja mannkynssöguna vita betur, saga mannkynsins er eitt allsherjar blóðferli. Djengis Khan var líklega stórtækari í manndrápum en nokkur annar „leiðtogi“ áður en hermennskan iðnvæddist, ekki voru Mongólarnir evrópskir.  Meðal „afreka“ þeirra var að gjöreyðilleggja […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is