Færslur fyrir flokkinn ‘Austrið djúpa’

Þriðjudagur 19.07 2011 - 20:38

Tólf metrar

Undir gangstéttinni fyrir framan húsið mitt, liggur ljósleiðari.  Akkúrat núna sit ég í svona um það bil 12 metra fjralægð frá honum en samt get ég ekki notið hans sem skyldi. Það er afleggjari úr honum inn í símstöðina hérna en þangað eru frá mér 360 metrar í loftlínu. Vandinn er sá að símstöðin hérna […]

Fimmtudagur 16.06 2011 - 09:32

Athugun

Þegar ég kem á staði eins og Breiðdalsvík eða Djúpavog, staði enn eru sjálfráðir, og sé hvernig íbúar og yfirvöld standa saman að uppbyggingu samfélaga sinna, sannfærist ég enn betur um að það versta sem getur hent lítið þorp er að sameinast öðrum stærri. Og renni um leið stoðum undir þá hagfræðikenningu mína að eins […]

Mánudagur 30.05 2011 - 08:46

Jarðgöng

Ef skynsemin fengi að ráða, yrðu næstu jarðgöng á Íslandi grafin eða boruð milli Seyðisfjarðar og Héraðs. Ekki undir Vaðlaheiði eða Oddsskarð, heldur undir Fjarðarheiði. Rökin?  Jú, Seyðisfjörður er annað tveggja hliða Íslands.  Þangað kemur ferjan Norræna og þangað koma skemmtiferðaskip.  Og Seyðisfjörður býr nú við meiri vetrareinangrun en aðrir þéttbýlisstaðir á Íslandi. Og Seyðisfjörður […]

Miðvikudagur 18.05 2011 - 08:58

Það eru Egilsstaðir

Samkvæmt frétt á vef Austurgluggans, eru Egilsstaðir það sem sumir vilja kalla höfuðstað Austurlands.  Reyndar er Reykjavík höfuðstaður landsins alls, en einhver kúlnaherpingur á landsbyggðinni hefur valdið því að hver fjórðungur vill eiga sinn sérstaka höfuðstað þar fyrir utan. Lengi hafa menn eystra deilt um hver sé héraðshöfuðstaðurinn en nú hafa stjórnendur Hörpu dæmt í […]

Þriðjudagur 17.05 2011 - 16:24

Vor höfuðstaður

Meðal þeirra sem fengu boð um að vera viðstaddir opnunarhátíðina í Hörpu, voru bæjarstjórar höfuðstaða landsfjórðunganna. Það fer ekki á milli mála að Akureyri er höfuðstaður Norðurlands, Ísafjörður er höfuðstaður Vestfjarða, Akranes er aðalpleisið á Vesturlandi og líklega myndi Árborg teljast mest á Suðurlandi. En á Austurlandi er þetta ekki svona klippt og skorið og […]

Mánudagur 09.05 2011 - 14:35

Lax í olíu

Austurglugginn segir frá því að fyrirhuguð olíubirgðastöð við Eyri í Reyðarfirði og bæjarstjórn Fjarðabyggðar ræðir nú um, muni skapa 5 – 10 störf, eða álíka mörg og sæmileg þjóðvegasjoppa.  Þarna mun eiga að geyma 450.000 rúmmetra af eldsneyti eða tæplega 400.000 tonn. Um leið eru bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð að fjalla um erindi frá skipulagsstofnun er […]

Miðvikudagur 20.04 2011 - 10:37

Hroki SSA

Austfirðingar stæra sig gjarnan af því að í fjórðungunum verði til 25% af útflutningtekjum þjóðarinnar.  Ekki ætla ég að þræta fyrir það, en vil allra náðarsamlegast benda á það að inni í þeirri tölu, eru afurðir álversins á Reyðarfirði en til að það gæti risið, varð þjóðin öll að skuldsetja sig fyrir Kárahnjúkavirkjun. Meira að […]

Laugardagur 05.03 2011 - 13:25

Franska hverfið

Fyrri myndina hér að neðan, fann ég á bloggsíðu Teits Atlasonar og birti með góðfúslegu leyfi hans.  Hina tók ég í morgun og reyndi að setja mig í spor þess sem tók myndina fyrir um einni öld.  Þetta er að sjálfsögðu útbærinn á Fáskrúðsfirði og stóra húsið vinstra megin á gömlu myndinni er Franski spítalinn […]

Mánudagur 27.12 2010 - 13:08

Vatn

Maður gerir sér ekki grein fyrir því hvað maður notar mikið vatn, fyrr en nauðsyn krefst að það sé borið í flöskum inn í hús.  Lítrarnir sextán, sem sóttir voru í gær, eru búnir en um leið og ég ætlaði að fara af stað og fylla aftur á flöskurnar, fór vatnið að buna úr krönunum […]

Þriðjudagur 07.12 2010 - 08:37

Hrós desembermánaðar fær bæjarráð Fjarðabyggðar

Undir fimmta lið fundargerðar bæjarráðs Fjarðabyggðar frá 29. nóvember, stendur þetta:  „Beiðni Rauða Kross Íslands um stuðning vegna aðstoðar við einstaklinga fyrir jólin.  Bæjarráð sammála um að senda ekki út jólakort í ár en styrkja Rauða Krossinn þess í stað um 300.000.“ Þetta líkar mér og klappa hér með fyrir bæjarráðinu og vona jafnframt að […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is