Sunnudagur 03.02.2013 - 15:00 - 6 ummæli

Þúsundir skoða myndböndin með Þórólfi og Gylfa

Síðustu daga hafa þúsundir manna skoðað myndböndin með prófessor Þórólfi Matthíassyni og prófessor Gylfa Magnússyni þar sem þeir sögðu sumarið 2009 (vegna Svavarssamningsins) að Ísland myndi breytast í útlagaþjóð eins og Norður-Kóreu eða í Kúbu norðursins ef íslenska ríkið tæki ekki að sér að greiða háar kröfur frá Bretum og Hollendingum sem áttu sér enga stoð í neinum lagabókstaf eða milliríkjasamningum.

Þetta er einn kosturinn við Youtube. Menn geta ekki hlaupist frá orðum sínum. Þeir prófessorarnir geta ekki breytt því sem þeir sögðu. En það var óneitanlega dálítið frumlegt hjá Háskóla Íslands að fá þá báða, Þórólf og Gylga, til að vera framsögumenn á sérstökum „fræðslufundi“ sem félagsvísindasvið Háskólans hélt hálfu öðru ári síðar, þegar miklu hagstæðari samningur lá fyrir sem Lee Buchheit hafði gert (en það merkti auðvitað að samningur Svavars var miklu óhagstæðari). Var enginn andstæðingur samningsins á meðal framsögumanna.

Það er líka fróðlegt að skoða hvernig Spegillinn í Ríkisútvarpinu hampar Þórólfi Matthíassyni. Við skulum bara skoða málið eftir sjónvarpsviðtalið fræga á Stöð tvö:

 • 11. september 2012 talar Gunnar Gunnarsson við Þórólf Matthíasson um fjárlagafrumvarpið.
 • 31. maí 2012 talar Gunnar Gunnarsson við Þórólf Matthíasson um það að hagfræðin sé vísindagrein.
 • 10. maí 2012 talar Gunnar Gunnarsson við Þórólf Matthíasson um veiðigjald.
 • 28. mars 2012 talar Jón Guðni Kristjánsson við Þórólf Matthíasson um verð á leigukvóta.
 • 13. mars 2012 talar Gunnar Gunnarsson við Þórólf Matthíasson um herðingu gjaldeyrishafta.
 • 5. janúar 2012 talar Gunnar Gunnarsson við Þórólf Matthíasson um gjaldeyrisvaraforðann.
 • 25. nóvember 2011 talar Gunnar Gunnarsson við Þórólf Matthíasson um verðtryggingu (og til að tryggja pólitískt jafnvægi við Helga Hjörvar um leið!).
 • 16. maí 2011 talar Gunnar Gunnarsson við Þórólf Matthíasson um fiskveiðistjórnunarfrumvarp.
 • 1. febrúar 2011 talar Gunnar Gunnarsson við Þórólf Matthíasson um fjárhag sjávarútvegsins.
 • 3. desember 2010 talar Gunnar Gunnarsson við Þórólf Matthíasson um aðgerðir í þágu skuldara.
 • 17. nóvember 2010 talar Gunnar Gunnarsson við Þórólf Matthíasson um — auðvitað — Icesave-málið!
 • 16. september 2010 talar ónefndur Spegilsmaður við Þórólf Matthíasson um bílalánamál.
 • 25. maí 2010 talar Gunnar Gunnarsson við Þórólf Matthíasson um verðlagningu og veðsetningu á kvóta.
 • 11. maí 2010 talar Gunnar Gunnarsson við Þórólf Matthíasson um niðurskurð ríkisútgjalda.
 • 5. maí 2010 talar Jón Guðni Kristjánsson við Þórólf Matthíasson um vaxtalækkun Seðlabankans.
 • 22. febrúar 2010 talar Jón Guðni Kristjánsson við Þórólf Matthíasson um — auðvitað — nýtt Icesave tilboð Breta og Hollendinga.
 • 19. febrúar 2010 talar Jón Guðni Kristjánsson við Þórólf Matthíasson um — auðvitað — breytilega vexti á Icesave.
 • 18. janúar 2010 talar Jón Guðni Kristjánsson við Þórólf Matthíasson vegna spár Standard & Poor’s um greiðslufall íslenska ríkisins, pólitíska upplausn og lækkun lánshæfismats í ruslflokk.
 • 30. desember 2010 talar Gunnar Gunnarsson við Þórólf Matthíasson um — auðvitað — Icesave.
 • 3. nóvember 2009 Gunnar Gunnarsson við Þórólf Matthíasson um skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um Ísland.
 • 2. október 2009 talar ónefndur Spegilsmaður við Þórólf Matthíasson um fjárlagafrumvarpið.
 • 21. september 2009 talar ónefndur Spegilsmaður við Þórólf Matthíasson um skattakerfið.
 • 2. september 2009 talar ónefndur Spegilsmaður við Þórólf Matthíasson um skýrslu OECD um íslensk peningamál (þar sem sett var fram gagnrýni á skipun Davíðs Oddssonar í stöðu seðlabankastjóra).
 • 21. ágúst 2009 talar ónefndur Spegilsmaður við Þórólf Matthíasson um — auðvitað — Icesave-málið. (Taldi Þórólfur þar ekki meira mál fyrir Íslendinga að greiða Bretum og Hollendingum Icesave-kröfuna en fyrir námsmann að endurgreiða námslán.)

Tekið var vandlega fram í hvert skipti í Speglinum að Þórólfur væri hagfræðiprófessor.

Þetta gerðist allt eftir að Þórólfur kom æstur fram í bolnum frá Viðskipta- og hagfræðideildinni! En skortir þá á Speglinum ímyndunarafl eða hafa þeir ekki símanúmerin hjá öðrum háskólakennurum en Þórólfi?

 

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

 • Kristján

  Þessir menn eru búnir að missa allan trúverðugleika, fáránlegt að verið sé að vitna í þá ennþá eins og einhverja sérfræðinga.

 • Andrés Ingi

  Sæll Skafti

  Hver var dagsetningin, þegar Bjarni Ben. samþykkti Icesave III
  Og er til myndband af því?

 • Guðmundur G.

  Andés Ingi … Svo skal böl bæta ….Hefur Skafti einhverstaðar sagt að Bjarni væri minni eða skárri hugleysingi en aðrir JÁ – sinnar eins og þú sem harma óskaplega dóm EFTA dómstólsins?

 • Jafnaðarmaður

  Hvaða væll er þetta í þér Skafti. Davíð og Kári lögðust á Þorgerði með að Setja Pál þarna yfir. Það varð úr.
  Þetta verður svona þar til hann er farinn eða hann þurfi að taka tillit til nýrra herra!

 • Guðmundur G.

  Neeeeeiiiiii…. Davíð var harður á móti ráðningu Páls og eftir það hafa skeytin gengið á milli hans og Þorgerðar eins og flestum ætti að vera kunnugt um.

 • Jafnaðarmaður

  Nú stóð ekki valið á milli Palla og Steina Páls? Jafnvel búið að lofa þeim síðarnefnda!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og átta? Svar:

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is