Laugardagur 21.08.2010 - 14:27 - 31 ummæli

Ósannindi um tekjuskiptingu sífellt endurtekin

Egill Helgason birtir með viðhöfn bloggskrif Árna Gunnarssonar hagfræðings. Þar segir m. a.:

Góðærið eftir 1995 einkenndist af sívaxandi ójöfnuði og misskiptingu tekna og eigna. Eftir 2003 byggir síðan góðærið á gríðarlegri skuldasöfnun erlendis sem á sér engin fordæmi og endaði með hruni fjármálakerfisins.

Hvers vegna er klifað á þessu þótt þetta hafi verið marghrakið? Menn þurfa ekki annað en fara inn á vef Hagstofunnar og finna mikla skýrslu sem hagstofa Evrópusambandsins (í samvinnu við íslensku hagstofuna og hagstofur annarra Evrópuríkja, sem ekki eru í Evrópusambandinu) frá árinu 2007 til að sjá að þetta stenst ekki.

Þróun tekjuskiptingar á Íslandi var ekki frábrugðin því sem gerðist á Norðurlöndum árin 1995 til 2004.

Árið 2004 var tekjuskiptingin á Íslandi jafnari en í Noregi og Finnlandi en ójafnari en í Danmörku og Svíþjóð. Hún var því í meðallagi jöfn þegar miðað er við Norðurlönd og miklu jafnari en í engilsaxnesku löndunum.

Ástæðan til þess að þeir Egill og Árni klifa á þessum röngu staðhæfingum sínum er að þeir taka alvarlega tölur frá Þorvaldi Gylfasyni og Stefáni Ólafssyni sem þeir birtu árið 2006. Þær tölur voru rangar því að þeir Þorvaldur og Stefán höfðu reiknað með söluhagnaði af hlutabréfum í tölunum fyrir Ísland, en ekki var reiknað með þessu í tölum fyrir aðrar þjóðir. Þannig varð til skekkja í útreikningum þeirra eða ósambærileiki.

Þetta hefur hvað eftir annað verið leiðrétt, m. a. í bókinni Áhrif skattahækkana á hagvöxt og lífskjör eftir Hannes Hólmstein (sem kom út í árslok 2009) þar sem hann sýnir tvö línurit, fyrst hið ranga línurit Stefáns Ólafssonar um tekjuskiptingu 2004, síðan hið rétta línurit með sambærilegum tölum alls staðar, frá hagstofu Evrópusambandsins.

Það er síðan nákvæmlega rétt að skuldasöfnunin hófst ekki að ráði fyrr en um og eftir 2004 þegar auðjöfrarnir (með aðstoð Egils) náðu hér völdum, hertóku bankana og létu greipar sópa um þá. Á meðan Davíð Oddsson var forsætisráðherra 1991–2004 var góðærið reist á traustum stoðum. Í bók Hannesar Hólmsteins er einmitt birt fróðlegt línurit um skuldasöfnunina þar sem þetta sést vel.

Vita þeir Egill og Árni ekki af þessum staðreyndum, eða kæra þeir sig ekki um að hafa það sem sannara reynist?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag · Viðskipti og fjármál

«
»

Ummæli (31)

 • Ég veit ekki, en mér finnst Hannes nú hafa hegðað sér alveg nákvæmlega eins og Þorvaldur.

  Það er að segja hann tekur og stundum stelur þeim upplýsingum sem honum finnst réttar og sleppir svo öðrum.

  En svo má líka deila um getu Hannesar til þess að reikna eftir að hann skrifaði bókina „Hvernig verður Ísland ríkasta land í heimi“

  Þannig að ég tel báða menn hagræða sannleikanum til þess að styðja þann málstað sem þeir fylgja.

 • Jóhann Guðmundsson

  Þú notar rangan mælikvarða þegar þú talar um tekuskiptingu Skafti.

  Eini samanburðurinn sem marktækur er er Ísland sjálft.

  Tekjuskipting tekur að skekkjast verulega á árunum frá 1995 miðað við Ísland áður fyrr, það er gagnslaust að bera það saman við hin Norðurlöndin á sama tíma.

  Eini tilgangur þess er að fletja tekjuskiptingu á Íslandi út, og það hentar tölfræðingi A, en ekki B.

 • Já, sæll!

  Það gat svosem verið að Egill Helgason hefði einka(vina)vætt bankana. Já, já, og svo halda Baugsmiðlarnir og Samspillingar-RÚV því fram að það hafi verið Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson. Þessu hefur alltaf verið haldið fram og ég verð að viðurkenna að ég var farinn að trúa þessu.

  En þakka þér fyrir, Skafti, að benda á hver hinn eini sanni hrunvaldur er: Egill Helgason.

  Skafti er alltaf skarpur.

 • Egill Helgason er greinilega upphaf og endir ógæfu okkar íslendinga. Það er gott að það er komið greinilega fram.

 • Einn upplýstur

  Það er rétt hjá þér, Skafti, þetta með samanburðinn við nágrannalöndin. Umrædd ár, í tölum Hagstofunnar, var Ísland með hvað mesta jöfnuðinn miðað við samanburðarlöndin. Algerlega kórrétt.

  Aftur á móti hækkaði Gini stuðullinn um eitt stig milli ára, s.s. aukin misskipting, bæði í tölum Hagstofnnar sem og í tölum ÞG og SÓ. Það gerði hún líka í öðrum löndum.

  Mér finnst ÞG og SÓ mjög óábyrgir í að nefna aldrei í sínum tölum samanburðinn við nágrannalöndin. Þar að auki þá má taka fram að fullkominn jöfnuður hefur helst náðst í Sovétríkjunum þar sem fólk hafði varla milli hnífs og skeiðar. Jöfnuður sem slíkur á því ekki að vera markmiðið, heldur að lágmarkstekjur séu sem hæstar. Mér er skítsama þó að jöfnuður minnki svo framarlega að þau lægst launuðu hækki með. Það þarf að vera alveg fast samband þarna á milli.

 • Og niðurstaðan er?

 • Margrét S.

  Skattprósentan var lækkuð og persónuafsláttur lækkaður talsvert.

  Þannig borguðu þeir tekjuminni hærri skatta en áður á „góðæristímanum“.

  Ójöfnuðurinn jókst. Við vorum komin með fjölmenna stétt, t.d. kvótaeigendur, sem lifðu á fjármagnstekjum og borguðu ekkert útsvar til sveitarfélagsins þrátt fyrir að börn þeirra gengju í skóla á kostnað hins venjulega vinnandi manns. Venjulegir launamenn voru að borga miklu hærri skatta hlutfallslega en þeir ofurríku. Þannig var það bara.

 • Guðmundur 2. Gunnarsson

  Gísli. Alltaf gaman að sjá hvernig menn bregðast við þegar þeir hafa ekki minnstu hugmynd um út á hvað færsla eins og þessi gengur. Og þá er gripið til snilldarinnar að reyna að snúa útúr, fyndni og jafnvel að blanda yfirburðafræðingnum Agli Helga inn í málið í einhverri óskiljanlegri vörn, eins og að hann skipti yfirleitt einhverju máli þegar umræða sem þessi er annarsvegar. En vissulega eru það margar brekkurnar sem telja Egil vera upphaf og endi tilverunnar.

  Samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, þá komu hvorki Davíð eða Halldór að sölu ríkisbankanna. Sá sem sá um einkavæðinguna og segist bera alla ábyrgðina heitir Valgerður Sverrisdóttir og var viðskiptaráðherra. Viðskiptaráðherra átti jafnframt samkvæmt stjórnsýslulögum að sjá um sölurnar og bera allfarið alla pólitíska ábyrgð á þeim. Hún segist hafa gert það og að engar fyrirskipanir og eða leiðbeiningar frá þeim tveim þingflokksformönnum og meðráðherrum hafi nokkur sinnum komið til. Að vísu fannst henni eins og niðurstöðurnar væri þeim hugnanlegar, án þess að þeir hafi nokkuð tjáð sig um málið, hvað sem það svo þýðir.

  En auðvitað veit snillingurinn Egill Helga mun betur um þetta atriði eins og öll önnur sem hann lætur ljós sitt skína á bloggsnilldinni sem hann lætur frá sér fara og sértrúarsöfnuðurinn hans gleypir viskuna í sig. Nokkur gullkorn eins og.:

  „Hvað varðar DO þá er ferill hans svo skelfilegur að það er nánast einsdæmi. – Hann einkavæðir íslenska banka – eigur almennings – í hendur pólitískra klíkubræðra og vildarvina, stendur í ógurlegum slag við hóp fjárglæframanna sem fara í taugarnar á honum meðan aðrir eru í náðinni. – Og… Einkavæðingin er sýnu verst. Að ráðstafa eigum almennings með þessum hætti. Því má líkja við þjófnað. Og líklega ætti að draga Davíð og Halldór Ásgrímsson fyrr dóm vegna þessa. – Og… Þú telur semsagt að lög nái ekki yfir það að afhenda klíkubræðrum eignir almennings á gjafverði – og nota til þess blekkingar? – Og… Hann er seðlabankastjóri, embættismaður, en eyddi mestum tímanum í að réttlæta sjálfan sig. – Og… En Davíð er höfundur þess óbeislaða frjálshyggjukapítalisma sem við höfum búið við, hann gaf einkavinum bankana, hann lagði niður Þjóðhagsstofnun, veikti eftirlitsstofnanir, drap niður alla gagnrýna umræðu í Sjálfstæðisflokknum á löngu árabili, raðaði vinum sínum og venslamönnum í störf hjá ríkinu, skipaði sjálfan sig í embætti sem hann var vanhæfur til að gegna. – Hann er náttúrlega bara að reyna að réttlæta öll afglöp sín. – Og… Það skiptir í raun ekki máli hvort hann er að segja sannleikann. – Og… Maður fór fyrst að heyra eitthvað að ráði um hátæknispítala eftir að Davíð veiktist. – Og… Ýmislegt er að hrynja þessa dagana. Og þar með pólitísk arfleifð þessa manns. – Og… Frankenstein líkingin er góð. Kennum skrímslinu um en ekki doktornum sem bjó það til. Ekki þar fyrir – skrímslið er býsna hryllilegt. – Og… Siðblindan, sjálfsblekkingin og lítilmennskan ríður ekki við einteyming. – Og… Davíð er einhver gerspilltasti stjórnmálamaður sem verið hefur á Íslandi. Hann gaf ríkisbankana klíkum auðmanna. Hann átti í erjum við eina klíku auðmanna, vegna þess að honum var illa við hana, en á meðan voru aðrar í náðinni.“

  Banka“gjöfina“ (sem að vísu var sala) hirðir Egill Helga ekki að taka mark á skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis en lýgur að það hafi verið verk Davíðs, og stundum Halldórs þegar vel liggur á honum. Ekkert mark er á skýrslunni að taka í þessu tilfelliþ þó svo vilji til að hann hikar ekki við að flagga niðurstöðum hennar eins og þær koma fyrir þegar þær henta honum og hans.

  Það er meira en vel skiljanlegt að þeir sem trúa á Egil Helga og hans vini kunni ekki nema þá hlið sögunnar hvort sem hún er yfirleitt til staðar eður ei.

 • Þetta er allt lygi tekjuskipting og lífskjör voru mun betri þegar foringi okkar var við völd annnað er lygi.

 • Guðmundur 2. Gunnarsson

  Mölur. Þú virðist ekki hafa lesið staf í skýrslunni sem hugsanlega má túlka öðrum til tekna en þín bjargfasta trú og áróðurshlutverki segir að þú eigir að halda frammi í boði Baugshyskisins og flokksins þeirra. Þínir góðir – hinir vondir. Þar kemur fram við yfirheyrslum yfir Valgerði og Þorvaldi Ara formanni einkavæðingarnefndarinnar að þau hafði ekkert máli sinu til stuðning um hugsanlega aðkomu Davíðs og Halldórs nema trú sína á að þeir félagar hefðu hugnast og það hefði legið í loftinu. Ekkert við þau rætt eða þeim skrifað þess eðlis frá þeim tveim. Aðeins hughrif sem ómögulegt er að henda reiður eða taka nokkuð mark á. Bæði fóru í fjölmörg viðtöl hjá fjölmiðlum eftir útkomu skýrslunnar og héldu sig við sömu skýringar. Eitt er víst að snillingar eins og þú og Egill getið engu þar um breytt með dylgjum og ljúga sakir upp á saklausa.

  Sjávarútvegsráðherra sá alfarið um sölu Síldarverksmiðju ríkisins og engin hefur reynt að halda því fram að lagaleg ábyrgð hafi verið hjá einhverjum öðrum, öðru ráðuneyti eða að einhverjir aðrir hafi annast eða átta að annast hana. Við búum í réttarríki þó þér og þeim sem þú hugnast er það óásættanlegt þegar Davíð og sjálfstæðismenn eru annarsvegar.

  Björgvin G. Sigurðsson, var gerður einn og algerlega ábyrgur fyrir þeim stórkostlegu embættisafglöpum sem snéri að hans ráðuneyti og honum sem ráðherra og stjórnsýslulega ábyrgð náði yfir, þó svo að samflokksmenn hans Ingibjörg Sólrún og Össur hefðu haldið honum markvisst fyrir utan allt sem stjórnvöld voru að gera í málefnum bankanna einhver ár fyrir hrun og tekið ákvarðanir fyrir hann, án þess að hann hafði hugmynd um. Hann bar alla ábyrgðina eins og viðskiptaráðherra á bankasölunum sagði Rannsóknarnefnd Alþingis enda var það á stjórnsýslulegri ábyrgð viðskipta – og bankamálaráðuneytisins og hans sem yfir manns þess ráðherrans. Það er sama hvað menn geta vælt um ósanngirnið í tilfelli Björgvins, þá eru stjórnsýslulöggjöfin skýr hvað þetta varðar. Hann átti að gæta hagsmuna þjóðarinnar í ráðuneytinu og brást henni. Það sama á við í tilfelli Valgerðar og bankanna. Hennar var ábyrgðin og engra annarra, enda hefur hún aldrei reynt að koma henni af sér annað þó svo Björgvin hafi reynt slíkt. Það hafa Davíðsheilkennissjúklingar reynt stíft sem sætta sig ekki við lög og leikreglur þjóðfélagsins.

 • Þetta er góð ábending hjá Skaft.
  Það þýðir ekkert að bera saman epli og appelsínur.

 • Guðmundur 2.,

  ekki var það ég sem “jafnvel” blandaði “yfirburðafræðingnum Agli Helga inn í málið … eins og að hann skipti yfirleitt einhverju máli þegar umræða sem þessi er annarsvegar”.

  Skafta tókst það sjálfum, alveg án minnar hjálpar. Það er hann sem segir: “…auðjöfrarnir (með aðstoð Egils) náðu hér völdum, hertóku bankana…” Í þessu setningarbroti eru tvær staðreyndavillur: Í fyrsta lagi hefur mér vitanlega engum öðrum en Skafta Harðarsyni (og kannski Guðmundi 2.) dottið í hug að Egill Helgason hafi haft eitthvað með einkavæðingu bankanna að gera. Í öðru lagi “hertóku” auðjöfrarnir ekki bankana heldur keyptu þeir þá og voru handvaldir til þess af Davíð Oddssyni og Halldóri Ásgrímssyni.

  Ég er sannarlega ekki ein af þeim “brekkum” “…sem telja Egil vera upphaf og endi tilverunnar.” En ég veit um nokkrar slíkar mannvitsbrekkur. Þeirra á meðal eru Skafti Harðarson, Guðmundur 2., Davíð Oddsson og einhverjir fálkar á AMX.

  En ég get verið sammála þér um að ég hafi verið fyndinn í fyrra kommentinu mínu. Það fannst mér allavega.

  En að ég hafi snúið út úr, það er af og frá.

 • Guðmundur 2. Gunnarsson

  Já Gísli – þó það nú væri að ég er stolltur hjarðsveinn alvitringsins Egils Helgasonar eins og svo margir sem koma hingað inn.

 • Guðmundur 2. Gunnarsson

  PS. Egill gæti örugglega skýrt út fyrir þér að það sem Skafti á við er ábyrgðin á að hafa verið þátttakandi við að mæra auðrónana og gera lítið úr rannsóknaraðilum í Baugsmálinu og yfirvöldum yfirleitt, sem og tilraunum Davíðs og þeirra sem vildu koma böndum yfir þá. Það er mjög áhugavert að skoða eldri færslur alfræðingsins og kjötbeinin sem hann henti fyrir athugasemdarhundana, til að ná upp eins sóðalegri umræðu um þá sem hugnuðust honum ekki og sem unnu gegn glæpaþróuninni eins og Davíð, Björn Bjarna og fleiri. Ágætt tímabil að skoða er þegar menn reyndu að koma fjölmiðlalögum á, og það sem Össur Skarphéðinsson segir að Samfylkingin hafa gengið allt of langt í að þjónusta Jón Ásgeir og hyski.

 • Ef að Davíð hefði fengið að stöðva JÁJ 2004 þá stæðum við betur núna.

 • Guðmundur 2.,

  Ég skil ekki alveg í hverju tilraunir Davíðs Oddssonar, Björns Bjarnasonar og fleiri til að koma böndum á „glæpamennina“ í Landsbankanum, Kaupþingi og Glitni voru fólgnar. Voru þessar tilraunir fólgnar í því að selja þeim bankana? Eða ertu að halda því fram að það hefði aldrei orðið neitt hrun ef tekist hefði að drepa Fréttablaðið, Stöð 2 og Bylgjuna? Að ef Morgunblaðið, DV og RÚV hefðu ein séð um fréttaflutning í landinu hefðu bankamennirnir séð að sér? Að þá hefði seðlabankastjórinn allt í einu farið að vinna vinnuna sína?

  Ég verð að segja að ég átta mig ekki alveg á þessu.

 • PS, Guðmundur 2., ertu að halda því fram að Hæstiréttur hafi farið eftir því sem Egill Helgason skrifaði á bloggið sitt þegar hann dæmdi í Baugsmálinu? Höfðu þá ráðningar vina og vandamanna Davíðs Oddssonar í Hæstarétt ekkert að segja? Ja, fussum svei.

 • Gísli,

  Ekki rökræða við kjána. Þeir draga mann niður á sitt level og jarða þig á reynslunni.

 • Einn upplýstur

  Þorvaldur Gylfason og Stefán Ólafsson fóru mikinn yfir því að GINI stuðullinn hækkaði hér í nokkur ár, án þess að vera svo vænir að setja það í nokkurt málefnalegt samhengi.

  Því furða ég mig enn á því að þeir hafi ekki fagnað hátt og snjallt þegar GINI stuðullinn féll all snarlega hér fyrir tveim árum. Óþarfi að setja það í samhengi heldur.

 • Sigurður G.

  Þvílíkur bjáni er G2G/Skapti eða hvað hann kallar sig. Nú á að kenna Agli Helgasyni um það að Baugsliðið var ekki dæmt. Eins og hæstiréttur hefði fyrst og fremst hlustað á Egil ! Og réttilega tók Egill enga sérstaka afstöðu með Baugsliðinu, hann sagði að mig minnir að rannsóknin hefði kostað mikið en skilað litlu. Alveg svaka mikið að taka afstöðu með Baugi eða þannig. Þá verða þeir brjálaðir þarna í náhirðinni, því þeir eðlilega vilja ekkert lýðræði eða málfrelsi. Bara eina skoðun, Davíðs.
  En svona eru nú þeirra rök þessara vanvita. Og Gísli, eins og þú sýnir fram á er ekki hægt að rökræða við þetta lið.

 • Guðmundur 2. Gunnarsson

  Það er synd að segja að vitsmunir Baugs og Egilshirðarinnar þvælist fyrir þeim, sem er etv. ekki nema von. Stærsti hluti þjóðarinnar veit ágætlega hverslags aumingjar þeir eru sem komu okkur í þá hörmungarstöðu og við erum í dag, hverjir gengu erinda auðrónanna á launum og eða heimsku, og hverskonar hálfvitar það voru sem trúðu þeim og augljóslega trúa enn.

  Núna eru menn eins og Sigurður G., Gísli og S (sami?) í akkorði þegar stóra grafan dugar ekki að moka uppúr brók mikla meistarans og eigandanum. Þeir (hann?) eru jú einu sinni Baugshirðin og Egill á inni stóran greiða frá fyrri tíð, þó svo hann reyni stundum að leika annað hlutverk í dag í hlægilegum og fölskum ofleik.

  Nei sem betur fer hefur Egill ekki mikið með sæmilega gefið og gert fólk yfir að segja (lesið athugasemdirnar á vefnum hans þar sem ekkert nær í gegn en það sem bergmálar hans skoðanir), heldur hefur hann brókaher af illa upplýstum aðilum eins og ykkur (þig?) sem hann heldur við efnið og fóðrar á heimskulegum niðurstöðum og upplýsingum, og mest áður en allt hrundi. Síðan hefur hann reynt að koma allri sök á Davíð vonda eins og venjulega.

  Eðalmennið heiðarlega eigandi ykkar er í þeirri stöðu sem hann er í dag vegna þess að ætlunarverk Samfylkingarinnar, Egils, Þorvaldar Gylfa, Baugsmiðlanna hefur algerlega mistekist og er hataðasti maður þjóðarinnar, og hinir útrásaraumingjarnir og hrunsbarónarnir ná ekki að jafna hann þótt allir eru lagðir saman. Egill gekk í broddi Baugsfylkingarpenna og Baugslygaveitunnar með vini sínu Þorvaldi Gylfasyni hvað magn óþverra og lyga lesefnis varðar, með að reyna að níða skóinn af þeim sem þurftu að vinna að rannsókn Baugsmálsins, undir leiðsögn Samfylkingarformannanna Ingibjargar Sólrúnar og Jóhönnu Sigurðardóttur.

  Að menn skuli voga sér að nefna snöru í hengds manns húsi þegar Baugsmálið og Jón Ásgeir eigandi ykkar er annarsvegar. Er einhver sem heldur að réttlætinu hafi verið fullnægt varðandi niðurstöðu þess? Eva Joly lýsti niðurstöðum dómara í sambærilegum málum að þegar flækjustigið er orðið algert vegna ofurlaunaðra verjenda og varnartaktíkar og þeir hafa ekki lengur neina hugmynd eða nokkra sérfræðiþekkingu á málum, þá neyddust þeir að láta sakborninga njóta vafans. Ákæruaðilar hefðu ekkert fjármagn að getað keppt við stjörnuliðið og svo fór sem fór. Yfir 30 atriði sem sekt var sönnuð voru feld niður vegna formgalla í ákærum, sem alltaf hefðu talist góðir og gildir í dómasögum. Ennþá skilja lögfróðir ekkert í hvað dómarar voru að fara. Vegna fyrninga og vegna ótrúlegra galla á lögum sem gerðu ráð fyrir að fyrirtæki en ekki stjórnendur yrðu að sitja af sér dóminn. En athyglisvert að nákvæmlega þeir 3 (1?) sem telja að réttlætinu hafi verið fullnægt láta lítil ljósin skína á þessari síðu. Það eru þá hugsanlega Egill Helgason, Jón Ásgeir Jóhannesson og Hreinn Loftson, nema að einn þeirra er fræðimaðurinn staurblindi Þorvaldur Gylfason sem er búinn að sjá alla þjóðina seka fyrir utan Jón Ásgeir og hans meðreiðarhyski. Yfirforingjar Baugsnærbrókanásnyrtisveitarinnar geðþekku.

  Einn snillingurinn veit ekkert að Davíð og Björn Bjarna hafi reynt að koma böndum yfir Jón Ásgeir og glæpahyskið. Hann veit þá örugglega ekki að eigandi hans og Egill og fleiri mannvitsbrekkur eins og Þorvaldur hafa einmitt haldið því fram að Baugsmálið er allt undan þeirra rifjum runnið að sögn varðhunda glæpagengjanna og tilraun þeirra til að bregða fæti fyrir skurðgoðið þeirra Baugssvínið. Upphaf kenningarinnar var lygasaga blinda prófessorsins Þorvaldar Gylfasonar um að „einhver huldumaður hafði sagt honum hverjir yrðu ákærðir“ löngu áður en að ákæru kom. Hann laug til með fjölda ákærðra sem síðan stóðst ekki, en það skipti engu fyrir sértrúðasöfnuð Baugs. Það var algert aukaatriði. Egill sjálfur hefur ítrekað haldið því farma að málið hafai verið runnið undan rifjum Davíðs vegna haturs hans á Baugshyskinu. Legg til að brekkan haldi sig heima og pósti sjálfum sér hugrenningar sínar á pari við þessa.

  Þorvaldur og Stefán eru pólitískir loddarar og akademískir portkarlar og að vanda afar frjálslegir við umgengni sína við sannleikann, og oftar en ekki virðist þeir eiga nokkra samleið. Stefán Ólafsson gerðist sekur í pólitískum loftfimleikum um alvarlegan trúnaðarbrest, þegar hann skýrði ritstjórum Morgunblaðsins að sögn Matthíasar Johannessen, frá niðurstöðum skoðanakönnunar, sem félagsvísindastofnun Háskóla Íslands hafði gert fyrir einn vin Davíðs Oddssonar, Hrein Loftsson. Þá var Stefán forstöðumaður félagsvísindastofnunar. Tilgangurinn með uppljóstrun á trúnaðargögnum var til að reyna að koma höggi á pólitískan andstæðing. Slíkt hefði verið brottrekstarsök í sæmilega virðulegir opinberri stofnun og öllum einkafyrirtækjum. Stefán hefur verið staðin af að misnota heimildir og jafnvel rangfæra. Þorvaldur sýnir af sér nánast vikulega svipaða hegðun fyrir utan lygarnar sem urðu upphafið að pólitísku áróðurskenningunni um að Baugsstefnan væri runnin undan rifjum stjórnvalda, sem hann hefur haldið fram alla tíð og ekkert lagt fram máli sínu til stuðnings nema að honum er ekki fært að brjóta trúnað við skjólstæðing sem blaðamaður Baugslygaveitunnar. Að áróðursmeistari og blaðamaður lygaveitu Baugs er síðan prófessor við Háskóla Íslands er hneyksli og dregur orðspor hans niður í svaðið. Menn að þessari sortinni myndu hvergi njóta trausts nema í Baugslandinu góða.

  Fyrir snillingana sem augljóslega þekkja ekkert til Baugsmálsins, legg ég til að þeir byrji að lesa aðeins einn kafla um „Leynifélagið Fjárfar“ og síðan láta dauf ljósin skína hvað varðar niðurstöður dómstóla og trúverðugleika þeirra, sem og eigin siðferðisvitund. Sá kafli er talinn vera besta dæmið um stórkostleg dómsmistök, aumasta viðskiptasiðferði og siðferði yfirleitt í lagadeildum háskóla og jafnvel út fyrir skerið.

  Hlakka til að sjá snilldar niðurstöður Baugsnærbrókanásnyrtanna, Sigurðar G, Gísla og S (sami?) um trúverðugleika dómstóla og þegar mál auðróna eru annarsvegar sem dæla 2 milljörðum í varnir máls og öðrum 5 milljörðum að auki í tap Baugsmiðlanna til að getað stjórnað almenningsálitinu, þegar engin saklaus þarf að óttast að vera dæmdur sekur.

  http://baugsmalid.is/?k=fjarfar

 • Guðmundur 2. Gunnarsson

  Gísli. Ætla ekki að láta þig njóta vafans með að þú ert að leika þig einfaldan, því svo að ég þykist vita að Sigurður G. er barnalegur kjáni sem hefur ekki lesskilning eða úthald fram yfir bólutexta í Andrés Önd blaði, né þekkingu umfram það sem þar stendur. Því miður virðist flestum það vera fullkomlega gleymt hvernig bankasölurnar gengu fyrir sig, hvort sem það er pólitísk hentisemi eður ei. Reynt er að þyrla upp eins miklu spillingarmoldviðri vegna einkavæðingarinnar, í trausti þess að á endanum muni margir sannfærast um viðbjóðinn, þó fæstir hafi hugmynd af hverju nákvæmlega. Oftast gleymist að fyrstur banka til að falla var ekki einkavæddur á þessari öld og fjarstýrt af Jóni Ásgeir Jóhannessyni.

  En þú þykist ekki skilja neitt í hvað Davíð og Björn B. gerðu í að standa á móti bönkunum. Í fyrsta lagi, þá var það EES inngangan sem krafðist þess að það varð að einkavæða bankanna, þar sem ríkið mátti ekki keppa við einkabanka. EES krafðist þess að bankarnir væru seldir án nokkurra takmarkanna á eignarhaldi, sem var það sem Davíð og Sjálfstæðisflokkurinn vildu gera og sóttu fast. Viðskiptaráðherra Valgerður Sverrisdóttir og lögfræðideild ráðuneytisins upplýstu slíkt eftir að umræða um þetta hafði gengið í langan tíma. Samfylkingin ( Alþýðuflokkurinn ) gekk út frá því að þessi áhugi á takmörkun Sjálfstæðisflokksins væri til þess að reyna að koma í veg fyrir að Jón Ásgeir; Jón Ólafsson og fleiri gæfumenn eignuðust meirihluta, svo að þeir börðust gegn takmörkunum. Hljómgrunnurinn var enginn fyrir utan Sjálfstæðisflokkinn um dreifða eignaraðild eins og allir ættu að muna, og þó svo að hefði verið hægt að semja við Evrópubáknið, þá var ekki meiri stuðningur meðal þingsins og þjóðar en í ESB málinu í dag. Ekki síst fékk takmörkuð eignaraðildin lítinn stuðning frá hinum almenna borgara, sem tugþúsundum saman sýndu sinn vilja í verki að í bönkunum yrðu aðeins stórir kjölfestu eigendur.

  Þegar bankarnir voru fyrst boðnir til sölu í hluta skráðu tugþúsundir sig fyrir hlutafé í mikilli söfnun. Langstærsti hluti þessa fólks átti bréf sín varla í nokkrar mínútur, því þegar menn skráðu sig fyrir hlutafénu framseldu þeir hlut sinn til einhverra þeirra fyrirtækja sem þá kepptust við að bjóða sem hæst verð fyrir þau. Þeir sem þannig urðu kjölfesta svonefnds S-hóps, fengu þannig stóran hlut í Búnaðarbankanum, með framsali tugþúsunda landsmanna á hlut sínum, og aðrir sem síðar urðu stórir fengu einnig sinn hluta. Einhverra hluta vegna er aldrei minnst á þetta, þegar rætt er um einkavæðingu bankanna. Tugþúsundir landsmanna sýndu hug sinn í verki með afgerandi hætti. Auðvitað hefur þetta haft áhrif á menn þegar ákvörðun hefur verið tekin um það, hvernig standa skyldi að sölu síðustu bréfa ríkisins í þeim.

  Það er afar vinsælt meðal eftirásérfræðinga að reyna er að þyrla sem mestu moldviðri um einkavæðinguna á bönkunum. Eða þeirra tveggja sem voru einkavæddir 2002. Eftir hana voru bankarnir á opnum hlutabréfamarkaði til fjölda ára. Bréfin hækkuðu í verði með ævintýralegum hætti ár eftir ár. Enginn var tilneyddur til að eignast eða eiga hlut í þeim, frekar en enginn tilneyddur til að vera í viðskiptum við þá. Ekkert launungarmál var hverjir voru helstu eigendurnir og um viðskiptasögu þeirra eða meintri reynsla þeirra af bankarekstri. Um allan heim eignast aðilar banka eða önnur fyrirtæki án þess að hafa nokkra reynslu af slíkum rekstri og þykir ekkert óeðlilegt. Reynsluleysi eigendanna breyttu engu um því að hinn almenni viðskiptavinur hafi mikinn áhuga á að skipta við bankana, eignast og eiga hlut í þeim og treysta þeim fyrir fjármunum sínum. Virtustu og stærstu bankar veraldar með alla sína ofursérfræðinga, lánuðu íslensku bönkunum þúsundir milljarða króna eins og ekkert væri og töpuðu. Bankarnir fóru í þrot vegna afleitrar stjórnunnar og vegna afar óheppilegra ytri aðstæðna. En ekki fyrr en þá varð einkavæðingin alveg ómöguleg og allt að glæpsamleg. Helvítis Davíð gaf einhverjum drullusokkum þá. Drullusokkum sem þing og þjóð dansaði tangó við fram að hruni. Kyssti og kjassaði og hengdi allskonar orður og verðlaun á fram að því síðasta. Valgerður skynjaði hins vegar andrúmsloft við söluna og það var mikið meira en nóg fyrir blogghýenurnar í dag. Að vísu hafði hún nákvæmlega ekki neitt fram að leggja sem studdi „tilfinninguna“ eða „andrúmsloftið“ frekar en Þorvaldur Ari sem sagði sig sig úr einkavæðingarnefndinni vegna samskonar „tilfinninga“. Á ofur vefmiðli var sagt frá viðtali við Valgerði í Kastljósi og þar var haft eftir henni að Davíð hefði aldrei sagt neitt um þetta, en hún hefði „skynjað það“. Og yfir var sett fyrirsögn sem er í stíl við aðra framgöngu íslenskra fjölmiðla þessi misserin: „Davíð heimtaði að Björgólfsfeðgar fengju Landsbankann“. Það er þá á hreinu að Valgerður viðskiptaráðherrann byggði ekki að neinu leiti ákvarðanir sínar á orðum, óskum eða tilmælum Davíðs hvað bankasölurnar varðar. En sú augljósa staðreynd mun auðvitað ekki hafa nein áhrif á endurritun sögu álitsgjafa eins og snillingsins Egils Helgasonar. Þar breytist nákvæmlega ekki neitt.

  Allt í einu voru bankakaupendurnir einhverjir sérstakir einkavinir Davíðs, þó svo að engin hafði haft minnstu hugmynd um nokkur tengsl þeirra milli fyrir þann tíma, og hvað þá ekki átt í viðskiptum við þá vegna þessa. Davíð andskotakornið sýndi frumkvæði og mótmælti með því að taka sína peninga út úr Kaupþingi þegar upp komst um ofurlaun eigenda. Hvernig stóð á því að engin gerði neitt ef spillingin var svona augljós í bönkum vina Davíðs?

  Örugglega muna menn eftir sölunni á Landssíma Íslands. Um hana var þvílík sátt og stórkostleg almenn gleði. Mjög vandað allt saman og faglegt. Í því frábæra söluferli endaði fyrirtækið í höndunum á aðaleigendum Kaupþings. Þeir sem mest tala um söluferli hafa ekki vandað þeim aðilum kveðjurnar að undanförnu, og vegna þess að ekki er hægt að kenna Davíð um, þá er engin ástæða að gera nokkuð veður út af málinu. Álitsgjafarnir eru uppteknir á öðrum vígstöðum.

  Davíð né Seðlabankanum var heimilt samkvæmt lögum að stöðva útþenslu bankana né td. Icesave reikninginn á neinu stigi samkvæmt EES samningnum, sem jafnframt tók Fjármélaeftirlitið úr höndum Seðlabankans og setti í hendur viðskipta – og bankamálaráðuneytisins undir styrkri stjórn Björgvins G. Sigurðssonar og Jóns Sigurðssonar. Ingimundur Friðriksson fyrrum bankastjóri Seðlabankans skrifaði.:

  „Eftir á að hyggja hefði öruggasta leiðin til þess að koma í veg fyrir hrun bankanna e.t.v. verið sú að setja í upphafi þrengri skorður við starfsemi þeirra en fjármálafyrirtækja í öðrum löndum Evrópska efnahagssvæðisins, þ.e. þeir fengju ekki að njóta þeirra réttinda sem EES-samningurinn fól m.a. í sér fyrir fjármálafyrirtæki. Þar með hefði Ísland ekki orðið fullgildur þátttakandi í innri markaði Evrópusambandsins. Ég læt öðrum eftir að svara hvort stjórnmálalegur stuðningur hefði verið við hamlandi reglur á bankana á sínum tíma. Hins vegar blasir við að bankarnir nýttu kjöraðstæður til þess að vaxa hraða en langtímaforsendur reyndust til eins og mál skipuðust.“

  Ef menn eiga nú að trúa því að mikill áhugi eftirásérfræðinga, álitsgjafa og fréttamanna á einkavæðingunni gömlu bankanna, sem ríkisendurskoðun fór yfir og gaf fullnaðareinkunn á sínum tíma, væri hreinn og ætti sér eðlilegar og sjálfsagðar réttlætis ástæður og skýringar, hvernig á þá að skýra fullkomið áhugaleysi þeirra sömu á einkavæðingunni sem fram fór á síðasta ári? Er ekki nein hætta á að þjóðin er að fara úr öskunni í eldinn hvað gæði eigenda varðar? Td. Hagar – einhver? Eftir hrun lá nú aldeilis fyrir, ef miðað er við opinbera umræðu, hversu miklu máli skipti hverjir ættu banka og hverjir ekki, en þá ber svo við að fréttamenn reyna ekkert til að grafast fyrir um hverjir eigendurnir eru og sleppa ráðherrum algerlega við yfirheyrslur um það hverjum og þá hvaða einkavinum þeir hafi afhent bankana. Núverandi stjórnvöld hafa jú sett nýtt spillingarmet með einkavinavæðingu og ráðningum.

 • Guðmundur 2. Gunnarsson

  Mölur. Mikið ferlega er ég nú þreyttur á þér á þessum nikkum á þínum vegum bullandi fram og til baka eins og eigandi þinn skipar fyrir. Þú skríður í Baugsskólpinu og dælir úr þér óþverranum eins og venjulega, til þess eins að reyna að stoppa óþægilega umræðu. Það sem er kallað tröll á venjulegum vefum og merkilegt nokk eru undantekningarlítið fjarlægð af stjórnendum og eigendum slíkra. Óþverrablettur á annars ansi slæmu samskiptakerfi yfirleitt.

  Og snillingurinn Mölurinn er viss um að mistök voru gerð við sölu ríkisbankanna af því Valgerður segir það. Og sennilega mótmælir engin því að hún hafi gert mistök. En hann trúir engu um að ráðherrar beri ábyrgð á sínum ráðuneytum hvað sem kemur uppá, eins og vesalings Björgvin G. á vælubílnum fékk heldur betur að kenna á með að verða hent útaf þingi eftir útkomu sannleiksskýrslunnar. Og snillingurinn sýnir fram á að hann hafi rétt fyrir sér og vitnar í grein þess efnis, sem ma. inniheldur millifyrirsögn við meðfylgjandi snilldarkafla sem segir.:

  „Davíð heimtaði að Björgólfsfeðgar fengju Landsbankann“

  „Varðandi söluna á Landsbankanum, skömmu áður, þá rakti Valgerður að reynt hefði verið að selja ráðandi hlut ríkisins árið 2001, meðal annars með því að leita kaupenda erlendis. Það hafi ekkert gengið og síðla árs hafi verið tilkynnt opinberlega að hætt væri við ferlið. Svo hafi það gerst um mitt ár 2002 að Björgólfsfeðgar sendu Davíð Oddssyni bréf og lýstu yfir vilja til að kaupa hlutinn. Davíð hafi litist vel á, en Framsóknarflokkurinn hafi ekki talið boðlegt að selja þeim hlutinn beint heldur krafist þess að útboðsferlið yrði opnað að nýju. Þetta hafi fallið í grýttan jarðveg hjá Davíð, en þó farið í það ferli fyrir tilstilli Framsóknarflokksins, að sögn Valgerðar. Valgerður sagði engan vafa á því að Davíð Oddsson hafi viljað selja Björgólfsfeðgum hlut ríkisins í bankanum, hann hafi sótt það mjög stíft.

  —— >> Aðspurð sagði hún þó ekki að Davíð hefði sagt það berum orðum. Það hafi ekki þurft til.“….?????? (O:

  Og snillingurinn Mölur veit allt best eins og alltaf þegar eigandi hans rekur við. Alfræðingur andskotans, og sannleiksþörfin nær ekki lengra en úr brókarstrengnum auðrónans. Valgerður hefur sjálf sagt að ábyrgðin á sölunni er hennar og engra annarra. En lagahundur Jóns Ásgeirs reynir að fullyrða að ráðherrar beri ekki ábyrgð á sínu ráðuneyti og hvað þá þeim málefnum sem þeim tilheyra. Mölurinn er grínari og uppistandari par exelance, en ég er ekki viss um að greyinu Björgvini G. er mikið skemmt með þessum hundakúnstum.:

  “ – EINKAVÆÐING – Ríkisendurskoðandi segir að Valgerður Sverrisdóttir sem viðskiptaráðherra beri alla ábyrgð á sölu Landsbankans og Búnaðarbankans sem átti sér stað árið 2002. Ábyrgðin varðandi sölu bankanna hvílir ekki á ráðherra- nefndinni heldur fagráðherra, í þessu tilfelli viðskiptaráðherra. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar.“

  Þetta má finna í Fréttablaðinu frá 14. júní 2005, og lögum hefur ekki verið breytt fyrir Jón Ásgeir né mölinn.

  En það er ekki Jón Ásgeir sem segir þetta svo mölkúlan skilur málið ekki frekar en í sannleiksskýrslunni né nokkrum öðrum stöðum sem hann hugsanlega gæti leitað upp sannleikann. Auðvitað er þetta allt helvítinu honum Davíð að kenna.

  Og hvers vegna heldur mannvitsbrekkan Mölur að hann hafi hrakið eitthvað ofan í nokkurn mann og hvað þá mig? Að ríkisbankar voru frekar leyfðir frekar en annar ríkisrekstur í samkeppni við einkarekstur á milli landa innan EES? Ríkisbankarnir gott mál en annað ekki? Bara að því að Dabba langaði svo að ganga á rétt þjóðarinnar? Heldur Mölur kannski líka að ríkið hafi átt að tryggja innistæður hins einkarekna innistæðutryggingarsjóðs hvað varðar Icesave þó svo að slíkt er tekið fram að er óheimilt og ólöglegt vegna samkeppnisreglna sem fylgja EES draslinu?

  Nú er Mölur álíka lögheimskur og hundurinn minn, og ítrekað sýnt að hann skilur ekki lagastaf þó svo að honum er gefið slíkir inn með teskeið. Lögfræðingurinn og alþingismaðurinn Höskuldur Þórhallsson hefur sennilega fjallað og kynnt sér best allra þingmanna EES samningin varðandi Icesave.

  Höskuldur sagði í ræðu á Alþingi í Icesave umræði og í grein í vetur.:

  „Auk þess var kveðið á um það í EES samningnum að bankarnir skyldu einkavæddir. Fjórfrelsið svokallaða gerir nefnilega þá kröfu að ríkisvaldið sé ekki í samkeppni við einkafyrirtæki á markaði.“

  En Höskuldur er ekki Jón Ásgeir, og hann er ekki meðlimur í Baugsfylkingunni eða hvað þá Baugsbrókanásnyrtir eins og mölkúlan, svo að það á ekki að taka mark á því sem frá honum kemur frekar en öðrum í náhirðinni.

  Mölur. Svona í lokin, þá benti ég þér á einu Sigurðar nikkinu að ég nennti ekki að eyða tíma í að svara athugasemdatröllum, ómerkingum og lygahundum, og legg til að þú snúir þér til einhverra annarra með Baugssnilldina. Þú þarft ekkert að óttast að ég svari eða vitni í bullið í þér, enda ekki beint mikil ástæða til út frá hversu vitræn og trúverðug skrif þín eru.

 • Mölur !
  Það þýðir lítið að vera eyða orðum eða púðri í helsta skósvein náhirðar, aulann hann Guðmund annan (annan á eftir Hannesi sínum).
  Bullið er slíkt og allt reyndar horft á með gleraugum Davíðs. Og jafnvel þótt ekkert sé rætt um Baug, tekst hann alltaf að koma því inn og klína einhverja tengingu þess við menn. Það gerir hann þar sem rökin þrjóta, þess vegna notar hann þetta Baugs-eitthvað. Sick !

 • Guðmundur 2. Gunnarsson

  Gunnar. Hvar er boltinn? Hvenær ætlar þú að leggja eitthvað annað orð í belg en að aðrir eru að rugla? Fávisku þína felurðu ekki með svo ódýrum upphrópunum.

  – Er ekki á hreinu að þínu mati að fagráðherrar bera alla ábyrgð á embættisverkum sem heyra til þeirra ráðuneyta eins og ríkisendurskoðandi segir skýrt?

  – Er ekki á hreinu að einkavæðing bankanna sem annarra fyrirtækja sem eru beint í samkeppni við fyrirtæki í EES ríkjum var krafist samkvæmt ýtrustu EES reglugerðum undir þeim formerkjum að ríkið mátti ekki styðja og bera ábyrgð á fyrirtækjum í samkeppnisrekstri eins og td. tryggingarsjóði innistæðueigenda?

  – Er ekki á hreinu að EES skikkuðu Íslendinga til að selja bankana sem önnur ríkisfyrirtæki án nokkurra takmarkanna hvað eignaraðild varðaði, eins og Sjálfstæðisflokkurinn lagði til?

  – Er ekki á hreinu að ef Íslendingar myndu hafa sett einhverjar sér reglugerðir varðandi þessi mál, að þeir myndu þá ekki uppfylla þau skilyrði sem þurfti til að ganga í EES og með því ekki njóta þeirrar dýrðar sem aðildinni átti að fylgja? – Dæmi.:

  Sama dag og Ingimundur Friðriksson fyrrum Seðlabankastjóri sendi Jóhönnu Sigurðardóttir afsagnarbréfið, birtist á vefsíðu seðlabankans íslensk þýðing á erindi, sem hann ætlaði að flytja þennan sama dag fyrir málstofu, sem ráðgerð var í seðlabanka Finnlands. Erindið ber fyrirsögnina.:

  „Aðdragandi bankahrunsins í október 2008“

  „Eftir á að hyggja hefði öruggasta leiðin til þess að koma í veg fyrir hrun bankanna e.t.v. verið sú að setja í upphafi þrengri skorður við starfsemi þeirra en fjármálafyrirtækja í öðrum löndum Evrópska efnahagssvæðisins, þ.e. þeir fengju ekki að njóta þeirra réttinda sem EES-samningurinn fól m.a. í sér fyrir fjármálafyrirtæki. Þar með hefði Ísland ekki orðið fullgildur þátttakandi í innri markaði Evrópusambandsins. Ég læt öðrum eftir að svara hvort stjórnmálalegur stuðningur hefði verið við hamlandi reglur á bankana á sínum tíma. Hins vegar blasir við að bankarnir nýttu kjöraðstæður til þess að vaxa hraða en langtímaforsendur reyndust til eins og mál skipuðust.“

  Noregur seldi ríkisbanka með takmörkun eignaraðildar, þas. með dreifðri eignaraðild eins og Davíð og Sjálfstæðisflokkurinn sóttu fast. Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og þáverandi viðskiptaráðherra og lögfræðingar ráðuneytisins skáru þar úr um að EES reglugerðir heimiluðu slíkt ekki.:

  Mbl. Föstudaginn 22. desember, 2000

  „Takmarkanir óheimilar“

  „EFTIRLITSSTOFNUN EFTA, ESA, hefur sent norskum stjórnvöldum formlega tilkynningu varðandi hömlur í norskum lögum um eignarhald í fjármálastofnunum, samkvæmt fréttatilkynningu frá ESA í fyrradag. ESA segir að misbrestur sé á því í Noregi að framfylgt sé ákvæðum 11. greinar tilskipunar EES-samningsins um bankastarfsemi og að lög í Noregi stangist á við ákvæði EES-samningsins um frjálst fjármagnsflæði, þ.e. 40. grein samningsins og tilskipun um fjármagnsflæði.“

  „Enginn má eiga meira en 10% í fjármálastofnun í Noregi“

  „Í 11. grein tilskipunarinnar segir að EES-ríkin skuli gera kröfu um að aðili sem vilji eignast tiltekinn eignarhlut í lánastofnun þurfi að tilkynna þar til bærum yfirvöldum um það. Ákvæðið kveður einnig á um að í því tilviki er áhrif viðkomandi aðila séu líkleg til að skaða góðan og skynsamlegan rekstur skuli þar til bær yfirvöld grípa til viðeigandi ráðstafana til að koma í veg fyrir slíkt.“

  „Bann við eignarhaldi umfram 10% andstætt EES-samningnum“

  „Í fréttatilkynningu ESA segir að í norskum lögum um fjármálastarfsemi og fjármálastofnanir frá 1988 komi fram sú meginregla að enginn megi eiga meira en 10% hlut í norskri fjármálastofnun. Norsk stjórnvöld segi að vegna þessarar reglu sé ekki þörf á að taka upp ákvæði 11. greinar tilskipunar um bankastarfsemi í norsk lög.“

  „ESA telur að ákvæðið um bann við meira en 10% eignarhaldi í fjármálastofnun sé andstætt frjálsu flæði fjármagns og að norsk stjórnvöld geti ekki réttlætt að ekki sé þörf á afdráttarlausri innleiðingu 11. greinar tilskipunarinnar um bankastarfsemi með því að vísa til slíkrar reglu. Þess vegna telur Eftirlitsstofnunin að þessar norsku reglur um frjálst flæði fjármagns séu ósamræmanlegar við reglur EES og að Noregur hafi því ekki tekið upp 11. grein tilskipunar um bankastarfsemi.“

  Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis fjallar að stórum hluta um EES samninginn og þá ágallana sem honum fylgdi, og dregur ekkert úr dómhörku hvað hrunið varðar og beintenginguna við ófullkomið og meingallað regluverk samningsins. Rannsóknarnefndin segir að aðildin að EES hafi valdið 7 tilteknum atriðum, sem öll voru til þess fallin að auka lausung í bankastarfsemi.:

  1. Auknar heimildir viðskiptabanka og sparisjóða til að fjárfesta í ótengdum atvinnurekstri.

  2. Auknar heimildir til lánafyrirgreiðslu og annars konar fyrirgreiðslu til stjórnenda.

  3. Auknar heimildir til að fjárfesta í fasteignum og í félögum um fasteignir.

  4. Auknar heimildir til veita lán vegna kaupa á eigin hlutabréfum eða stofnfjárhlutum.

  5. Minni kröfur um rekstur verðbréfafyrirtækja á vegum lánastofnana.

  6. Auknar heimildir til að reka vátryggingafélög á vegum lánastofnana.

  7. Auknar heimildir til að fara með eignarhluti í öðrum lánastofnunum.

  Þarna er fullkomin uppskrift að skipulögðu bankaráni innanfrá eigenda. Á öllu Evrópska efnahagssvæðinu voru gerðar sambærilegar breytingar á starfsumhverfi banka, vegna þess að EES var skapað í anda „torgreindrar peningastefnu“ (discretionary monetary policy). Seðlabankinn laut þessari sömu peningastefnu, gefur augaleið að útilokað var að hann gæti hindrað ofbeldisverk bankaeigenda og bankamanna. En auðvitað er þér fyrirmunað frekar en mölkúlunni að skilja út á hvað málin ganga, því að allt er það helvítinu Davíð að kenna. En mikið ósköp væri það ánægjulegt að ef menn fara út í EES umræðuna að þeir hefðu einjverja lámarks hugmynd um málið og þá einhvern örlítinn skilning á ótrúlega flóknu og gölluðu reglugerðafargani í boði ESB.

  Endilega leiðréttu eitthvað í færslunum annað en stafsetningavillur og tala ekki um forheimskuleg orð þín.: “ þess vegna notar hann þetta Baugs-eitthvað. Sick ! „… NÁHIRÐ HVAÐ… líka rökþrot… ???? (O:

  Hlakka óendalega til að fá að takast á við enn eina brekkuna, þas. ef hún er ekki sú eina og sama og eða jafn þreytt?

 • Guðmundur 2. Gunnarsson

  PS.: Og ein svona í lokin fyrir mannvitsbrekkur Jón Ásgeirs og plastkratana sem færðu okkur EES hörmungina.:

  – HVERN ANDSKOTANN VARÐAÐI EES UM HVERNIG BANKASÖLUNUM VAR HÁTTAÐ MEÐ EINHVERJUM REGLUGERÐUM UM AÐ EKKI MÆTTI TAKMARKA EIGNARAÐILDINA EF ÞEIR LÖGÐU EKKI TIL AÐ ÞÁ ÆTTI AÐ SELJA OG RÍKISBANKAR VÆRU GJALDGENGIR Í SAMKEPPNINNI VIÐ EINKAREKNA SEM EKKI MÁTTU NJÓTA RÍKISÁBYRGÐAR OG MEÐ ÞVÍ VERIÐ FULLKOMLEGA ÓSAMKEPPNISFÆRIR?… Úpsss… (O:

 • Guðmundur 2. Gunnarsson

  Ha.. ha .. ha… og núna eru Davíðsheilkennissjúklingarnir með það á lokastiginu allt í einu farnir að vitna í helvítið hann Davíð …. sem örugga heimild… (O:

  Davíð kallinn og hans ráðgjafar höfðu ekki hugmynd um EES reglugerðir sem sögðu að bankana mætti ekki selja með takmarkaðri eignaraðild og gekk býsna langt áður en hann þurfti að játa sig sigraðan fyrir Evrópuskrímslinu og Samfylkingunni. Samt er hann lögfræðingur og margir ráðgjafarnir örugglega líka.

  Það er áhugavert fyrir lesendur að fletta uppá þeim mölétna eins og hér og öllum skítnum sem hann hefur ausið yfir kallinn. Dabbi er örugglega glaður að vita af öðrum eins þungavigtarmanni í Náhirðinni. Aldrei að vita að sá mölétni sjái af sér með raðlygarnar að ráðherrar beri enga ábyrgð á embættisfærslum sem er á ábyrgð þeirra ráðuneytis. Það er alveg eins á ábyrgð einhverra annarra. Æi – nei … Til þess er hann alltof lítill kall.

  En eins og venjulega þá gætir hann sig ekki að hvað skiptir máli og er á kafi í aukaatriðum. Hvers vegna voru bankarnir einkavæddir ef það var aldrei ætlast til þess, vegna þess að okkur væri ekki stætt á, neydd eða þvinguð til þess vegna EES? Ríkisrekstur banka var á móti öllu þeim markmiðum sem EES og innganga þjóðarinnar sóttist í að ná hvað frjálst fjármagnsflæði varðaði. Einkavæðing bankana var óumflýjanleg, sbr. samkeppnislöggjöf ESB má ríkið ekki vera í beinni samkeppni við einkaaðila og fyrirtæki. Það þarf ekki kjarnorkueðlisfræðing til að átta sig á hvers vegna framkvæmdin var eins og raun ber vitni, og enn minnist ég ekki að hafa séð neinn þokkalega gefin reyna að draga það í efa að bankana átti að einkavæða á sínum tíma, en því miður tókst svona hörmulega til. Einkavæðingin er ekki ástæðan, heldur hvernig hún var framkvæmd, og þar skiptir sköpum EES reglugerða hörmungin.

  Hvers vegna var EES að skipta sér að því hvernig við einkavæddum bankanna ef það var aldrei á þeirra verksviði? Hvers vegna neyddust bankarnir að setja upp sinn eigin innistæðutryggingarsjóð þegar ríkið hefði mátt annast slíkt fyrir ríkisbanka og þess vegna einkabankana (sem var að vísu ekki heimilt)? Hvers vegna var sett út á Norðmenn af EES um þeirra ríkishlut í bönkum eins og má sjá að ofan?

  Hvort að EES reglugerðir kröfðust einkavæðingar, sem hvergi er hægt að sjá að hafi verið neitt álitamál að gera á sínum tíma, þá er það fullkomið aukaatriði. Það sem rústaði landi og þjóð var bann EES við að bankarnir yrðu seldir með takmarkaða eignaraðild 3 – 8% eins og Davíð og Sjálfstæðisflokkurinn kröfðust, gegn Samfylkingunni ofl. Það gaf glæpagengjum frítt spil, sem þau nýttu sér og í mikilli samvinnu. Með takmarkaðri eignaraðild hefði aldrei verið hægt að stjórna bönkunum eins og EES og Samfylkingin kröfðust og um leið hefði sagan orðið allt önnur.

  Jón Baldvin Hannibalsson skrifar á heimasíðu sína 24.11.2008, 5 mínútur eftir hrun.:

  „Það var löngu tímabært að ríkið hætti bankarekstri.“

  Hvers vegna stærðu sig allir af EES snilldinni áður en allt fór til andskotans og engin núna? Herðubreið birti fyrir skömmu ræðu sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir flutti í febrúar 2003 og á enn mikið erindi við samtímann að sögn miðilsins.:

  „En svo skall á frostaveturinn mikli með fyrstu ríkisstjórn Davíðs Oddssonar árið 1991 og þessi krafa um endurnýjun í stjórnmálum varð hálft í hvoru úti. Ef frá eru taldar breytingar í efnahags- og atvinnulífi sem urðu vegna EES-samningsins, undir forystu Jóns Baldvins og Jóns Sigurðssonar, og einkavæðing ríkisbanka hefur harla lítið nýtt borið til tíðinda í íslenskum stjórnmálum á áratug Davíðs Oddssonar. En núna eru vorleysingar og það getur allt gerst.“

  Og snillingurinn Jón Baldvin Hannibalsson bætir um betur.:

  „Sjálfstæðiflokkurinn hafði því ekkert frumkvæði að EES-samningnum og lét aldrei brjóta á sér í málinu. Þegar mestur styr stóð um EES-samninginn fyrir kosningarnar 1991, fór Sjálfstæðisflokkurinn með löndum. Þeir óttuðust klofning. Það var ekki að ástæðulausu. Það var hörð andstaða við samninginn í landsbyggðararmi Sjálfstæðisflokksins allan tímann, þannig að það mátti vart tæpara standa að samningurinn hlyti meirihlutastuðning á þingi.“

  Það er löngu kominn tími á að þjóðin opni augun fyrir hversu mikið glapræði og skaðræði var að ganga eins og fé til slátrunar í EES og ESB sláturhúsið og handónýtt regluverkið sem síðan var treyst á að væri sama snillin og allt annað sem kom frá ESB dýrðinni. Þökk sé Samfylkingunni sérstaklega fyrir hvernig komið er fyrir þjóðinni og ekki síst gleðigjöfunum þeirra allra einföldustu sem reyna að kenna öðrum flokki en þeirra eigin um og hvað þá af hverju við breyttum ekki EES reglugerðarruslinu til að stöðva glæpagengið. Ætli skýri ekki best hvers vegna allt var gert af Samfylkingunni til að vernda glæpagengi útrásar og bankagengjanna þegar hún settist í hrunstjórnina og með skilyrði í stjórnarsáttmálanum undir lið um “alþjóðlega þjónustustarfsemi”.:

  „Ríkisstjórnin stefnir að því að tryggja að slík starfsemi geti áfram vaxið hér á landi og sótt inn á ný svið í samkeppni við önnur markaðssvæði og að útrásarfyrirtæki sjái sér áfram hag í að hafa höfuðstöðvar á Íslandi“.

  Að kröfu Samfylkingar var sett inn í sjálfan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að henni bæri að greiða götu „banka og útrásarfyrirtækja“ svo þau færu ekki með sitt hafurtask annað.

  Say no more…..

 • Enn á ný er Baugsmaðurinn Egill að birta lygaþvætting.
  http://silfuregils.eyjan.is/2010/08/23/sveinn-valfells-brennuvargar-gagnryna/
  Ná enginn lög yfir Egill,sjá það allir hann á ekki að fá að stjórna þætti á RUV.

 • Guðmundur 2. Gunnarsson

  Sumir virðist ekki hafa greind til að bera til að samþykkja staðreyndir frekar en í tilfelli ráðherraábyrgðarinnar sem ekki er til að hans mati. Mér dugar ágætlega orð lögmannsins og Alþingismannsins á þingi og engin hefur reynt að leiðrétta eða rengja hann nema náttúrulega alfræðingurinn mölétni.

  Alþingis – og lögmaðurinn Höskuldur Þórhallsson sagði í ræðu á Alþingi í Icesave umræði og í grein sem ennþá hefur ekki verið hrakið.:

  „Auk þess var kveðið á um það í EES samningnum að bankarnir skyldu einkavæddir. Fjórfrelsið svokallaða gerir nefnilega þá kröfu að ríkisvaldið sé ekki í samkeppni við einkafyrirtæki á markaði.“

  Alfræðinginum myndi ég ekki trúa þótt að hann væri aðeins að svara hvað klukkan væri. Hann má endilega halda öðrum heimildum fram og trúa og treysta, en ekki get ég samt með góðum vilja sagt að staðan geti verið önnur en 1 – 1, eða jafntefli, af því að hann ber orð Davíðs fyrir sig sem sönnun síns máls. Höskuld hvarflar ekki að mér að afskrifa að svo stöddu, einfaldlega vegna þess að sennilega hafa fáir þingmenn kynnt sér jafn vel Icesave málið og forsögu þess, og þá einnig sem nefndarmaður í fjárlaganefndinni. Það kallar á að kynna sér vel EES samninginn og einkavæðingu bankanna ma. En eins og oftar þegar útúrsnúningatröll og Davíðs þráhyggjusjúklingar eru annars vegar, þá verða aukaatriðin að aðalatriðum og öfugt. Í tilfelli hrunsins og bankaeinkavæðingarinnar sem flest allir dásömuðu, skipti sköpum blátt bann við takmrakaðri eignaraðild sem hefði tryggt að bankarnir hefðu lent í eigu fjöldans, þjóðarinnar eins og Davíð barðist fyrir og engin einn eða tengdir glæpamenn hefðu getað náð yfirráðum. Það hentaði ekki krötunum og þeirra skjólstæðingum, enda svaraði fyrrum formaður flokksins að Davíð og Sjálfstæðisflokkurinn væri að þessu ströggli til þess eins að ákveðnir góðkunningjar Samfylkingarinnar kæmust ekki yfir þá. Svo fór sem fór. Jón Ásgeir og hans samstarfslið eignuðust þá. En auðvitað hentar sannleikurinn ekki kenningunni um að allt er þetta Davíð að kenna. En eru eru þessar brekkur ekki ennþá farnar að átta sig á að Davíð er ekki í framboði, hann er ekki stjórnmálaflokkur og ekkert bendir til að nokkuð breytist í þeim efnum?

  ÚR EES, SCHENGEN OG EKKERT ESB!

 • Úr EES,Schengen,EFTA og Norðurlandasamtökunum.

 • Hvern kemur „snilligurinn“ með á morgun til að birta lygaþvætting um Davíð?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og tveimur? Svar:

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is