Fimmtudagur 21.01.2010 - 11:19 - 20 ummæli

Hver er Kristján Guy Burgess?

Hann er aðstoðarmaður utanríkisráðherra og náinn vinur og samstarfsmaður Dags B. Eggertssonar, vonarstjörnu Samfylkingarinnar. Áður rak Kristján Guy svokallað Alþjóðaver (Global Center) og sinnti það verkefnum fyrir forsetaembættið, Björgólf Thor Björgólfsson o. fl., eins og upplýst var á Eyjunni fyrir nokkru.

Á Eyjunni kom fram að Kristján Guy fékk 2.535.750 kr. frá utanríkisráðuneytinu, 2.570.000 kr. frá iðnaðarráðuneytinu og 1.655.850 kr. frá forsetaembættinu. Engir skriflegir samningar voru gerðir um „verkefni“ Kristjáns Guys.

Í bók Guðjóns Friðrikssonar, Saga af forseta, er upplýst að Alþjóðaver Kristjáns Guys sé eins konar „leynivopn“ Ólafs Ragnars og Kristján Guy tengiliður hans við auðjöfrana sem hér voru og hétu.

Nú hafa komið fram nýjar upplýsingar um að 500 þúsund dollara styrkur (60 millj. ísl. kr.) sem Kristján Guy Burgess hafði skv. erlendum aðilum milligöngu um að útvega í rannsóknarverkefni hugleikin Ólafi Ragnari frá Carnegie Foundation átti við hæpin vísindaleg rök að styðjast.

Málið snýst um bráðnun jökla á Himalaja. Í skýrslu Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál sem einn samstarfsmaður Ólafs Ragnars, dr. Rajendra Pachauri, veitir forstöðu kemur fram að jöklar í Himalaja muni hverfa fyrir 2035.

Nú hefur verið upplýst að þessi spá studdist ekki við neinar rannsóknir, heldur átta ára gamalt símaviðtal í tímaritinu New Scientist. Þetta er enn eitt hneykslið í loftslagsmálum.

Nafn Háskóla Íslands og Kristjáns Guys Burgess hefur verið nefnt í þessu sambandi. Enn einn Íslendingurinn að geta sér orð erlendis?

Flokkar: Menning og listir · Stjórnmál og samfélag · Viðskipti og fjármál

«
»

Ummæli (20)

 • Fnykur af þessu máli.

  Við hljótum að gera ráð fyrir að sagt verði frá þessum tengslum Kristjáns þessa Guy – fulltrúa Samfylkingarinnar – við auðjöfrana og forsetann í rannsóknarskýrslunni.

  Hafi Kristján þessi haft milligöngu um öflun fjármuna af auðmönnum í gæluverkefni forsetans og Samfylkingarinnar er kominn upp alveg nýr flötur á spillingunni sem greinilega hefur viðgengist hér á landi.

 • Gisli Guli

  Hver er Skafti Harðarson? Þótt það tengist þessu máli ekki neitt. Gaman samt að vita hver er að blogga.

  Bestu kveðjur,
  Gísli B. Jóns

 • María Kristjánsdóttir

  Það er nú fokið í flest skjól þegar svona ómerkilegur og órökstuddur málflutningur er hafður í frammi gagnvart nafngreindum einstaklingum. Hvernig væri að bera saman greiðslur úr ríkissjóði og stofnana hans til nefnds Kristjáns og greiðslur til Hannesar Hólmsteins en úr hans ranni er þessi kjaftasaga sprottin eins og margt annað miður fallegt í íslensku þjóðlífi.

 • Það er alþekkt saðreynd að jöklar Himalajafjalla hopa mjög hratt um þessar mundir eins og fleiri jöklar hér í heiminum. Það er full ástæða til að fram fari rannsóknir á þessu því að minnkun jöklana geta haft geigvænlegar afleiðingar fyrir vatnsbúskap Indverja og Kínverja

 • Guðmundur

  Kemur ekkert á óvart að fölsk starfsemi eins og Alþjóðaver uppfylli ekki akademíska fræðilega mælikvarða né lúti upplýsingaskyldu eins og opinberar stofnanir. Né að Alþjóðaver blandist inn í hneyksli þar sem víðtækar ályktanir eru dregnar af einu símtali.

  Kristján Guy Burgess er blaðamaður og fv. ritstjóri DV þegar það blað náði lægstum lægðum og var kallað sorpblað af Íslendingum flestum. Ekki glæstur ferill.

  International Global Center var stórt nafn utanum einn lágvaxinn mann, þann sama Kristján, sem ÓRG fékk Actavis til að halda uppi peningalega til að þurfa ekki að ráða hann til forsetaskrifstofunnar sem fór alltaf fram úr fjárheimildum.

  Semsagt aðstoðarmaður ÓRG kostaður af Actavis.

  Hefur verið áskrifandi af milljónum af opinber fé án útboðs eða eðlilegrar samkeppni við aðra sérfræðinga, þurfti ekki að fara í gegnum samkeppnismat eftir auglýsingu eða í próf utanríkisþjónustunnar þar sem 300 manns keppa um að komast að.

  Afhverju? Vegna þess að hann er væntanlega til í skítareddingar fyrir yfirmenn sína, DV reddingar og þess háttar.

  Eitt dæmið sem má rifja upp er Sheik Al Thani, Kaupþing, Össur, forsetinn og Alþjóðaver…

  http://images.google.is/imgres?imgurl=http://www.president.is/Media/w450/18bc3331a4ad2cab.JPG&imgrefurl=http://www.president.is/Index/Pictures/Qatar2008/&usg=__3qpm1X_ZG17y8edFmL-rrd-uMM8=&h=393&w=450&sz=112&hl=is&start=4&um=1&tbnid=KyTxOpaHSE4F1M:&tbnh=111&tbnw=127&prev=/images%3Fq%3DAl%2BThani%2Bforseti%26hl%3Dis%26lr%3D%26sa%3DN%26um%3D1

 • Hver er athugasemdin hérna? Að einhver hafi aðstoðað við að afla fjár til rannsókna á jöklasvæðum? Og….

 • Hannes gólar og hjörðin geltir með um leið. Það er nákvæmlega ekkert merkilegt í þessu.

 • Kristján er fyrrverandi ritstjóri DV á versta skeiði þess blaðs.

  Hann var kostaður af Actavis undir leiktjaldinu Alþjóðaver til að vera aukaritari eða aðstoðarmaður hjá forsetanum sem ekki vildi bæta við starfsfólki enda embættið alltaf að fara framúr fjárhagsáætlunum.

  Svo fær þetta Alþjóðaver milljónir án útboða eða samninga frá opinberum aðilum og KGB kemst undan bæði upplýsingaskylda stjórnvalda og fræðilegum kröfum sem aðrir sem vinna svona milljóna verkefni fyrir stjórnvöld þurfa að uppfylla.

  Kemur á óvart að blaðamennsku vinnubrögð af DV séu notuð og eitt símtal talið duga til að meta bráðnun jökla?

  Afhverju fær maðurinn þetta allt svona á silfurfati? Svar: Afþví hann er til í reddingar og tilhliðranir sem hvorki vísindamenn né embættismenn vildu eða gætu gert starfsheiðurs síns vegna.

 • Guðmundur 2. Gunnarsson

  María Kristjánsdóttir.

  Áttu við að það megi og eigi ekki að fjalla um þetta mál Kristjáns og í stað þess að taka mál tengd Hannesi Hólmsteini til rannsóknar?

  Ertu frá stjórnvöldum?

 • jón frá skeri

  Þetta voru ekta komment. Það má ekki tala um spillingu sem er hjá „rétta“ fólkinu.
  En málið er að Samfylkingin er versta spillingabæli Íslands. Þetta er ekta vinsælda, menningarelítu blanda sem hefur alls ekkert á móti spilltum peningum „vina“ sinna.
  Ætli nokkuð um þetta verði rætt í ríkistjórnarútvarpinu, RÚV? Þetta eru ansi háar fjárhæðir. Hvað hefur verið gert við þær. Hafa þær breyst í jeppa? steinsteypu?….

  Það kæmi á óvart ef RÚV frétti af þessu.

 • KGB þessi reddaði vini sínum og Dags, viðskiptafulltrúastöðu í sendiráði Íslands í Danmörku um daginn. Svo fleiri dæmi séu tekin.

 • María Kristjánsdóttir

  Ég á við Guðmundur að það vanti rökstuðning og sannanleg dæmi fyrir þessum fullyrðingum. Ég er ekki frá stjórnvöldum og hef meira að segja reynt að kappkosta það um dagana að vera yfirleitt á móti valdamönnum!

 • Hefur einhvers staðar komið fram að þessir peningar hafi ekki runnið til þeirra nota sem þeir voru ætlaðir?

 • Einfaldast fyrir Hannes Hólmstein og kó væri að tala við Helga Björnsson jöklafræðing og samstarfsmenn hans. En það gerir hann auðvitað ekki.

 • Þið ógeðslega siðlausa auðvaldshyski og fótgönguliðar gerspilltrar Valhallarmafíunnar haldið að allir séu jafn ógeðslega innrættir og þið.

  Þú ættir að hafa einstaklega svarta samvisku að ráðast svona með viðbjóðslegum órökstuddum dylgjum á eins góðan dreng og Kristján er.

  En hér er ykkur sannarlega rétt lýst – auðvaldshundunum.

 • Þröstur

  Jahérna.Vissi ekki að það væri 5 ára aldurstakmark að setja ummæli hér inn. KGB, flott fangamark, bytheway, veit einhver hver þessi persóna er? Samt eru allir tilbúnir, eins og hefur komið fram reglulega í „ummælum“ á fjölda blogg síðum, að hafa skoðun á honum. Hef aldrei hitt manninn, séð mikið í fjölmiðlum, og hef ekki hugmynd hver hann er. Það síðasta sem ég hef hugsað mér að gera er að eltast við eitthvað sem ég les í fjölmiðlum. Í raun þá er trúlega flest það sem stendur í fjölmiðlum á Íslandi í dag einhvern agenda…eitthvað takmark sem á að leiða litlu íslensku lömbin, já ykkur, inní rétta hólfið í Réttini. Haldið á sömu braut, en hættið að kvarta og kveina um ástandið. Það er ykkur að kenna. Vinsemd og virðing og von um betri tíð. Þröstur

 • Björn Ólafsson

  Hvað ertu að fara? KGB er snillingur, einn sá klárasti sem við eigum.

 • Óskar Þ.

  Það er naumast hvað málsvarar Samfylkingingarinar og ríkistjórnarinnar fara á límingunum hérna yfir því að það sé verið að benda á siðspillingu innan Samfylkingarinnar.

 • 2350, ekki 2035

 • Sagan af meintri orsök bráðnunar Indverskra jökla er greinilega merkileg fyrir margar sakir. Fyrir um 10 vikum kynnti ég mér málið smávegis og ritaði þá eftirfarandi pistil:

  Hræðsluáróður IPCC skortir vísindalegar forsendur

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og átta? Svar:

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is