Miðvikudagur 25.11.2009 - 08:24 - 3 ummæli

Prjónum saman

Ég voða hress að morgni með diskinn...

Ég voða hress að morgni með diskinn...

Ég ætla nú ekki að segja að mér líði eins og eftir fæðingu… kannski eins og eftir fæðingu á DVD disk sem væri nú örugglega ekkert mál! En jú, það er ótrúlegur léttir að diskurinn sé kominn út í heiminn og fram að þessu hafa viðbrögðin verið alveg frábærlega jákvæð. Það var góð stemmningin í Norræna húsinu í gær á frumsýningunni – kertaljós, piparkökur og prjón. Síðdegisútvarp Rásar 2 mætti á staðinn og fjallaði um Prjónum saman í beinni. Hér er þátturinn – viðtalið við mig er undir lokin. Fram að mánaðarmótum verður hægt að panta diskinn hjá mér á kynningarverði, 3000 kr. Almenn dreifing hefst innan skamms. Ístex dreifir á alla sína sölustaði en aðrir áhugasamir endursöluaðilar geta haft samband við mig á ragga@knittingiceland.com
Hér er umfjöllun fréttablaðsins í dag.

Flokkar: Óflokkað
Efnisorð: , , ,

«
»

Ummæli (3)

 • Þetta var virkilega fín kynning og gaman að koma. Hefði notið þess að setjast niður og prjóna en litla 2 ára kallinum mínum finnst það ekki gaman.
  Svo var líka þessi flotta kynning í kastljósi í kvöld. Þú ert greinilega ein af þessum ofurkonum.
  Gangi þér vel.

 • Sigrún Jóhannsdóttir

  Sæl.
  Ég frétti að þú ættir uppskriftina að lopapeysunni sem Páll Óskar var í í einu af myndböndunum sínum. Væri hægt að fá þessa uppskrift keypta eða gefins hjá þér? 🙂
  Kveðja
  Sigrún

 • It is all good but what do you think about the ones tat have not yet been used?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og fimm? Svar:

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is