Mánudagur 23.11.2009 - 14:21 - 56 ummæli

Velkomin í útgáfuhófið

Guvðséossnæstur diskurinn er mættur á svæðið! Hamingja og gleði. Ég er afskaplega ánægð með hann enda frábært fólk sem vann að verkefninu með mér. Svo er ég líka agalega þakklát þeim sem styrktu en það eru Ístex, Ikea, Epal, Nálin og Nakti apinn.

Á morgun verður frumsýning í Norræna húsinu kl. 17 og þangað eru prjónarar hjartanlega velkomnir. Við ætlum að prjóna saman (nema hvað?), sjá brot af disknum og maula piparkökur við kertaljós. Yndispiltarinir frá Dill verða á staðnum og selja sitt víðfræga jólaglögg þeim sem þess óska. Allir prjónarar eru velkomnir, líka þeir sem þrá að verða prjónarar og líka velunnarar okkar prjónara. Þeir sem mæta fá að kaupa diskinn á sérstöku kynningarverði og þurfa þá að reiða af hendi 3000 krónur á pappírs- eða plastformi. Nammigarnið verður líka á staðnum í allri sinni litadýrð og í boði á sérstöku vildarverði.

Ég hlakka til að sjá ykkur lömbin mín…

Flokkar: Óflokkað
Efnisorð: , , , , ,

«
»

Ummæli (56)

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og sjö? Svar:

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is