Sunnudagur 01.11.2009 - 22:10 - 11 ummæli

Lóan í Lóunni og Lóan á ensku

Ég dreif mig í fínpússa Lóuuppskriftina á ensku. Pabbinn fór líka með Lóurnar í stúdíó í dag og tók fínar myndir. Endilega dreifið til vina nær og fjær. Hér er hlekkurinn. Næst á dagskrá er að prjóna Lóuna í fullorðinsstærð. Margir hafa nefnilega spurt mig um fullorðinsútgáfu af peysunni. Ef ég mundi loka miðlungssnjallan prjónara inni í búri og ekki fóðra fyrr en Lóa í fullorðinsstærð yrði tilbúin mundi sá hinn sami svosem ekki svelta í hel. Ég ætla þó að útfæra hana á næstunni… hún verður líka ókeypis og fáanleg hér og á Ravelry. Svo þarf ég að fara að skella í litun á Nammi – já Nammigarnið lita ég sjálf – svoldið sull og vesen en agalega skemmtilegt. Ég er líka komin með aðgang að þessari fínu aðstöðu hjá Textílfélagi Íslands á Korpúlfsstöðum.

Flokkar: Menning og listir
Efnisorð: , , , ,

«
»

Ummæli (11)

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og átta? Svar:

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is