Færslur fyrir flokkinn ‘Uppskriftir’

Föstudagur 07.01 2011 - 21:26

Fröllur Naglans

Dyggir lesendur vita að Naglinn borðar ekki venjulegar fröllur… aldrei…ekki einu sinni þegar villidýrinu er sleppt lausu. Þessi djúpsteikti viðbjóður hefur ekki snert munnholið síðan á menntaskólaárunum. Þá endaði hefðbundinn sígó bíltúr iðulega í lúgunni á BSÍ og lítill snæðingur, franskar, kokteil og kók sporðrennt, og til að toppa ófögnuðinn pöntuð auka kokteil til að klára […]

Mánudagur 13.12 2010 - 16:59

Bjúgaldinbrjálæði

Eftir öll árin í heimskulega fáfræðis-myrkrinu þar sem bananar voru á bannlista hefur Naglinn gert sitt ítrasta til að vinna upp þennan tapaða tíma með gula sælgæti náttúrunnar. Að sjálfsögðu er bjúgaldininu gefið gott pláss í morgunhamingju Naglans, en nýjasta grautar-kombóið djammar svo svakalega í munnholinu að bragðlaukarnir verða timbraðir á eftir og alvarleg fráhvörf […]

Laugardagur 04.12 2010 - 13:37

Farðu úr bænum með þessa sósu

Aðvörun! það er alls óvíst að þessi færsla klárist sökum ómanneskjulegra harðsperra í hverju einasta atómi líkamans sem gera saklaust lyklaborðspikk að hreinni kvöl og pínu… svona er að fá nýtt prógramm gott fólk :-/ Eníhú… í framhaldi af þurrelsis umræðunni hér að framan vill Naglinn deila með lesendum nýjasta afrakstri úr tilraunahollustueldhúsi Naglans: þvíhíhílíkt […]

Fimmtudagur 11.11 2010 - 20:13

Óður til hvítunnar

Er ekki kominn tími á eins og eina opskrift í skammdeginu? Það held ég nú… Eins og margoft hefur komið fram svolgrar Naglinn í sig eggjahvítur samhliða grautargleðinni á morgunsárið.  Egg eru besti prótíngjafinn, meira að segja svo góður að þau eru notuð sem viðmið fyrir gæði annarra prótíngjafa.  Þau innihalda allar átta nauðsynlegar amínósýrurnar fyrir […]

Þriðjudagur 02.11 2010 - 16:14

Gulrótarkaka eða havregrød?

Naglinn hefur misst úr stóra búta af svefni sökum undanfarnar vikur vegna „eftirátstilhlökkunar“ eins og góð kona orðar það.  Svefnleysið er líka henni að kenna.   Grautarprófanir og pönnsubrjálæði hafa beðið alsaklaus í eldhúsinu eftir að Naglinn spretti á fætur fyrir dögun og malli upp þvílíkar dásemdir að regnbogans litir verða skærari og graðgi svo […]

Fimmtudagur 28.10 2010 - 10:10

Svikið Ris a la mande

Matur hefur átt allan hug Naglans undanfarið. Bæði er skonsan stöðugt að troða í vömbina eins og ali grís á leið til slátrunar en að auki skulu orð standa og mallakút boðið upp á reglulegar nýjungar og gúrmeti.  Það er nefnilega náttúrulögmál að til að endast á heilsubrautinni þurfa litlu laukarnir í munnholinu að komast […]

Mánudagur 18.10 2010 - 12:13

Eplakökudásemd

Eftir nokkra mánuði af niðurskurði og 12 kg tætt af túttunni er kominn tími á að bæta aftur kjöti utan á skrokkinn.  Nú  fer í hönd gott uppbyggingartímabil þar sem lyftingar verða í hrikalegum jötunmóð, maskínan stríðalin með ofgnótt af fóðri og þjóhnappar bólstraðir með meiri mör sem kemur sér vel í vetrarhörkunum framundan. Naglinn hét […]

Þriðjudagur 05.10 2010 - 11:25

Rokk-kombó

Það verður seint sagt að Naglinn sé mjög tæknivædd þegar kemur að farsímaeign.  Gamall og traustur Nokia hefur í mörg ár sinnt hlutverki vekjaraklukku sem fær einstaka sinnum símtöl og þá aðallega frá þremur einstaklingum: móður, föður og eiginmanni. En nýlega áskotnaðist túttunni splunkunýtt fjarskiptatæki með myndavél, videovél, blátönn, internettengingu og ég veit ekki hvað […]

Miðvikudagur 29.09 2010 - 10:46

Bacalao Naglans

Í dvöl sinni í Noregi uppgötvaði Naglinn saltfisk aftur í lífinu sem frændur vorir kalla reyndar ‘klippfisk’.  Þessi gómsæta íslenska þjóðargersemi hafði einhverra hluta vegna farið framhjá bragðlaukunum á fullorðinsárum, kannski vegna þess að hér í denn var hann snæddur á gamla móðinn – soðinn með kartöflum – sem vekur ekki upp neitt sérstakt Pavlov […]

Föstudagur 03.09 2010 - 10:19

Gleðistundir Naglans

Það eru fáar stundir gleðilegri hjá Naglanum en þegar snæðingur er í gangi og nær allar máltíðir valda ofvirkni í munnvatnskirtlum og hamingju í hjarta.  Slíkir eru fagnaðarfundirnir við fæðuna að erfitt reynist að einskorða stefnu matarins við gapandi munninn og ekki óalgeng sjón að túttan sé með matarslettur á kinn, höku, fötum. Það er […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is