Færslur fyrir flokkinn ‘Uppbygging’

Laugardagur 18.12 2010 - 11:43

Planheldni…. hvad for noget?

Nú eru aðeins tvær vikur þar til í hönd fer sá tími árs sem frústrasjón heltekur mannskapinn vegna skítafýlu út í sjálfa sig eftir ofeldi jólanna. Netið er skannað í öreindir í örvæntingarfullri leit að skotheldu æfingaplani og sjóðandi matarplani til að losa sig við útþanda ístruna og færa rassinn aðeins norðar. Vopnuð “töfraplaninu” mætir […]

Mánudagur 29.11 2010 - 22:03

Eftir járnslátrun

Það hljómar sem sykur á eyrnasneplunum að þvert á það sem við gerum flesta daga, eða að gúlla niður flóknum grófum kolvetnum, þá er einfaldleikinn ráðandi í kolvetnavali þennan hálftíma eða svo eftir grjótharða lyftingaæfingu þegar líkaminn er heimtufrekari en 5 ára krakki í Toys R’ Us. Naglinn lyftir 5 sinnum í viku um þessar […]

Sunnudagur 05.09 2010 - 19:32

Miðja alheimsins

Eins og lesendur eflaust vita þá gerir Naglinn aldrei hefðbundnar kviðæfingar, þ.e Jane Fonda í spandex galla með svitaband um ennið, liggjandi á bakinu að drösla olnbogum í hné 2000 sinnum.  Og ekki lætur fraulein Nagli sjá sig í radíus við kviðæfingavélar, þær eru tilgangslausari en að bíða eftir að málning flagni af veggjunum. Naglinn […]

Mánudagur 30.08 2010 - 11:02

Skuldbinding við heilsuvagninn

Finnst þér erfitt að takmarka gómsætar kaloríuhlaðnar máltíðir, víndrkkju og sælgæti við eitt til tvö skipti í viku? En hvað það er sjokkerandi!!….við á heilsuvagninum erum hinsvegar hoppandi af kæti yfir kjúklingnum á mánudegi en ekki löðrandi pizzu með brauðstöngum á kantinum. HALLÓ!!! Vaknaðu og lyktaðu af túnfisknum. Ef það væri auðvelt að fylgja hreinu […]

Mánudagur 31.05 2010 - 13:35

Besti pistillinn

Aldeilis viðburðarrík helgi að baki – Júróvisjón- kosningar – útskriftir. Deutschland über alles og Reykjavík Best í heimi? Ætla má að margir hafi brugðið undir sig betri fætinum þessa helgina og vætt í tánni með guðaveigunum undir dynjandi úrkynjun Júróvisjón og gráti fjórflokksins. Þrátt fyrir gríðarlega fordóma fyrir þessari keppni ól Naglinn manninn í Mekka […]

Miðvikudagur 05.05 2010 - 14:40

Nyhedsbrev

Er ekki kominn tími á öppdeit af kellingunni? Þaðheldégnú!! Uppbyggingartímabili Naglans lauk fyrir tæpum tveimur vikum .  Túttan bætti á sig 7 kg á 14 vikum, sem þýðir 0.5 kg þyngdaraukning á viku… ekki of mikið og ekki of lítið…allt samkvæmt bókinni.  Enda þegar kemur að líkamlegum málum og markmiðum þá er Naglinn bókstafstrúar, það […]

Föstudagur 16.04 2010 - 17:24

Heppnir sjarmar

Naglinn er dálítið seinþroska þegar kemur að mat, til dæmis var túttan að uppgötva dásemdir avocados fyrir skömmu, ákvað fyrir mörgum árum að þetta væri ómeti…. án þess að smakka *hóst hóst* Nú var loks látið undan freistingunni og fjárfesti í kassa af Lucky Charms (sem kostaði reyndar heilar 518 krónur!!!), þar sem þetta góðgæti […]

Fimmtudagur 25.03 2010 - 13:52

Viltu fullt af ást??

Uppbyggingin heldur áfram hjá Naglanum, byssurnar hættar að vera túttubyssur, aaalveg að koma kúla á axlirnar og latsarnir að verða að vænlegu vænghafi. Reyndar stækka vömbin og undirhakan á kantinum, en Naglanum er svoooo sama þó brækurnar séu þrengri um rassalinginn og leggings og víðir kjólar verði æ oftar fyrir valinu.  Svo lengi sem kjötið […]

Miðvikudagur 17.03 2010 - 12:52

Axlaðu ábyrgð

Naglinn hefur undanfarnar 8 vikurnar verið í uppbyggingarfasa þar sem fókusinn var á að bæta kjöti á ræfilslegar axlirnar. Það þýðir ekkert að hjakka í uppbyggingu án þess að lyfta skepnuþungt eins og jarðýta en mikilvægasti þátturinn er mataræðið: borða hreint og rétt… og MIKIÐ.  Ef þú borðar ekki nóg ertu með hlandblautan skó og […]

Föstudagur 22.01 2010 - 10:21

Saddur Nagli

Þá er fyrsti dagur í uppbyggingu Naglans að baki, og það er alveg ljóst í hvað peningarnir fara næstu 6-8 vikurnar…. í að fóðra kvikindið.  Sný hjólum dansks efnahagslífs upp á eigin spýtur með stórinnkaupum í Netto (Bónus Danans) og er persónuleg lyftistöng fyrir danskan landbúnað. Það er fátt sem Naglanum þykir skemmtilegra en að […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is