Færslur fyrir flokkinn ‘Mataræði’

Mánudagur 17.01 2011 - 11:40

Sveittmeti á boðstólum

Naglinn skellti sér á skíði um liðna helgi í snarbröttum fjallshlíðum Noregs.  Sem er ekki í frásögur færandi nema að eftir ólympísk tilþrif í brekkunum þurfti auðvitað að næra skrokkinn og hlaða upp fyrir næstu lotu af áður óséðum svigtöktum.  Naglinn að sjálfsögðu nestuð upp í topp með kælitöskuna stútfulla af hollu góðgæti í nestisboxum […]

Fimmtudagur 06.01 2011 - 10:54

Hjarðhegðun í janúar

Hún er skrýtin hjarðhegðunin sem á sér stað fyrstu viku janúar mánaðar um gervallan heim… tja í þeim vestræna hluta allavega. 70% kosningabærra manna flykkist inn á líkamsræktarstöðvar með skóna gutlandi af samviskubiti.  Nú á aldeilis að bæta fyrir syndir feðranna… eða þínar eigin… með heljarinnar heilsuátaki.  2011 SKAL verða árið sem heilsusamlegur lífsstíll festist […]

Mánudagur 03.01 2011 - 08:17

Mánudagsblús

Það er mánudagur eftir nýárið og ólympískt samviskubit nagar ansi mörg beinin þessa dagana. Að skipuleggja G-8 fund var auðveldara verkefni en að halda sig á beinu brautinni þessa helgi eftir nýársfögnuði og innhólf Naglans er stútfullt af játningum og beiðnum um syndaaflausn. Dagarnir byrjuðu vel með graut og gleði en sukk og svínarí tók […]

Fimmtudagur 30.12 2010 - 20:43

Við viljum fransbrauð!!

Jæja eru allir risnir upp úr sykurmóki jóladaganna? Hverjir vöknuðu upp eftir tveggja til þriggja daga epískt át með tilheyrandi hausverk, magaverk, slen og aumingjahor eins og þeir hefðu verið á rúllandi verslunarmannahelgar kennderíi frá 24. Des? Nóa konfektassinn liggur samanvöðlaður undir sófa og allir molarnir syndandi í sýsteminu.  Smákökuskálin gónir á þig galtóm, minnug […]

Fimmtudagur 23.12 2010 - 11:11

Boðskapur Naglans

Jæja góðir hálsar… jólakvikindið bara á morgun með öllum sínum kaloríum, sveittelsi og gúmmulaði.  Þeir sem hafa masterað þá iðju að gera hollustu og hreyfingu að lífsstíl vita að ólympískt át um jól og áramót er nauðsynlegur partur af prógrammet.  Því eins og Naglinn þreytist ekki á að jórtra, tyggja og hrækja ofan í lýðinn: […]

Fimmtudagur 09.12 2010 - 14:28

Jólanagg og jólanöldur

Nú er tími vellystinga í mat og drykk að renna í garð. Margir fá eflaust kvíðahnút í magann yfir að kílóin safnist utan á þá yfir jólahátíðirnar, og árangur vetrarins eftir hamagang í rækt og strangt mataræði fokinn út í veður og vind. En það er ekki náttúrulögmál að bæta á sig jólakílóum. Það er […]

Miðvikudagur 01.12 2010 - 23:00

Þurrelsi og svekkelsi

Fyrir skömmu fékk Naglinn póst frá gamalli vinkonu sem vill grenna sig en var í vandræðum og leitaði því á náðir stallsystur sinnar.  Hún vissi ekkert hvað „mætti“ borða í fitutapi og var hrædd við allan mat og að klúðra málunum svo túnfiskur og salat var það eina sem rataði á diskinn… og eftir æfingu […]

Mánudagur 29.11 2010 - 22:03

Eftir járnslátrun

Það hljómar sem sykur á eyrnasneplunum að þvert á það sem við gerum flesta daga, eða að gúlla niður flóknum grófum kolvetnum, þá er einfaldleikinn ráðandi í kolvetnavali þennan hálftíma eða svo eftir grjótharða lyftingaæfingu þegar líkaminn er heimtufrekari en 5 ára krakki í Toys R’ Us. Naglinn lyftir 5 sinnum í viku um þessar […]

Fimmtudagur 25.11 2010 - 21:35

Kökuskrímslið

Naglinn hefur oft fengið fyrirspurnir um ráðleggingar til að drepa niður púkann sem hamast og djöflast til að ýta okkur útaf heilsubrautinni og draga niður í svaðið í undirheima sykurguðsins.  Nýlega kom athugasemd frá lesanda sem segist breytast í “kökuskrímslið” á nokkurra mánaða fresti og hvernig eigi að rífa sig upp næsta dag og fara í […]

Laugardagur 13.11 2010 - 12:57

Þykkvabæjarkúrinn

Netheimar loga, bloggheimar brenna “Getur þetta verið?? Er þetta rétt?” – eitt eintak af manneskju vestur í USA missti 14 kg, lækkaði fituprósentuna samhliða bætingum á kólesteróli með því að takmarka sig við 1800 hitaeiningar samsettum að mestu leyti úr Oreo kexi, snakki og öðrum ósóma, með einstaka ávöxt á kantinum. [youtube]http://www.youtube.com/watch?v=il14X_zKvbA[/youtube] Eru þetta ekki […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is