Færslur fyrir flokkinn ‘Lífstíll’

Fimmtudagur 06.01 2011 - 10:54

Hjarðhegðun í janúar

Hún er skrýtin hjarðhegðunin sem á sér stað fyrstu viku janúar mánaðar um gervallan heim… tja í þeim vestræna hluta allavega. 70% kosningabærra manna flykkist inn á líkamsræktarstöðvar með skóna gutlandi af samviskubiti.  Nú á aldeilis að bæta fyrir syndir feðranna… eða þínar eigin… með heljarinnar heilsuátaki.  2011 SKAL verða árið sem heilsusamlegur lífsstíll festist […]

Mánudagur 03.01 2011 - 08:17

Mánudagsblús

Það er mánudagur eftir nýárið og ólympískt samviskubit nagar ansi mörg beinin þessa dagana. Að skipuleggja G-8 fund var auðveldara verkefni en að halda sig á beinu brautinni þessa helgi eftir nýársfögnuði og innhólf Naglans er stútfullt af játningum og beiðnum um syndaaflausn. Dagarnir byrjuðu vel með graut og gleði en sukk og svínarí tók […]

Fimmtudagur 30.12 2010 - 20:43

Við viljum fransbrauð!!

Jæja eru allir risnir upp úr sykurmóki jóladaganna? Hverjir vöknuðu upp eftir tveggja til þriggja daga epískt át með tilheyrandi hausverk, magaverk, slen og aumingjahor eins og þeir hefðu verið á rúllandi verslunarmannahelgar kennderíi frá 24. Des? Nóa konfektassinn liggur samanvöðlaður undir sófa og allir molarnir syndandi í sýsteminu.  Smákökuskálin gónir á þig galtóm, minnug […]

Þriðjudagur 28.12 2010 - 13:18

Gúrkutíð?

Það eru nokkrar fréttir sem alltaf má reikna með á mismunandi tíma árs og virðist þar gilda einu hvort um gúrkutíð sé að ræða eður ei. Má þar til dæmis nefna ferð fréttamannsins í bakarí landsins á bolludag vopnaður sama spurningalista og síðustu 20 árin: „Hvaða bollur eru vinsælastar? Hvað kaupir fólk margar bollur í […]

Fimmtudagur 23.12 2010 - 11:11

Boðskapur Naglans

Jæja góðir hálsar… jólakvikindið bara á morgun með öllum sínum kaloríum, sveittelsi og gúmmulaði.  Þeir sem hafa masterað þá iðju að gera hollustu og hreyfingu að lífsstíl vita að ólympískt át um jól og áramót er nauðsynlegur partur af prógrammet.  Því eins og Naglinn þreytist ekki á að jórtra, tyggja og hrækja ofan í lýðinn: […]

Laugardagur 18.12 2010 - 11:43

Planheldni…. hvad for noget?

Nú eru aðeins tvær vikur þar til í hönd fer sá tími árs sem frústrasjón heltekur mannskapinn vegna skítafýlu út í sjálfa sig eftir ofeldi jólanna. Netið er skannað í öreindir í örvæntingarfullri leit að skotheldu æfingaplani og sjóðandi matarplani til að losa sig við útþanda ístruna og færa rassinn aðeins norðar. Vopnuð “töfraplaninu” mætir […]

Þriðjudagur 07.12 2010 - 09:31

Óskalisti Naglans

Kæri Jóli. Naglinn óskar sér í jólagjöf eftirfarandi: Snilldin Einar fyrir verðandi skólatúttu eins og Naglann sem er með nestisfasisma. Lítið mál að halda sig við efnið með svona geymsluílát fyrir hollustuna. Better bodies vörurnar eru einfaldlega flottustu æfingafötin í bransanum, helt sikkert.  Algjörar gæðaflíkur sem kosta jú skildinginn en eru því tilvaldar á óskalistann. […]

Fimmtudagur 25.11 2010 - 21:35

Kökuskrímslið

Naglinn hefur oft fengið fyrirspurnir um ráðleggingar til að drepa niður púkann sem hamast og djöflast til að ýta okkur útaf heilsubrautinni og draga niður í svaðið í undirheima sykurguðsins.  Nýlega kom athugasemd frá lesanda sem segist breytast í “kökuskrímslið” á nokkurra mánaða fresti og hvernig eigi að rífa sig upp næsta dag og fara í […]

Þriðjudagur 23.11 2010 - 22:09

Kjötaðir skrokkar og hlaðnar byssur

Hélduð þið að Naglinn væri orðin sófakartafla með smettið ofan í nammikassanum? Nei aldeilis ekki! Bloggleysið skýrist af veru túttunnar á virkilega vel heppnuðu Icelandic Health and Fitness Expo á landinu bláa. Þar stripluðust skrokkar massaðir í drasl og tanaðir í rusl. Heljarmenni bitu í skjaldarrendur og háðu rimmu við ómanneskjulegar þyngdir í minningu Jóns […]

Laugardagur 13.11 2010 - 12:57

Þykkvabæjarkúrinn

Netheimar loga, bloggheimar brenna “Getur þetta verið?? Er þetta rétt?” – eitt eintak af manneskju vestur í USA missti 14 kg, lækkaði fituprósentuna samhliða bætingum á kólesteróli með því að takmarka sig við 1800 hitaeiningar samsettum að mestu leyti úr Oreo kexi, snakki og öðrum ósóma, með einstaka ávöxt á kantinum. [youtube]http://www.youtube.com/watch?v=il14X_zKvbA[/youtube] Eru þetta ekki […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is