Færslur fyrir flokkinn ‘Hvatning’

Fimmtudagur 06.01 2011 - 10:54

Hjarðhegðun í janúar

Hún er skrýtin hjarðhegðunin sem á sér stað fyrstu viku janúar mánaðar um gervallan heim… tja í þeim vestræna hluta allavega. 70% kosningabærra manna flykkist inn á líkamsræktarstöðvar með skóna gutlandi af samviskubiti.  Nú á aldeilis að bæta fyrir syndir feðranna… eða þínar eigin… með heljarinnar heilsuátaki.  2011 SKAL verða árið sem heilsusamlegur lífsstíll festist […]

Mánudagur 03.01 2011 - 08:17

Mánudagsblús

Það er mánudagur eftir nýárið og ólympískt samviskubit nagar ansi mörg beinin þessa dagana. Að skipuleggja G-8 fund var auðveldara verkefni en að halda sig á beinu brautinni þessa helgi eftir nýársfögnuði og innhólf Naglans er stútfullt af játningum og beiðnum um syndaaflausn. Dagarnir byrjuðu vel með graut og gleði en sukk og svínarí tók […]

Fimmtudagur 23.12 2010 - 11:11

Boðskapur Naglans

Jæja góðir hálsar… jólakvikindið bara á morgun með öllum sínum kaloríum, sveittelsi og gúmmulaði.  Þeir sem hafa masterað þá iðju að gera hollustu og hreyfingu að lífsstíl vita að ólympískt át um jól og áramót er nauðsynlegur partur af prógrammet.  Því eins og Naglinn þreytist ekki á að jórtra, tyggja og hrækja ofan í lýðinn: […]

Laugardagur 18.12 2010 - 11:43

Planheldni…. hvad for noget?

Nú eru aðeins tvær vikur þar til í hönd fer sá tími árs sem frústrasjón heltekur mannskapinn vegna skítafýlu út í sjálfa sig eftir ofeldi jólanna. Netið er skannað í öreindir í örvæntingarfullri leit að skotheldu æfingaplani og sjóðandi matarplani til að losa sig við útþanda ístruna og færa rassinn aðeins norðar. Vopnuð “töfraplaninu” mætir […]

Fimmtudagur 09.12 2010 - 14:28

Jólanagg og jólanöldur

Nú er tími vellystinga í mat og drykk að renna í garð. Margir fá eflaust kvíðahnút í magann yfir að kílóin safnist utan á þá yfir jólahátíðirnar, og árangur vetrarins eftir hamagang í rækt og strangt mataræði fokinn út í veður og vind. En það er ekki náttúrulögmál að bæta á sig jólakílóum. Það er […]

Miðvikudagur 01.12 2010 - 23:00

Þurrelsi og svekkelsi

Fyrir skömmu fékk Naglinn póst frá gamalli vinkonu sem vill grenna sig en var í vandræðum og leitaði því á náðir stallsystur sinnar.  Hún vissi ekkert hvað „mætti“ borða í fitutapi og var hrædd við allan mat og að klúðra málunum svo túnfiskur og salat var það eina sem rataði á diskinn… og eftir æfingu […]

Fimmtudagur 25.11 2010 - 21:35

Kökuskrímslið

Naglinn hefur oft fengið fyrirspurnir um ráðleggingar til að drepa niður púkann sem hamast og djöflast til að ýta okkur útaf heilsubrautinni og draga niður í svaðið í undirheima sykurguðsins.  Nýlega kom athugasemd frá lesanda sem segist breytast í “kökuskrímslið” á nokkurra mánaða fresti og hvernig eigi að rífa sig upp næsta dag og fara í […]

Sunnudagur 07.11 2010 - 19:26

Hressi gæinn

Það er magnað hve oft heyrast háleitar yfirlýsingar um HVAÐ fólk vill.  Takmarkið er básúnað í gjallahorn á Austurvelli: nú á sko að missa 15 kíló fyrir árshátíðina í næsta mánuði, geta gert 50 armbeygjur og 100 upphífingar á annarri meðan hin prjónar trefil, hlaupa 10 km í hádegishléinu und so weiter. En vindurinn er […]

Föstudagur 08.10 2010 - 18:12

Átak dauðans

Þú ert þreytt(ur) á að vera úr formi – det går inte længere.  Komast í kjóldrusluna fyrir jólin, sjá tólin fyrir jólin, hlaupa 10km á næsta ári… hvernig sem hver vill hafa það.  Þú talar við ýmsu gúrúa í bransanum, skoðar netið, tímarit, spyrð kóng og prest.  Þessu næst seturðu saman skothelda áætlun eða ræður […]

Mánudagur 27.09 2010 - 10:49

Mótvindur á heilsubrautinni

Öfund er undirrót alls ills í heiminum og því miður er þessi löstur alltof algengur í fari fólks.  Í lífi hvers og eins má finna þá sem vegna eigin vanmetakenndar munu aldrei samgleðjast né hrósa þér, hvort sem það er með nýja bílinn þinn, starfið, íbúðina, líkamlegan árangur eða vel unnin störf á braut heilsunnar. […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is