Færslur fyrir flokkinn ‘Fróðleikur’

Fimmtudagur 30.12 2010 - 20:43

Við viljum fransbrauð!!

Jæja eru allir risnir upp úr sykurmóki jóladaganna? Hverjir vöknuðu upp eftir tveggja til þriggja daga epískt át með tilheyrandi hausverk, magaverk, slen og aumingjahor eins og þeir hefðu verið á rúllandi verslunarmannahelgar kennderíi frá 24. Des? Nóa konfektassinn liggur samanvöðlaður undir sófa og allir molarnir syndandi í sýsteminu.  Smákökuskálin gónir á þig galtóm, minnug […]

Fimmtudagur 09.12 2010 - 14:28

Jólanagg og jólanöldur

Nú er tími vellystinga í mat og drykk að renna í garð. Margir fá eflaust kvíðahnút í magann yfir að kílóin safnist utan á þá yfir jólahátíðirnar, og árangur vetrarins eftir hamagang í rækt og strangt mataræði fokinn út í veður og vind. En það er ekki náttúrulögmál að bæta á sig jólakílóum. Það er […]

Miðvikudagur 01.12 2010 - 23:00

Þurrelsi og svekkelsi

Fyrir skömmu fékk Naglinn póst frá gamalli vinkonu sem vill grenna sig en var í vandræðum og leitaði því á náðir stallsystur sinnar.  Hún vissi ekkert hvað „mætti“ borða í fitutapi og var hrædd við allan mat og að klúðra málunum svo túnfiskur og salat var það eina sem rataði á diskinn… og eftir æfingu […]

Mánudagur 29.11 2010 - 22:03

Eftir járnslátrun

Það hljómar sem sykur á eyrnasneplunum að þvert á það sem við gerum flesta daga, eða að gúlla niður flóknum grófum kolvetnum, þá er einfaldleikinn ráðandi í kolvetnavali þennan hálftíma eða svo eftir grjótharða lyftingaæfingu þegar líkaminn er heimtufrekari en 5 ára krakki í Toys R’ Us. Naglinn lyftir 5 sinnum í viku um þessar […]

Laugardagur 13.11 2010 - 12:57

Þykkvabæjarkúrinn

Netheimar loga, bloggheimar brenna “Getur þetta verið?? Er þetta rétt?” – eitt eintak af manneskju vestur í USA missti 14 kg, lækkaði fituprósentuna samhliða bætingum á kólesteróli með því að takmarka sig við 1800 hitaeiningar samsettum að mestu leyti úr Oreo kexi, snakki og öðrum ósóma, með einstaka ávöxt á kantinum. [youtube]http://www.youtube.com/watch?v=il14X_zKvbA[/youtube] Eru þetta ekki […]

Fimmtudagur 11.11 2010 - 20:13

Óður til hvítunnar

Er ekki kominn tími á eins og eina opskrift í skammdeginu? Það held ég nú… Eins og margoft hefur komið fram svolgrar Naglinn í sig eggjahvítur samhliða grautargleðinni á morgunsárið.  Egg eru besti prótíngjafinn, meira að segja svo góður að þau eru notuð sem viðmið fyrir gæði annarra prótíngjafa.  Þau innihalda allar átta nauðsynlegar amínósýrurnar fyrir […]

Þriðjudagur 26.10 2010 - 11:07

Stóra Eplið fær broskall

Ef Naglinn gengi með hatt væri hann tekinn ofan fyrir þessari skotheldu auglýsingaherferð New York borgar gegn gosdrykkju. Grjótharðar staðreyndir sem fólk gerir sér oft ekki grein fyrir, eru hér sýndar ansi viðbjóðslega og ætti vonandi að vera fitusmurð og útúrsykruð gólftuska í smettið á gosþömburum. [youtube]http://www.youtube.com/watch?v=62JMfv0tf3Q[/youtube] [youtube]http://www.youtube.com/watch?v=-F4t8zL6F0c[/youtube]

Föstudagur 22.10 2010 - 14:56

Blóðrauð eyru og krepptir þjóhnappar

Bölsót eru ær og kýr Naglans þar sem engin eru húsdýrin. Ef það er eitthvað sem fær eyrun til að sjóða og þjóhnappana til að herpast er þegar sárasaklaus óupplýstur pöpullinn er troðfylltur eins og aligrís um jól af endemis þvælu og bulli. Aumingjans fólkið veður svo um í villu og svíma varðandi líkama/fitutap/uppbyggingu og […]

Miðvikudagur 20.10 2010 - 14:05

Magamál

Það eru margir sem kvarta og kveina yfir því að “þurfa” að vigta matinn ofan í sig meðan hangið er í fitutapsferlinu.“Það er alltof mikið vesen og tímaþjófur”… EINMITT!! af því að allar 4 sekúndurnar sem það tekur að grýta matarbitanum á vigtina eru tapaðar að eilífu úti í kosmósinu.  Staðreyndin er sú að flestir […]

Fimmtudagur 16.09 2010 - 10:13

Niðurskurður víða í samfélaginu

Lýsið skal leka, mörina skal tæta, vömbina skal minnka og í buxurnar skal passa.  Niðurskurður á sér stað víðar en á Alþingi – líkamsræktarstöðvar landsins eru stútfullar af fólki sem vill rassinn sunnar og  bumbuna burt. Fyrir nokkru var Naglinn beðin um ráðleggingar fyrir niðurskurðartímabil og er hér orðið við því.. værsgo. Gefa sér nægan […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is