Færslur fyrir flokkinn ‘Fitutap’

Þriðjudagur 11.01 2011 - 20:04

úúps….

Naglinn vonar að þessi hafi sett sér áramótaheit að losna við nokkur kíló… þó ekki væri nema til að halda húsgögnunum heilum. [youtube]http://www.youtube.com/watch?v=pKgYsNkkIpo[/youtube]

Fimmtudagur 06.01 2011 - 10:54

Hjarðhegðun í janúar

Hún er skrýtin hjarðhegðunin sem á sér stað fyrstu viku janúar mánaðar um gervallan heim… tja í þeim vestræna hluta allavega. 70% kosningabærra manna flykkist inn á líkamsræktarstöðvar með skóna gutlandi af samviskubiti.  Nú á aldeilis að bæta fyrir syndir feðranna… eða þínar eigin… með heljarinnar heilsuátaki.  2011 SKAL verða árið sem heilsusamlegur lífsstíll festist […]

Laugardagur 18.12 2010 - 11:43

Planheldni…. hvad for noget?

Nú eru aðeins tvær vikur þar til í hönd fer sá tími árs sem frústrasjón heltekur mannskapinn vegna skítafýlu út í sjálfa sig eftir ofeldi jólanna. Netið er skannað í öreindir í örvæntingarfullri leit að skotheldu æfingaplani og sjóðandi matarplani til að losa sig við útþanda ístruna og færa rassinn aðeins norðar. Vopnuð “töfraplaninu” mætir […]

Þriðjudagur 26.10 2010 - 11:07

Stóra Eplið fær broskall

Ef Naglinn gengi með hatt væri hann tekinn ofan fyrir þessari skotheldu auglýsingaherferð New York borgar gegn gosdrykkju. Grjótharðar staðreyndir sem fólk gerir sér oft ekki grein fyrir, eru hér sýndar ansi viðbjóðslega og ætti vonandi að vera fitusmurð og útúrsykruð gólftuska í smettið á gosþömburum. [youtube]http://www.youtube.com/watch?v=62JMfv0tf3Q[/youtube] [youtube]http://www.youtube.com/watch?v=-F4t8zL6F0c[/youtube]

Föstudagur 22.10 2010 - 14:56

Blóðrauð eyru og krepptir þjóhnappar

Bölsót eru ær og kýr Naglans þar sem engin eru húsdýrin. Ef það er eitthvað sem fær eyrun til að sjóða og þjóhnappana til að herpast er þegar sárasaklaus óupplýstur pöpullinn er troðfylltur eins og aligrís um jól af endemis þvælu og bulli. Aumingjans fólkið veður svo um í villu og svíma varðandi líkama/fitutap/uppbyggingu og […]

Miðvikudagur 20.10 2010 - 14:05

Magamál

Það eru margir sem kvarta og kveina yfir því að “þurfa” að vigta matinn ofan í sig meðan hangið er í fitutapsferlinu.“Það er alltof mikið vesen og tímaþjófur”… EINMITT!! af því að allar 4 sekúndurnar sem það tekur að grýta matarbitanum á vigtina eru tapaðar að eilífu úti í kosmósinu.  Staðreyndin er sú að flestir […]

Fimmtudagur 14.10 2010 - 11:00

Sjálfsblekkingarleikur

Kannastu við þetta atriði?? Þú hefur verið á mottunni alla vikuna í mataræðinu, rifið í járnið eins og berserkur og brennt samviskusamlega. Nú er laugardagur og komið að því að gleðja tunguna og sálartetrið með gómsætum kræsingum, enda áttu það jú skilið.  Vömbin er kýld og nammið er gúffað en þrátt fyrir heiðarlega tilraun á tandurhreini […]

Föstudagur 01.10 2010 - 11:11

Hegðunin ákvarðar árangurinn: bölsót, ekki fyrir viðkvæmar sálir

Naglinn fékk vægast sagt einkennilega athugasemd nýlega: “Þú ert ofurkona og getur sleppt því að borða nammi- mér finnst þetta bara svo erfitt og get þetta ekki”. Nú já, ofurkona já?? Hvaða endemis rugl og bull og kjaftæði.  Það er sko enginn símaklefi og skikkja neins staðar nálægt Naglanum og engin yfirnáttúruleg gjörsneyðing löngunum í […]

Mánudagur 27.09 2010 - 10:49

Mótvindur á heilsubrautinni

Öfund er undirrót alls ills í heiminum og því miður er þessi löstur alltof algengur í fari fólks.  Í lífi hvers og eins má finna þá sem vegna eigin vanmetakenndar munu aldrei samgleðjast né hrósa þér, hvort sem það er með nýja bílinn þinn, starfið, íbúðina, líkamlegan árangur eða vel unnin störf á braut heilsunnar. […]

Fimmtudagur 16.09 2010 - 10:13

Niðurskurður víða í samfélaginu

Lýsið skal leka, mörina skal tæta, vömbina skal minnka og í buxurnar skal passa.  Niðurskurður á sér stað víðar en á Alþingi – líkamsræktarstöðvar landsins eru stútfullar af fólki sem vill rassinn sunnar og  bumbuna burt. Fyrir nokkru var Naglinn beðin um ráðleggingar fyrir niðurskurðartímabil og er hér orðið við því.. værsgo. Gefa sér nægan […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is