Föstudagur 07.01.2011 - 21:26 - 24 ummæli

Fröllur Naglans

Dyggir lesendur vita að Naglinn borðar ekki venjulegar fröllur… aldrei…ekki einu sinni þegar villidýrinu er sleppt lausu. Þessi djúpsteikti viðbjóður hefur ekki snert munnholið síðan á menntaskólaárunum. Þá endaði hefðbundinn sígó bíltúr iðulega í lúgunni á BSÍ og lítill snæðingur, franskar, kokteil og kók sporðrennt, og til að toppa ófögnuðinn pöntuð auka kokteil til að klára upp frönskurnar.

Það er eitthvað velgjuvaldandi í munnvatnskirtlum  Naglans við tilhugsunina um sizzlandi, kraumandi djúpsteikingu og transfitubaðið sem innyflin hljóta við innbyrðingu þessa ómetis.

En Naglinn býr sér hinsvegar oft til Naglafröllur, snarhollar en sami „effektinn“ og í þessum óhollu.

1 bökunarkartafla  (HRÁ)

skera í tvennt og svo langsum í 1 cm strimla

Pipra eins og vindurinn

Sjávarsalt…. væna klípu

Inn í ofn á 200 °C blástur í 45-50 mín til að fá þær stökkar undir tönn

Hræra sykurskerta tómatsósu út í 5% sýrðan… nú eða tommuna bara allsbera með…. snarvirkar 🙂

Fröllur Naglans

Fröllur Naglans

Flokkar: Uppskriftir

«
»

Ummæli (24)

 • Hljómar mjög vel…en bakar þú kartöfluna fyrst, og skerð svo niður og bakar í ofni?
  Eða tekur þú hana hráa og skerð niður og bakar?

 • Og hversu mikill hiti er á ofninum?

 • Þórdís

  Hvar fær maður sykurskerta tómatsósu? 😀

 • Sætar karpellur og gulrætur smakkast svert vel bakaðar í ofni með ísl. villikryddi!!

 • Anna María Sverrisdóttir

  Ég verð að játa að ég veit ekki hvað fröllur eru og tomma er mælieining í mínum huga. Hugtakið „sýrður“ giska ég á að megi botna með „rjómi“ en annars skil ég ekki um hvað þú ert nákvæmlega að tala?
  En hugmyndin um bökuðu kartöfluna er fín, ég baka oft kartöflur og grænmeti á þennan hátt. 🙂

 • Katrín Edda

  Ég verð að vera sammála þér með þessar djúpsteiktu fröllur sem múgurinn virðist elska, ég gæti frekar blandað saman hamsatólg og kleinuhringjaglassúr saman og borðað af bestu lyst heldur en borðað þennan viðbjóð.
  Ekkert sem heillar mig við þetta.
  En líst obbó vel á Raggafröllur og mun prófa sem fyrst! Omnomnom.

 • Hahaha… það er svona þegar maður bloggar seint á kvöldin, þá verður færslan eins og blaðamennska nútímans, bara gert ráð fyrir að lesendur viti smáatriðin. Búin að betrumbæta upplýsingarnar.

  Anna María! Ég skal senda þér eintak af slangurorðabók Naglans en á meðan eru hér orðskýringar
  Fröllur = franskar kartöflur
  Tomma = tómatsósa

  Dísa! Til dæmis Sollu tómatsósa

  Bjarni! Þetta íslenska villikrydd hljómar dónalega…. hvar fæst svoleiðis?

 • Kemur frá fyrirtæki sem heitir pottagaldrar og heitir villijurtir. Er alveg dónó gott 😉

 • Pottagaldra kryddin eru scchnilld…. tékka á þessu villta í næstu besög á Klakann. Takk fyrir þetta 🙂

 • Guðný S

  Það er einnig mjög gott að búa til „kokteilsósu“ úr AB-mjólk, tómatsósu, smá sinnepi og kryddi eftir smekk („Best á…“ kryddin eru yndi). En þar sem hún er ekki jafn þykk og þessi venjulega er betra að hafa hana í sér skál við hliðina á disknum til að dippa í 🙂

 • Kíkið á http://www.bestalambid.is, þar eru kryddin okkar sem eru bara góð í dýfur og á fröllur 🙂 Íslendingar búsettir erlendis geta haft samband við okkur í gegnum síðuna og fengið kryddin send til sín gegn vægu gjaldi.

 • Stefanía

  Besta kokteilsósan: Sýrður rjómi, sykurskert tómatsósa, ögn af sojasósu og smá dass af agavesýrópi.

 • Jahérna hér… þetta þykir mér athyglisvert með sendingu á Bezt kryddunum…þá losna ég við eitthvað pláss í ferðatöskunni því ég er einmitt sérlegur notandi eins og sést:

  http://blog.eyjan.is/ragganagli/2010/05/04/sodalegur-saemundur/

  http://blog.eyjan.is/ragganagli/2008/12/10/naglinn-mælir-með/

  http://blog.eyjan.is/ragganagli/2008/04/09/diet-survival/

 • Ragnheiður

  Ég set smá ólívuolíu á kartöflurnar áður en ég baka þær. Það má ekki vera of mikið af henni þá verða þær blautar. Síðan kemur rósmarín sterkt inn sem krydd eða timian. Mér finnst einnig ljómandi gott að baka rauðlauk með kartöflunum. En heimatilbúnar bakaðr kartöflur slá tvímælalaust flestu frönsku kartöflunum við.

 • Ofnbakaðar kartöflur eru bara æði. Ég nota kartöflur ásamt sætum, gulrótum og gulrófu. Þetta krydda ég með salti, pipar og dass af rósmarín. Stundum á góðum dögum skelli ég ogguponsusmávegis örlitlu af agave sírópi 🙂

 • Mun prófa þetta næst ! hljómar ótrúlega vel 🙂

  En ég var að spá í einu þegar þú hefur verið að búa þér til svona morgunmatsgrauta, hvernig hafra notar þú? Hvar er hægt að kaupa góða hafra sem kosta ekki hvítuna úr augunum? Er best að kaupa bara þennan vinsæla venjulegan hafragraut?
  Ég hafði nefnilega hugsað mér að byrja að búa mér til grauta, sem eru hafrar, vatn, eggjahvítur og eitthvað fleira gúmmelaði 🙂

 • Ég nota bara ódýrasta haframjölið úr Netto hér í DK, borga 8 DKR fyrir 1 kg = 160 ÍKR.

  Þegar ég er á Íslandi kaupi ég Euro Shopper haframjöl í Bónus, kostar minnir mig 200 ÍKR fyrir 1/2 kg….eða var það 1 kg… man ekki alveg. Allavega mun ódýrara en Sol Gryn.

 • Já okei, takk fyrir það!
  Fann ekki neitt þegar ég var í Bónus í gær og keypti því hafra frá Sollu með tárin í augunum !

  Mun sko leita betur næst !

 • Ég er með eina spurningu fyrir þig Ragga.

  Þú nefnir að það sé gott og gilt að fá sér einföld kolvetni eftir lyftingar æfingu en þó ekki fitu því hún hægi á upptökunni.
  Er þá ekki gott að fá sér hvítt brauð með lífrænu hnetusmjöri?
  Ætti maður frekar að borða brauðið tómt eða er ákjósanlegra að finna betri álegg?

  Ég þakka annars fyrir góða pistla:)

 • p.s. ég fór útí búð áðan og keypti mér hvítt brauð í fyrsta skipti í mörg mörg ár og mér fannst eins og ég væri að gera eitthvað ólöglegt. Munaði minnstu að ég afsakaði mig við afgreiðslumanninn…

 • Hnetusmjör er fitugjafi og því ekki æskilegt eftir lyftingar. Tómt brauð er svekkelsi og þurrelsi… smá sykurlaus sulta hleypir gleði í lífið.

 • Heimir H. Karlsson

  Sæl Öllsömul.

  Góða hugmyndir að hollum mat hér.

  Ég er líka að leita að Euroshopper haframjölinu, það fékkst í Bónus.
  Heilu hillumetrarnir.
  Svo bara hvarf það.
  Sakna þess, var fullkomið í hafragraut með söxuðu epli.

  Kveðja,

  Heimir H. Karlsson.

 • Ég sá það í fyrradag í Bónus, var í Kringlunni. Var hjá morgunkorninu og því. Eða ég held það hafi verið það rétta, man ekki hvað stóð á pakkningunni, en það var 500gr

 • Mér finnst best með svona ofnbökuðum rótarávöxtum að hræra saman hreint skyr, koreanderpaste og lime.

  Svo er líka rosagott þetta hér :
  Raspað hvítlauksrif
  Röspuð engiferrót (bara smá)
  Raspaður sítrónubörkur (bara smá líka)
  Smá pipar
  5% sýrður rjómi

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og tveimur? Svar:

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is