Ragga Nagli

blogg á eyjan.is

Við viljum fransbrauð!!

30.12 2010 | 20:43 | 13 ummæli

Jæja eru allir risnir upp úr sykurmóki jóladaganna?

Hverjir vöknuðu upp eftir tveggja til þriggja daga epískt át með tilheyrandi hausverk, magaverk, slen og aumingjahor eins og þeir hefðu verið á rúllandi verslunarmannahelgar kennderíi frá 24. Des?

Nóa konfektassinn liggur samanvöðlaður undir sófa og allir molarnir syndandi í sýsteminu.  Smákökuskálin gónir á þig galtóm, minnug tímans sem hún eyddi stútfull af Sörum og spesíum sem nú verma magaholið.

Að dratta skrokknum fram úr rúminu að morgni tuttugasta og sjöunda var álíka auðvelt verkefni og að þrýsta fíl í gegnum skráargat.

Joggarinn verður fyrir valinu í vinnuna því ekkert má þrengja að útbólginni vömbinni.  Mest af öllu langar þig að skríða aftur upp í rúm og sofa þar til Þyrnirós skammast sín og púkinn öskrar á meira nammi, meira nammi, meira nammi…. Karíus og Baktus eiga ekki séns í þetta brjálæði…. Fransbrauð hvað?!!  Sykur og aftur sykur er það sem púkinn vill.

Þú lest undan skepnunni tuttugasta og fimmta og sjötta þrátt fyrir að fögur fyrirheit um að halda þig á mottunni þessi jólin.

Þú hugsar með kvíðablandinni tilhlökkun til gamlárs þegar þú getur þaggað niður í kvikindinu aftur með hjemmelavet ís, súkkulaðisósu, og fleiri konfektkílóum.  Takk för!!

Hver kannast ekki við þetta atriði? Naglinn þekkir aðeins of vel baráttuna við sykurskrímslið “the day after the night before”.

Það er ástæða fyrir þessari maníu, sykurinn gott fólk, er næsti bær við eiturlyf og líkaminn gjörsamlega öskrar á meira.

Allavega ef marka má niðurstöður rannsóknar sem gerð var í háskólanum í Bordeaux (Lenoir,  Serre,  Cantin, Ahmed, Université Bordeaux).  Hún sýndi að 94 % af rottum, sem máttu velja milli sykurvatns og kókaíns völdu sykurinn.  Meira að segja rottur sem voru háðar kókaíni völdu sykur þegar þær fengu að velja hvort hvíta duftið þær vildu.  Þar að auki voru rotturnar viljugri til að vinna fyrir sykri frekar en kókaíni.

Rannsakendurnir vilja meina að sykurviðtakarnir á tungunni eru örvaðir óeðlilega mikið í gegnum sykurríkt mataræði nútímamannsins og sendi þar með alltof mörg skilaboð um vellíðan og verðlaun til heilans.  Þetta leiðir til að sjálfsstjórnin fýkur út í veður og vind og fíkn gerir vart við sig.

Einnig kom í ljós að það er klárt samband milli fíknar og þols fyrir sykri og ávanabindandi efna.  Til dæmis rottur sem hafa verið vandar á sykur mynda þol gegn sársaukastillandi skömmtum af morfíni.

Þetta er skelfileg staðreynd í ljósi þess að einfaldur unninn strásykur var ekki til í mataræði jarðarbúa fyrr en fyrir örfáum sekúndum sé miðað við jarðsöguna.  Fyrir 100 árum var það aðeins eitt kilo sekur sem fór inn í kerfið hjá meðalJóni.  Í dag snæðir þessi sami Jón, sonur Meðals, ÁTTATÍU kilo af sykri á ári.  Það er eitt stykki fullvaxta meðalstærð af karlmanni, eingöngu úr sykri!!!

HA??? Ég???… ekki satt… hver þá??

Jú því miður góðir hálsar, trúið því eður ei.  Naglinn vonar að lesendur séu ekki í átttatíu árlegum kvikindum, en þó gætu margir verið ískyggilega nálægt því.  Þetta hvíta duft er nefnilega alls staðar… víðar en snjór í Kaupmannahöfn um þessar mundir.  Morgunkorn, kex, gos, nammi, kökur, súkkulaði, bakaríisgúmmulað, sultur, marmelaði, margar mjólkurvörur, nær allur pakkamatur, sósur, marineringar, jafnvel brauð eru úttroðin af viðbættum sykri.

Ef sykurlöngunin ætlar að éta þig lifandi þarftu að vígbúast í baráttunni við púkann ná stjórn á blóðsykrinum og skrúfa svo hausinn í rétta átt,

1) Byrjaðu daginn á hafragraut með prótíngjafa á kantinum, hafrar skila sér löturhægt út í blóðrásina og þegar prótín er komið í partýið hægist enn meira á kvekendinu.

2)   Haltu áfram að borða hreint yfir daginn, hafðu kolvetnin flókin og forðastu einfeldni nema eftir járnrífingar. Góða fitan og öndvegis prótíngjafar mega ekki gleymast.

3)   Hentu öllum restum af konfekti, lakkrís, Nóa kroppi ef þú treystir ekki eigin hegðun í kringum nammileifar.

4)   Farðu í ræktina.  Að skipta um umhverfi getur skipt sköpum í baráttunni.  Þar að auki tímirðu síður að eyðileggja blóð, svita og tár með gúffelsi enn einn daginn og endorfínið kemur sterkt inn við að drepa niður snaróðan púkann.

5)   Njóttu þess að leyfa þér sykrað gommolaði 1-2 skipti í viku með góðri samvisku, en ekki troða í andlitið eins og Ragnarök séu handan við nóttina og súkkulaðiframleiðsla muni leggjast af með öllu.

Gleðilegt gamlárs kindurnar mínar!!

Flokkar: Fróðleikur · Lífstíll · MataræðiUmmæli (13)

 •   Svava Rán // 30.12 2010 kl. 21:20

  YOU TALKIN´TO ME? ;)

 •   Harpa Sif // 30.12 2010 kl. 23:23

  Vá einmitt það sem ég þurfti!

  Hérna ein spurning. Þá daga sem mig langar kannski ekkert endilega í hreint skyr (þó svo ég elski það) er þá bio-bú jógúrt eða önnur jógúrt í lagi?

 •   Billa // 31.12 2010 kl. 02:57

  var að spá í hvort þú gætir búið til matarprógramm fyrir mig??

 •   JóhannaÓl // 31.12 2010 kl. 12:48

  Hehehe góóóóð, þú hefur greinilega prófað ýmslegt í sukkinu. Takk fyrir alla flottu pistlana þína á árinu sem er að líða, hlakka til að lesa fleiri á nýju ári. Verð án efa þessi sem hangir á hurðarhúninum í Eymundsson um leið og bókin þín kemur út :-) GLEÐILEGT ÁR !!!!

 •   Ella Helga // 31.12 2010 kl. 13:02

  Það er nefnilega nákvæmlega þannig!!
  Sérstaklega ræktarpunkturinn. Koma sér af stað, hreyfa sig og þá eru minni líkur á því að þú hrynjir í sukkið!

  Gleðilegt árið elsku besta mín og takk, tusind takk fyrir þau gömlu.
  Kætir mig alltaf óstjórnlega að geta bætt góðu fólki á góðufólka-listann minn.

  Ég er nefnilega að safna. ;)

  Njóttu kvöldins! God knows… oh yes… I will!

 •   ragganagli // 31.12 2010 kl. 16:55

  Svava Rán! Hhahaha… þú og ansi margir aðrir voru innblástur fyrir þennan pistil sem hefur reyndar verið ansi lengi á teikniborðinu.

  Harpa: Þekki Bio Bú ekki neitt því miður, fæst ekki hér í DK :/

  Billa: http://www.ragganagli.com/Ragganagli.com/FJARJALFUN_2.html

  Jóhanna: elskan mín, þekki þetta sko allt saman, en sem betur fer er þeim tíma löngu lokið og jafnvægi og stjórn tekið við.

  Ellan mín: Takk sömuleiðis fyrir að vera gleðigjafinn minn enn eitt árið. Jákvæðnin, lífsgleðin og útgeislunin þín er blindandi og öfundsverð.
  Þú og allir hinir lesendurnir eruð á góðufólka listanum mínum.

 •   Dísa // 31.12 2010 kl. 17:09

  hahaha er einmitt búin að vera hugsa hvernig þessi vika er búin að vera! 27.des var klárlega erfiðasti dagur ársins!! :D haha finn að sykurpúkinn getur ekki beðið eftir kveldinu, kalkúnn og gums MMmmmm

  eins ljúfur og þessi tími er, hlakka ég lúmskt til að þetta verði búið og maður getur farið í sína rútínu aftur…

  Gleðilegt nýtt ár kæra Ragga :) hlakka til að halda áfram að lesa snilldarpistlana þína á nýju ári!

 •   Billa // 31.12 2010 kl. 17:36

  ég er ekki að biðja um að fara í fjarþjálfun, bara mataræðið, langar að borða hollara ;)

 •   Berglind // 1.1 2011 kl. 21:17

  Veistu Ragga, eins og alltaf eru pistlarnir þínir hrikalega góðir!

  Þetta þyrftu nú allir að lesa.

  Takk fyrir allan innblástur sem þú hefur veitt mér.

 •   Vedis // 3.1 2011 kl. 06:23

  Helvítis fokking fokk tessi sykur!!.. ;-)

 •   Ásta // 3.1 2011 kl. 14:55

  Takk fyrir góðan pistli Ragga. þessi bévítans bölvaði sykur …

  Ertu alveg fullbókuð í fjarþjálfun núna?

 •   Einn í vandamálum // 3.1 2011 kl. 23:48

  Er hvitt brauð með sykurlausri sultu sniðugt eftir æfingu ? Eg er að æfa kl half6 til half7 og missi eiginlega af kvöldmatnum heima… hvað ætti eg eilla að fa mer eftir æfinguna svo eg tapi ekki kvoldmaltiðinni ?

 •   ragganagli // 4.1 2011 kl. 09:50

  Berglind! Takk fyrir það kærlega

  Billa og Ásta! Já því miður, allt stútfullt í fjarþjálfun :-/

  Dísa! Gleðilegt ár sömuleiðis. Jörðum sykurpúkann ;)

  Védís! AMEN SISTAH… hold nu op tøs

  Vandamál! http://blog.eyjan.is/ragganagli/2010/01/26/einfeldnin-er-dasamleg/

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og sex? Svar: