Færslur fyrir október, 2010

Sunnudagur 31.10 2010 - 20:58

Naglinn nöldrar

HA?? Ég heyrði ekki alveg hvað þú sagðir…. kemstu ekki í ræktina af því þér er svo illt í hendinni? Hversdagsaumingjarnir sem drattast ekki upp úr sófanum til að hreyfa sig og kokka upp einhverja ömurðarafsökun í skallanum og lepja upp eigin vanrækslu sökkva á enn lægra plan þegar svona metnaður er annars vegar. Maður […]

Fimmtudagur 28.10 2010 - 10:10

Svikið Ris a la mande

Matur hefur átt allan hug Naglans undanfarið. Bæði er skonsan stöðugt að troða í vömbina eins og ali grís á leið til slátrunar en að auki skulu orð standa og mallakút boðið upp á reglulegar nýjungar og gúrmeti.  Það er nefnilega náttúrulögmál að til að endast á heilsubrautinni þurfa litlu laukarnir í munnholinu að komast […]

Þriðjudagur 26.10 2010 - 11:07

Stóra Eplið fær broskall

Ef Naglinn gengi með hatt væri hann tekinn ofan fyrir þessari skotheldu auglýsingaherferð New York borgar gegn gosdrykkju. Grjótharðar staðreyndir sem fólk gerir sér oft ekki grein fyrir, eru hér sýndar ansi viðbjóðslega og ætti vonandi að vera fitusmurð og útúrsykruð gólftuska í smettið á gosþömburum. [youtube]http://www.youtube.com/watch?v=62JMfv0tf3Q[/youtube] [youtube]http://www.youtube.com/watch?v=-F4t8zL6F0c[/youtube]

Föstudagur 22.10 2010 - 14:56

Blóðrauð eyru og krepptir þjóhnappar

Bölsót eru ær og kýr Naglans þar sem engin eru húsdýrin. Ef það er eitthvað sem fær eyrun til að sjóða og þjóhnappana til að herpast er þegar sárasaklaus óupplýstur pöpullinn er troðfylltur eins og aligrís um jól af endemis þvælu og bulli. Aumingjans fólkið veður svo um í villu og svíma varðandi líkama/fitutap/uppbyggingu og […]

Miðvikudagur 20.10 2010 - 14:05

Magamál

Það eru margir sem kvarta og kveina yfir því að “þurfa” að vigta matinn ofan í sig meðan hangið er í fitutapsferlinu.“Það er alltof mikið vesen og tímaþjófur”… EINMITT!! af því að allar 4 sekúndurnar sem það tekur að grýta matarbitanum á vigtina eru tapaðar að eilífu úti í kosmósinu.  Staðreyndin er sú að flestir […]

Mánudagur 18.10 2010 - 12:13

Eplakökudásemd

Eftir nokkra mánuði af niðurskurði og 12 kg tætt af túttunni er kominn tími á að bæta aftur kjöti utan á skrokkinn.  Nú  fer í hönd gott uppbyggingartímabil þar sem lyftingar verða í hrikalegum jötunmóð, maskínan stríðalin með ofgnótt af fóðri og þjóhnappar bólstraðir með meiri mör sem kemur sér vel í vetrarhörkunum framundan. Naglinn hét […]

Fimmtudagur 14.10 2010 - 11:00

Sjálfsblekkingarleikur

Kannastu við þetta atriði?? Þú hefur verið á mottunni alla vikuna í mataræðinu, rifið í járnið eins og berserkur og brennt samviskusamlega. Nú er laugardagur og komið að því að gleðja tunguna og sálartetrið með gómsætum kræsingum, enda áttu það jú skilið.  Vömbin er kýld og nammið er gúffað en þrátt fyrir heiðarlega tilraun á tandurhreini […]

Föstudagur 08.10 2010 - 18:12

Átak dauðans

Þú ert þreytt(ur) á að vera úr formi – det går inte længere.  Komast í kjóldrusluna fyrir jólin, sjá tólin fyrir jólin, hlaupa 10km á næsta ári… hvernig sem hver vill hafa það.  Þú talar við ýmsu gúrúa í bransanum, skoðar netið, tímarit, spyrð kóng og prest.  Þessu næst seturðu saman skothelda áætlun eða ræður […]

Miðvikudagur 06.10 2010 - 21:49

Hristan… ekki hrærðan.

„No one ever went broke underestimating the intelligence of the American public.“ — Henry Mencken Þessi orð eiga svo sannarlega við hér.  Það má víst selja fólki allt sem er í örvæntingarfullri leit að skyndilausnum og auðveldustu leiðinni til árangurs.  Því miður er þetta lenska frekar en undantekning hjá nútímamanninum, allt á að gerast í […]

Þriðjudagur 05.10 2010 - 11:25

Rokk-kombó

Það verður seint sagt að Naglinn sé mjög tæknivædd þegar kemur að farsímaeign.  Gamall og traustur Nokia hefur í mörg ár sinnt hlutverki vekjaraklukku sem fær einstaka sinnum símtöl og þá aðallega frá þremur einstaklingum: móður, föður og eiginmanni. En nýlega áskotnaðist túttunni splunkunýtt fjarskiptatæki með myndavél, videovél, blátönn, internettengingu og ég veit ekki hvað […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is