Fimmtudagur 04.03.2010 - 10:10 - 58 ummæli

Úlfur í sauðagæru

Sykur er félagslega samþykkt eiturlyf og já Naglinn leyfir sér að kalla þetta hvíta krystallaða duft þessa skelfilega nafni.  Sykur er ávanabinandi – því meira sem þú borðar því meira langar þig í.  En það er ekki þar með sagt að folk geti firrað sig allri ábyrgð og falið sig bakvið að sykur sé ávanabindinandi og þetta sé bara fíkn.  Það er bara kjaftæði – þú tekur meðvitaða ákvörðun að setja fyrsta bitann af súkkulaðistykkinu upp í þig.

Það er óþolandi að í valdi stærðar sinnar geta risafyrirtæki í matvælaframleiðslu svívirt náttúrulegan mat – t.d kjúklingarestar nýttar í kjúklinganagga.  En það sem verra er, að þessi fyrirtæki bæta sykri í nánast hverja örðu af mat sem kemur frá þeim.  Eins og mjög dyggir lesendur vita mælir Naglinn með að forðast pakkaðar og unnar afurðir eins og kex, hvítt brauð, morgunkorn – nema auðvitað eftir lyftingar þegar við þurfum í raun sykurinn til að hefja viðgerðarferli vöðvanna sem fyrst.

Í morgun voru fréttir þess efnis hér í Danaveldi að einungis Bandaríkjamenn skákuðu Baunabúum í sykuráti og er það mikið áhyggjuefni. Bandarísku hjartasamtökin (American Heart Association) segja að flestir Bandaríkjamenn borði 22 teskeiðar af viðbættum sykri á HVERJUM DEGI.  Það þýða 352 hitaeiningar aukalega á hverjum degi sem þýðir 128.480 kal á ári eða 16.8 kg á vömb og rass á ári.

Til að halda sykurneyslu í lágmarki þarf einnig að varast sykur í hinum ýmsu dulargervum sem leynast í drykkjum, pökkuðum vörum, sósum, viðbitum, nefnilega í óhugnanlega mikið af matvöru.

Dæmi um dulbúinn sykur í innihaldslýsingum umbúða:

High fructose corn syrup

Corn Sweetener

Dextrose

Maltodextrin

Fructose

Molasses

Maltose

Sucrose

Það sem fær nasavængina til að þenjast allverulega á Naglanum er neysla fólks á prótinstykkjum.  Alltof margir gera þau mistök að halda að af því þau koma frá fæðubótarefnaramleiðendum og eru titluð “prótín”stykki að um sé að ræða hollustu – en það er svo fjarri sanni.

Þessi pökkuðu öreindaunnu stykki eru djöfull í súkkulaðimynd, og nákvæmlega enga hollustu að finna þar.  Það prótín sem er í slíkum stykkjum fellur algjörlega í skuggann af öllum þeim ófögnuði sem er troðið í þau.

Naglinn er með eitt slíkt stykki fyrir framan sig – algenga tegund frá þekktu fæðubótarefnisfyrirtæki. Athugið að reglan er sú að það sem mest er af er listað fyrst.

Innihaldslýsing: High fructose corn syrup, protein matrix (calcium caseinate, whey protein concentrate, milk protein concentrate), vegetable fat, defatted cocoa powder, soy lecithin, maltodextrin, flavoring, salt.

Semsagt þrjár tegundir af sykri: HFCS, sykur í kakó og maltodextrin.  Af hverju ekki bara að fá sér Mars?

Næringargildi í einu prótínstykki (55grömm):

Hitaeiningar: 212 kal

Prótín: 18 g

Kolvetni: 22 g

Fita: 5.8 g

Næringargildi í Mars (58g)

Hitaeiningar: 233

Prótin: 4g

Kolvetni: 31 g

Fita: 12g

Á þessu sést að hitaeiningafjöldinn er svipaður, og aðeins 9 g meira af kolvetnum í Mars, sem segir okkur allt um sykurmagnið í prótínstykkinu.

Til samanburðar er svo næringargildi í einu epli sem er alveg jafn handhægt að grípa í.

Eitt epli (105g)

Hitaeiningar: 65 kal

Prótín: 0 g

Kolvetni: 15 g

Fita: 0 g

Hér koma kolvetnin öll úr náttúrulegum ávaxtasykri á móti fabrikkuðum sykri í prótínstykkinu.  Og ekki þarf að fjölyrða um verðmuninn á þessum tveimur afurðum.

Þarf frekari vitnanna við? Naglinn er viss um að flestir hugsa sig tvisvar um áður en þeir troða slíkum stykkjum í andlitið á sér.

Flokkar: Fitutap · Fróðleikur · Mataræði

«
»

Ummæli (58)

  • We are a group of volunteers and starting a new scheme in our community. Your web site provided us with valuable information to work on. You have done an impressive job and our entire community will be grateful to you.

  • hi!,I really like your writing so so much! proportion we keep up a correspondence more about your post on AOL? I require a specialist on this area to resolve my problem. May be that is you! Having a look forward to look you.

  • IMSCSEO is a Singapore SEO Organization devised by Mike Koosher. The goal of IMSCSEO.com is to supply you with SEO services and help singapore merchants with their Search Engine Optimization to help them progress the ranking of Google and yahoo. Find us at imscsseo.com

  • I loved as much as you will receive carried out right here. The sketch is attractive, your authored subject matter stylish. nonetheless, you command get bought an nervousness over that you wish be delivering the following. unwell unquestionably come further formerly again as exactly the same nearly a lot often inside case you shield this increase.

  • Hello.This post was extremely fascinating, particularly since I was searching for thoughts on this matter last Saturday.

  • Hello, you used to write wonderful, but the last few posts have been kinda boring¡K I miss your great writings. Past several posts are just a little bit out of track! come on!

  • I was suggested this website by my cousin. I’m not sure whether this post is written by him as nobody else know such detailed about my difficulty. You are amazing! Thanks!

  • Definitely believe that which you stated. Your favorite reason appeared to be on the internet the easiest thing to be aware of. I say to you, I definitely get annoyed while people consider worries that they plainly don’t know about. You managed to hit the nail upon the top and also defined out the whole thing without having side-effects , people can take a signal. Will probably be back to get more. Thanks

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og fimm? Svar:

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is