Fimmtudagur 04.03.2010 - 10:10 - 31 ummæli

Úlfur í sauðagæru

Sykur er félagslega samþykkt eiturlyf og já Naglinn leyfir sér að kalla þetta hvíta krystallaða duft þessa skelfilega nafni.  Sykur er ávanabinandi – því meira sem þú borðar því meira langar þig í.  En það er ekki þar með sagt að folk geti firrað sig allri ábyrgð og falið sig bakvið að sykur sé ávanabindinandi og þetta sé bara fíkn.  Það er bara kjaftæði – þú tekur meðvitaða ákvörðun að setja fyrsta bitann af súkkulaðistykkinu upp í þig.

Það er óþolandi að í valdi stærðar sinnar geta risafyrirtæki í matvælaframleiðslu svívirt náttúrulegan mat – t.d kjúklingarestar nýttar í kjúklinganagga.  En það sem verra er, að þessi fyrirtæki bæta sykri í nánast hverja örðu af mat sem kemur frá þeim.  Eins og mjög dyggir lesendur vita mælir Naglinn með að forðast pakkaðar og unnar afurðir eins og kex, hvítt brauð, morgunkorn – nema auðvitað eftir lyftingar þegar við þurfum í raun sykurinn til að hefja viðgerðarferli vöðvanna sem fyrst.

Í morgun voru fréttir þess efnis hér í Danaveldi að einungis Bandaríkjamenn skákuðu Baunabúum í sykuráti og er það mikið áhyggjuefni. Bandarísku hjartasamtökin (American Heart Association) segja að flestir Bandaríkjamenn borði 22 teskeiðar af viðbættum sykri á HVERJUM DEGI.  Það þýða 352 hitaeiningar aukalega á hverjum degi sem þýðir 128.480 kal á ári eða 16.8 kg á vömb og rass á ári.

Til að halda sykurneyslu í lágmarki þarf einnig að varast sykur í hinum ýmsu dulargervum sem leynast í drykkjum, pökkuðum vörum, sósum, viðbitum, nefnilega í óhugnanlega mikið af matvöru.

Dæmi um dulbúinn sykur í innihaldslýsingum umbúða:

High fructose corn syrup

Corn Sweetener

Dextrose

Maltodextrin

Fructose

Molasses

Maltose

Sucrose

Það sem fær nasavængina til að þenjast allverulega á Naglanum er neysla fólks á prótinstykkjum.  Alltof margir gera þau mistök að halda að af því þau koma frá fæðubótarefnaramleiðendum og eru titluð “prótín”stykki að um sé að ræða hollustu – en það er svo fjarri sanni.

Þessi pökkuðu öreindaunnu stykki eru djöfull í súkkulaðimynd, og nákvæmlega enga hollustu að finna þar.  Það prótín sem er í slíkum stykkjum fellur algjörlega í skuggann af öllum þeim ófögnuði sem er troðið í þau.

Naglinn er með eitt slíkt stykki fyrir framan sig – algenga tegund frá þekktu fæðubótarefnisfyrirtæki. Athugið að reglan er sú að það sem mest er af er listað fyrst.

Innihaldslýsing: High fructose corn syrup, protein matrix (calcium caseinate, whey protein concentrate, milk protein concentrate), vegetable fat, defatted cocoa powder, soy lecithin, maltodextrin, flavoring, salt.

Semsagt þrjár tegundir af sykri: HFCS, sykur í kakó og maltodextrin.  Af hverju ekki bara að fá sér Mars?

Næringargildi í einu prótínstykki (55grömm):

Hitaeiningar: 212 kal

Prótín: 18 g

Kolvetni: 22 g

Fita: 5.8 g

Næringargildi í Mars (58g)

Hitaeiningar: 233

Prótin: 4g

Kolvetni: 31 g

Fita: 12g

Á þessu sést að hitaeiningafjöldinn er svipaður, og aðeins 9 g meira af kolvetnum í Mars, sem segir okkur allt um sykurmagnið í prótínstykkinu.

Til samanburðar er svo næringargildi í einu epli sem er alveg jafn handhægt að grípa í.

Eitt epli (105g)

Hitaeiningar: 65 kal

Prótín: 0 g

Kolvetni: 15 g

Fita: 0 g

Hér koma kolvetnin öll úr náttúrulegum ávaxtasykri á móti fabrikkuðum sykri í prótínstykkinu.  Og ekki þarf að fjölyrða um verðmuninn á þessum tveimur afurðum.

Þarf frekari vitnanna við? Naglinn er viss um að flestir hugsa sig tvisvar um áður en þeir troða slíkum stykkjum í andlitið á sér.

Flokkar: Fitutap · Fróðleikur · Mataræði

«
»

Ummæli (31)

 • Örn Klói

  Údúrdúr .Svo komu tannskemmdirnar með unnu kolvetnunum fyrir +/- 200 árum fram að því voru tennur íslendinga heilar reyndar slitnar af harðfisk áti.

 • hæ ég verd bara ad segja ad ég eeeelska ad lesa bloggid titt, ég er eilífdarmegrunisti í endalausri leit ad betra líferni og tú mín kæra ert stór táttur í teirri leit:)

 • Örn Klói! Ekki minnast ógrátandi á molnandi tennurnar úr lýðnum af því að úða í sig sykrinum.

  Edith! Takk kærlega fyrir það, ég er alltaf svo ánægð að heyra að einhver tekur tuðið í mér til sín.

 • Takk fyrir fróðlegan pistil og einfalda uppsetningu …. hef stundum haft móral yfir því að kunna ekki að meta þessa orkubita.

 • Sigrún Ingveldur

  Dauðbrá einmitt um daginn þegar ég var í Bónus og ákvað að kíkja hver innihaldslýsingin væri í bréfi af kryddi fyrir fajitas. Sykurinn þar efst á lista og ég henti bréfinu frá mér á augabragði! Fannst það mjög sérstakt að þurfa að troða sykri í krydd sem á að vera spicy.

 • Eru próteinstangirnar þá ekki tilvaldar strax eftir æfingar (lyftingar)? Þá þurfum við sykur og prótein “ til að hefja viðgerðarferli vöðvanna sem fyrst.“ Er sheik kannski betri þar sem við ráðum því hvað við setjum í hann. Hættan er sú að maður kemst ekki strax í að búa til sheikinn og gleymir því þá eða sleppir því. Sheikarnir á líkamsræktarstöðvunum eru of dýrir til að kaupa þá eftir hverja æfingu.

  Ég vil þakka þér kærlega fyrir skrifin. Ég les þau alltaf. Það er svo erfitt að vera amatör í heilsufræðum þar sem rangar eða misvísandi upplýsingar eru allsstaðar.

 • Sigrún! Tell me about it með kryddin, skil ekki þessa áráttu að troða sykri í einfaldar kryddblöndur. Maður þarf alveg að vera á tánum stöðugt gagnvart þessum fjanda, hann er allsstaðar :-/

  Gunnar! Stykkin eru svosem ágæt eftir æfingu í neyðartilfellum… reyndar frekar hátt fituhlutfall (5.8 g á móti 1.5 g í prótindufti) og þess vegna sem ég set smá spurningamerki við þau, fita hægir á upptöku og seinkar þar með viðgerðarferlinu.

  Takk fyrir að kíkja í heimsókn og nenna að lesa rausið.

 • Áhugamanneskjan

  Ragga hvað með þessa tilbúnu drykki eins og Hámark og Hleðslu.
  Hámark með ávastasykri og Hleðsla með agave. Þjóna þessi náttúrulegu sætuefni sama tilgangi og viðbætti sykurinn eða einföldu kolvetnin eftir æfingar?

 • Ávaxtasykur er meltur í lifur og fer í að fylla á glýkógenbirgðir þar áður en hann fer í vöðvana svo hann er ekki ráðlegur eftir æfingar. Sjá hér: http://blog.eyjan.is/ragganagli/2008/05/23/froðleiksmoli-dagsins-2/

  Agave er með frekar lágt GI en við viljum hátt GI eftir æfingu. Það er lika 90% frúktósi og 10% glúkósi – frúktósi veldur ekki eins hárri insúlínlosun og glúkósi

 • Ella Helga

  Mikil sannindi í þessum ó svo góða pistli mín kæra. Sykrinum er troddað hvert sem er!

 • Fjandans sykur! Fari hann og veri.

 • Soffía frænka

  Ég hef verið að stúdera Hámark og Hleðslu mér til ánægju og yndisauka. Hleðsla hentar betur eftir æfingu heldur en Hámark. Allt er rétt hér að ofan, ávaxtasykur er óheppilegri en þrúgusykur (glúkósi) og sterkja (glúkósaeiningar tengdar saman) þar sem lifrin breytir honum í blóðsykur (glúkósa). En bæði í Hámarki og Hleðslu er mjólkursykur (sem er glúkósi+galaktósi) og í Hleðslu er líka sterkja (ég skil það svo að kolvetnin komi að mestu úr sterkjunni).

  Svo:
  Hleðsla: mysuprótein og sæmilega heppileg kolvetni (sterkja + agave+mjólkursykur). Fitusnautt. Meira af kolvetnum en próteinum. Af því að Hleðsla er stíluð inn á hleðslu eftir æfingar þá myndi ég vilja sjá venjulegan sykur hérna frekar en agave. En agave er í „hollustutískunni“ núna en sykurinn ekki þannig að markaðssetning hefur eflaust ráðið því. En eins og Ragga bendir á þá „megum“ við neyta sykurs án samviskubits eftir erfiðar æfingar 🙂

  Hámark: Blanda mysu- og mjólkurpróteina, mjólkur- og ávaxtasykur. Meira af próteinum en kolvetnum. Fitusnautt. Hámark hentar því vel sem millimál þar sem mjólkurpróteinin meltast hægar en mysuprótein.

  Mig langar líka að benda á að þó ávextir séu óheppilegir eftir æfingar vegna ávaxtasykursins þá eru bananar undantekning. Bananar eru óvenju sterkjuríkir af ávöxtum að vera og innihalda töluvert af glúkósa (auk ávaxtasykurs ofl). Þeir eru því fínir eftir æfingu 🙂 Þetta má t.d. sjá hér: http://www.nutritiondata.com/

  Sjálf hleyp ég töluvert og nota Powerade drykki og sykurgel til að fá orku á æfingum og eftir æfingar (þá er ég að tala um hlaup sem eru 12 km+/1 klst +).

  kv efnafræðingurinn

 • Ekki að spyrja að frænkunni… búin að analýsera þetta í öreindir.
  Takk fyrir þetta innlegg mín fagra og kæra – nýtist mörgum eflaust vel þar sem þessir drykkir eru heitustu lummurnar í dag virðist vera.

 • Takk Soffía fyrir þetta, snilld, viðurkenni að ég gríp í Hámark stundum þar sem letin tekur stundum yfir og ég legg ekki í blandaravesen (með tilheyrandi þrifum) – en fer að standa mig betur, lofa 🙂
  Þarf bara að fara að panta meira 😀

 • Algjör snilld að fá þessar upplýsingar!!!

  Ég hef einmitt verið að sötra Hámark, aðallega eftir æfingar því það er svo fljótlegt og gott.
  Ég ákvað reyndar að Hleðsla væri geggjað óhollt því það er svo hriiiikalega sætt á bragðið.

  og próteinstangirnar eru semsagt bara á nammidögum 🙂

 • Tek undir allt sem þú segir en bendi á að það er enginn sykur í „defatted cocoa powder“.

  Í kakóbauninni er bæði „þurrefni“ (cocoa solids eða powder) og feiti (cocoa butter). Þegar baunirnar eru unnar er þessu splittað upp þannig að það er bæði hægt að kaupa ekta kakóduft og ekta kakófeiti. Sykur er ekki inni í þessu dæmi nema hann sé viðbættur (eins og t.d. þegar súkkulaði er búið til).

  Í þessum próteinstykkjum sem þú ert að tala um er heilmikið af viðbættum sykri þannig að væntanlega er verið að búa til súkkulaðibragð. Svo er líka koffín í kakódufti — kannski er það líka ein ástæðan fyrir þessari kakóviðbót.

 • Hólmfríður Gestsdóttir

  Brilliant grein alveg. En það er svakalegt einmitt með sykurinn hvað honum er troðið alstaðar! Maður getur varla keypt neinar mjólkurvörur lengur því það er allt svoleiðis vaðandi í sykurleðju að það er alveg hrikalegt :/ Mjólkursamsalan virðist ekki trúa því að neitt sé seljanlegt nema það sé búið að hræra yfirgengilegu magni af sykri eða gervisykri út í það. :S Get látið þetta fara alveg ferlega í taugarnar á mér – t.d. skólajógúrt … er virkilega einhver sem býður börnunum sínum þann viðbjóð? Vil líka þakka fyrir ábendinguna um fajitas kryddið. Ég er þá hérmeð hætt að kaupa svoleiðis blöndur. Ég hef stundum gripið í þetta en fann nýlega hvað þetta er salt, notaði aðeins meira hlutfallslega en venjulega og saltbragðið var alveg ótrúlega mikið af matnum. Svo það er klárlega betra að gera þetta sjálfur eins og alltaf.

 • Hólmfríður: Ertu með einhverja eðalblöndu sem þú vilt deila með okkur í stað Fajitas kryddsins? Mér hefur fundist svo þæginlegt að nota það, ekkert að spá í magni eða tegundum en þarf núna klárlega að byrja á því. Einhverjar hugmyndir?

 • Þakka þér!

 • Áhugamanneskjan

  Soffía, takk fyrir innleggið, mjög gagnleg viðbót við annars góða umfjöllun Röggu.

 • Anna R! Af hverju eru þá seld „unsweetened cocoa powder“ ?

  Hófí! Skelfilegur iðnaður þessi mjólkurvöruiðnaður, brúka sykur eins og enginn sé morgundagurinn í hverja einustu vöru. Af hverju að venja börn á sætubragðið?? Svona var þetta í gamla daga, settur sykur út á allt: Cheeriosið, Kornflexið, súrmjólkina…. í staðinn fyrir það kjaftæði kemur bara faldi viðbætti sykurinn í öllum vörum.

  Nafna! Ég nota nær eingöngu Bezt kryddin – Bezt á kjúklinginn, borgarann, kalkúninn o.s.frv – enginn sykur, msg eða ógeðisaukaefni. Fæst í Nóatúni.

 • Ég held að með“unsweetened cocoa powder“ sé bara átt við að það sé ekki búið að bæta sykri við kakóið, því oft ef maður kaupir kakóduft, þá er búið að bæta sykri útí…

 • Þess vegna efast ég einmitt um að kakóið í stykkinu sé án viðbætts sykurs því eina sem þeir gefa upp er að það sé “ defatted“ ekkert um að það sé „unsweetened“.

 • Slóttug ertu! Aldrei hefði mér dottið þetta í hug, en þetta gæti náttúrulega þokkalega verið úlfur í sauðagæru þetta kakóduft! Hah!

 • Martha Árnadóttir

  Takk fyrir allt þitt góða blogg Ragga.
  Sé að hér ræða sérfræðingar m.a. próteindrykki og þ.h. og ég hef einmitt verið að að velta fyrir mér hvort eitthvert vit sé í þessu próteindufti og hvernig er þá best að blanda það – saman við hvað og í hvaða hlutföllum? Tek fram að ég er byrjandi – en áhugasöm um uppbyggingu og matarræði í tengslum við það:)

 • *Þumlar upp* fyrir góðri grein. Hlutfallslega mikið af Soffíum sem fylgjast með greinaskrifum þínum 🙂

 • Hólmfríður Gestsdóttir

  Nafna:

  Það kemur oft vel út að nota einhverslags blöndu af kóríander, cumini og chili eða cayenne í svona mexíkóskan mat. Set stundum paprikuduft líka + auðvitað salt og pipar. Annars fer það bara eftir því í hvernig skapi ég er hvað ratar út á 😉

  Fann þessa uppskrift að svona kryddblöndu, þarna er reyndar sykur en hann er þá alveg hægt að láta eiga sig – í öllu falli þá yrði sykurinn talsvert neðar á innihaldslistanum en á umræddu bréfi:
  http://busycooks.about.com/od/homemademixes/r/fajitaseasonmix.htm
  Önnur er hér:
  http://www.bigoven.com/158541-Fajita-Seasoning-recipe.html

  Á klárlega eftir að kíkja betur á þetta næst þegar ég dett í mexíkóskt stuð 😉

 • Hólmfríður Gestsdóttir

  … hvernig gat ég gleymt hvítlauknum?? Ómissandi 🙂

 • Hólmfríður Gestsdóttir

  Var að reyna að setja inn innlegg hérna í gær en tókst greinilega ekki. Prófum aftur 🙂

  Nafna: Nota hvítlauk, chiliduft eða ferskan chili, pipar, salt, kóríander og cumin sem uppistöðu. Hef stundum bætt við öðrum kryddum, allt eftir því hvað ég er að elda og í hvernig skapi ég er. Annars sá ég fullt af uppskriftum þegar ég gúgglaði fajitas seasoning – bara spurning að prófa sig áfram held ég 😉

 • Alltaf jafn fræðandi og skemmtilegt að lesa greinarnar þínar elsku Nagli. Keep it up 🙂

 • Young wave

  „Næringargildi í einu prótínstykki (55grömm):

  Hitaeiningar: 212 kal

  Prótín: 18 g

  Kolvetni: 22 g

  Fita: 5.8 g

  Næringargildi í Mars (58g)

  Hitaeiningar: 233

  Prótin: 4g

  Kolvetni: 31 g

  Fita: 12g“

  Málið er að það er stórfelldur munur á þessum næringarinnihaldslýsingum sem Ragga gefur í skyn að sé sáralítill.

  1. Allt að 100% meiri fita í Marz súkkulaðinu. Dýrafita margfallt meiri í Marzinu. Mörg próteinstykki hafa enga dýrafitu.

  2. Marz súkkulaðistykki fullnægir eingöngu 20% af próteinþörf heillar máltíðar. Próteinstykkið fullnægir algjörlega próteinþörf heillar máltíðar
  Einungis snefilbrot af steinefna- og vítamínþörf líkamans er að finna í Marzinu. Próteinstykkið skorar margfallt hærra þarna.

  3. Hvítur sykur er mörg hundruð % meiri í Marz súkkulaðinu eða um 5-6 kúfaðar teskeiðar. Í mörgum próteinstykkjum er tæplega 1 teskeið. Þar af leiðir er megnið af kolvetnainnihaldi Marz súkkulaðis hvítur sykur.

  2. Hitaeiningar eru 21 fleiri í Marzinu sem sem þýðir að séu borðuð 2 stk. á dag af Marzi frekar en 2 stk. próteinstykki þá hefur þú hlaðið á þig 3,5-4 kg af hreinni fitu á 24 mánuðum.

  Til að átta sig á umfangi 4 kg. af hreinni fitu að þá er ágætt að ímynda sér 4. lítra af kleinufeiti komið fyrir í fjórum tómum mjólkurfernum. En þetta er einmitt magnið þú hefur aukalega innbyrgt vegna þess að þú ákveður að borða frekar marz heldur en próteinstykki.

  Svo er ágætt að það komi fram í lokin að sykursjúkir geta í flestum tilfellum ekki einu sinni bitið einn bita af Marzstykki öðruvísi en að raska blóðsykrinum herfilega. Þessir sömu sykursjúku einstaklingar geta oft auðveldlega borðað heilt próteinstykki án þess að blóðsykurinn hreyfist. Geta jafnvel notað próteinstykkin sem blóðsykurstilli.

  Sykursjúkir einstaklingar eru í raun lifandi indicator á sykurmagn í matvælum.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og þremur? Svar:

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is