Færslur fyrir mars, 2010

Miðvikudagur 31.03 2010 - 10:29

FAQ-2

„Hversu löngu fyrir lyftingar á ég að borða?  Hversu langt má líða frá lyftingum þar til ég fæ mér „eftir æfingu“ máltíðina?“ Þessi spurning dynur mjög oft á pósthólfi Naglans.  Naglinn nennir ekki að hengja sig í smáatriði og finnst ráðleggingar um einhvern heilagan tíma sem „má“ líða frá máltíð til æfingar einum of mikill […]

Þriðjudagur 30.03 2010 - 13:23

Hindranir í veginum? Eða verkefni sem krefst lausnar?

Margir sem ganga á tveimur jafnfljótum láta ómerkileg atriði stoppa sig í að mæta í ræktina eða halda sig á hollustuvagninum og skýla sér bakvið sorglega ömurlegar afsakanir í að ná ekki markmiðum sínum. „Bíllinn bilaði.“ „Öll æfingafötin voru skítug.“ „Var svo illt í eyranu/ökklanum/litlutá.“ „Allir hinir voru að borða súkkulaði.“ „Var boðið uppá köku […]

Mánudagur 29.03 2010 - 13:16

Nestlé var það heillin…

Í framhaldi af síðasta pistli er hér myndrænt sjónarhorn af yndislegustu stund dagsins, nefnilega „eftir æfingu“ máltíðin. Um þessar mundir er ólympískt magn af mat í agleymingi enda uppbyggingin ennþá í bullandi keyrslu og því samanstendur þessi máltíð af evrópsku Nestlé Cheerios, Scitec prótini og maískökum.  Naglinn gúffar þessu öllu saman í sig án þess að blikka […]

Föstudagur 26.03 2010 - 11:49

Seríós

Vissuð þið að gult Cheerios fæst nær hvergi í Evrópu nema á Íslandi?  Hér í Danaveldi er Cheerios-ið frá Nestlé, og sama er uppi á teningnum í ríki Elísabetar.  Sú afurð er alveg dísæt og gómsæt, en eftir að hafa vanist gula Cheeriosinu frá blautu barnsbeini þá er þetta ameríska alltaf efst á óskalistanum. Það […]

Fimmtudagur 25.03 2010 - 13:52

Viltu fullt af ást??

Uppbyggingin heldur áfram hjá Naglanum, byssurnar hættar að vera túttubyssur, aaalveg að koma kúla á axlirnar og latsarnir að verða að vænlegu vænghafi. Reyndar stækka vömbin og undirhakan á kantinum, en Naglanum er svoooo sama þó brækurnar séu þrengri um rassalinginn og leggings og víðir kjólar verði æ oftar fyrir valinu.  Svo lengi sem kjötið […]

Miðvikudagur 24.03 2010 - 11:51

Dónaskapur!

Ein Naglatútta sendi eftirfarandi póst til lærimeistara síns. „Vá ég lenti í svo fáránlegu dæmi í ræktinni áðan! Það er bara einn bekkpressubekkur þar sem ég æfi. Ég var að taka bekkinn og supersetta og þá kemur gaur og spyr hvað ég eigi mikið eftir og ég var bara rétt að byrja og notaði sömu […]

Þriðjudagur 23.03 2010 - 12:29

Á ég að borða lífrænt?

John Berardi er næringarfræðingur og mjög þekktur og virtur innan fitness- og vaxtarræktarbransans.  Hér tjáir tappinn sig um hvort lífrænt grænmeti og ávextir séu betri kostur….. þar sem slíkar afurðir kosta hvítuna úr auganu er ágætt að hafa þessa hluti á hreinu. John Berardi

Sunnudagur 21.03 2010 - 11:21

FAQ

Ein spurning sem Naglinn fær ansi oft inná borð til sín er hvernig eigi að haga máltíðum þegar æft er mjög snemma.  Það eru nefnilega fleiri en Naglinn sem hanga á hurðarhúnum líkamsræktarstöðva kl. 0600. Dyggir Naglalesendur vita að það er Satans að rífa í járn eða spretta eins og vindurinn á galtómum tanki. Mörgum […]

Fimmtudagur 18.03 2010 - 13:35

út í kosmósið…..

Naglinn nefndi í síðasta pistli mikilvægi þess að hætta að einblína alltaf á neikvæðu þættina og njóta ferðarinnar.  Sannleikurinn liggur nefnilega hjá okkur sjálfum. Það sem þú ákveður er sá veruleiki sem þú velur þér: “Þetta er of erfitt – ég get þetta ekki”. Neibb það er alveg rétt, þú getur þetta ekki!!  “Þetta er […]

Miðvikudagur 17.03 2010 - 12:52

Axlaðu ábyrgð

Naglinn hefur undanfarnar 8 vikurnar verið í uppbyggingarfasa þar sem fókusinn var á að bæta kjöti á ræfilslegar axlirnar. Það þýðir ekkert að hjakka í uppbyggingu án þess að lyfta skepnuþungt eins og jarðýta en mikilvægasti þátturinn er mataræðið: borða hreint og rétt… og MIKIÐ.  Ef þú borðar ekki nóg ertu með hlandblautan skó og […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is