Færslur fyrir febrúar, 2010

Þriðjudagur 23.02 2010 - 14:11

Bak(ar) vandræði

Það eru ekki geimvísindi að mjóbaksvandamál séu jafn algeng og raun ber vitni.  Það sem veldur langflestum bakvandræðum eru stuttir og stífir psoas vöðvar – þessir sem eru framan á mjöðm og tengja efsta hluta læris við mænuna.  Þegar við stöndum er lengdin á þessum vöðva 180° en þegar við sitjum styttist hann í 90°. […]

Mánudagur 22.02 2010 - 11:42

Bláber…svo miklar dúllur

Eins og sást í Morgunverði meistarans þá gúffar Naglinn í sig bláberjum með grautnum sínum og hvetur sitt fólk til að kjamsa einnig á berjum í þessari máltíð. En af hverju er Naglinn  að væla um allt þetta berjaát? Ber hafa frábært orðspor sem hollur kostur því þau eru stútfull af polyphenols sem er samheiti […]

Laugardagur 20.02 2010 - 12:12

Blessuð Ameríkan

Já það er margt skrýtið í henni Ameríkunni.  Nú eru einhverjar túttur að lögsækja þjálfara Biggest Loser Jillian Michaels fyrir rangar auglýsingar á vörunum sínum því þær tóku „Hitaeiningastjórnandi pillur“ (sem eiga líklega að vera fitubrennslutöflur) og ekki upplifað neitt fitutap né skort á matarlyst.  Ekki fylgir sögunni hvernig mataræðið var hjá þessum skonsum, og […]

Fimmtudagur 18.02 2010 - 12:38

Morgunverður meistarans

Naglinn er vanavera dauðans og hefur borðað sama morgunverðinn í hartnær áratug: hafragraut, bláber og eggjahvítupönnsu.  Þessi máltíð er klárlega uppáhaldsmáltíð dagsins (er þó í harðri samkeppni við „eftir æfingu“ máltíðina), svo sterk er ástin að stundum verður stúlkan svefnvana af spenningi að komast í grautinn sinn. Grauturinn er ríkisgrautur og við honum má ekki […]

Þriðjudagur 16.02 2010 - 11:27

Bolla bolla bolla

Enn einn bollulausi bolludagurinn að baki hjá Naglanum – ekki farið bolla inn um þessar varir síðasta áratuginn enda fær Naglinn gubbuna upp í háls við tilhugsunina eina um vatnsdeigs-glassúr ófögnuð með 2 cm þykkum rjóma á milli. En þeim sem þykja bollur gómsætar er ekkert til fyrirstöðu að tékka á eins og einni bollu […]

Laugardagur 13.02 2010 - 16:37

Bragðarefur Naglans

Ef það er einhver ávöxtur sem Naglinn gæti borðað þar til kýrnar koma heim þá er það banani.  Þessi gula dúlla sendir bragðlaukana í Nirvana og bætir geðið, enda stuðla þeir víst að losun serótóníns í heila en skortur á því er talið tengjast þunglyndi. Nýjasta æðið í eldhúsinu á Vølundsgade: Scitec prótinbúðingur með niðurbrytjuðum banana útí. […]

Fimmtudagur 11.02 2010 - 12:43

Hollywoodkúrinn…. sorglegt atriði

Naglinn fékk hressandi tölvupósti frá einni af túttunum sínum fyrir stuttu,  þar stóð: „Það er ein hérna í vinnunni á Hollywoodkúrnum og hún er alltaf að hneykslast á átinu á mér og ég hneysklast á hungrinu á henni. Ekki fyrir mitt litla líf myndi ég vilja skipta á öllu sem ég set ofan í mig […]

Þriðjudagur 09.02 2010 - 10:52

Að velgja undir uggum

Upphitun fyrir lyftingar er undirbúningur fyrir samband milli tauga og vöðva fyrir komandi lyftur, og jafnframt tækifæri fyrir líkamann að venjast því að nota stigvaxandi þyngdir. Flestir hita upp með að gera sjö milljón endurtekningar (reps) með hlægilega litlar þyngdir og með slíkum hraða að þeir framleiða rafmagn. Þessi aðferð stuðlar að of mikilli þreytu […]

Föstudagur 05.02 2010 - 09:25

Hressandi stemning

Það var aldeilis að pistillinn um Friends-áhorf danskrar píu við framkvæmd kviðæfinga vakti upp stemningu í athugasemdakerfinu, það hefur sjaldan eða aldrei verið jafn líflegt þar inni… hressandi!! En í kjölfarið á umræðum um afþreyingu við æfingar þá er rétt að benda á að ekki var verið að tala um brennsluæfingar heldur styrktaræfingar, epli og […]

Þriðjudagur 02.02 2010 - 15:57

Að hlæja eða gráta

Almáttugur hjálpi trúlausum Naglanum stundum í ræktinni, því ekki er ljóst hvort eigi að hlæja eða gráta gjörningana hjá sumu fólki. Á æfingu áðan varð Naglinn vitni að alveg nýju rugli, og er hún eldri en tvævetra í þeim efnum. Stúlka nokkur liggur á dýnu á gólfinu að gera Jane Fonda kviðæfingar, en þessi skonsa […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is