Færslur fyrir október, 2009

Föstudagur 30.10 2009 - 09:55

Sótsvartur almúginn blekktur

Naglinn fær útbrot og svínaflensuna þegar lærisveinarnir vilja byrja að kjamsa á fitubrennslutöflum og hafa sumir lent illa í bölsóti Naglans…*roðn* Í fyrsta lagi vill Naglinn leyfa breyttu mataræði og æfingum hafa sín áhrif svo líkaminn þurfi sjálfur að vinna fyrir málunum áður en gripið er til utanaðkomandi aðstoðar í formi dufthylkja. Í öðru lagi […]

Miðvikudagur 28.10 2009 - 13:26

Ohhh so sweet

Naglinn ætti að vera á prósentum hjá sæt-kartöflu bændum heimsins, því þessi ólögulegu grey fara upp í túlann á Naglanum á degi hverjum. Nýjasta æðið er að skera þær í litlar skífur, ekki of þunnar samt, c.a 0,5 cm á þykkt og 1 cm á breidd. setja skífurnar í eldfast mót, spreyja smá PAM yfir […]

Mánudagur 26.10 2009 - 12:46

Að borða eða brenna?

Naglinn hefur áður nöldrað um að mataræði hefur vinninginn framyfir brennsluæfingar þegar kemur að fitutapi. Þann pistil má finna hér. Enn og aftur hefur þessi staðreynd fengið byr undir báða vængi með niðurstöðum tveggja nýlegra rannsókna. Naglinn hefði þó viljað sjá meiri upplýsingar um breytingu á samsetningu líkamans, en ekki eingöngu kilóatöluna sem fólkið missti.  […]

Föstudagur 23.10 2009 - 09:43

Að ríghalda í rimina

Hver kannast ekki við að hringspóla í niðurskurði viku eftir viku eftir mánuð eftir mánuð og árangurinn mælist í smásjá.  Grátur í koddann og hárreytingar eru daglegt brauð. Svo fer kallkvikindið í smá átak, hættir að borða nammi á kvöldin og skiptir venjulegu kóki út fyrir Coke Light og mörin hrynur af honum í bunkum. Af hverju? […]

Fimmtudagur 22.10 2009 - 08:08

Sterkasta kona Íslands

Naglinn vill misnota aðstöðu sína og óska elskulegri vinkonu sinni og fyrrum lyftingafélaga, Jóhönnu Eivinsdóttur Christiansen, innilega til hamingju með titilinn Sterkasta kona Íslands. Það lék aldrei vafi í huga Naglans að hún myndi taka þessa keppni í nefið, enda þvílíkur kraftur að annað eins hefur ekki sést.  Besti lyftingafélagi sem hægt er að hugsa […]

Þriðjudagur 20.10 2009 - 09:28

Graskers-vöfflur

Í tilefni af því að nú styttist í Hrekkjavöku þá vill Naglinn deila uppskrift að hollum Graskers vöfflum.  Hver nennir að skafa gums útúr risastóru (og rándýru) graskeri?  Þess vegna notast þessi uppskrift við graskersgums í dós sem flestir hafa séð í matvöruverslunum en líklega ekki skeytt því frekari þanka. En hér nýtist þessi há-ameríska […]

Fimmtudagur 15.10 2009 - 09:11

Beint á ská

Naglinn las spjallþráð fyrir skömmu þar sem steikjandi heitir fitness kroppar sóru og sárt við lögðu að forðast æfingu sem kallast hliðarbeygjur (side-bends) eins og heitan eldinn. Hliðarbeygjur Vaxtarræktarskonsur og fitnesstúttur voru einróma um að hliðarbeygjur með lóðum stækki mittið og hver hefur það að markmiði eiginlega? Skávöðvarnir (obliques) fá örvun í gegnum aðrar kviðæfingar […]

Þriðjudagur 13.10 2009 - 09:34

Aldrei of seint að byrja

Það skapaðist smá umræða í athugasemdakerfinu um að það er aldrei of seint að byrja að rífa í járnið og móta líkama sinn til hins betra.  Naglinn vill benda á nokkur dæmi af holdi og blóði þessu máli til stuðnings. Þessi maður hér til dæmis er ekki eingöngu hvatning fyrir þá sem komnir eru af […]

Sunnudagur 11.10 2009 - 09:37

Muuuu….

Naglanum finnst mikill hörgull á nautakjötsáti sérstaklega hjá kvenpeningnum.  Hver nennir að éta kjúkling í hvert mál? Þó kjúllinn sé góður þá eru nú alveg takmörk. Hverjum finnst ekki safarík, þykk nautasteik góð, og ekki leiðinlegt að“mega“ borða slíkt góðgæti alla daga ársins. Vissulega er meiri fita í rauðu kjöti en í kjúklingi, en um […]

Fimmtudagur 08.10 2009 - 09:43

Gefðu þér tíma

Það er ótrúlega algengt að fólk sé með fáránlega óraunhæfar væntingar þegar kemur að fitutapi. Árangurinn á að vera bílhlöss af mör á örfáum vikum. En veruleikinn er nær alltaf annar. Þegar fitutap er tekið með skynsemi verður árangurinn oft hægari en hann verður hins vegar varanlegur þar sem við erum ekki að rústa brennslukerfinu […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is