Færslur fyrir júní, 2009

Þriðjudagur 30.06 2009 - 09:39

Nothing tastes as good as looking good does

Nú er ferðalagatíminn að hellast yfir landann. Hitabylgja, endalaus dagsbirta og fuglasöngur vekja upp löngun til að kúldrast í tjaldi ofan í traustum Ajungilaknum, hefja raust sína við gítarglamur og velta sér uppúr dögginni. Nalganum þykir of áberandi hvað slíkar ferðir varpa öllum sjálfsaga í mataræðinu fyrir róða og litli púkinn á öxlinni tekur öll […]

Sunnudagur 28.06 2009 - 16:40

Óhugnanlegar afleiðingar megrunar

Árið 1950 var gerð rannsókn á áhrifum megrunar á hegðun og hugarfar (Keys et. al, 1950). Þessi rannsókn myndi klárlega ekki fá samþykki Siðanefndar í dag, en er engu að síður mikilvæg heimild sem varpar ljósi á áhrif langvarandi megrunar. Þátttakendur voru heilbrigðir karlmenn í góðu formi og við góða andlega heilsu. Í sex mánuði […]

Fimmtudagur 25.06 2009 - 17:44

Tempó

Hvert reps eða endurtekning er tvíþætt: samdráttur vöðvans (pósitífan) og lenging vöðvans (negatífan). T.d í tvíhöfðaréttu þá er pósitífan sá hluti lyftunnar sem kreppir vöðann eða í þessu tilfelli uppleiðin, og negatífan er þá niðurleiðin því þá lengist vöðvinn aftur. Það er alltof algeng sjón að fólk leyfir þyngdaraflinu að taka öll völd í negatífunni. […]

Mánudagur 22.06 2009 - 11:18

Endursamsetning líkamans

Þessi pistill er tileinkaður öllum þeim sem grenja yfir vigtinni viku eftir viku eftir mánuð eftir mánuð. Fyrir nokkrum árum þegar Naglinn var í námi í Bretlandi grenntist Naglinn niður í sögulegt lágmark, og það á óhollan hátt, enda fleiri brennsluæfingar stundaðar en þykir mannlega hollt og . Eins og flestir lesendur hafa orðið varir […]

Miðvikudagur 17.06 2009 - 22:38

Erluréttur Naglans

Þar sem Naglinn eldar alltaf bara ofan í sinn eigin maga þá miðast þessi uppskrift við eina hræðu. Magninu má því breyta eftir fjölda sem snæðir. 4% nautahakk (100-150g) Sveppir Laukur 2 tsk Tómatpúrra 1-2 tsk Salsa sósa 1/2 tsk sinnep vatn Steikja sveppi og lauk (eða hvaða grænmeti sem er) á pönnu og krydda […]

Föstudagur 12.06 2009 - 08:09

Ef þú breytir hvernig þú horfir á hlutina, þá breytast hlutirnir sem þú horfir á.

Kviðæfingar, rífa í járnið, hlaupa eins og vindurinn, minna af rjómasósu, meira af grænmeti. Leiðin til betri líkama er einföld og hljómar kunnuglega en af hverju er svona erfitt að feta þennan veg? Af hverju heltast svona margir úr lestinni eftir nokkrar vikur? Stærsta orsök uppgjafar eru óraunhæfar væntingar um að sjá árangur helst á […]

Fimmtudagur 11.06 2009 - 08:47

Kaka í ofninum

Mataræði Meðganga er ekki tíminn til að kötta niður hitaeiningar.Þyngdaraukning er jákvæð og nauðsynleg, það þýðir að barnið þitt er að stækka og dafna. Konur sem þyngjast of lítið eiga á hættu að eignast lítil börn (minni en 3 kg). Konur sem þyngjast ofmikið hins vegar eiga á hættu á snemmfæðingu eða eignast of stór […]

Þriðjudagur 09.06 2009 - 15:23

Rugl sem Naglinn sá í ræktinni í dag….

… varð að deila þessu með ykkur lesendur góðir… Berfættur maður að skokka á brettinu og við hliðina á honum var maður á harðaspani í….GALLABUXUM Rólegir í óþægindin!!! Væri gaman að heyra hvaða rugli þið lesendur hafið orðið vitni að í ræktinni

Mánudagur 08.06 2009 - 11:37

Fróðleiksmoli dagsins

Við útihlaup verður það sem kallast „loftmótstaða“ (air-resistance) þegar við kljúfum andrúmsloftið á ferð. Eftir því sem við hlaupum hraðar því meiri verður loftmótstaðan. Hins vegar á hlaupabretti þá ferðumst við ekki í gegnum loftið, heldur erum kyrr á sama stað og því vantar þessa mótstöðu og orkunotkunin verður örlítið minni því brettið hjálpar okkur […]

Laugardagur 06.06 2009 - 09:20

Morgunverður Naglans

Bara svona til gamans.. og af því Naglinn og Hösbandið voru að fá nýja myndavél þá er hér mynd af morgunverði Naglans: hafragrautur, eggjahvítupönnukaka, jarðarber, súkkulaðiprótín hrært í vatn (í bleika glasinu) til að dýfa jarðarberjunum og pönnsunni ofan í, stórt vatnsglas. Alltaf borðað við tölvuna eins og sést .

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is