Færslur fyrir október, 2008

Föstudagur 31.10 2008 - 15:23

Óþolandi hlutir í ræktinni

Fólk sem setur ekki lóðin á sinn stað eftir notkun: Þeir sem skilja lóðaplötur eftir á hnébeygjustönginni, fótapressunni, E-Z stönginni o.s.frv. Ekki segja mér að þú hafir tekið svona rosalega á því að þú hafir ekki orku í að hreinsa af stönginni? Eða ertu svona rosalega tímabundin(n) að þú getur ekki eytt einni mínútu í […]

Fimmtudagur 30.10 2008 - 09:56

Rétt hugarfar varðandi mat

Einn Fjarþjálfunar kúnni Naglans tjáði Naglanum fyrir nokkrum dögum að hún vildi ekki lengur skemma árangurinn með að fá sér eitthvað drasl að borða. Þetta nýja hugarfar hennar er að mati Naglans mikilvægasta breytingin, mun mikilvægari en sentimetrarnir og kilóin sem hafa hypjað sig af skrokknum hjá henni. Matur verður alltaf til staðar í lífinu […]

Mánudagur 27.10 2008 - 14:25

90% reglan

Ein af stærstu hindrunum í fitutapi er skortur á fylgni við mataræðið, að halda sig við planið. Þú verður að halda þig við planið ef þú vilt að það virki, ekki satt? Það var enginn að segja að það yrði auðvelt. Það eru augljósar fórnir. Það er ástæða fyrir því að ekki fleiri ganga um […]

Fimmtudagur 23.10 2008 - 09:53

Hvernig á ég að lyfta þegar ég er í megrun?

Það er algeng bábilja meðal líkamsræktarfólks að í megrun, hvort sem það þýðir undirbúningur fyrir keppni eða almennt fitutap hjá meðaljóninum, sé best að lyfta mörg reps til að brenna sem mestri fitu. Þó að æfing með mörgum repsum, með stuttri hvíld, brenni talsvert mörgum hitaeiningum þá á þjálfun í megrun að einblína á að […]

Mánudagur 20.10 2008 - 19:45

Beygjur og skór

Naglinn vill benda þeim sem taka hnébeygjurnar (sem auðvitað allir lesendur síðunnar gera) að athuga skóbúnað sinn rækilega. Skórnir eiga að vera með flötum botni, þannig virkjum við þjóhnappana og haminn (aftan læri) betur. S kór með hækkuðum hæl, eins og til dæmis margir hlaupaskór, skekkja stöðuna og færa þungann óeðlilega mikið fram á við. […]

Föstudagur 17.10 2008 - 14:38

5 vikur… sjæse hvað tíminn flýgur…..

Undanfarnir dagar hafa verið prófsteinn á viljastyrk og telur Naglinn sig þess fullviss að geta staðist pyntingar í japönskum fangelsum án þess að blikka auga þegar þessu yfir lýkur. En þetta er þess virði því björgunaraðgerðir Þjálfa virðast hafa svipaðar afleiðingar á skrokk Naglans og aðgerðir ríkisstjórnar Íslands á efnahag landsmanna, að minnsta kosti hefur […]

Miðvikudagur 15.10 2008 - 13:49

Jákvætt hugarfar kemur okkur á áfangastað

Naglinn hefur undanfarið mikið velt fyrir sér jákvæðu og réttu hugarfari þegar kemur að þjálfun og mataræði. Hugarfarið er nefnilega eina hindrun fólks í að ná árangri og gera hollt mataræði og hreyfingu að lífsstíl. Margir mikla hlutina svo fyrir sér og hugsa endalaust á neikvæðum nótum, að allt sé svo erfitt og leiðinlegt en […]

Mánudagur 13.10 2008 - 11:34

Ég vissi að ég væri fitness/vaxtarræktarkappi þegar…..

Þetta var í MuscularDevelopment og er eins og talað út úr hjarta Naglans…. Ég get horft á kjúklingabringu og veit hvað hún er mörg grömm. Ég eyði peningum í fæðubótarefni í staðinn fyrir áfengi. Ég myndi vaka lengur til að ná inn öllum máltíðum dagsins. Ég fer ekki út á föstudagskvöldum því þá næ ég […]

Fimmtudagur 09.10 2008 - 15:14

Hugmyndir fyrir hafragrautinn

Naglanum þykir fátt betra en hafragrauturinn sinn á morgnana. Það er hin mesta bábilja að hafragrautur sé óæti og þeim sem finnst hann bragðvondur eru bara ekki nógu hugmyndaríkir í eldhúsinu. Hér koma nokkrar hugmyndir að afbragðsgraut. Vanilludropar, kanill, múskat, niðurrifið epli Vanilludropar, kókosdropar, kanill, múskat, niðurrifin gulrót, hakkaðar valhnetur Súkkulaði prótínduft, kókosdropar Bláber eða […]

Miðvikudagur 08.10 2008 - 13:55

Ljósið í kreppunni

Kreppa kreppa kreppa kreppa…… Naglinn er á fullu að reyna að horfa á bjartsýnum augum á lífið og tilveruna í allri þeirri katastrófu sem dynur á landanum og já, allri heimsbyggðinni um þessar mundir. Hrynjandi krónugrey, bankakrísur, skuldahalar heimila, óðaverðbólga og mafíuvextir gera þessa tilraun Naglans til að nota sólgleraugu ekki auðvelt verkefni, en Naglanum […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is