Færslur fyrir maí, 2008

Föstudagur 30.05 2008 - 14:31

Koffín

Naglinn veit um fjölmarga sem segjast ekki geta vaknað almennilega nema að fá sér kaffibolla. Naglinn er blessunarlega laus við þessa fíkn, og hefur aldrei komið þessum vinsælasta drykk jarðar ofan í sig. En það er skiljanleg ástæða fyrir því að fólk sækir í svarta sullið til að hrista af sér svefndrungann. Koffín er vinsælasta […]

Fimmtudagur 29.05 2008 - 10:34

Sprettur dauðans

Í morgun gat Naglinn ekki ákveðið sig með hvort ætti að fara út að hlaupa eða taka brennsluna í WC. Þegar út var komið var eitthvað svo kalt, svo Naglinn settist upp í bílinn og ók sem leið lá í Laugardalinn. Þegar þangað var komið var veðrið hreint og beint bjútifúl, logn og ágætis hiti […]

Þriðjudagur 27.05 2008 - 15:40

Líkamsræktarstöðvar þar sem Naglinn hefur tekið á því

Hér að neðan er yfirlit um þær stöðvar þar sem Naglinn hefur tekið á því. World Class Skeifunni: Hér fór Naglinn á átaksnámskeið ásamt vinkonum sínum í gamla, gamla daga. Vissi ekkert um mataræði né hreyfingu og látin skila matardagbók í hverri viku. Hún var ekki upp á marga fiska, hélt að það væri betra […]

Mánudagur 26.05 2008 - 14:36

Brenna fyrst eða lyfta fyrst?

Styrktarþjálfun brennir hitaeiningum en ekki eins mörgum og þolæfingar t. d hlaup, hjól, þrekstigi. Lyftingar koma af stað eftirbruna (post-exercise metabolism) í líkamanum, en eftirbruni er áframhaldandi hærri brennsla eftir að æfingu lýkur. Styrktarþjálfun hjálpar fólki að missa kíló með því að byggja upp vöðvamassa sem er virkur vefur og brennir hitaeiningum. Því meiri massa […]

Föstudagur 23.05 2008 - 12:13

Fróðleiksmoli dagsins

Vil endilega deila með ykkur smá fróðleiks sem ég var að lesa um. Ávextir eru víst ekki heppilegir sem einföld kolvetni til að fylla á glýkógenbirgðirnar eftir æfingu. Frúktósi úr ávöxtum fyllir á glýkógenbirgðir lifrar, en fyllir ekki glýkógenbirgðir vöðvanna. Hrískökur, beyglur, hvít hrísgrjón og jafnvel morgunkorn eru betri kostur þar sem sykurinn úr þeim […]

Fimmtudagur 22.05 2008 - 10:39

Byssurnar massaðar

Naglinn massaði byssurnar í gær, ekki veitir af að pumpa aðeins þessar spírur sem hanga utan á manni í þeirri veiku von að þær stækki nú eitthvað. Æfði með Jóhönnu svo það var vel tekið á því og spottað alveg grimmt í þyngstu settunum. Enda eru komnar góðar sperrur í tribbann, og vonandi tekur bibbinn […]

Þriðjudagur 20.05 2008 - 14:36

Djúsí fiskur

Fyrir eina hræðu: Innihald 150-200 g lax eða silungur (eða einhver annar fiskur) sítrónusafi 1 msk grófkorna sinnep 1 tsk Sesamfræ svartur pipar Aðferð Setjið álpappír í eldfast mót og smyrjið álpappírinn með ólífuolíu. Sprauta smá skvettu af sítrónusafa yfir fiskinn og pipra vel. Smyrja fiskinn með sinnepinu og strá sesamfræjum yfir og dreifa vel […]

Mánudagur 19.05 2008 - 15:36

Lipolysis

Fita er aðallega geymd á tveimur stöðum í líkamanum, inni í vöðvum en mest af henni er hins vegar geymd í fituvef og það er fitan sem við viljum losna við. Til þess að minnka fitubirgðir líkamans þurfum við að hreyfa við fitunni (mobilization). Þá er fitan losuð úr geymslustað sínum og inn í líkamann […]

Föstudagur 16.05 2008 - 14:12

Skemmd brennsla

Finnst þér að alveg sama hversu mikið þú passar upp á mataræðið eða hversu mikið þú æfir, bölvuð fitan haggast bara ekki? Varstu einu sinni himinlifandi með prógrammið þitt, en núna er stöðnunin að gera þig brjálaða(n). Það virðist sem ekkert virki á þig lengur, og þú hefur prófað allt undir sólinni – há-kolvetni, lág-kolvetni, […]

Fimmtudagur 15.05 2008 - 13:38

Æfingavenjur náungans

Naglinn spáir mjög mikið í æfingavenjur náungans. Hvernig, hvenær og hvar hinn og þessi æfi eru reglulegar vangaveltur hjá Naglanum og þá aðallega út frá atvinnu viðkomandi og fjölskylduhögum. Regluleg hreyfing er svo sjálfsagður hlutur í huga Naglans, að spurningin hvort einhver æfi læðist aldrei inn í hugann. Naglinn veit að sumir, eins og lögreglumenn […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is